Morgunblaðið - 15.11.2022, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022
14
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Vísindineruskýr
S
kýrsla eftir skýrslu vísindamanna
segir sömu söguna. Loftslags-
breytingar eiga sér stað núna. Ekki
í fjarlægri framtíð heldur núna. Við
sjáum vatnsskort vegna horfinna
jökla, sjávarmál hækkar. Gróðureldar norðan
heimskautsbaugs og þurrkar skemma upp-
skeru víðsvegar um heim. Flutningar takmark-
ast á stórum fljótum Evrópu vegna vatns-
skorts. Þetta er veruleikinn í dag en er bara
forleikur að þeim hörmungum sem að okkur
steðja ef við grípum ekki til aðgerða strax.
Markmið Parísarsáttmálans um að tak-
marka hlýnun við 1,5 gráður er í hættu. Í dag
stefnir í að við skjótum mjög rúmlega yfir
markið. Yfirskotið hefur afgerandi áhrif á þær
náttúruhamfarir sem við munum þurfa að
glíma við í framtíðinni. Íslensk stjórnvöld hafa
sett fram metnaðarfull markmið um 55% samdrátt á los-
un á beinni ábyrgð m.v. losun ársins 2005. Málflutningur
Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hverfist
um það að við verðum að halda 1,5 gráða markmiðinu lif-
andi. En til þess að það sé mögulegt þurfa allir, stjórnvöld
og fyrirtæki, að axla sína ábyrgð og hefjast handa.
Aðlögun er brýn
Á sama tíma og við þurfum að draga skarpt úr losun
gróðurhúsalofttegunda þurfum við að aðlagast þeim
breytingum sem þegar eru orðnar og verða. Aðlögunin er
nú þegar orðin mikilvæg fyrir Ísland, bæði innanlands og
í alþjóðasamvinnu. Enda er Ísland sérstaklega viðkvæmt
fyrir breytingum vegna loftslagsbreytinga.
Súrnun sjávar, bráðnun jökla, breytingar á
úrkomumynstri og hækkun sjávarborðs hafa
mikil áhrif hér á landi. Áhrifanna mun gæta
á vistkerfi og líffræðilegan fjölbreytileika en
á grundvelli þeirra byggjum við samfélagið.
Nytjastofnar fiska, skilyrði til landbúnaðar,
vatnsbúskapur vatnsorkuvera og svona mætti
lengi telja eru ekki fastar heldur þjónusta sem
heilbrigð vistkerfi veita okkur. Þess vegna
leggjum við áherslu á að byggja upp þanþol og
aðlögun að loftslagsbreytingum í alþjóðlegri
samvinnu, meðal annars með því að auka
framlög í slík verkefni í þróunarsamvinnu.
Áhrifin af loftslagsbreytingum eru því bæði
flókin og fjölþætt, þau snerta fæðuöryggi
og búsetuskilyrði um heim allan. Þau áhrif
hafa þegar raungerst og slíkt mun færast í
aukana á næstu árum. Við verðum að laga okkur að þeim
veruleika. En samhliða aðlögun þurfum við að hlusta
grannt eftir röddum þeirra sem áhrifin snerta fyrst og
hafa minni bjargir til að bregðast við þeim. Með því að
hlusta á ungt fólk af öllum kynjum fáum við betri innsýn í
veruleika þeirra sem þurfa að takast á við þær aðstæður
sem aðgerðir okkar í dag skapa í framtíðinni. Loftslags-
ráðstefna Sameinuðu þjóðanna er vettvangur þar sem
þjóðir heims geta ráðið ráðum sínum og hlustað á þessar
raddir. Við megum engan tíma missa og þar á Ísland að
hafa skýra rödd.
Pistill
Svandís
Svavarsdóttir
Höfundur er matvælaráðherra.
VirðingAlþingis
S tjórnmála-
menn hafa
alla tíð verið
mishátt skrifaðir.
Þeir eru auðvit-
að misjafnir að
mannkostum eins
og við hin, en svo skipa þeir
sér í lið og kjósendur með
þeim og móti. Þeir fást við að
lofa fyrir kosningar, sem þeir
eru svo í misjafnri aðstöðu til
þess að efna eftir kosningar;
við borgum þeim fyrir að deila
fyrir okkar hönd, svo stjórn-
málin eru ekki alltaf laus við
leikaraskap. Sumir jafnvel lítið
annað en hégómi og froða, en
stöku pólitíkus gengisfellir sig
með gífuryrðum og glamri.
Þeir eru undantekning en
minnisstæðir og hætt við að
fólki þyki þeir dæmigerðir
fyrir alla stjórnmálamenn.
Það er ósanngjarnt, en það er
skiljanlegt.
Gallup hefur mælt traust
til ýmissa stofnana samfé-
lagsins um árabil. Þar var
Alþingi aldrei í fremstu röð,
en mældist þó að jafnaði með
traust í kringum 40% fram
að bankahruni, þegar það féll
á einni nóttu niður í 13% og
reisti sig sáralítið næstu árin.
Síðastliðin ár hefur traust á
Alþingi aukist á ný og er kom-
ið á sama stað í traustmæl-
ingu og í upphafi aldarinnar,
en borgarstjórn situr eftir á
botninum. Slík traustmæling
er óhjákvæmilega afar mats-
kennd, en hún segir samt sína
sögu.
Það traust almennings
byggist mjög á framgöngu
þingmanna á þingi og í fjöl-
miðlum, hvernig þeir standa
sig í löggjafarstarfi og hvernig
ríkisstjórnum í þeirra skjóli
gengur. Það snýst mikið um
virðingu. Virðingu þingmanna
hvers fyrir öðrum, sjálfs-
virðingu þeirra og virðingu
fyrir Alþingi, elstu og æðstu
stofnun þjóðarinnar.
Það snýst ekki aðeins um að
sýna Alþingi og kjósendum
þá virðingu að vera sóma-
samlega til fara eða nenna að
reima á sig skó, þótt það skipti
líka máli. Öðru fremur snýst
það um heiðarleika og hrein-
skiptni í störfum á Alþingi og
í samskiptum við aðra. Aðra
þingmenn, starfsmenn þings-
ins og stofnana þess, en ekki
síst gagnvart umbjóðendum
sínum, sem þeir gegna trúnað-
arstörfum fyrir og hafa gefið
drengskaparheit um.
Í gærmorgun birti ríkisend-
urskoðandi langþráða skýrslu
sína um sölu á hlut ríkisins í
Íslandsbanka, fyrr en upp-
haflega stóð til. Hann hafði
ætlað að kynna skýrsluna á
fundi með stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd Alþingis,
en sendi hana
nefndarmönnum
til glöggvunar
deginum áður.
Einhver þeirra
beið ekki boðanna
og kom skýrslunni
á framfæri við þrjá fjölmiðla,
sem flýttu sér að segja fréttir
af henni eins og vera ber:
þeirra trúnaður er fyrst og
fremst við almenning.
Öðru máli gegnir um þing-
manninn, sem lak skýrslunni.
Þingmenn gegna trúnað-
arstörfum á Alþingi í þágu
þjóðarinnar og þeim er trúað
fyrir ótal hlutum, stórum
sem smáum. Þarna var komin
fram skýrsla frá ríkisendur-
skoðanda, embættis á vegum
Alþingis, sem nefndarmönnum
var send fyrir kurteisissakir
og í trúnaði sólarhring áður en
hún yrði þeim formlega kynnt.
Þórunn Sveinbjarnardóttir,
formaður stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar, sagði að það
væri „bagalegt“ að skýrsl-
unni hefði verið lekið. Það
hljóta að vera skrauthvörf
hjá formanninum, því það er
meira bagalegt eða neyðarlegt,
að þeirri nefnd Alþingis, sem
hefur stjórnskipan landsins
og eftirlit með stjórnsýslu að
hlutverki, sé ófært að halda
trúnað um skýrslu til hennar.
Birgir Ármannsson forseti
Alþingis sagði að það væru
„mikil vonbrigði“ að ekki hafi
verið unnt að tryggja trúnað á
skýrslunni í rétt rúman sólar-
hring. Það er rétt athugað, það
hljóta að vera þingheimi öllum
– nema þessum sem lak –
mikil vonbrigði. Í ljósi þess, að
í skýrslunni fólst engan veginn
það pólitíska sprengiefni eða
tíðindi sem stjórnarandstaðan
vonaði, er það raunar illskilj-
anlegt líka. Ávinningurinn
enginn, en afleiðingarnar tals-
verðar, þó að lekaliðinn sleppi
sjálfsagt með skrekkinn.
Alþingi setur niður við þetta.
Þingmaðurinn, sem lak, sýndi
Alþingi óvirðingu og það er
Alþingi en ekki hann, sem hef-
ur vanvirðu af þessu heimsku-
pari. Um leið var ríkisendur-
skoðandi virtur að vettugi,
svo hann birti bara skýrsluna
og kom síðan í kaffiheimsókn
síðdegis ef nefndin skildi
ekki skilja eitthvað í henni.
En ætli það verði ekki bið á
því að hann sýni nefndinni
aftur þann virðingarvott, að
fá henni skýrslu til yfirlestrar
fyrir formlega afhendingu!
Því sá sem ekki virðir trún-
að, honum verður ekki trúað
fyrir neinu. Þar mun Alþingi
allt gjalda fyrir sviksemi eins
þingmanns, veikasta hlekksins
í þinginu, og þannig er grafið
undan trausti í þinginu og til
Alþingis.
Leki úr stjórnskip-
unar- og eftirlits-
nefnd er fjarri því
léttvægur}
Ó
þreyja og óróleiki fer
vaxandi í verkalýðs-
hreyfingunni á almenna
vinnumarkaðinum vegna
þess hve hægt gengur í kjaravið-
ræðunum við Samtök atvinnulífs-
ins. Samningarnir runnu út um
seinustu mánaðamót og þrátt fyrir
mikil fundahöld hefur lítill árangur
náðst að sögn verkalýðsforingja.
Í gær brast þolinmæði forsvars-
manna Starfsgreinasambandsins,
Landssambands íslenskra verslun-
armanna og VR sem hafa ákveðið
að vísa kjara-
deilunni við SA til
ríkissáttasemjara.
Allt bendir til
að fleiri fylgi í
kjölfarið. Félög og
sambönd iðnaðar-
og tæknimanna
eru saman í við-
ræðunum við SA.
Kristján Þórður
Snæbjarnarson formaður Rafiðnað-
arsambandsins segir að þolinmæðin
sé á þrotum hjá hópnum og því
hljóti að styttast í að aðilar vísi
viðræðunum til ríkissáttasemjara.
Sjöundi samningafundur iðnaðar-
mannahópsins með SA er boðaður í
dag. Kristján segir að ágætt samtal
hafi farið fram en þokast hafi hægt
áfram og lítill árangur náðst. Langt
er um liðið frá því að kröfugerðir
voru lagðar fram að frátöldum
beinum launakröfum. Kristján segir
að aðeins sé farið að ræða þær
hugmyndir en í raun ekkert verið
lagt fram í þeim efnum.
Í sameiginlegri yfirlýsingu VR,
SGS og LÍV í gær segir að þessi
landssambönd og félög hafi staðið
þétt saman í viðræðunum við SA
á undanförnum vikum og freistað
þess að ná nýjum samningi. „Fund-
að hefur verið stíft en nú blasir við
að of mikið ber í milli. Samningur
er ekki í sjónmáli og engar forsend-
ur til að halda viðræðum áfram að
óbreyttu.“
Ekki fer á milli mála að við-
fangsefnið er erfitt úrlausnar. Krón-
utöluhækkanir voru hryggjarstykki
lífskjarasamninganna á sínum tíma
en nú eru skoðanir skiptar. Efling,
næststærsta stéttarfélag lands-
ins, krefst krónutöluhækkana um
167 þúsund krónur á þriggja ára
samningstíma. SGS fer líka fram
á krónutöluhækkun launa. Ýmis
önnur félög launþega leggja aftur
á móti meiri áherslu á að nú sé
kominn tími á prósentuhækkanir.
Athygli vakti eindregin krafa BHM í
seinustu viku um prósentuhækkan-
ir fyrir háskólamenntaða í kom-
andi kjarasamningum. Á almenna
markaðinum hallast iðnaðarmenn
líka að þessari leið. „Iðnaðarmanna-
hópurinn hefur verið meira inni
á prósentuhækkunum. Þar liggja
kröfurnar hjá okkur að tryggja að
kaupmáttur launa iðn- og tækni-
fólks muni aukast. Það er megin-
markmiðið hjá hópnum okkar,“
segir Kristján.
Þolinmæði á þrotum
og vilja spýta í lófana
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kjaradeilur á aðventu?Kjaraviðræður gætu teygst fram í desember. Verði
sáttaumleitanir árangurslausar geta félög hafið undirbúning aðgerða.
SKIPTAR SKOÐANIR Á LENGD SAMNINGSTÍMANS
Minnkandi líkur á að skrifað
verði undir í nóvember
Vonir dvína um að takast muni að
undirrita nýja samninga í nóvem-
ber. „Tíminn er fljótur að líða. Við
viljum auðvitað keyra á samninga,
ná að klára þá og skrifa undir en
það þarf að setja mikinn kraft í
þessar viðræður til þess að koma
þeim áfram og klára þetta. Það
er auðvitað hætt við því að þetta
teygist eitthvað en við viljum setja
kraft í viðræðurnar þannig að það
náist að klára þær fyrir mánaða-
mót, þó að það sé kannski ólíklegt
að það takist,“ segir Kristján
Þórður Snæbjarnarson formaður
RSÍ. Fram kemur í umfjöllun um
stöðuna í kjaraviðræðunum á
vef Rafiðnaðarsambandsins að
atvinnurekendur hafi lýst miklum
áhuga við samningaborðið á að
gerðir verði skammtímasamningar.
„Ljóst er að ef semja á til skamms
tíma, þá þarf að setja mikinn kraft í
slíkar viðræður svo kjarasamnings-
viðræðum verði lokið innan tiltölu-
lega skamms tíma.“ Guðmundur
Helgi Þórarinsson formaður VM
segir í pistli á vef félagsins að
iðnaðarmannafélögin hafi verið
til í að skoða þann möguleika en
ljóst sé að samningsaðilar báðum
megin borðsins verði að leggja
sig fram við að klára það fljótt og
örugglega. „Að mínu mati, ef semja
á til skamms tíma, þarf að klára
samning á næstu 7-10 dögum, ef
það tekst ekki er best að semja til
lengri tíma,“ segir hann.
Kristján Þórður
Snæbjarnarson
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is