Morgunblaðið - 15.11.2022, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022
Framkvæmdir Enn viðrar vel til framkvæmda utan dyra þótt komið sé fram í miðjan nóvember.
Eggert Jóhannesson
Fyrirsögnin vísar til
fundar í Háskóla Íslands
nú nýverið. Það var fróð-
legur fundur að sitja. Ekki
síst vegna þess að fund-
arstjórinn, Eva Bjarna-
dóttir, og þeir fjórir sér-
fræðingar sem höfðu verið
fengnir til að fjalla um mál-
ið, voru allir hjartanlega
sammála. Einn fundar-
manna spurði spurningar
sem ekki féll í kramið.
Hann var fljótlega stöðvaður af fund-
arstjóra þegar hann rakti aðdraganda
spurningar sem fjallaði um kostnað:
„Ertu með spurningu?“ Allir aðrir fengu
að láta gamminn geisa án þess að spyrja.
Ungur lagakennari við Háskóla Íslands,
Kári Hólmar Ragnarsson, taldi rétt ríkja
til að takmarka fjölda umsækjenda um
vernd (hérlendis jafnan nefndir flótta-
menn) vegna óbærilegs kostnaðar ekki
vera fyrir hendi. Enginn sérfræðinganna
var, að því er virtist, kunnugur þeirri
reglu að umsækjandi skuli sækja um
vernd í því landi sem hann kemur fyrst
til. Kári hefði svei mér verið fínn sér-
fræðingur í stjórnarskrá Ráðstjórn-
arríkjanna. Þar voru víst öll heimsins
mannréttindi tryggð.
Afstaða Rauða krossins
Silja Bára R. Ómarsdóttir, formaður
Rauða krossins og prófessor við stjórn-
málafræðideild Háskóla Íslands, var
mjög treg til að svara spurningum um
fjölda umsækjenda og kostnað. Að lokum
svaraði hún þó. Að hennar mati er núver-
andi fjöldi lágmark (um fimm þúsund á
ári). Og framreiknið þið nú! Ekkert
þessa vinstrafólks virtist hafa nokkurn
áhuga á kostnaði sem Ísland hefur burði
til að taka á sig. Hvað þá hvernig það
getur komið fátækum löndum best að
Evrópuríkin einbeiti sér að viðtöku
brotabrots íbúa frá fátækum löndum
með tiltækum fjármunum í stað þess að
aðstoða sem flesta. Engin rök; bara til-
finningar einkenndu málflutninginn. Já,
fé fært Rauða krossinum er núorðið
kastað á glæ; því miður.
Bretland er að grípa til harðra ráðstaf-
ana gegn ólöglegum innflytjendum sem
þar eru næstum 40.000 í ár. Það sam-
svarar ca 250 á Íslandi. Þeir virðast 10
sinnum fleiri sem hingað flykkjast og
notfæra sér verndarreglur
sem bara eiga við ofsótta og
stríðshrjáða. Hvað fær
vinstrafólk til að mæla því
bót? Ekki réttlætiskennd,
svo mikið er víst.
Stefna Evrópusam-
bandsins
Á vef ríkisstjórnar Hol-
lands er stefnu Evrópusam-
bandsins lýst í fáum orðum.
Sameiginleg nálgun ESB er
að takmarka og stjórna
straumi „flóttamanna“ til
Evrópu. Taka ber á rótum vandans. Mót-
taka „flóttamanna“ fari fram sem næst
upprunalandinu. Berjast skal gegn
smygli á fólki [líkt og öðrum glæpum].
Styrkja ber ytri landamæri Schengen-
svæðisins. Hælisleitendur sem ekki
þarfnast verndar verða að snúa aftur til
heimalands síns eða til öruggs þriðja
lands. Evrópusambandssinnar á Íslandi
eru, hér sem endranær, mótfallnir sínu
heittelskaða ríkjasambandi. – Hvernig
skýrir Viðreisn það?
Fróðleg ummæli fundarmanna
(og rasistastimpillinn á lofti)
Ummæli fundarmanna voru af ýmsum
toga. Pírataþingmaðurinn Arndís Anna
taldi mega spara sex milljarða með því að
leggja rekstur sjálfs hælisleitendakerf-
isins niður. Þá fögnuðu fundarmenn sem
voru flestir konur. Það er út af fyrir sig
rétt að með opnun landamæra þarf enga
Útlendingastofnun o.s.frv. Bróðurpart
þeirra þúsund milljarða sem skattpínd-
asta þjóð heimsins hefur til ráðstöfunar
til mun þá brátt þurfa til þessa líka göf-
uga málefnis svonefndra flóttamanna.
Kona með grátstafinn í kverkunum
tók til máls. Þannig var að lögreglan leit-
aði glæpamanns og var með mynd í far-
teskinu. Myndin bar með sér að forfeður
glæpamannsins voru, að öllum líkindum,
ekki af íslenskum uppruna. Þetta taldi
konan til marks um rasismann í lögregl-
unni.
Svona gekk nú hinn akademíski fund-
ur fyrir sig. En ég læt staðar numið.
Einar S.
Hálfdánarson
» Fé fært Rauða
krossinum er
núorðið kastað á glæ.
Einar S.
Hálfdánarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Er Ísland að drukkna
í flóttafólki?
Farþega- og vöru-
flug tók afar djúpa
dýfu snemma árs 2020
vegna heimsfaraldurs-
ins en hefur upplifað
hraðan bata frá vor-
mánuðum 2022. Víða
náðu umferð og verð
fyrri hæðum, eða fóru
jafnvel yfir það sem
ríkti fyrir faraldurinn.
Sérstaklega varð um-
talsverður vöxtur í
skemmtiferðum, tómstundaferðum,
viðskiptaferðum og fraktflutningum.
Þrátt fyrir þetta stendur flug-
rekstur/iðnaðurinn frammi fyrir
verulegum áskorunum m.a. vegna
vaxtar í farþega- og fraktflugi, við-
varandi óstöðugleika vegna farald-
ursins, þeirrar staðreyndar að eft-
irspurn eftir flugvélum og
flugmönnum er meiri en framboð og
að lokum vegna vaxandi óhag-
kvæmni sökum árstíðabundinnar
umferðar. Sveigjanlegri lausna er
þörf.
Í farþegaflugi er gert ráð fyrir því
að árlegur vöxtur í nýmarkaðs-
ríkjum verði rúmlega 5% næstu tvo
áratugina á meðan þróaðir markaðir
muni sjá u.þ.b. 3% vöxt á ári, sem er
í samræmi við þróunina fyrir heims-
faraldur. Ef þetta raungerist mun
floti flugfélaga stækka
úr u.þ.b. 25.300 flug-
vélum í dag í 41.000 ár-
ið 2041. Þar að auki
mun þurfa að skipta út
um 80% af núverandi
flota á þessu tímabili
fyrir flugvélar sem eru
mun umhverfisvænni,
brenna 20-40% minna
af eldsneyti og styðja
við markmið fluggeir-
ans um að ná kolefnis-
hlutleysi.
Umskipti í fraktflugi
Fraktflugsflotinn stendur frammi
fyrir jafn umfangsmiklum breyt-
ingum. Vinnuhesturinn Boeing 747-
400 nálgast nú eftirlaunaaldurinn og
verður skipt út fyrir Boeing 777-300-
fraktflugvélar, bæði nýjum og
breyttum farþegaflugvélum. Þetta
hljómar allt mjög vel, en staðreyndin
er sú að flugvélaframleiðendur eru
langt á eftir áætlun varðandi afhend-
ingu og ekki er líklegt að alþjóðleg
birgðakeðjuvandamál verði leyst í
bráð. Bætið við þetta skorti á flug-
mönnum og þá verður ljóst hvers
vegna þörf er á nýjum hugmyndum
og sveigjanlegum lausnum.
Ein slík lausn verður sífellt mik-
ilvægari, það er notkun fyrirtækja
sem veita flugfélögum ACMI þjón-
ustu. ACMI er flugvélaleiga þar sem
áhöfn, viðhald og tryggingar eru
innifalin í leigu flugvélar. Flugfélög
nota ACMI-þjónustu ýmist til að
mæta árstíðabundinni eða í sumum
tilfellum langvarandi eftirspurn, án
þess að þurfa að taka á sig kostnað
vegna stækkunar flugflota eða fjölg-
unar starfsfólks.
Sögulega séð var þessi þjónusta
mest nýtt í Evrópu þar sem 31%
fleiri Evrópubúar fljúga á sumrin en
á veturna. Flugfélög standa frammi
fyrir tveimur ólíkum kostum; að
stækka flugflotann til að mæta há-
markseftirspurn, sem þýðir mikið
fjárhagslegt tap utan háannatíma,
eða að missa af viðskiptum yfir sum-
artímann. ACMI gerir flugfélögum
kleift að fanga þá farþega á háanna-
tíma án kostnaðar á heilu ári. Sá sem
veitir ACMI þjónustuna hagnast á
því að láta nokkra viðskiptavini deila
sömu flugvélum yfir árið. Þar má
nefna markaði sem sveiflast til móts
við Evrópumarkaðinn, eins og Suð-
ur-Ameríku, Ástralíu, Kanada og
Nýja-Sjáland. Árstíðabundnar og
aðrar sveigjanlegar ACMI-lausnir
hjálpa í auknum mæli til við að ýta
undir vöxt og arðsemi í farþega- og
farmgeiranum.
Avia Solutions Group og Ísland
Á Íslandi er til mikil reynsla og
þekking af rekstri flugfélaga sem
veita slíka þjónustu með íslenskt
flugrekstrarskírteini. Avia Solutions
Group (Avia), með aðsetur í Litháen,
er stærsti veitandi ACMI-þjónustu í
farþegaflugi í heiminum. Fyrir
nokkrum árum keypti Avia íslenska
fyrirtækið Bluebird sem einbeitti
sér fyrst og fremst að ACMI-
farmmarkaðinum. Frá því kaupin
áttu sér stað hefur fyrirtækið vaxið
þrefalt og er nú eitt af leiðandi flug-
félögum í í ACMI-þjónustu í frakt-
flugi í Evrópu. Hagstæð landafræði
Íslands og rík saga í flugi bendir til
þess að hægt sé að gera frekari vöxt
þessara sveigjanlegu iðnaðarlausna
mögulegan á íslenskum markaði.
Í starfi mínu hjá Certares Hold-
ings, fjárfestingafélagi í New York,
sem fjárfestir fyrst og fremst í
ferða- og ferðaþjónustu, fékk ég
tækifæri til að stýra fjárfestingu í
Avia Solutions Group síðla árs 2021.
Fyrirtækið veitir meira en ACMI-
þjónustu (þau sinna viðhaldi og end-
urskoðun flugvéla, flugmannaþjálf-
un, flugvallarafgreiðslu og fleiru), en
aðdráttaraflið var sú hugmynd að
það væri mikil röskun á framboði og
eftirspurn sem krefðist sveigjan-
legra lausna sem fyrirtækið var að
bjóða í auknum mæli. Áhugaverðara
var að þessi þjónusta er hagkvæm á
svo marga vegu – flugfélög geta auk-
ið arðsemi, sameiginleg og sveigj-
anleg afkastageta dregur úr eftir-
spurnarþrýstingi á flugvélamarkaði.
Nýjar sparneytnar flugvélar geta
sinnt árstíðabundnum verkefnum
þvert á heimssvæði. Það sem er
e.t.v. mest spennandi er þó að það
sem áður var lítil viðbótarlausn í
flugrekstri væri nú hægt að stækka í
að verða almennur hluti af rekstr-
aráætlun hvaða flugfélags sem er.
Ég hef lengi fylgst með og tekið
þátt í fluggeiranum og er þess full-
viss að greinin mun halda áfram að
finna og auka notkun á nýrri og
sveigjanlegri þjónustu sem fyrirtæki
eins og Avia og keppinautar þess
veita. Ég trúi því líka að markaðir
eins og Ísland muni hagnast á því að
taka þátt í þessum nýja og spenn-
andi kafla í flugsögu heimsins, nú
þegar heimurinn heldur áfram að
jafna sig á áhrifum heimsfaraldurs-
ins.
Tom Klein » Staðreyndin er sú að
flugvélaframleið-
endur eru langt á eftir
áætlun varðandi afhend-
ingu og ekki er líklegt
að birgðakeðjuvanda-
mál verði leyst í bráð.
Tom Klein
Höfundur er framkvæmdastjóri hjá
Certares Holdings.
Mikilvægi sveigjanleikans