Morgunblaðið - 15.11.2022, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022
Virðulegi formaður,
Helga Kristín Kol-
beins!
Í kvöldfréttum RÚV
7. okt. 2022 var tekið
viðtal við varaformann
Skólameistarafélags
Íslands, Sigríði Huld
Jónsdóttur. Hún sagði:
„Ef ég hef ekki lög-
mætar ástæður fyrir
því, þá getur nemand-
inn, ég tala nú ekki um
ef hann er yngri en átján ára, farið í
mál við skólann. Og hann vinnur það
mál. Það eru þau mál sem skóla-
meistarar eru að vísa í núna, því það
hefur gerst að nemendum sem hafa
beitt ofbeldi inni í skóla hefur verið
vísað úr skóla, en annað dómsstig
segir svo: „Þér ber að taka við nem-
andanum aftur.“ Þannig að það þarf
að skýra þessa lögfræðilegu hlið. …
Sem samfélag verðum við að fara að
koma í veg fyrir það að þessi nauðg-
unarmenning sé til staðar, hún er til
staðar því miður, henni er viðhaldið
því miður. Við viljum í skólunum
leggja okkur fram til þess að hætta
þessu, nauðgunarmenningu. Og okk-
ur tekst það aldrei því miður. Við er-
um bara mannkyn, við erum mann-
leg og vont fólk verður áfram til. En
við skulum ekki reyna að búa það til.
Það er algjörlega markmið allra
skóla að huga að velferð allra nem-
enda í skólunum.“
Í viðtalinu kemur ekkert fram um
hvað í hugtakinu nauðgunarmenn-
ingu felst, en Sigríður Huld nefndi
að stundum væri ekki fótur fyrir
ákærunum. (Hugtakanotkunin er í
sjálfu sér athyglisverð. Hvernig má
það vera að nauðgun lýsi menningu í
framhaldsskólunum?) Ekki er upp-
lýst hvernig það sé leitt í ljós hvort
um sé að ræða innri dómstól skól-
anna eða alvörudóm-
stóla. Það er hvorki
upplýst um fjölda
ákæra um nauðganir
né hlutfall saklausra
pilta eða stúlkna af
heildarfjölda ákærðra.
Þessi nauðgunar-
(ó)menning skapar mér
ugg. Á grundvelli upp-
lýsinga frá Sigríði Huld
bið ég vinsamlegast um
skilgreiningu Skóla-
meistarafélagsins á
nauðgunarmenningu;
nánari skýringar á því hvernig skól-
arnir leiði í ljós sekt eða sakleysi
ákærðra; nánari upplýsingar um
umfang þessarar menningar, þ.e.
heildartölu og kynhlutfall ákærðra á
vettvangi skólans; hlutfall ákærðra
og kyn þeirra sem vísað er til lög-
reglu og hlutfall dóma sektar og
sýknu ákærðra nemenda við dóm-
stóla landsins og kyn hlutaðeigandi.
Að lokum falast ég eftir upplýs-
ingum um viðbrögð skólanna við
fölskum ákærum. Er þeim sem setja
fram falskar ákærur vísað úr skóla
eða þeir kærðir til lögreglu? Hver
eru kynjahlutföll falskra sakar-
ábera, hvernig er nauðgunarmenn-
ingu „viðhaldið“ í framhaldsskólum
landsins og hverjir eru ábyrgir fyrir
slíku viðhaldi?
Arnar Sverrisson
» Skólameistarafélagið
hefur lýst yfir
nauðgunarmenningu í
framhaldsskólum lands-
ins. Það vekur mikil-
vægar spurningar um
siðferði í skólunum.
Arnar Sverrisson
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
arnarsverrisson@gmail.com
Opið bréf til
Skólameistara-
félags Íslands
Magn gróðurhúsa-
lofttegunda í and-
rúmsloftinu vex, hita-
stig hækkar og raki í
andrúmsloftinu eykst.
Afleiðingin er fleiri og
öflugri hitabylgjur og
ofsi í veðurfari. Þær
eru ógnvekjandi. Við
sáum hvað gerðist í
Pakistan á árinu; um
þriðjungur landsins
undir vatni og hátt í
2.000 bein dauðsföll. Við sáum mikla
eyðileggingu á Seyðisfirði þar sem
fyrir guðs mildi varð ekki manntjón.
Við fréttum af mannskæðum flóðum
og hitabylgjum í Evrópu; þúsundir
íbúa í grannlöndum okkar falla í val-
inn í hitabylgjum. Líf og lífsafkoma
eru í mikilli hættu vegna loftslags-
breytinga af mannavöldum, mest hjá
þeim sem minnst mega sín og hafa
ekki skapað vandann.
Orð eru til alls fyrst
Heimsbyggðin hóf sameiginlega
vegferð um aðgerðir gegn hættu-
legum loftslagsbreytingum af
mannavöldum með samþykkt í Ríó
de Janeiro árið 1992 og með Kýótó-
bókuninni 1997. Orð eru til alls fyrst
– en án aðgerða verða orðin einskis
virði. Á þessum 30 árum sem liðin
eru frá því að vandinn var viður-
kenndur hefur árleg losun gróður-
húsalofttegunda vaxið um liðlega
40%. Á sama tíma hefur vísindunum
tekist æ betur að lýsa hættunni af
þessum breytingum fyrir líf okkar á
jörðinni. Viðvaranir vísindamann-
anna verða sífellt örvæntingarfyllri
og framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna lýsir þróuninni sem sam-
eiginlegu sjálfsmorði mannkynsins.
Hlýnun langt umfram markmið
Í dag hefur hiti jarðar hækkað um
1,1 gráðu, aðallega vegna losunar
gróðurhúsalofttegunda, og margir
eru hættir að trúa að halda megi
hlýnun jarðar við 1,5 gráður, mark-
miðið sem samþykkt
var í París 2015. Eins
og staðan er í dag stefn-
ir í tæplega þriggja
gráðu hlýnun áður en
21. öldin rennur sitt
skeið. Gleymum því
samt ekki að öll hlýnun
sem hægt er að forðast
mun spara mikla þján-
ingu. Að gefast upp
kemur því ekki til
greina. Á Íslandi tökum
við hlutfallslega ríkan
þátt í að skapa vand-
ann. Kolefnisspor Íslendinga er með
því hæsta í heimi og ábyrgð Íslands
því mikil. Þá ábyrgð höfum við enn
ekki axlað.
Orðin tóm gera lítið gagn
Íslensk stjórnvöld hafa sagt að
draga eigi úr losun Íslendinga um
1,3 milljón tonn eigi síðar en 2030.
Slík markmið eru þó ekkert annað
en orðin tóm á meðan ekki koma
fram aðgerðir til að fylgja þeim eftir.
Þjóðin er komin í milljarða skuld við
Kýótó-samkomulagið vegna van-
efnda í loftslagsmálum. Spurning er
hvort Íslendingar eru að verða sið-
ferðilega gjaldþrota í velmegun sinni
og skeytingarleysi.
Barnalega léttvægar
aðgerðir boðaðar
Þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa
boðað eru afar léttvægar miðað við
mikilvægi verkefnisins. Ríkisstjórn-
ina virðist skorta þor til að taka á
vandanum með þeim verkfærum
sem duga. Sífellt er talað um sam-
starf og samræður við atvinnulífið
sem hefur það meginmarkmið að
græða peninga. Lítið er gert til að
innleiða virka hvata fyrir nauðsyn-
legar breytingar á framleiðsluhátt-
um og neyslu. Ekki er heldur boðuð
refsing fyrir þá sem stunda lífs-
hættulega framleiðsluhætti og land-
notkun. Mengunarbótareglan
gleymist. Vandinn vex svo bara á
meðan við bíðum og vonum hið besta
en gerum lítið sem dugar. Vandinn
kann að verða óyfirstíganlegur inn-
an fárra ára, jafnvel þótt þekking og
tæknileg geta sé fyrir hendi að leysa
hann. Hin áður hugrakka þjóð virð-
ist hnípin í loftslagsvandanum.
Út með gamla og úrelta
hugmyndafræði
Sú hugmyndafræði sem skapaði
vandann mun ekki leysa hann. Orku-
geirinn og atvinnulífið gera lítið úr
því að bæta megi nýtni og fram-
leiðsluhætti til að taka á orku- og
loftslagskreppunni. Nægjusemi, lyk-
illinn að sjálfri lífshamingjunni, er
dyggð sem virðist algjörlega hafa
gleymst. Í stað þess er athyglinni
beint að frekari sókn í íslenska nátt-
úru og víðerni svo tvöfalda megi raf-
orkuframleiðslu landsins á tveimur
áratugum. Ísland er nú þegar með
lífskjör á heimsmælikvarða og er
margfaldur heimsmeistari í raf-
orkunotkun – og á líklega næga raf-
orku til að sinna skynsamlegum og
nauðsynlegum orkuskiptum. Að
ganga sífellt meira á móður náttúru
leysir engan vanda heldur eykur
hann. Einstakri náttúru landsins á
að fórna, að sögn til að bjarga mann-
kyninu frá loftslagsvánni.
Aðstæður kalla á nýja hugsun og
hugmyndafræði þar sem nátt-
úruvernd og loftslagsvernd haldast í
hendur. Þjóðin þarf frelsi frá ánauð
loftslags- og náttúruspillandi hag-
vexti!
Loftslagsbreytingar –
aðgerðir sem virka eða
sjálfsmorð mannkyns?
Tryggvi Felixson
Tryggvi Felixson
»Hlýnun sem hægt er
að forðast mun spara
mikla þjáningu, en nátt-
úruvernd og loftslags-
vernd verða að haldast í
hendur til að tryggja
haldbæra lausn.
Höfundur er formaður
Landverndar, landgræðslu- og
umhverfisverndarsamtaka Íslands.
tryggvi@landvernd.is
Mönnum hlotnast
margvíslegar gjafir
og mörg blessunarleg
augnablik um lífsins
daga, sem verða að
ljúfum minningum
sem lífga og gleðja
seinni tíma þegar
dagarnir breytast
með aldrinum og til-
veran róast.
Fyrir skömmu hitti
ég kennslukonu úr barnaskóla þar
sem ég hafði verið nemandi fyrir
hálfri öld. Þegar ég gekk til henn-
ar var sem ég kæmi inn á annað
svið. Ég umvafðist áru hennar,
líkt og báran blíð hafði strokið
fjörusteinum um vangann og
sendna fjöru landsins frá ómuna-
tíð.
Hún var sest í helgan stein og
ég gat sagt henni með ánægju að
ég hefði einnig fengist við kennslu
á erlendri grund um langt árabil á
minni lífsleið, sem orðin var hálfr-
ar aldar löng og rúmum áratug
betur. Eitt sinn hafði hún kennt
mér íslenskt mál og lestur, og var
með sérmenntun í því að kenna
nemendum sem voru seinir til að
ná valdi á lestri.
Allt var svo miklu einfaldara á
þessum árum þegar hún var að
byrja að kenna fyrir meira en
hálfri öld. Þetta var fyrir sjöunda
áratuginn, fyrir tíma vasa-
reiknitölvanna. Okkur nægði lest-
ur, skrift og reikningur, skóla-
ljóðin, teikning og trésmíði. Allt
var rólegra, svona eins og klukkan
gengi hægar, og tím-
inn var alltaf nógur.
Nú stjórnar víd-
eókynslóðin landinu
með látum, eins og úr
hasarmyndum frá
kvikmyndaverum
Hollywood. Allt á að
gerast á ógnarhraða,
verðmæti metin í
milljónum og millj-
örðum en lítið gefið
fyrir lífsstíl nægju-
seminnar og það sem
áður þótti auðæfi;
gæfa og hamingja, að ógleymdri
ánægjunni við leik og störf.
Ég horfi stundum með söknuði
til hinna gömlu daga, fyrir tíma
tölvubyltingarinnar og farsímanna.
Tæknibyltingin hefur kannski ekki
gert lífið þægilegra og ánægju-
legra, ef til vill hefur því farið
hnignandi að mörgu leyti frá því
sem áður var. En kennarafund-
urinn var fengur og minnti mig á
yndislega tíma þegar skólastjórinn
byrjaði skóladaginn með fallegri
bæn og eiginkona hans tók við og
kenndi okkur út daginn. Margt
hefur breyst síðan þá, en minn-
ingin um góða kennara lifir og
hefur fylgt mér æ síðan.
Einar Ingvi
Magnússon
Einar Ingvi Magnússon
» Þá nægði okkur lest-
ur, skrift, reikningur
og skólaljóðin, teikning
og trésmíði.
Höfundur er áhugamaður
um samfélagsmál.
Kennarafundur