Morgunblaðið - 15.11.2022, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022
Meiraprófsnámskeið
á ensku
Nánari upplýsingar: www.okuland.is
Hefst
28.
nóvember
Parapró 200 mg/500 mg filmuhúðaðar töfur. Inniheldur íbúprófen og parasetamól.Markaðsleyfishafi:Acare ehf, info@acare.is.Til skammtíma verkjastillingar fyrir svefn,
til dæmis verks vegna kvefs og flensu, gigtar- og vöðvaverkja, bakverkjar, tannverkjar, höfuðverkjar og tíðaverkjar sem valda svefnerfiðleikum. Frábendingar: ofnæmi fyrir
íbúprófeni, parasetamóli eða einhverju hjálparefna lyfsins, saga um ofnæmisviðbrögð í tengslum við asetýlsalisýlsýru eða önnur bólgueyðandi gigtarlyf, saga um eða
sár/rof eða blæðingu í meltingarvegi, storkugalli, alvarleg lifrarbilun, alvarleg nýrnabilun eða alvarleg hjartabilun, samhliða notkun annarra NSAID-lyfja, samhliða notkun
annarra lyfja sem innihalda parasetamól, notkun á síðasta þriðjungi meðgöngu. Parapró er ætlað til notkunar hjá fullorðnum,18 ára og eldri. Sjá nánari upplýsingar um
lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Parapró
Inniheldur bæði parasetamól
og íbúprófen
Verkjastillandi
og bólgu-
eyðandi
Parapró vinnur gegn mígreni, höfuðverk, bakverk, tíðaverk, tannverk, gigtar- og
vöðvaverkjum, verkjum vegna vægrar bólgu í liðum, einkennum kvefs og flensu,
særindum í hálsi og hita.Parapró hentar þeim vel sem þurfa meiri verkja-
stillingu en parasetamól og íbúprófen veita ein og sér.
Í gær, 14. nóv-
ember, var alþjóð-
legur dagur syk-
ursýki. Dagurinn er
haldinn ár hvert til að
auka vitund og þekk-
ingu almennings á
sjúkdómnum sem tal-
inn er vera ein mesta
heilbrigðisógn nú-
tímans. Aðgengi að
upplýsingum og
fræðslu er sérstakt þema dagsins í
ár.
Sykursýki er margslunginn efna-
skiptasjúkdómur sem getur haft
mikil áhrif á lífsgæði og lífslíkur
þeirra sem greinast með hann.
Sjúkdómnum er gróflega skipt í tvo
meginflokka, tegund 1 og tegund 2
sykursýki. Í raun er um að ræða
tvo sjúkdóma en báðir einkennast
af of háum blóðsykri sem kemur til
vegna skorts á insúlíni eða auknu
insúlínviðnámi í líkamanum. Insúlín
er hormón sem brisið framleiðir við
eðlilegar aðstæður og gegnir m.a.
því mikilvæga hlutverki í lík-
amanum að koma á jafnvægi í blóð-
sykrinum. Ef ekkert er að gert
veldur hækkaður blóðsykur
skemmdum á líffærakerfum, eins
og hjarta og æðakerfi, augum, nýr-
um og taugum.
Mikið hefur verið rætt og rann-
sakað þegar kemur að orsakaþátt-
um sykursýki en í báðum teg-
undum er eitthvað í erfðamengi
okkar og umhverfi sem veldur því
að við erum útsettari fyrir því að
greinast með sjúkdóminn.
Tegund 1 sykursýki er sjálfs-
ofnæmissjúkdómur þar sem ónæm-
iskerfi líkamans eyðileggur þær
frumur í brisinu sem framleiða in-
súlín. Hann einkennist því af bráð-
um insúlínskorti og insúlínmeðferð
er lífsnauðsynleg fyrir þessa ein-
staklinga. Árlega greinast um 15 til
20 börn og unglingar með syk-
ursýki tegund 1 og um 12 til 15
fullorðnir.
Tegund 2 sykursýki þróast oft á
löngum tíma þegar insúlínviðnám
líkamans eykst. Aukið insúl-
ínviðnám þýðir að virkni insúlíns
minnkar en þá reynir enn meira á
brisið og getu þess til að auka in-
súlínframleiðsluna svo blóðsykur
hækki ekki of mikið. Einkenni
sjúkdómsins, svo sem þorsti og tíð
þvaglát, eru mismikil þegar sjúk-
dómsgreining liggur fyrir og það
átta sig ekki allir á þeim. Margir
eru komnir með fylgikvilla sjúk-
dómsins við greiningu. Í dag eru
ýmis lyf í boði til að hamla fram-
gangi sjúkdómsins en matar- og
lífsstílsvenjur fólks hafa verulega
áhrif á þróun hans og meðferð.
Tegund 2 sykursýki er mun al-
gengari, gera má ráð fyrir að um
90 % allra sem sem eru með syk-
ursýki á Íslandi séu með sykursýki
af tegund 2. Í grein Bolla Þórs-
sonar innkirtlasérfræðings, o.fl. í
Læknablaðinu árið 2021 kom fram
að algengi sjúkdómsins meira en
tvöfaldaðist í nær öllum aldurs-
flokkum á árunum 2005 til 2018. Að
öllu óbreyttu má gera ráð fyrir að
fjöldi einstaklinga með sykursýki af
tegund 2 verði kominn í 24000
manns árið 2040.
Greinarhöfundar starfa sem
hjúkrunarfræðingar á göngudeild
innkirtla á Landspítalanum. Á
deildinni starfar þverfaglegt teymi
heilbrigðisstarfsfólks sem hefur afl-
að sér þekkingar og reynslu á sviði
sykursýki. Það fer ekki framhjá
okkur að verkefnin eru mörg og
áskoranirnar oft miklar sem ein-
staklingar með sykursýki takast á
við. Þá getur sjúkdómurinn haft
umtalsverð áhrif á líf og líðan að-
standenda.
Sem fyrr segir er aðgengi að
fræðsla og upplýsingum sérstakt
þema þessa dags í ár. Eins og gild-
ir um alla sjúkdóma þá vegur það
þungt að greina sykursýki snemma
svo hægt sé að grípa til ráðstafana
og minnka líkur á fylgikvillum, og
það þarf að bregðast við fjölgun
nýrra tilfella. Í þessu sambandi er
nauðsynlegt að styðja við og efla
heilsulæsi og heilsuhegðun meðal
almennings, tryggja aðgengi að við-
eigandi upplýsingum og fjölbreyttu
fræðsluefni. Hér hvílir ábyrgð á
herðum margra.
Einstaklingar sem greinst hafa
með sykursýki eiga rétt á viðeig-
andi þjónustu og meðferð en með-
höndlun sjúkdómsins er fyrst og
fremst á ábyrgð þeirra sjálfra. Það
er vert að hafa í huga að ein-
staklingur með sykursýki eyðir
e.t.v. 3 til 4 klukkustundum á ári
hjá meðferðaraðila en sjálfur er
hann þá við stjórnvölinn hinar 8756
klukkustundirnar. Fræðsla og
sjálfsefling ættu að vera undirstaða
allrar meðferðar ef skjólstæðing-
urinn á að geta borið ábyrgð og
verið virkur í eigin meðferð, fær
um að taka upplýstar ákvarðanir,
sett sér raunhæf markmið og við-
haldið heilbrigði. Við viljum að lok-
um hvetja fólk með sykursýki til að
nýta sér þá þjónustu sem í boði er,
leita sér aðstoðar og mæta í reglu-
bundið eftirlit hjá sínum meðferð-
araðila.
Sykursýki – brýnt að efla
heilsulæsi almennings
Erla Kristófers-
dóttir og Kristín
Linnet Einarsdóttir
» Sykursýki er
margslunginn
efnaskiptasjúkdómur
sem getur haft mikil
áhrif á lífsgæði og
lífslíkur þeirra sem
greinast með hann.
Erla
Kristófersdóttir
Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á
göngudeild innkirtla á Landspítala.
Kristín Linnet
Einarsdóttir
Mestu uppgangsár
Reykjavíkur á fyrri
hluta síðustu aldar
voru þegar skútuút-
gerð blómstraði og svo
enn frekar þegar tog-
araútgerðin tók við.
Lítil athugun á fjöl-
skyldusögu leiddi mig
til þeirrar ályktunar,
að starfið hefði ekki
verið borið uppi af bæj-
armönnum, heldur ut-
anbæjarmönnum, þá á
ég við hásetana. Ég geri hér grein
fyrir þessari litlu athugun.
Ég var eitt sinn spurður um fólk
móðurömmu minnar, hvort það hefði
verið tengt sjónum. Hún fluttist ung-
lingur úr Krýsuvík með foreldrum
sínum í Breiðholt, bæ, sem stóð nokk-
urn veginn þar sem nú er bensínstöð í
Mjódd. Ég fór yfir það, hvernig það
bjargaðist. Það kom í ljós, að ekkert
þeirra systkina, barna hjónanna í
Breiðholti, nema amma mín, átti lífs-
björg sína af sjósókn. Mér virðist það
hafa bjargað sér þokkalega, en ekk-
ert þeirra hlaut starfsmenntun í
skóla. Til að setja lesendur inn í,
hvernig þannig alþýðufólk gat fram-
fleytt sér í Reykjavík án þess að
stunda sjó, rek ég hlutskipti þess.
Elst var systir, sem giftist húsa-
smið. Hann reisti sér hús á Vitastíg,
en féll frá á besta aldri. Ekkjan, barn-
laus, átti þannig þokkalegt húsnæði
og gaf sig að því að segja börnum til,
áður en skólaganga þeirra hófst.
Næst var amma mín, sem giftist
manni af Kjalarnesi. Hann tók stýri-
mannapróf og átti skútu, sem fórst,
en stundaði áfram störf við fisk-
veiðar; var heldur fátækur eftir
vinnuslys. Systir giftist manni og áttu
heima vestast í Vesturbænum. Mað-
urinn var fylgdarmaður dönsku land-
mælingamannanna, sem hér voru
áratugi að verki. Það starf var aðeins
á sumrin. Hann vann því ekki hálft
árið, en konan saumaði föt á konur og
sagði konum til við fatasaum. Ein
systir var gift verkstjóra við höfnina.
Þau reistu býlið Múla, sem stóð nokk-
urn veginn þar sem Laugardalshöll
er. Þar var ræktað tún. Konan sá um
kýrnar, sem gáfu heimilinu tekjur.
Bróðir átti lítið bú, þar sem nú kallast
Laugardalur, hét Engjabrekka, og
var líka verkamaður, en sú vinna gat
verið stopul. Bróðir varð steinsmiður,
var án skólagöngu og reisti sér hús
sunnarlega við Laufásveg og hét
Breiðholt; það var stutt frá vinnu-
staðnum, grjótnáminu í Öskjuhlíð.
Systir giftist húsasmið, hóf búskap
niður undir Lækjargötu, en vildi hafa
bú, og fluttu þau að Reynisvatni í
Mosfellshreppi.
Það kom fyrir í næstu kynslóð,
minni kynslóð, að menn
urðu sjómenn um tíma,
enginn samt háseti og
enginn á fiskiskipum.
Síðan ég gerði mér
grein fyrir þessari hlið á
fjölskyldusögu minni
hef ég fitjað upp á þessu
í samtali við ýmsa, og þá
kemur hið sama í ljós.
Það voru sem sagt utan-
bæjarmenn, sveita-
menn, sem voru burðar-
ásinn í útgerðarsögu
Reykjavíkur.
Lítum þá á hjúskap sjómanna í
Reykjavík. Af systkinahópnum hér
að ofan var ein systirin, amma mín,
sjómannskona. Þau hjón áttu einn
son, sem ætlaði að verða stýrimaður,
en reyndist hafa dapra sjón á öðru
auganu, svo að ekki varð af því námi.
Hann varð bátsmaður, en bátsmaður
– hann hafði verkstjórn á þilfari –
hafði hlut stýrimanns. Hann gekk í
land, þegar honum bauðst að verða
túlkur breska setuliðsins 1940. Svo
voru fimm systur, laglegar stelpur,
hver á sinn hátt. Ein dó 17 ára af
berklum. Móðir mín varð gömul, 104
ára, og hélt fullu viti og minni. Þannig
barst sitt af hverju í tal, frá því hún
var ung, á þessum aldarfjórðungi,
sem hún lifði umfram meðaltalið,
þegar ég leit inn til hennar á kaffi-
tíma. Ég þykist þannig hafa yfirlit
yfir, hvaða ungir menn voru í kring-
um þær systur. Í stuttu máli voru það
verslunar- og skrifstofumenn og
menn með einhverja starfsmenntun,
og aldrei var nefndur sjómaður með-
al félaga þessara sjómannsdætra. Ég
álykta því, að sjómenn hafi verið
afgangs hjá reykvískum stúlkum,
sem áttu kosta völ.
Ragnar Bjarnason söng fyrir dansi
– má stundum heyra í Útvarpinu:
Enginn veit hver annað sinn, aftur
tekur snúninginn. Það var sem sagt
lífshættulegt að vera sjómaður.
Stúlkur, sem hugsuðu meira en dag
fram fyrir sig, völdu ekki félagsskap
föður- og forsjárefna, sem voru í lífs-
hættulegu starfi og ekki hálaunuðu.
Þetta var höfnun, sem þagað var um.
Stenst þetta frekari athugun?
Þetta á ekki við sjávarútveg dags-
ins í dag.
Hverjir sóttu sjóinn
í Reykjavík?
Björn S. Stefánsson
Björn S.
Stefánsson
»Bæjarmenn í Reykja-
vík voru ekki hásetar
á skútum þaðan né tog-
urum, það voru aðfluttir
menn, til þess bendir
takmörkuð athugun.
Höfundur er í Reykjavíkuraka-
demíunni. bstorama@gmail.com