Morgunblaðið - 15.11.2022, Page 19

Morgunblaðið - 15.11.2022, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022 Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Tökum á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt húsnæði og nýir glæsilegir bílar. Sjá nánari upplýsingar á utfor.is Útfararþjónusta Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina – Þjónusta um allt land og erlendis – Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum í yfir 70 ár Guðný Hildur Kristinsdóttir Framkvæmdastjóri Ellert Ingason Sálmaskrár, útfararþjónusta Emilía Jónsdóttir Félagsráðgjöf, útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson Útfararþjónusta Magnús Sævar Magnússon Útfararþjónusta Helga Guðmundsdóttir Útfararþjónusta Hinrik Norðfjörð Útfararþjónusta Helena Björk Magnúsdóttir Útfararþjónusta horfðum á Tomma og Jenna á spólu, spiluðum sjóorrustu, afi spilaði fyrir mig á harmónikuna eða hvað annað sem okkur datt í hug þann daginn. Afi var minn helsti stuðnings- maður og fagnaði öllum mínum sigrum líkt og þeir væru hans eigin. Á tvítugsafmælisdaginn minn, þremur dögum áður en afi dó, heimsótti ég hann á spítal- ann. Viðbrögðin hans voru svo lýsandi fyrir afa en hann óskaði mér innilega til hamingju með daginn, knúsaði mig og kyssti og klappaði úr stolti. Það er enginn eins og afi Jón og ég mun alltaf vera þakklát fyrir tímann okkar saman. Afa verður sárt saknað. Auður Valdimarsdóttir. Það er með sorg í hjarta en miklu þakklæti sem við kveðjum elsku afa Jón. Afi Jón hafði ein- staka nærveru og ró og það var ákaflega þægilegt að vera í kringum hann. Hann var mikill fjölskyldumaður og naut þess að eyða tíma með Maddý sinni og fjölskyldunni. Hann gaf sér tíma og sýndi okkur öllum áhuga og hlýhug. Hann var nefnilega allt- af svo ánægður með sitt. Þetta átti við fólkið hans, kaffibollann, vinnuna og í raun allt sem hann átti. Hann sá ekki að grasið væri grænna hinum megin heldur var hann innilega sannfærður um að hans væri það langbesta. Þá var hann okkar helsti stuðningsmað- ur og hvatti okkur áfram í hverju því sem við tókum okkur fyrir hendur. Afi var líka húmoristi af guðs náð. Það þurfti ekki mikið til þess að hann skellti upp úr. Hláturinn hans var algjörlega einstakur, hávær en innilegur og þegar hann hló var það bráð- smitandi. Elsku afi minn er farinn en ég trúi því að hann fylgi okkur og styðji okkur áfram stoltur. Við munum segja sögur af honum og hlæja honum til heiðurs. Minn- ingin lifir. Hvíldu í friði elsku afi. Margrét Valdimarsdóttir. Það er margt sem kemur upp í hugann nú þegar ég kveð kær- an bróður í dag. Minningarnar streyma fram og hugurinn hvarflar heim til Húsavíkur þar sem við ólumst upp. Jón var rúmum fjórum árum eldri og leit ég mjög upp til stóra bróður. Ýmislegt var brallað í þá daga enda var frelsið mikið til leiks og starfa. Fjaran og bryggjan voru mjög vinsælir staðir og þá þótti ekkert tiltökumál á sumrin þótt krakkar færu út á morgnana, kæmu heim í hádeginu og um kaffileytið en sæjust síðan lítið fyrr en um kvöldmat. Eins var það yfir veturinn, allir gengu í skólann jafnvel þótt blindhríð væri, enda voru götur á Húsavík nánast aldrei ruddar á þessum árum. Jón fór ungur að vinna á Keflavíkurflugvelli, sem þá var í uppbyggingu, og var þar í um það bil eitt ár og var mikill spenningur er hann kom heim, því ýmislegt kom hann með til að gefa systkinum sínum sem búðir á Húsavík buðu ekki upp á á þeim tíma. Jón vann við ýmis störf á Húsavík svo sem á síld- arplani, við verslunarstörf og fleira uns hann réð sig til Pósts og síma og lærði símvirkjun og hélt síðan út í framhaldsnám til Stokkhólms þar sem hann út- skrifaðist sem rafmagnstækni- fræðingur frá Stockholms Tekn- iska Institut 1963. Eftir það vann hann hjá Pósti og síma (Póst- og símamálastofnunin), sem síðar varð Síminn, allt til starfsloka. Fyrsta árið í Stokk- hólmi leigði hann herbergi hjá eldri konu, sem spurði hann þegar hann ákvað að fara heim til að vinna hjá Símanum í sum- arfríinu: Hvað ertu lengi til Ís- lands með lestinni? Jón var mjög léttur í lund og oft var mikið hlegið í fjölskylduboðun- um og þegar vinnufélagar komu saman. Jón og Maddý gengu í hjónaband 1961 og bjuggu fyrstu árin í Stokkhólmi. Þau eignuðust þrjú börn og átta barnabörn og eru langafabörnin orðin tvö. Jón var mikill fjöl- skyldumaður og fjölskyldan mjög samheldin og sameiginleg áhugamál skíði og golf. Eftir að starfi hjá símanum lauk snerist lífið að miklum hluta um golf en hann var forfallinn golfari. Jón og Maddý byggðu sér sumarbú- stað á bökkum Eystri-Rangár þar sem þau eru búin að rækta landið af mikilli natni og smekk- vísi en þaðan er stutt á golfvöll- inn og völlurinn ekki eins áset- inn og í Reykjavík. Öllum var brugðið er Jón greindist fyrir ári með það mein sem nú hefur lagt hann að velli, Jóns verður sárt saknað. Við Guðrún sendum innilegar samúðarkveðjur til Maddýjar, Valdimars, Örnólfs, Katrínar og þeirra fjölskyldna. Gunnar Valdimarsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Elskulegur vinur og sam- starfsmaður til margra ára hjá Símanum, Jón Kristinn Valdi- marsson tæknifræðingur, er fallinn frá. Hann lést á líknar- deild LSH í Fossvogi. Jón Kristinn var glæsilegur á velli, geðþekkur og traustur vin- ur, ákveðinn, staðfastur, skipu- lagður, glaðvær og hláturmildur, gott að hafa með sér í liði. Elsku Jón Kristinn, takk fyrir margar ánægjulegar samveru- stundir í gegnum tíðina. Elsku Maddí, Valdi, Örnólfur, Katrín og fjölskyldur. Sam- hryggist ykkur innilega. Megi góður guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Minningin um góðan dreng mun ætíð lifa. Hvíl í friði. Hilmar Ragnarsson. Þegar við Víkingar kveðjum heiðursmanninn Jón Kristin Valdimarsson er þakklæti okkur efst í huga. Þakklæti fyrir góðan félagsskap, fórnfýsi og dugnað í þágu félagsins. Það var að verð- leikum sem hann var gerður að heiðursfélaga í Víkingi árið 2018. Jón Vald kom inn í störf fé- lagsins af krafti á áttunda ára- tugnum og sat í aðalstjórn Vík- ings 1978-1981, en þá tók hann við formennsku í handknatt- leiksdeildinni. Grunnur hafði verið lagður að sigurgöngu Vík- inga á handboltavellinum og fram yfir 1990 var karlalið Vík- ings í fremstu röð. Svo því sé haldið til haga hampaði félagið Íslandsmeistaratitlinum 1975, 1980, 1981, 1982, 1983, 1986 og 1987. Bikarmeistari varð Víking- ur 1978 og 1979 og síðan fjögur ár i röð 1983-1986. Víkingsliðið 1980 var árið 2015 valið besta handknattleikslið karla frá upp- hafi, en það ár vann Víkingur Ís- landsmótið með fullu húsi stiga. Afburða leikmenn og þjálfar- ar voru að baki þessum árangri en einnig sterk stjórn sem skap- aði þann ramma sem þarf til að ná háleitum markmiðum. Þar var Jón mikilvægur hlekkur í sterkri keðju. Í aðalstjórn félagsins stóð Jón síðan í stafni við miklar fram- kvæmdir á nýju félagssvæði Víkings í Víkinni í Fossvogi. Framkvæmdir hófust við bygg- ingu félagsheimilis í febrúar 1988, sem var tekið í notkun á næstu árum, og á aðeins um tíu mánuðum reis fullbúið íþrótta- hús Víkings árið 1991. Við þess- ar miklu framkvæmdir vann Jón af heilum hug; traustur og alltaf tilbúinn að leggja á sig vinnu, úrræðagóður og djarfur, fastur fyrir ef því var að skipta. Fyrir utan stjórnarstörfin gafst oft tími til að hittast í góð- um hópi og ræða um Víking og lífsins gagn og nauðsynjar. Kaffispjall í Ingólfsbrunni fyrir margt löngu, hádegisverðir með félögunum í mannræktarhópn- um Big M og síðan golf með fé- lögum í Víkingi. Á góðum stund- um var Jón hrókur alls fagnaðar. Víkingar þakka Jóni sam- fylgdina og mikið og óeigin- gjarnt starf um leið og Maddý og fjölskyldunni allri eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóns Krist- ins Valdimarssonar. F.h. Knattspyrnufélagsins Víkings, Ágúst Ingi Jónsson. HINSTA KVEÐJA Elsku pabbi. Mér er það nánast um megn að setja um þig örfá orð á blað. Stór hluti hjarta míns er þér helgaður. Héðan í frá mun ekki líða sá dagur að mér verði ekki hugsað til þín. Það mun veita mér styrk, gleði og stuðning í dagsins önn. Takk fyrir að hafa óbil- andi trú á mér. Þinn Örnólfur (Öddó). Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.