Morgunblaðið - 15.11.2022, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Byrjum daginn á opnri vinnustofu - Endilega komið
að prófa vinnustofuna okkar - frítt kaffi til 11 og alltaf hægt að finna
sér eitthvað skemmtilegt til að skapa úr. - 12:30 - Postulínsmálun - 13
-Tálgað í tré - mjög skemmtilegur hópur sem nær að skapa
ótrúlegustu hluti úr tré og alltaf opið fyrir nýja félaga í hópinn. - 13:30
- Prjónahittingur - Öflugur hópur sest saman í matsalnum með
prjónana.
Boðinn Pílukast kl. 09:00. Bridge og Kanasta kl. 13:00. Sundlaugin
opin til kl. 16:00.
Bústaðakirkja opið hús á miðvikudag frá kl. 13-16. Spil,handavinna,
slökun og prestar eru með hugleiðingu og bæn. Kaffið góða frá Si-
gurbjörgu á sínum stað. Halldóra frá Avon kemur með vörurnar fínu,
fullt af flottum tilboðum fyrir jólin. Hún verður komin um kl 13:00
Hlökkum til að sjá ykkur.
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl.14.
Fella- og Hólakirkja Eldriborgara starf alla þriðjudaga kl.13.00. Byr-
jum með helgistund í kirkjunni kl. 12 og eftir stundinna er farið í saf-
naðarheimilið í súpu og brauð og skemmtileg dagskrá þar á eftir. Allir
hjartanlega velkomnir.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00.
Prjónað til góðs kl. 8:30-12:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Myndlis-
tarhópurinn Kríur kl. 12:30-15:30. Heimaleikfimi á RUV kl. 13:00-13:10.
Dansað með göngugrindurnar kl. 13:15-14:30. Bónusrútan kl. 13:10.
Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Bókabíllinn kl. 14:45.
Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi,9.00 QJ-Gong í Sjálandssk.
9.00-12.00 Listmálun í Smiðju, 10.00 Ganga frá Jónshúsi
11.00 Stóla-jóga í Sjálandssk.,12.15 Leikfimi í Ásgarði
13.00-15.30 Sölusýning á handverki í Jónsh.
13.00-16.00 Handavinnuhornið, 13.00-16.00 Listmálun í Smiðju
13.10 Boccia í Ásgarði, 13.45-15.15 Kaffiveitingar í Jónsh.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á könnuni.
Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10:00 Listaspírur kl. 13:00 –
16:00. Bókband kl. 13:00 – 16:00
Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 15. nóvember verður opið hús fyrir
eldri borgara í Grafarvogskirkju. Opna húsíð er kl. 13-15. Margt er til
gamans gert: Spilað og sungið. Að opna húsinu loknu er kaffi og
meðlæti. Umsjón hefur Kristín Kristjánsdóttir djákni. Kyrrðarstund er
kl. 12. Að kyrrðarstund lokinni eru léttar veitingar gegn vægu gjaldi.
Gullsmári Myndlist kl. 9:00.Tréútskurður kl. 13:00. Canasta kl. 13:00.
Leikfimi kl. 13:00.
Hraunsel Billjard: Kl. 8 -16. Dansleikfimi kl. 9. Qi Gong kl.
10.00.?Bridge kl. 13.00.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30.
Hugleiðslunámskeið kl. 10:30. Bridge kl. 13:00. Bingó kl. 13:15.
Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum : Listmálun kl. 9:00. Boccia kl. 10:00. Helgistund
kl. 10:30. Leikfimihópur í Egilshöll kl. 09:30 og kl. 11. Spjallhópur í Bor-
gum kl. 13:00. Línudans í Borgum kl. 13:00. Sundleikfimi í Grafarvogs-
laug kl. 14:00. Gleðin býr í Borgum.
Neskirkja Krossgötur kl. 13:00. Kjarvalsstaðr heimsóttir og sýning
Guðjóns Ketilssonar, ,,Jæja" skoðuð undir leiðsögn. Kaffiveitingar á
kaffihúsinu staðarins. Hittumst í Neskirkju og röðum okkur í bílana.
Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofu 09:00-10:00 -
Bútasaumshópur í handverksstofu kl. 09:00-12:00 - Hópþjálfun í se-
tustofu kl. 10:30-11:00. Bókband í smiðju kl.13:00-16:30 og
síðdegiskaffi kl.14.30-15.30. Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450.
Allir hjartanlega velkomnir til okkar :)
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 07.10. Kaffikrókur á
Skólabraut frá kl. 9.00. Í dag mætum við aðeins fyrr í púttið á
Austurströnd eða kl. 10.15 vegna ferðarinnar í Hafnarfjörð, en í dag kl.
11.15 förum við í Hafnarfjörð, heimsækjum Hafnafjarðarkirkju,
kyrrðarstund og léttan hádegisverð. Ólafur Þ. Harðarson segir sögur
úr Hafnarfirði og komið verður við á Byggðasafninu.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
2022 ónotaður Ford Transit 350
L3H2 Trend. Vinsælasta stærðin og
hæðin. Framhjóladrif. Já dömur
mínar og herrar, hér er ekki eins og
hálfsárs bið eftir sendibíl.
Þennan getur þú fengið strax !
Verð: 5.990.000 án vsk.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur
fyrir veturinn og tek
að mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
alltaf - alstaðar
mbl.is
FINNA VINNU
AtvinnublaðMorgunblaðsins
kemur út tvisvar í viku.
Á fimmtudögum í aldreifingu
og í laugardagsblaðinu.
Þær birtast líka á atvinnuvef
mbl.is og finna.is
Aðeins er greitt eitt verð.
80.000manns 18 ára og eldri sjá FINNA
VINNU atvinnublaðMorgunblaðsins
Lesendur Morgunblaðsins lesa blaðið oftar
og lengur en hjá öðrum
71% landsmanna heimsækja mbl.is daglega
sem gerir hann að stærsta fjölmiðli landsins*
Fáðu meira út úr þinni
atvinnuauglýsingu!
Fjórir snertifletir – eitt verð!
1
Morgunblaðið
fimmtudaga
2
Morgunblaðið
laugardaga
3
mbl.is
atvinna
4
finna.is
atvinna
*GallupMediamix – dagleg dekkun 2020
okkar allra liggur um síðir, verð-
ur gott að njóta leiðsagnar hans.
Við kveðjum þennan góða dreng
með söknuði og þakklæti fyrir
vináttuna og biðjum elsku Álf-
hildi okkar, börnum þeirra og
fjölskyldunni allri, blessunar
guðs.
Margrét (Maggý) og Helgi.
Við Eymundur urðum sam-
starfsmenn hjá Vegagerðinni
þegar hann hóf störf þar 1966. Ég
var þá búinn að vinna þar um
nokkurn tíma. Áður höfðum við
kynnst lauslega þegar báðir
stunduðum nám við MA nokkr-
um árum áður.
Segja má að Eymundur hafi
tekið virkan þátt í allri þeirri
miklu þróun og breytingum sem
urðu á vegakerfinu á síðustu
þremur áratugum 20. aldar og
upphafi þeirrar 21. Á fyrstu ár-
unum stýrði hann hönnun og
framkvæmdum á Austurlandi.
Hann vann að hönnun ýmissa
vega og vegamannvirkja. Má þar
meðal annars nefna breikkun
Hafnarfjarðarvegar í Garðabæ.
Síðar tók hann á mjög afgerandi
hátt þátt í að koma á því núm-
erakerfi vega sem enn er notað. Á
árunum um 1980 tókum við
ásamt fleirum þátt í að gera
fyrsta samræmda ástandsmat
sem gert var á vegakerfinu í heild
og í framhaldi af því að áætla
kostnað við endurbætur á því. Af-
rakstur þessarar vinnu var not-
aður við gerð vega- og sam-
gönguáætlana lengi eftir þetta.
Þarna kom sér vel yfirgripsmikil
þekking Eymundar á vegakerf-
inu og staðháttum víðsvegar um
land. Framangreint ástandsmat
krafðist mikilla ferðalaga vítt og
breitt um landið og Eymundur
var frábær ferðafélagi.
Hann starfaði síðan mikið við
gerð vega- og samgönguáætlana
og öflun og viðhald þeirra upplýs-
inga sem nauðsynlegar eru við
gerð þeirra. Þetta varð til þess að
hann aflaði sér yfirburðaþekk-
ingar á vegakerfi landsins og
ástandi þess. Enn er ótalið ötult
starf við orðasmíði um ýmsa hluti
og hugtök varðandi vegi, vega-
gerð og umferð. Utan vinnu voru
samskiptin ekki síður ánægjuleg.
Við lékum saman badminton í
áratugi, spiluðum bridge og eftir
að starfi lauk voru vikulegar
gönguferðir með fyrrverandi
samstarfsmönnum ásamt eftir-
fylgjandi spjalli yfir kaffibolla.
Fyrir um það bil 25 árum tók
hópur samstarfsmanna hjá Vega-
gerðinni upp þann sið að fara í
eina tveggja til þriggja daga sam-
eiginlega ferð með mökum í frí-
tíma á sumrin. Fastur dagskrár-
liður var sameiginlegt grill þar
sem Eymundur var ómissandi yf-
irkokkur. Þessum sið hefur verið
haldið þótt samstarfsmennirnir
séu allir orðnir fyrrverandi
starfsmenn og kvarnast hafi úr
hópnum. Og enn fækkar því mið-
ur.
Við fráfall Eymundar kveð ég
kæran vin og samstarfmann.
Eftir lifa ótal minningar og allar
góðar.
Við Ásdís sendum Álfhildi og
fjölskyldu hennar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Jón Rögnvaldsson.
Eymundur Runólfsson var ná-
inn samstarfsfélagi nánast allan
minn starfsferil hjá Vegagerð-
inni. Við fylgdumst að á milli
deilda og milli hæða í Borgar-
túninu og alltaf var stutt á milli
okkar, og þá ekki síður í mann-
legum samskiptum.
Við vorum samstiga í flestu,
enda deildum við sama afmælis-
degi! Hann þekkti manna best
landið og landshætti, vegalengd-
ir og vegakerfið nýtt og gamalt,
og deildi því óspart með öðrum
þegar eftir var leitað, sem var
býsna oft. Eymundur var ein-
staklega hlýr og góður maður
sem gott var að eiga að vini og
geta leitað til.
Eymundur var Austfirðingur
og starfaði snemma síns ferils
sem umdæmisverkfræðingur
Vegagerðarinnar á Austurlandi.
Eftir það starfaði hann í miðstöð
stofnunarinnar í Reykjavík, og
verkefnin þar sneru ekki síst að
gerð áætlana um framtíðarupp-
byggingu vegakerfisins og lengi
vel stýrði hann áætlanadeildinni.
Þar voru meginverkefnin gerð
vegáætlunar til styttri og lengri
tíma og þar nýttist þekking og
færni Eymundar einkar vel. Því
tengdust ýmis skipulagsmál,
staðlagerð, umferðaröryggi og
annar undirbúningur verkefna.
Síðar komu umhverfismálin
einnig undir hans verkefnasvið.
Flest unnið í samstarfi smærri
og stærri hópa og ég tel að und-
antekningalaust hafi öllum líkað
samvinnan við Eymund einstak-
lega vel, enda ljúfari maður
vandfundinn.
Einnig tók Eymundur þátt í
fjölmörgum starfs- og stýrihóp-
um um hönnun og undirbúning
stærri vegagerðarverkefna, og
veitti mörgum þeirra forstöðu.
Þá var hann manna fróðastur um
vegi og slóða á hálendinu og tók
þátt í starfi ýmissa nefnda og
starfshópa þar að lútandi fyrir
hönd Vegagerðarinnar.
Ótalin er hér vinna Eymundar
í orðanefnd byggingaverkfræð-
inga sem hann tók þátt í um lang-
an tíma og lagði fram mikilsverð-
an skerf til ákaflega mikilvægs
þáttar í þróun íslensks máls.
Það var gott að fá tækifæri til
að hitta Eymund aðeins nokkr-
um dögum fyrir andlát hans, þótt
þá væri ljóst að stutt væri að
kveðjustund eftir erfið veikindi.
Og fá að þakka fyrir löng sam-
skipti og ljúfa samveru sem aldr-
ei bar skugga á.
Við Ólöf sendum samúðar-
kveðjur til Álfhildar, Runólfs og
Möggu og fjölskyldunnar allrar.
Hreinn Haraldsson.
Eymundur Þór
Runólfsson
Minningarvefur á mbl.is
Minningar og andlát
Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið
minningargreinar, fengið upplýsingar úr
þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang að
þeirri þjónustu sem Morgunblaðið hefur veitt
í áratugi þegar andlát ber að höndum.
Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar
eru aðgengilegar öllum.
www.mbl.is/andlát