Morgunblaðið - 15.11.2022, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022
DÆGRADVÖL24
Erna Ómarsdóttir, listdansstj. Íslenska dansflokksins, dansari og danshöfundur – 50 ára
Margverðlaunaður listamaður
E
rna Ómarsdóttir er
fædd 5. nóvember 1972
á Fæðingarheimili
Reykjavíkur. Hún ólst
upp á Kleppsveginum
í Reykjavík til 6 ára aldurs en svo
á Stórahjalla í Kópavogi uns hún
fór til náms erlendis eftir stúd-
entspróf.
„Ég æfði í fótbolta með Breiða-
bliki og dans en dansinn tók
fljótlega yfir. Ég byrjaði að æfa
dans í félagsmiðstöðinni Agnarögn
i Kópavogi með vinkonum mínum
og danskennarinn Dagný Björk
Pétursdóttir á heiðurinn af því að
smita mig af dansbakteríunni. Svo
var ég í Dansstúdíói Sóleyjar og
Kramhúsinu og fór svo í Listdans-
skólann 17 ára sem er frekar seint.
Þá fór ég í ballett, en hafði áður
verið í djassballett og allskonar
öðrum dansi.“
Grunnskólanám Ernu var í
Digranesskóla í Kópavogi og hún
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík vorið
1992. Hún fór um haustið 1993 í
dansnám til Rotterdam og svo til
PARTS í Brussel þaðan sem hún
útskrifaðist 1998. „Ég man vel
eftir sýningu á Listahátíð sem ég
sá sem unglingur með mömmu.
Hún hét May B, eftir Maguy
Marin, og það var mjög skrítin
nútímadanssýning. en þá hafði ég
verið meira í djassballett. Sýning
var óútskýranleg upplifun og hafði
mikil áhrif á mig. Sýningin var ein
af ástæðunum fyrir því ég fór í
dansnám og mörgum árum var ég
svo heppin að hitta á Maguy Marin
og gat þá sagt henni að sýningin
hefði verið innblástur fyrir mig til
að fara í nám. Svo komu kennarar
í dansskólann heima á Íslandi til
að kenna spuna og þá sá ég nýja
möguleika til að geta tjáð mig.
Ég var mjög heppin með skólann
í Brussel, hann var með góðar
tengingar við dansheiminn og ég
fékk strax mörg tækifæri í fram-
haldinu.“
Afrekaskrá Ernu er löng. Hún
stofnaði ásamt fleirum Dansleik-
hús með EKKA þegar hún var enn
í námi 1994. Hún hefur dansað
fyrir og skapað með stórstjörnum
í dansheiminum á borð Sidi Larbi
Cherkaoui og Damien Jalet en
einnig tónlistarfólki eins og Björk,
Sigurrós, Ben Frost. Hún vann
og náið með Jóhanni Jóhannsyni
heitnum 2002 -2009 þar sem þau
sömdu saman sviðsverkið IBM
1401-a users manual sem þau sýndu
út um allan heim og fleiri verk.
Í Brussels stofnaði hún ásamt
listafólki þar Fjöllistahópinn Poni
sem starfaði og sýndi út um alla
Evrópu frá 2002-2006, en hún er
mikið fyrir að blanda saman ólíkum
listformum.
Erna hefur samið fyrir erlenda
dansflokka eins og Black Marrow
fyrir Chunky Move á Melbourne
International Arts festival og
Romeo og Júliu fyrir Gartenerplatz
Theater i München og Hamburg,
ásamt Höllu Ólafsdóttur, Erna
leikstýrði einnig Orfeus og Evridis
fyrir borgarleikhúsið í Freiburg
2021. Hún var listrænn stjórnandi
Les Grandes Traversees sviðslista-
hátíðarinnar 2007 í Bordeaux í
Frakklandi og Reykjavík Dansfesti-
val 2013.
Árið 2008 stofnaði hún ásamt
eiginmanni sínum, Valdimari
Jóhannssyni, Shalala en þau hafa
skapað fjöldann allan af sviðsverk-
um og kvikmyndaverkefnum undir
því nafni. Erna hefur einnig mikið
starfað með myndlistarkonunni
Gabríelu Friðriksdóttur og nýverið
var verk þeirra og Bjarna Jónsson-
ar um Orfeus og Evridís frumflutt
í Borgarleikhúsinu í Freiburg og
Kampnagel í Hamburg á síðasta ári.
Erna og Anna Þorvaldsdóttur
fengu nýverið Grímuverðlaun fyrir
besta dansverkið og bestu tón-
listina fyrir samstarf þeirra, Aion,
sem íslenski dansflokkurinn hefur
nú ferðast með og flutt í samstarfi
við Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar
og Íslands og o.fl.
Erna er þekkt fyrir ögrandi
sýningar. „Ég hugsa ekki viljandi
þannig að ég vilji ögra, en ég vil
samt prófa nýjar leiðir og ég fæ
hugmyndir bæði frá því sem er að
gerast í samfélaginu og svo líka því
sem er innra með mér og finn svo
leið til að setja allan hrærigrautinn
í form.“
Erna hefur verið listdansstjóri
íslenska dansflokksins frá 2015
og samið fjölda dansverka fyrir
íslenska dansflokkinn frá 2005.
„Þetta er mikil áskorun að blanda
Stórfjölskyldan Erna í Guðmundarlundi ásamt fjölskyldu sinni, föður sínum
ogGeir bróður og fjölskyldu hans.Móðir Ernu tókmyndina.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hjónin Á Sigur Rósar-festivalinu Norður og niður.Mæðgurnar Erna og Kristín úti áÆgisíðu.
Til hamingju með daginn
Stjörnuspá
Jóhann Sigurðsson
40 ÁRA Jóhann er Garðbæingur, ólst
upp í Arnarnesi en býr nú í Prýðahverfi.
Hann er með BS í tölvuverkfræði frá HÍ
og MS í fjármálaverkfræði frá HR. Hann
er tölvuforritari hjá ferðaþjónustu-
fyrirtækinu Travelshift. Jóhann er einn
af meðstofnendum Poppkórsins Vocal
Project og áhugamálin eru hugbúnaðar-
gerð, söngur og skíði.
FJÖLSKYLDAMaki Jóhanns er
Ásdís Ella Jónsdóttir, f. 1982, viðskipta-
fræðingur, starfar hjá Icelandair en er
í fæðingarorlofi. Börn þeirra eru Anna
Karen, f. 2018, Ari Snær, f. 2019, og
ónefndur, f. 2022. Foreldrar Jóhanns eru
hjónin Sigurður Sigurjónsson, f. 1946,
hæstaréttarlögmaður, og Hanna Hjördís
Jónsdóttir, f. 1947, húsmóðir. Þau eru
búsett í Prýðahverfi.
Nýr borgari
Garðabær Ónefndur Jóhannsson
fæddist 24. september 2022 kl. 12.04
á Landspítalanum. Hann vó 3.902 g
og var 52 cm langur. Foreldrar hans
eru Jóhann Sigurðsson og Ásdís Ella
Jónsdóttir.
21. mars - 19. apríl A
Hrútur Þótt gaman sé að sjá hlutina
ganga upp í starfi, máttu ekki gleyma
þínum nánustu, sem einnig þurfa á þínum
tíma að halda.
20. apríl - 20. maí B
Naut Þótt þú standir nokkuð vel að vígi
fjárhagslega áttu langt í land til að geta
fjárfest í því sem hugur þinn stendur til.
21. maí - 20. júní C
Tvíburar Það getur kostað málamiðlanir
að leita til annarra um framkvæmd hluta.
Notaðu hagstætt andrúmsloft þér til
framdráttar.
21. júní - 22. júlí D
Krabbi Vertu ekki alltaf að velta því fyrir
þér hvað öðrum kunni að finnast um orð
þín og gjörðir. Nýttu hluta orkunnar í að
færa út kvíarnar.
23. júlí - 22. ágúst E
Ljón Dagurinn hentar vel til að safna
upplýsingum sem geta nýst þér í vinnunni.
Sveigjanleikinn gerir þér kleift að ná
takmarki þínu.
23. ágúst - 22. september F
Meyja Nú verður þú að hrökkva eða
stökkva því ekkert annað getur þokað
málum þínum áfram. Þrír er happatalan
þín í dag.
23. september - 22. október G
Vog Vinsældir þínar í einkalífi og starfi
eru miklar um þessar mundir og allir vilja
hafa þig með. Leggðu áherslu á það að líta
björtum augum á tilveruna.
23. október - 21. nóvember H
Sporðdreki Það gagnast þér lítið að líta
stöðugt um öxl og kvelja þig með orðnum
hlutum. Láttu ekkert koma þér á óvart
þegar leitað verður eftir stuðningi þínum.
22. nóvember - 21. desember I
Bogmaður Reyndu að forðast aðstæður í
vinnunni sem leiða til þess að samstarfs-
fólki finnist það afskipt eða vanmetið.
Láttu velgengni ekki stíga þér til höfuðs.
22. desember - 19. janúar J
Steingeit Þú ert úthaldsgóður og það
kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn
um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Vertu
varkár þegar kemur að óskum.
20. janúar - 18. febrúar K
Vatnsberi Þú ert í góðu jafnvægi andlega
sem líkamlega og mátt ekki láta neitt
verða til að trufla það. Notaðu hvert
tækifæri til að tjá þig í orðum, tónlist eða
hreyfingu.
19. febrúar - 20. mars L
Fiskar Þú færð að öllum líkindum óvænt-
an glaðning af einhverjum toga í dag.
Byrjaðu á því að taka eftir því fallega sem
ástvinur gerir.