Morgunblaðið - 15.11.2022, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.11.2022, Qupperneq 28
MENNING28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022 Góð heyrn glæðir samskipti Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Pantaðu tíma í HEYRNAR GREININGU Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is Kristín sýnir vatnslitamyndir í Gjábakka Kristín Þorkelsdóttir opnar sýningu á vatnslita- myndum í Gjábakka, félagsheimili eldri borgara í Kópavogi, í dag, 15. nóvember, kl. 14 og verður sýn- ingin opin virka daga frá kl. 8.30 til 16 og um helgar kl. 14 til 16. Henni lýkur 2. desember 2022. Sýningin ber titilinn Ljós, ljós, ljós. Kristín er myndlistarkona og grafískur hönnuður, fædd 1936 og í fyrra var Hönnunarsafn Íslands með sýningu á verkumKristínar af hönnunarsviðinu. „Nú finnst Kristínu mál til komið að sýna vatnslita- og pastelmyndir, sem eru afrakstur daglegra göngu- ferða umAusturbæ Kópavogs en oftast settist hún út í garð þegar heim var komið og hugurinn var þá tilbúinn í eina eða tvær myndir,“ segir í tilkynningu og að árið 2017 hafi Kristín verið heiðruð af Kópavogsbæmeð titlinumHeiðurslistamaður Kópavogs. Kristín Þorkelsdóttir Fjallar um dánarbú frá 19. öld Már Jónsson, prófessor við sagnfræðideild Háskóla Íslands, flytur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í dag kl. 12 um dánarbú frá 19. öld og hvað hafi verið skráð og hvað ekki. „Til eru gögn um eftirlátnar eigur nærri þrjátíu þúsund Íslendinga frá miðri 18. öld til loka 19. aldar. Þar er hafsjór upplýsinga um það sem fólk af öllum stigum nýtti í daglegu amstri og á heildina litið mætti ætla að að unnt sé að endurskapa efnislegar eigur landsmanna eftir aldri, kyni og stétt,“ segir í tilkynningu en í skjölum geti verið gloppur eða eyður um t.d. búsmuni. Þá sé spurning hvað sé til ráða. Tilefni erindisins er sýninginHeimsins hnoss: Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati) sem nú stendur yfir í Bogasal safns- ins en á henni er teflt saman upplýsingum um dánarbú sem varðveittar eru í Þjóðskjalasafni Íslands og gripum úr munasafni Þjóðminjasafnsins til að varpa ljósi á efnisheim fólks á 18. og 19. öld. Fyrirlesari Már Jónsson, prófessor við sagnfræðideild Háskóla Íslands. rich Seidl, Rimini, og degi síðar, 30. nóvember, hin spænska Alcarráz. Hrönn nefnir einnig Holy Spider eftir Ali Abbasi sem gerði hina ógleymanlegu Border (Mæri) frá árinu 2018. Abbasi er af írönskum uppruna og fjallar myndin um raðmorðingja í Íran sem myrðir konur í borginni Mashad. „Þetta er svo hrollvekjandi mynd, byggð á sönnum atburðum,“ segir Hrönn en morðin áttu sér stað í upphafi þessarar aldar. „Lögreglan tók þessu ekki alvarlega af því þetta voru bara konur,“ segir Hrönn og bendir á það sem er að gerast í Íran í dag. „Myndin fjallar svo mikið um það, hvernig konur verða fyrir ofbeldi á öllum stigum kerfisins í Íran og þessi morðingi getur verið táknmynd fyrir svo margt í því sam- félagi,“ segir Hrönn og að myndin sé rosaleg. Góðvinur bíósins Rimini fjallar um fyrrum popp- stjörnu og alkóhólista sem býr á Rimini á Ítalíu. „Hann er þar einkum að skemmta eldri borgurum og lifir frekar sorglegu lífi en svo dúkkar dóttir hans upp sem hann hefur aldrei kynnst og aldrei sinnt,“ segir Hrönn. Seidl er einn af góð- vinum Bíós Paradísar og í sérstöku dálæti hjá þeim sem þar starfa. „Hann er stórskrítinn og gerir dá- samlega kvikmyndir,“ segir Hrönn og að þegar Bíó Paradís hafi verið að stíga sín fyrstu skref í útgáfu kvikmynda hafi fyrsta myndin sem sló í gegn verið mynd eftir Seidl, Paradís: Ást, gefin út 2013. „Paradís: Ást kveikti eldinn hjá alþýðunni, að koma í Bíó Paradís og sjá mynd sem var ekki frá Hollywood og ekki á ensku,“ segir Hrönn. Seidl sé meist- ari óþægindanna og samhverfu í myndmáli. Hrönn segir Bíó Paradís líka standa fyrir kosningu á vinsælustu evrópsku kvikmyndinni sem kvik- myndahúsið hefur gefið út frá því það hóf starfsemi og fer hún fram á fésbókasíðu bíósins. Myndin sem verður hlutskörpust verður sýnd í bíóinu 2. desember. Verðlaunahafar með sýningar Hrönn segir hápunktinn á Evrópskum kvikmyndamánuði vissulega verða verðlaunahátíðina sjálfa. Heiðursverðlaunahafarn- ir Margarethe Von Trotta, Elia Suleiman og Marco Bellocchio muni standa fyrir sýningum á sínum helstu kvikmyndum í Bíó Paradís. Von Trotta mun sitja fyrir svörum eftir sýningu á Marianne & Juliane, Suleiman sýnir mynd sína Guðlega íhlutun 10. desember og 11. desember verður sýnd Exterior Night, Ytri nótt, sjónvarpssería sem Bellocchio leikstýrði. „Við verðum líka með fleiri viðburði sem tengjast gestum verðlaunanna og verða betur auglýstir síðar,“ segir Hrönn og nefnir að líklega muni Wim Wenders, leikstjóri og forseti Evrópsku kvikmyndaakademíunn- ar, koma til landsins og Bíó Paradís muni þá sýna eina af hans þekktstu kvikmyndum, Paris, Texas. „Allar þessar sýningar, með þessum heiðursverðlaunahöfum og þessum langfrægustu kvikmynda- gerðarmönnum Evrópu, verða opnar almenningi,“ bendir Hrönn á en allar upplýsingar má finna á bioparadis.is. Hrönn hvetur fólk líka til að mæta í Bíó Paradís og fylgjast með verðlaunahátíðinni þar 10. desember. „Hjá okkur er þetta eins og þreföld jól og áramót, eins og uppskeruhátíð síðustu tíu ára fyrir okkur sem höfum verið að gefa út þessar myndir og halda þeim á lofti fyrir íslenska áhorfendur,“ seg- ir Hrönn um kvikmyndaverðlaunin. lKvikmyndir tilnefndar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og fleiri evrópskar verða sýndar í Evrópskumkvikmyndamánuði í Bíó Paradís framað afhendingu verðlaunanna 10. desember Evrópskar kvikmyndir hylltar Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is 19 á sérstakri Spurt og svarað sýn- ingu með leikurum sem framhalds- skólanemendum hefur verið boðið á og verður rætt um efni myndar- innar, þ.e. ofbeldisfulla hegðun ungmenna og einelti. 16. nóvember verður frumsýnd spænska myndin El buen patrón sem er með Javier Bardem í aðalhlutverki og tilnefnd sem besta gamanmyndin á EFA, líkt og hin íslenska Leynilögga. Close er eftir sama leikstjóra og gerði Girl (Stúlka) sem hlaut mikið lof á sínum tíma og segir Hrönn Sveins- dóttir, framkvæmdastjóri Evrópsks kvikmyndamánaðar og Bíós Paradísar, að hún fari í almenn- ar sýningar á næsta ári en verði sýnd einu sinni í Bíó Paradís, 28. nóvember. Degi síðar, 29. nóvember, verður sýnd nýjasta kvikmynd Ul- Hrollvekjandi Leikkonan Zar Amir-Ebrahimi í kvikmyndinni Holy Spider sem segir af kvennamorðingja í Íran. Evrópskur kvikmyndamánuður hófst um helgina í Bíó Paradís og lýkur með afhendingu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna (EFA) í Hörpu 10. desember. Kvikmynda- hús í 35 löndum Evrópu taka þátt í þessum umfangsmikla viðburði, í samstarfi við samtökin Europa Cinemas sem Bíó Paradís á aðild að, og er til- gangurinn að hylla evrópskar kvikmyndir. Dagskráin hófst í fyrradag, sunnudaginn 13. nóvember, með Evrópska listabíódegin- um og á næstu vikum býður Bíó Paradís upp á sýningar á þeim fimm kvikmynd- um sem tilnefndar eru sem besta evrópska kvikmyndin. Einnig verður boðið upp á sérsýningar með heiðursgestum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem sitja munu fyrir svörum, auk annarra sérviðburða. Verðlaunaafhendingin 10. desember verðursvo sýnd í beinni útsendingu í bíóinu. Hrollvekjandi Holy Spider Opnunarmyndin 13. nóvember, Le otto montagne eða Fjöllin átta, er ekki ein þeirra sem tilnefndar eru til EFA en það eru hins vegar kvikmyndirnar Alcarrás, Close eða Nærri, Corsage, Holy Spider, þ.e. Heilög kónguló og Triangle of Sadness, Þríhyrningur sorgarinnar, sem allar verða sýndar á næstu vikum en sú síðastnefnda hefur verið í sýningum í nokkrar vikur og hefur notið afar góðrar aðsóknar. Auk þeirra verða sýndar Berdreymi, El buen patrón (Góði yfirmaðurinn), Rimini, Marianne & Juliane og Ya- don ilaheyya (Guðleg íhlutun). Það er því evrópsk veisla fram undan í Bíó Paradís. Berdreymi verður sýnd í kvöld kl. Hrönn Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.