Morgunblaðið - 29.11.2022, Page 4

Morgunblaðið - 29.11.2022, Page 4
FRÉTTIR Innlent4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fyrir fjárlaganefnd í gær tillögur ríkis- stjórnarinnar að ýmsum breyting- um á fjárlagafrumvarpi næsta árs við aðra umræðu um frumvarpið, sem fela í sér aukin framlög upp á um 37 milljarða króna til nokkurra veigamikilla málaflokka. Vegur þyngst að framlög verða aukin til heilbrigðismála um rúmlega tólf milljarða kr. á næsta ári. Þar af renna 4,3 milljarðar í að styrkja Landspítalann, Sjúkra- húsið á Akureyri og heilsugæsluna. Vinna á niður biðlista eftir lið- skiptaaðgerðum, auka framlög til heimahjúkrunar og til aðgerða til að dreifa álagi í heilbrigðisþjónust- unni. Einnig á að skapa svigrúm til upptöku nýrra lyfja með auknum fjárframlögum o.fl. Efla á Landhelgisgæsluna og styrkja baráttuna gegn skipulagðri brotastarfsemi. Þá stendur til að hækka frítekjumark öryrkja. „Lagt er til að framlög til félags-, húsnæðis- og tryggingamála hækki um 3,7 [milljarða kr.] en þar af fari 1,1 [milljarður kr.] til að hækka frítekjumark atvinnutekna öryrkja í 200.000 kr. á mánuði. Alls er gert ráð fyrir að hækkun vegna ýmissa verkefna sem tengjast fjölgun flóttafólks og umsækjend- um um alþjóðlega vernd, ásamt stuðningi við Úkraínu, nemi um 5 [milljörðum kr.],“segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Bent er á að í endurskoðaðri tekjuáætlun er gert ráð fyrir að ríkissjóður gefi eftir fimm milljarða af tekjuskatti einstaklinga á móti samsvarandi hækkun útsvarstekna sveitarfélaga, sem gert er til að bæta afkomu þeirra vegna kostnað- ar af málaflokki fatlaðs fólks. Ennfremur er lögð til hækkun til nýsköpunar, rannsókna og þekk- ingargreina sem nemur 5,5 millj- örðum kr. Fram kemur að stærsti hluti þess er annars vegar fjórir milljarðar sem eiga að mæta áætl- aðri fjárþörf vegna endurgreiðslna til kvikmyndagerðar á næsta ári. Hins vegar eru svo lagðir til 1,3 milljarðar kr. vegna uppfærðrar áætlunar á styrkjum til fyrirtækja vegna endurgreiðslna á rannsókna- og þróunarkostnaði. „Efnahagsbatinn hefur leitt til aukinna tekna ríkissjóðs og þess að skuldahlutföll hins opinbera eru mun lægri en óttast var fyrir aðeins nokkrum misserum. Eftir hraðan efnahagsbata er nú svo komið að nokkur spenna hefur myndast í þjóðarbúinu. Við þær aðstæður er mikilvægt að ríkisfjármálastefnan rói ekki í gagnstæða átt við stefnu Seðlabankans,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Nú er útlit fyrir að tekjur ríkis- sjóðs verði 24 milljörðum kr. hærri á næsta ári en útlit var fyrir þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram í haust. Þegar vaxtaútgjöld hafa verið dregin frá vaxa frumútgjöldin um 37 milljarða vegna aukinna framlaga en vaxtagjöldin eru nú talin munu hækka um 14 milljarða. Að öllu samanlögðu er því lögð til 50,6 milljarða hækkun á fjáheimild- um fjárlagafrumvarps næsta árs og stefnir því í að halli á rekstri ríkis- sjóðs verði 27 milljarðar á næsta ári. lTekjur taldar vaxa um24milljarða Framlög hækka um 37milljarða Morgunblaðið/Eggert Aðgerð á Landspítala Framlög til heilbrigðismála hækka á næsta ári. ætlaði hrein- lega ekki að trúa þessu,“ sagði Kristrún og beindi fyrirspurn sinni að Sigurði Inga Jóhanns- syni innviða- ráðherra: „Er þetta í alvöru talað öll Framsóknar-sóknin í húsnæðis- málum? Helmingi lægri framlög til uppbyggingar?“ Sigurður Ingi sagði vanþekkingu Kristrúnar mikla í málinu. Hann nefndi að ríkisstjórnin hefði tvo milljarða úr að spila umfram það sem var mögulegt að nýta á þessu ári og tæpa tvo á næsta ári. „Við hyggjumst fá heimild til þess að færa þessa tvo yfir og þannig verði um fjórir milljarðar til stofnframlaga á næsta ári, sem að mati HMS við þær aðstæður sem uppi eru […] dugi á næsta ári,“ sagði hann. „Ríkisstjórnin hæstvirt helm- ingar framlög til húsnæðisupp- byggingar á árinu 2023,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Hún sagði að áformin hefðu verið kynnt fjárlaganefnd á fundi í gærmorgun. „Framlögin fara úr 3,7 milljörð- um króna á ári niður í 1,7 millj- arða. Þannig ætlar ríkisstjórnin hæstvirt beinlínis að búa til stór- felldan samdrátt í uppbyggingu íbúða á næsta ári á Íslandi. Ég lSagði vanþekkingu formannsins ámálinu veramikla Helminga framlög til húsnæðisuppbyggingar Kristrún Frostadóttir Andrés Magnússon andres@mbl.is Rík i s s t j órn in hyggst auka fjárframlög til löggæslu um 2,5 milljarða króna frá því sem upp- haflega var mið- að við í fjárlaga- frumvarpi, sem er meira en sést hefur um árabil. Þar munar mest um stóraukin framlög til lögreglu, sem nemamunu 1,4milljörðum króna, fallist Alþingi á tillögurnar. „Við erum hér vonandi að fá auk- in framlög, sem við höfum ekki séð í fjöldamörg ár,“ segir Jón Gunnars- son dómsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið og fagnar áherslu á málaflokkinn. „Það er mikilvægt að fólk sjái og viti að við látum ekki sitja við orðið tóm hvað varðar löggæslu og öryggi borgaranna,“ segir dóms- málaráðherra. „Þetta gefur okkur tækifæri til þess að efla löggæsluna almennt, fara í sérstakt átak gegn skipulegri brota- starfsemi, bæta fangelsin og auka framlög til Landhelgisgæslunnar, sem þýðir að við getum staðið undir kröfum um viðbragð og björgunar- getu Gæslunnar.“ Gegn skipulögðum glæpum „Ég er mjög ánægður með að þess- ar tillögur séu komnar fram,“ segir Jón. „Það er afrakstur úttekta sem við höfum staðið í til þess að rök- styðja fjárþörf þessara málaflokka og snýr einkum að eflingu almennrar löggæslu í landinu, m.a. hjá þessum minni embættum úti á landi.“ Í tillögunum er lögð til veruleg aukning á fjárheimildum til lögreglu, annars vegar til þess að styrkja al- menna löggæslu og hins vegar til þess að efla viðbragð lögreglu og ákæruvalds þegar kemur að aðgerð- um gegn skipulagðri brotastarfsemi. Fjárveitingar verða samtals auknar um 1.400 milljónir, sem varið verður til eflingar lögreglu og til þess að auka viðnám lögreglu gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Viðmunum ná að fjölgamjög teym- um sem eru í rannsóknum og grein- ingum á skipulagðri brotastarfsemi, auk almennrar löggæslu,“ segir Jón og staðfestir að það sé í samræmi við þær áherslur sem hann boðaði nýverið um „stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi“. Eins er miðað við að styrkja fá- mennari embætti á landsbyggðinni töluvert. „Þessi minni embætti hafa orðið of veikburða til þess að takast á við alvarlega atburði, hvort sem eru ein- hver voðaverk, stórslys eða náttúru- hamfarir,“ segir Jón og bætir við að framundan sé einnig frekari samvinna lögregluembætta auk þeirrar eflingar sem þessi fjárframlög feli í sér. Gæslan og fangelsin styrkt Gert er ráð fyrir auknu fé til Land- helgisgæslunnar sem nemur um 600 m.kr. ogmunar þarmest um 370millj- óna framlag til að mæta hækkandi eldsneytiskostnaði. Lagt er til að um 250milljónir króna verði veittar til fangelsismála í því skyni að efla rekstur fangelsanna, auka öryggi og bæta aðstöðuna. „Við munum ná að fjölga fangavörð- um og getum farið í þær skipulags- breytingar og umbætur sem við höf- um stefnt að í fangelsismálum. Með þessu er líka horft til fangavarðanna, menntunar þeirra og þjálfunar, auk nauðsynlegs varnarbúnaðar.“ Loks er lagt til að fjárframlög til málefna flóttamanna hjá Útlendinga- stofnun verði aukin um 150 m.kr., enda hefur fjöldi umsókna um vernd hér á landi nær fimmfaldast frá fyrra ári. lMesta hækkun um árabillStóraukið fé gegn skipulagðri glæpastarfsemilMinni embætti styrkt lFangavörðum fjölgað og aðbúnaður bætturlLandhelgisgæslan efldlMeira fé vegna hælisleitenda Bætavið 2,5milljörðum í löggæslu Morgunblaðið/Eggert LöggæslaMálefni lögreglu hafa verið í brennidepli vegna skipulagðrar glæpastarfsemi, gruns um fyrirhuguð hryðjuverk og einstök stórmál. Jón Gunnarsson ÁTT ÞÚ RÉTT Á SLYSABÓTUM? Veitum fría ráðgjöf í slysamálum skadi.is S. 568 1245 | fyrirspurnir@skadi.is | skadi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.