Morgunblaðið - 29.11.2022, Side 10

Morgunblaðið - 29.11.2022, Side 10
FRÉTTIR Innlent10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022 Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Jólagjafirnar færðu á dynjandi.is NÝTTÚLPURJAKKAR/ PEYSUR HEYRNARHLÍFAR SKÓR SKOTHLÍFAR „Staðreyndin er, eins og kemur fram í upplýsingum frá stjórnvöld- um, að við eigum afar langt í land með að ná ýmsum markmiðum í úrgangsmálum sem við höfum þegar undirgengist. Nýju markmið- in sem taka gildi um næstu áramót ganga ennþá lengra,“ segir Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. Lögum um hringrásarhagkerfið sem taka gildi í byrjun nýs árs fylgja miklar breytingar. „Umhverfisráðherra hefur ekki enn gefið út reglugerð sem honum ber að gera samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti í júní 2021. Þar á að skilgreina nánar hvernig á að standa að söfnun úrgangs og markmiðum sem í því felast,“ segir Tryggvi. „Mér finnst eðlilegt að ráðherrann sem æðsta stjórnvald í þessum málaflokki klári sína vinnu. Hann og aðrir sem að málinu koma þurfa að bretta upp ermarnar.“ Tryggvi bendir á að það hafi legið fyrir 2018 að þessar breytingarn- ar stæðu til því Ísland sé hluti af Evrópu hvað umhverfismál varðar. Undirbúningurinn hefði getað byrjað 2018. Tryggvi býr í Kópavogi, næst- stærsta sveitarfélagi landsins. Hann kveðst ekki hafa orðið var við að þar sé verið að undirbúa umskipt- in sem eiga að verða um áramótin og hann hefur ekki fengið neinar upplýsingar frá sveitarfélaginu. Tryggvi veit ekki til þess að búið sé að útvega nýju sorptunnurnar sem eiga að standa við heimili hans um næstu áramót. „Ég bjó í Danmörku fyrir nokkrum árum og þá var verið að innleiða þessar breytingar þar. Ég fékk bréf frá sveitarfélaginu tveimur árum áður en breytingarn- ar voru innleiddar. Þar var ég upplýstur um hvað stæði til og bent á að ef ég ætlaði að gera breytingar varðandi geymslu fyrir sorp að gera þær þannig að þær mættu þessum nýju kröfum. Hér heyri ég ekki bofs,“ segir Tryggvi. Hann segir að heimilin og fyrirtækin muni gegna lykilhlutverki. Grunnflokkun á úrgangi sé lykillinn að því að ná árangri. Tryggvi segir augljóst að gerð hafi verið algerlega misheppn- uð tilraun þegar milljörðum var eytt í GAJA-stöðina þar sem leysa átti vandamálið með tæknilegum aðgerðum. Þar hafi ekki verið farið að leiðbeiningum þeirra sem gerst til þekkja. „Það þarf að flokka úrganginn þar sem hann er upprunninn. Þess vegna liggur boltinn hjá íbúunum, fyrirtækjunum og sveitarfélaginu sem tekur við úrganginum,“ segir Tryggvi. Hann telur að innleiða þurfi hvata til þess að þeir sem standa sig vel í flokkun úrgangs fái umbun. Venjulega sé um fjárhags- lega hvata að ræða. Hann nefnir góðan árangur við söfnun drykkjarumbúða sem dæmi um það sem vel hefur tekist varðandi úrgangsmál hér á landi. „Ástæðan er sú að við innleidd- um fyrir áratugum kerfi þar sem við notum fjárhagslega hvata, skilagjaldið. Það er gott dæmi um hvað fjárhagslegir hvatar hafa mikil áhrif. Afleiðingin er sú að 85-90% af drykkjarvöruumbúðum, þessum verðmætu efnum, skila sér aftur inn í hringrásina. Nú ætlar Endur- vinnslan meira að segja að setja glerið í endurvinnslu í staðinn fyrir að urða það,“ segir Tryggvi. Flókið verkefni og tímafrekt „Lögin um hringrásarhagkerfið taka gildi um áramótin. Sveitarfé- lögin eru ekki öll komin þangað en eru á leiðinni. Þetta er flókið verk- efni og tekur lengri tíma en okkur var gefinn,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún segir að það hefði verið þægilegt að vera búin að fá reglugerð svo sveitarfé- lögin vissu nákvæmlega hvað þau eiga að gera. „Við erum mjög bjartsýn. Sam- bandið hefur unnið ötullega að því að undirbúa þetta með sveitarfé- lögunum og reynir að styðja þau eins og mögulegt er með ráðgjöf og slíku. Það er einn mánuður þar til lögin taka gildi en það tekur bara lengri tíma en það að gera svo róttækar breytingar um allt land,“ segir Heiða. Hún segir að breytingarnar séu heilmiklar og það auðveldi ekki vinnuna að reglugerðin sé ekki komin. Heiða segir aðspurð að ekki sé enn vitað hvort sveitarfélög sem geta ekki uppfyllt kröfur laganna frá fyrsta degi þurfi að sækja um undanþágu. „Við lítum svo á að það geti bara ekki verið.“ Undirbúningi fyrir að borgað sé fyrir það sem er hent er ekki lokið alls staðar. En því fylgir algjör bylting á kerfinu sem hingað til hefur verið notað. „Það vantar líka brennslustöð fyrir sorp og hvernig við ætlum að klára þetta allt saman. Það gera ekki eitt og eitt sveitarfélag heldur mörg saman og jafnvel með ríkinu. Það þarf að finna út úr því hvernig við sem samfélag ætlum að standa okkur betur í þessum málum,“ segir Heiða. Hún telur að þessi mál verði komin í gott horf hjá mörgum sveitarfélögum í lok næsta árs, en ekki hjá þeim öllum. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Flokkun úrgangsHeimili og fyrirtæki eiga að flokka í pappír, plast, al- mennan úrgang og lífrænan úrgang sem hér er settur í brúna tunnu. Reglugerð um ruslið vantar lMeðhöndlunúrgangs gjörbreytist Tryggvi Felixson Heiða Björg Hilmisdóttir cbdrvk.is * Sími 766 6000 * cbdrvk@cbdrvk.is cbdrvk.is Sendum frítt á Dropp afhendingastaðiFæst í betri heilsubúðum og apótekum Finndu okkur á Gefðu vellíðan þessi jól Fimmmilljónir króna í styrki til staðbundinna fjölmiðla í ár lNíu fjölmiðlar á landsbyggðinni hlutu umræddan styrk í fyrra „Þetta eru ekki stórar upphæðir en það munar um þetta. Við þurfum að viðhalda lýðræðislegri umræðu í hér- aði,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menn- ingar- og viðskiptaráðherra. Ráðuneyti hennar hefur auglýst eft- ir umsóknum um styrki til staðbund- inna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæð- isins. Fimmmilljónir eru til skiptanna í ár, helmingur frá ráðuneyti Lilju og helmingur frá innviðaráðuneytinu vegna sérstakrar aðgerðar í byggða- áætlun. Vilja hækka styrkina „Ráðuneytið stefnir að því að hækka styrkina að einhverju leyti í tengslum við fjölmiðlastefnu sem kláruð verður á vormisseri. Yrðu slíkir styrkir þá auglýstir snemma á næsta ári. Styrkirnir hafa verið veittir frá árinu 2020 í tengslum við aðra styrki til einkarekinna fjölmiðla en fjármagn kemur að hluta úr byggða- áætlun,“ segir í svari menningar- og viðskiptaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins. Þar kom jafnframt fram að níu fjöl- miðlar fengu þessa styrki í fyrra en 11 sóttu um. Styrkþegar voru Akur- eyri.net, Austurfrétt, Eyjar.net, Jök- ull, Skessuhorn, Strandir.is, Tígull, Vikublaðið og Eyjafréttir. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.