Morgunblaðið - 29.11.2022, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.11.2022, Qupperneq 12
FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt til okkar. Þessu fólki þykir ekkert til- tökumál að ganga þrjá kílómetra þótt Íslendingarnir setji það kannski fyrir sig.“ Sigríður segir í forgangi að tryggja fjármögnun verkefnisins enda standi vonir til þess að framkvæmdaleyfi fáist öðruhvorumegin við áramótin og þá sé ætlunin að hefja undirbún- ing að grunni hótelsins en einnig að heimreið sem stefnt er að því að leggja yfir Pollinn, framan við böðin og fyrirhugaða lóð að hótelinu. Aðspurð segir hún aðsóknina í böð- in hafa farið fram úr björtustu vonum. Nú þegar hafi um 65 þúsund manns lagt leið sína þangað en í áætlunum hafi verið gert ráð fyrir að um 50 þús- und manns myndu sækja böðin heim á fyrsta rekstrarárinu. Í þeim áætlun- um var gert ráð fyrir að starfsemin hæfi göngu sína í febrúarmánuði en raunin varð sú að opnað var 22. maí. Hlutfall heimamanna hátt „Nú hefur aðsóknin dregist saman og hlutfall heimamanna er hátt. Þess vegna höfum við opið til miðnættis því margir í þeim hópi vilja koma hingað eftir vinnu eða jafnvel eftir kvöldmat. Við nýtum svo veturinn í að markaðssetja okkur, m.a. gagn- vart erlendum ferðaskrifstofum og skemmtiferðaskipum sem hingað koma. Þau voru um 260 á þessu ári. Þar er algjörlega óplægður akur að okkar mati,“ segir Sigríður. Hið nýja fyrirtæki hefur, eins og gengur og gerist, mætt ýmsum áskor- unum á þeim stutta tíma sem það hefur starfað. Bendir Sigríður á að erfitt hafi reynst að panta leigubíla til og frá Skógarböðunum, ekki síst þegar skemmtiferðaskip eru í höfn. „Þá eru bílarnir fastir í ferðum í Mývatnssveit eða annars staðar. Við brugðum því á það ráð að kaupa 19 manna Sprintger, Skógarbaðarút- una eins og við köllum hana, og við erum með hana á ferðinni á klukku- tímafresti þegar mjög margt er um manninn.“ Sigríður segir ekki áætlanir uppi um að stækka böðin sjálf. Þau hafi raunar stækkað meðan á fram- kvæmdum stóð og geti tekið við tals- vert meiri fjölda en nú sæki staðinn heim. Hins vegar bjóði landnæði ekki upp á frekari stækkun. „Böðin sem slík eru nógu stór en búningsklefar gætu orðið flöskuháls- inn. En þar mun hótelið leysa mikinn vanda. Hótelgestir munu notast við aðstöðu á hótelinu sjálfu og rölta yfir því það eru ekki nema 90 metrar hér á milli.“ Fjölmörg stöðugildi Sigríður sér því aðeins tækifæri á komandi árum. Fyrirtækið sé vel mannað og um 50 manns hafi verið þar á launaskrá í sumar og 43 nú á fyrstu mánuðum vetrar. „Starfsmannafjöldinn er mun meiri en við gerðum ráð fyrir en við viljum veita góða þjónustu. Við höfum ekki þurft að auglýsa störf heldur hefur fólk komið til okkar og við erum mjög heppin með starfsfólk. Ég halla ekki á erlent starfsfólk þegar ég segi að það komi mörgum okkar gesta á óvart að hér tala nánast allir íslensku.“ Stofnendur Skógarbaðanna í Eyja- firði, sem opnuðu dyr sínar fyrir gest- um í maí síðastliðnum, stefna nú að uppbyggingu 120 herbergja hótels steinsnar frá núverandi starfsemi. Sigríður María Hammer átti hug- myndina að baðstaðnum nýja ásamt manni sínum Finni Aðalbjörnssyni, og eiga þau meirihluta í félaginu sem heldur utan um verkefnið. „Við búum vel að samstarfsfólki í þessu verkefni og hluti þess hóps hefur í hyggju að koma að hótelupp- byggingunni með okkur. Þetta er hins vegar verkefni af þeirri stærðargráðu að við munum þurfa að fá fleiri að borðinu,“ segir Sigríður. Heildarfjárfesting í núverandi starfsemi er um 1,2 milljarðar króna en Sigríður segir ekki óvarlegt að áætla að hótel af þessari stærð muni kosta um 3,5 milljarða króna þegar upp er staðið. Hún segir mikla þörf fyrir hóteluppbyggingu í Eyjafirði og að þau sjái tækifæri í þessu verkefni. Ekkert byggt í meira en áratug „Það hefur ekkert verið byggt upp í þessum efnum frá því að Icelanda- ir Hotels voru opnuð fyrir rúmum áratug á Akureyri. Á sama tíma hafa risið þrjú stór hótel í Mývatnssveit,” segir hún. Bendir hún á að þótt hótelið við Skógarböðin verði aðeins 90 metra frá þeim og inni í skógi þá verði það aðeins þrjá kílómetra frá miðbæ Ak- ureyrar. „Þegar uppbyggingu hjóla- og göngustíga verður lokið verður að- gengið enn betra. Það kom okkur t.d. á óvart að það var talsverður fjöldi gesta í sumar sem komu í land á Ak- ureyri úr skemmtiferðaskipum, sáu böðin auglýst þar og gengu hreinlega lSkógarböðin í Eyjafirði hafa slegið í gegnlYfir 65 þúsund gestir á fyrsta árinu, sem er yfir vænting- umlHótel á teikniborðinu og hyggjast fá fleiri fjárfesta að borðinulSkapar fjölmörg heilsársstörf Stefna á 3,5 milljarða uppbyggingu BAKSVIÐ Stefán Einar Stefánsso ses@mbl.is Aðsend mynd Ferðaþjónusta Uppbygging Skógarbaðanna í Eyjafirði kostaði um 1,2 milljarða króna. Opnað var fyrir gesti sl. vor. 29. nóvember 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 141.2 Sterlingspund 170.58 Kanadadalur 105.67 Dönsk króna 19.7 Norsk króna 14.225 Sænsk króna 13.542 Svissn. franki 148.94 Japanskt jen 1.013 SDR 185.65 Evra 146.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 184.6725 Tekjur S.B. Heilsu ehf., sem rekur veitingastaðina Gott og Pítsu- gerðina í Vestamannaeyjum sem og veisluþjónustu, námu í fyrra um 283 milljónum króna og juk- ust um rúmar 94 milljónir króna á milli ára. Hagnaður félagsins nam í fyrra um 20,3 milljónum króna en nam aðeins 200 þúsund krónum árið áður. Hagnaður fyr- ir skatta nam um 25,3 milljónum króna en aðeins um 400 þúsund krónum árið áður. Laun og annar starfsmanna- kostnaður, sem er stærsti útgjaldaliður félagsins, nam í fyrra um 112,3 milljónum króna og jókst um tæpar 20 milljónir á milli ára. Meðalfjöldi stöðugilda var 15 á árinu. Eigið fé félagsins var í árslok um 37 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið um 34%. Félagið er í eigu hjónanna Berg- lindar Sigmarsdóttur og Sigurðar Friðriks Gíslasonar. Þó svo að áhrifa heimsfar- aldursins hafi gætt á nær alla veitingastaði landsins jukust tekjur félagsins á árinu 2020 frá árinu áður. lGóður gangur hjá Gott í Eyjum Mikil aukning á tekjum á milli ára Veitingastaðir Ráðist var í umtalsverða stækkun á Gott í Vestmannaeyjum rétt áður en heimsfaraldur skall á á vormánuðum 2020. n

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.