Morgunblaðið - 29.11.2022, Page 20

Morgunblaðið - 29.11.2022, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022 ✝ Klara Styrk- ársdóttir fædd- ist í Tungu í Hörðudal, Dala- sýslu 6. maí 1935. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 16. nóvember 2022. Foreldrar henn- ar voru Unnur Ingibjörg Sigfús- dóttir, f. 3.12. 1901, d. 20.10. 1988, og Styrkár Márus Guðjónsson, f. 9.11. 1900, d. 12.9. 1987. Systkini Klöru eru: Hjálmar, f. 23.5. 1930, Guðjón, f. 12.12. 1931, eru: Natan Smári, Baltasar Smári og Þorvaldur Smári. Birna Kristín Baldursdóttir, f. 18.5. 1960, gift Bergi M. Jóns- syni, f. 29.5. 1955. Seinni maður Klöru var Charles Richard Wil- son, f. 16.9. 1940, d. 15.2. 2009, þau skildu, dóttir þeirra er Sus- an Anna Wilson, f. 16.7. 1972. Klara ólst upp í Tungu í Hörðudal og stundaði barna- skólanám í farskóla í sveitinni eins og þá var venja. Hún stundaði nám við Húsmæðra- skólann á Laugarvatni veturinn 1956-57, þar eignaðist hún góð- ar vinkonur og entist sú vinátta til æviloka. Eftir að hún flutti til Reykja- víkur vann hún hin ýmsu störf en lengst af hjá Íslenskum að- alverktökum sem matráðskona. Útför hennar fer fram í dag, 29. nóvember 2022, kl. 15 frá Fossvogskapellu. Sigfús, f. 13.4. 1933, d. 22.7. 1998, Arndís, f. 30.7. 1937, og Guðrún, f. 26.7. 1941, d. 11.7. 1965. Klara giftist Baldri Baldurssyni prentara 1957, f. 28.10. 1934, d. 11.3. 2004, þau skildu. Börn Klöru og Baldurs eru: Unnur Guðrún Baldursdóttir, f. 24.5. 1958, d. 13.6. 2014, dóttir henn- ar og Þorvaldar Jenssonar er Ingibjörg Þorvaldsdóttir, f. 23.11. 1976. Börn Ingibjargar Mamma var vinnusöm kona alla ævi. Hún hafði vanist því frá unga aldri, í sveitinni. Hún vann hin ýmsu störf um ævina, þar á meðal vann hún á hinum ýmsu kaffihúsum og matsölum í Reykjavík, til dæmis á Lauga- vegi 11 og Þórsgötu 1 „Komma- kaffi‘‘ (Miðgarði), þegar hún var ung, en lengst af hjá Íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflug- velli. Hún fór í Húsmæðraskól- ann að Laugarvatni og útskrif- aðist þaðan. Mamma var ávallt dugleg í höndunum. Eftir hana liggja nokkrir útsaumaðir stólar, myndir og prjónaðar lopapeysur. Mamma var dul og flókin kona sem hafði sig ekki mikið í frammi, en hún var hamingju- söm innan um fólkið sitt. Hún sýndi umhyggju með því að elda mat og baka góðar pönnukökur. Það fékk enginn að koma í húsið án þess að fá kaffi og pönnsur eða mat að borða, hvort sem það voru ættingjar eða iðnaðarmenn. En mamma hafði lúmskan húm- or. Eitt sinn sagði hún mér sögu úr sveitinni frá því hún var barn. Kýrnar höfðu farið yfir á næsta bæ og börnin voru send til að sækja þær. Þegar frúnni á bæn- um fannst að nú væri tími fyrir þau að koma sér heim sagði hún: „Takið svo kýrnar með ykkur.“ Þetta varð okkar einkahúmor, þegar mömmu þótti ég hafa tal- að of lengi og tími fyrir mig að fara þá sagði hún: „Taktu svo kýrnar með þér“. Mamma var mikill dýravinur. Þess nutu smáfuglarnir sem hún fóðraði í garðinum. Þeir áttu það til að banka á gluggann hjá henni ef þeir voru svangir. Ég minnist þess að eitt skipti þá flaug fugl á gluggann á Miklu- brautinni og rotaðist, mamma út í garð með skókassa og kom með hann inn. Hún hafði svo miklar áhyggjur af honum að hún sendi mig og Unni systur með hann upp á dýraspítala, blessaður fuglinn skyldi undir læknishend- ur. Sérstaklega hafði hún gaman af hestum og að spá og spek- úlera í liti og gangtegundir hesta með Birnu systur, allt fram á síðasta dag. Mamma hafði yndi af ferða- lögum og fór víða. Fyrsta ferðin hennar var til Norðurlandanna með Málfríði móðursystur sinni er þær sigldu með Gullfossi. Í þeirri ferð keypti hún dýrind- isdragt í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn sem hún hélt upp á alla tíð. Við mæðgur fórum nokkrum sinnum til Flórída að heimsækja æskuvinkonu hennar. Einnig ferðaðist mamma með öðrum ættingjum, vinum og ferðafélögum. Síðustu árin þurfti mamma að kljást við erfiðan andstæðing, alzheimersjúkdóminn, hún var þó sterk fram til síðasta dags. Hún bjó á dvalarheimilinu Grund síðustu æviárin en átti góðar stundir þar sem henni leið vel og naut félagsskapar. Við Birna systir kvöddum hana stuttu fyrir andlát hennar með orðunum: „I love you“, ég var vön að kveðja hana með þeim orðum, hún svaraði „love you too“. Það voru síðustu orðin sem mamma sagði við okkur í þessu lífi. Ég vil þakka starfsfólkinu á Grund fyrir að vera yndisleg við hana og hugsa vel um hana allt fram á síðustu stundu. Þá vil ég færa sérstakar þakkir séra Auði Ingu sem alltaf var til staðar bæði fyrir mömmu og mig. Nú ertu komin í blómabrekk- una, elsku mamma, með öllu fólkinu þínu, heil heilsu á ný. „Love you“, Susy. Susan Wilson. Mamma ólst upp í Tungu í Hörðudal, stundaði barnaskóla- nám í farskóla í sveitinni eins og þá var venja, fermdist í Snóks- dalskirkju, sem var sóknarkirkja íbúanna í Hörðudal. Hún fór til náms við Húsmæðraskólann á Laugarvatni veturinn 1956-57 og þar eignaðist hún góðar vinkon- ur, entist vinátta þeirra til ævi- loka. Sem ung stúlka í sveitinni vann hún þau störf sem til féllu, byrjaði snemma að fara á hest- bak og hafði mikla ánægju af, eignaðist svo hesta og stundaði útreiðartúra á meðan hún átti heima í sveitinni, henni þótti vænt um hestana og reyndar öll dýr, var mikill dýravinur. Hest- arnir voru í raun og veru einu farartækin á hennar unglingsár- um. Ungmennafélag var í Hörðu- dalnum, sem bar heitið Sund- félag, sem mun hafa komið til af því að heitt vatn kom upp í Laugardal, sem er dalur inn af Hörðudalnum, það tók eina til tvær klukkustundir að ganga frá Tungu að lauginni, en helmingi styttri tíma ríðandi. Sveitarfélagið lét byggja sundlaug neðan við upptök heita vatnsins, sem var þó ekki mjög heitt, árið 1940 og kom vatnið rennandi í laugina. Sundlaugin var ca. 12 metra löng, sjö metra breið og 1,5 metra djúp þar sem dýpst var. Þarna fengu börn og unglingar sundkennslu á vorin eftir skóla, um nokkurra ára skeið. Það var skemmtun, fé- lagslíf, líkamleg áreynsla, und- irbúningur fyrir dvöl í héraðs- skólum eða húsmæðraskólum, sem flestir unglingar fóru í. Félagsheimili var í Hörðu- dalnum staðsett nærri miðri sveit á jörðinni Hamri. Þetta var lítið hús, fallegt umhverfi, þarna voru haldnir fundir, dansleikir við undirleik á harmonikku og tombólur. Girðing var fyrir hest- ana. Þetta voru sumarskemmt- anir fólksins í sveitinni. Þegar hún var 16-17 ára fór hún til vinnu í Reykjavík, starf- aði á veitingahúsum: Brytanum í Hafnarstræti, veitingahúsi á Þórsgötu 1, (kommakaffi) og Laugavegi 11, bjó þá jafnan hjá Málfríði móðursystur sinni, hún fær nú að hvíla við hlið hennar í Fossvogskirkjugarði. Hluta úr tveimur sumrum vann hún við síldarsöltun hjá Hafsilfri hf. á Raufarhöfn og hafði gaman af, fannst ánægjulegt að minnast þess tíma. Lengst af starfaði hún hjá Íslenskum aðalverktökum sem matráðskona. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um hana og þurfti hún að glíma við mörg áföll á ævi sinni. Skilnað við tvo eiginmenn, annan á Íslandi, föður tveggja dætra, sú yngri þá á fyrsta ári, hinn í Ameríku, föður stúlku sem var á þriðja ári. Yngsta dóttir hennar, þá níu ára, fær heilablóðfall og hefur glímt við afleiðingar þess síðan. Elsta dóttir hennar fær krabbamein og deyr 56 ára eftir mjög erfið veikindi, þessu fylgdi mikill söknuður. Hún veikist sjálf af krabbameini í lungum ár- ið 1985. Mamma hafði yndi af ferða- lögum og naut þess að ferðast með góðum félögum bæði innan- lands og utan. Árið 2017 verður hún fyrir því að detta og slasast heima hjá sér á Miklubraut 76 en þar átti hún lengst af heima. Að síðustu skerðist hreyfi- geta, minnið gefur sig, hún flyt- ur á Minni-Grund, sem henni fannst góður staður og frjálst umhverfi, þar var gott að heim- sækja hana. Á Minni-Grund dvaldi hún um þriggja ára skeið, undi sér nokkuð vel. Minnið smágefur sig og hún dvelur síð- ustu tvö til þrjú árin á hjúkr- unarheimilinu Grund, heilabilun- ardeild, þar naut hún góðrar umönnunar. Elsku mamma, ég kveð þig og þakka þér fyrir samfylgdina. Birna. Gott er ein með guði að vaka, gráta hljótt og minnast þín, þegar annar ylur dvín, – seiða liðið líf til baka, og láta huggast, systir mín! Við skulum leiðast eilífð alla, – aldrei sigur lífsins dvín. Ég sé þig, elsku systir mín. Gott er þreyttu höfði að halla að hjarta guðs – og minnast þín. (Jóhannes úr Kötlum) Guð geymi þig, þín systir Stella. Með fátæklegum orðum vil ég minnast góðvinkonu minnar frá gamalli tíð, Klöru Styrkársdótt- ur. Við kynntumst fyrst sem ná- grannar, þegar ég var barn að aldri, á Miklubrautinni í Reykja- vík. Með henni og móður minni var góður vinskapur. Hún var líka mamma Unnar og Birnu sem voru á þeim tíma vinkonur og leikfélagar okkar Halldóru systur minnar – jafn gamlar okkur, hvor á sínu ári. Leið okk- ar lá þess vegna oft inn á heimili hennar. Síðar, þegar ég hafði stofnað mína eigin fjölskyldu, höguðu atvikin því þannig að ég bjó aftur í næsta húsi við Klöru á Miklubrautinni. Þá tókum við upp fyrri samskipti og með okk- ur þróaðist kær vinátta þó að langt væri milli okkar í aldri. Súsý, yngsta dóttir Klöru var þá á barnsaldri og hún var leik- félagi Dodda, elsta sonar míns, sem var 2-3 árum yngri. Klara var ekki allra og líf hennar var sannarlega ekki dans á rósum. Um tíma stóð hún uppi sem einstæð móðir tveggja dætra. Á þeim árum var fátt sem beið barna einstæðra mæðra annað en vöggustofur, nema vel- vild ættingja og aðstandenda. Klara átti góða að en hún þurfti að vinna hörðum höndum til að ala önn fyrir sínum börnum. Klara var hæglát kona og hógvær en húmoristi þegar svo bar undir og það var alltaf gam- an að ræða við hana því hún fylgdist vel með og var áhuga- söm um landsins gagn og nauð- synjar. Hún var góðviljuð og raungóð þeim sem hún gat veitt af gæsku sinni. Margar ánægju- stundir áttum við að spjalli, en þeir dagar komu líka þegar stuðnings var þörf í andstreymi lífsins. Til dæmis þegar Klara þurfti í tvígang að undirgangast miklar skurðaðgerðir vegna krabbameins í lunga. Einnig þegar Súsý, aðeins 11 ára gömul, fékk heilablóðfall og var um tíma milli heims og helju. Þá fóru í hönd erfiðir dagar. Klara var ekki kvartsár kona heldur tók sínu hlutskipti af æðruleysi. Alltaf lá henni gott orð til fólks sem bar á góma, enda var hún fróm í huga og yf- irveguð að skaplyndi. Hún var lífsreynd kona. Af henni mátti margt læra. Margs er að minnast og margt er að þakka. Ég kveð mína kæru velgjörðar- og vin- konu að leiðarlokum með þakk- læti fyrir kynnin og samfylgdina á lífsins leið. Eftirlifandi dætrum hennar, Birnu og Súsý, sem og öðrum aðstandendum votta ég innilega samúð. Guð blessi minning Klöru Styrkársdóttur. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Klara Styrkársdóttir Sunnu-Gunna rifjaðist upp þegar ég kynnti mig fyrir Guðrúnu sem nýr nágranni í 400-hringnum í Hafnarfirði fyrir sléttum 30 ár- um, mundi vel eftir henni úr Fáki þegar við vorum ungling- ar, en þá var ekki óalgengt að tengja fólk við hestinn sinn. Með okkur tókst náinn vinskap- ur, báðar til í fíflaskap og glens. Ræddum það síðar að við höfð- um eiginlega verið svolítið fyr- irferðarmiklar, þó aðallega Guð- rún, höfðum óskaplega gaman af því að glettast og stríða fé- lögum okkar í Sörla, sem reyndar umbáru okkur með þol- inmæði. Við riðum mikið út saman á Hafnarfjarðarárunum, fórum ósjaldan í Andvara og Fák að ótöldum félagsferðum Sörla. Guðrún var góður knapi og mikil hestakona, ekki leyndi sér mikil væntumþykja hennar til hestanna sem launuðu fóstru sinni með góðum sprettum. Seinna kynnti ég Guðrúnu fyrir hestavinum mínum á Ak- ureyri, örlögin höguðu því svo til síðar að minn besti vinur Palli Alfreðs og Guðrún vinkona tóku saman. Þau voru afar ólík en áttu samt margt sameigin- legt, en hestamennskan var allt- af númer eitt hjá þeim báðum. Með þeim hef ég átt ótalmargar yndislegar stundir, ríðandi um Þingeyjarsýslur, Húnavatns- sýslur, Borgarfjörð, Dalina, Suðurland að ógleymdum Löngufjörum. Ég sé Guðrúnu ljóslifandi fyrir mér þar sem hún ríður í norður frá Eilífi á mjúkri mold- argötu umlukinni lágu kjarri og fjalldrapa. Hún var í forreið á bleika Rammasyninum Gneista, sem stokkaði taglið á fallegu ✝ Guðrún Guð- mundsdóttir Thoroddsen fædd- ist 11. apríl 1960. Hún lést 8. nóv- ember 2022. Útför hennar fór fram 18. nóvember 2022. tölti, höfuðburður lítillega hvelfdur, létt hringamél og enginn reiðmúll. Gæðingurinn og Guðrún geisluðu bæði af ánægju, þau nutu sín í botn, þetta var slak- taumatölt „par ex- cellence“. Mikið fann ég til með henni þegar hún þurfti að kveðja þann hest skyndilega eftir að hann slas- aðist alvarlega. Hvorki fyrr né síðar hef ég orðið vitni að eins miklu kjaft- stoppi og hjá unga manninum sem við hittum í Heiðmörk einn laugardagseftirmiðdag á tíunda áratugnum. Við Guðrún komum ríðandi í eina áninguna með fjóra til reiðar hvor, þar fyrir voru fimm menn. Þeir voru nokkru yngri, kátir og aðeins við skál, voru að steggja einn þeirra og lágu í kjarri vöxnu hrauninu við áninguna og dreyptu á. Einn þeirra fór aug- ljóslega fyrir þeim, sá talaði frjálslega til okkar svona eins og gerist og gengur þegar strákar vilja sperra stélin fyrir kvenfólki, hinir voru viðhlæj- endur, þeim fannst hann töff. Allt í einu beinir hann orðum sínum til Guðrúnar: „Djöfull kannast ég við þig,“ og Guðrún, sem var mjög mannglögg, þekkti manninn ekkert, en var fljót að svara: „Ja, ég er bara ekki viss, gyrtu nið’rum þig, þá kannski kannast ég við þig!“ Gaurinn átti sér ekki viðreisnar von, strákarnir veltust um af hlátri og voru enn hlæjandi þegar við hittum þá í Andvara síðar sama dag. Orð fljúga um hugann þegar ég hugsa til Guðrúnar; asi, glens, fíflaskapur, óheflað, dug- leg, drífandi, ofvirk, óþreyja, kjarkur, tvístígandi, ör, fljót, Burberry, leður, hænur, smá- fuglar, hundar, hestar, sjálf- bjarga, talnaminni, hnyttni. Sigurborg (Bogga). Guðrún Guðmundsdóttir Thoroddsen Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ KRISTÍN GUÐNADÓTTIR, Níní, Suðureyri, lést laugardaginn 26. nóvember. Útför fer fram frá Suðureyrarkirkju sunnudaginn 4. desember klukkan 13. Þökkum starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða fyrir yndislega umönnun í veikindum hennar. Athöfninni verður streymt. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Eygló Einarsdóttir Guðni A. Einarsson Sigrún M. Sigurgeirsd. Ævar Einarsson Thitikan Janthawong Elvar Einarsson Jóhanna Stefánsdóttir Hafrún Huld Einarsdóttir Páll Sigurðsson Lilja Einarsdóttir Einar Ómarsson Tenley Banik barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARIN JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Vindási á Rangárvöllum, lést á Hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli Hvolsvelli 24. nóvember. Margret Jónsdóttir Jón Jónsson Ieva Marga Sólveig Jónsdóttir Kristján Jósepsson Þorvarður Jónsson Kristjana Sigurbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN GUÐMUNDSSON, Silfurgötu 34, Stykkishólmi, lést á heimili sínu sunnudaginn 20. nóvember. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 1. desember klukkan 14. Kolbrún Gunnarsdóttir Ágúst Jónsson Jóhanna K. Berthelsen Þór Jónsson Vala K. Guðmundsdóttir Ármann Jónsson Alda Magnúsdóttir Hrafnhildur Jónsdóttir Haukur Randversson María Jónsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.