Morgunblaðið - 29.11.2022, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022
DÆGRADVÖL24
Margrét S. Höskuldsdóttir rithöfundur – 50 ára
Rithöfundarferillinn hafinn
M
argrét Sigrún
Höskuldsdóttir er
fædd 29. nóvember
1972 á Þingeyri
við Dýrafjörð og
ólst þar upp. „Ég flutti með fjöl-
skyldunni til Reykjavíkur 1987. Átti
þá eitt ár eftir af grunnskóla og
fór í Austurbæjarskóla. Bjó fyrst
eftir flutninginn á Leifsgötu, þá á
Laugaveginum og svo fluttum við í
Vesturbæinn, á Kaplaskjólsveginn.
Fluttist svo með foreldrunum á
Sporðagrunn og bjó þar þangað til
ég flutti að heiman.“
Margrét var í Grunnskóla Þing-
eyrarhrepps þar til fjölskyldan
flutti suður. Hún fór í Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti eftir grunn-
skóla en kláraði stúdentinn ekki
strax, tók frí frá námi og fór síðar
í Fjölbraut í Ármúla til að klára.
Eftir það fór Margrét í Kennarahá-
skólann og útskrifaðist sem grunn-
skólakennari árið 2002.
Margrét vann sem kennari í tvö
ár í Rimaskóla og eitt ár í Digra-
nessskóla en ákvað svo að fara
til Edinborgar að nema listfræði,
árið 2006-2007. Hún útskrifaðist
frá University of Edinburgh með
Msc. í History of Art. „Við hjónin,
ásamt eldri syninum, bjuggum þar
í eitt ár. Það var mjög gott að búa í
Edinborg og gaman að fá að nema
við þennan flotta og virta háskóla.
Þar fór ég líka í starfsnám í The
Talbot Rice Gallery og fékk innsýn
inn í listaheiminn þar í landi.
Margrét vann á Listasafni
Reykjavíkur í eitt ár þegar heim
var komið, sem deildarfulltrúi á
sýningardeild en fór svo í fæðingar-
orlof. Eftir fæðingarorlofið fór hún
að kenna í Álftamýrarskóla.
„Ég kenndi þar á yngsta ári í
12 ár en tók mér svo leyfi fyrir
tveimur árum frá því að kenna til
að eltast við að verða rithöfundur
og gaf út fyrstu skáldsöguna í sum-
ar.“ Bókin heitir Dalurinn og var
gefin út af Forlaginu. Dalurinn er
spennusaga og hlaut góða dóma.
„Ég er sjálfstætt starfandi í dag
en tek þó að mér forfallakennslu
endrum og eins. Er einnig að
kenna ungmennum hugleiðslu
og slökun hjá Hugarfrelsi. Ég
hef unnið ýmis störf með skóla á
lífsleiðinni; Bónusvídeó, sólbaðs-
stofu, leikskóla, svo eitthvað sé
nefnt. Ég átti einnig búð með
móður minni og systur; Kirsuberið
í Listhúsinu í Laugardal, rákum
það í tvö ár.
Áhugamál Margrétar eru
samvera með fjölskyldu og vinum,
útivera, náttúran, gönguferðir með
hundinn, ritstörfin, myndlist og
hverskyns skapandi viðfangsefni.
„Ég stofnaði með systur minni fyr-
irtækið Skeggi sem er okkar útrás
fyrir sköpunarþörfina. Ferðalög
eru líka ofarlega á blaði, utanlands
sem innan. Ég elska að ferðast og
sjá nýja staði. Bakstur, matseld og
að njóta góðs matar eru líka meðal
áhugamálanna.
Ég hef líka mikinn áhuga á hug-
leiðslu og slökun og slíkri gefandi
vinnu með börnum. Vestfirðirnir
eru líka hálfgert áhugamál, ég á
sumarhús í Keldudal í Dýrafirði
með fjölskyldunni og reynum við
að eyða sem mestum hluta af
sumrinu þar við að rækta landið
og njóta dásamlegrar náttúrunn-
ar. Við förum þangað nokkrum
sinnum yfir sumarið og erum öll,
systkini mín, börnin þeirra og
mamma. Þar er búið að rækta upp
heljarinnar skóg en foreldrar mínir
byrjuðu á því fyrir u.þ.b. 40 árum
og nú er þetta orðinn frumskógur.
Keldudalur er einmitt sögusvið
fyrstu skáldsögunnar minnar,
Dalurinn.“
Fjölskylda
Eiginmaður Margrétar er Arnar
Sigurðsson, f. 2.7. 1975, flugumferð-
arstjóri. Þau eru búsett í Voga-
Fjölskyldan Margrét, Arnar, Elvar Orri og Haukur Máni stödd í bænum Ronda í Andalúsíu í október síðastliðnum.
Til hamingju með daginn
Stjörnuspá
Elvar Már Arnþórsson
40 ÁRA Elvar ólst upp á Árskógssandi
en býr á Akureyri. Hann er með skip-
stjórnarpróf frá Stýrimannaskólanum
í Reykjavík og er eigandi smábátaút-
gerðarinnar Ágústu ehf. í Dalvíkurbyggð.
Elvar starfar einnig sem stýrimaður hjá
Arctic Prime Fisheries á Grænlandi,
en það er dótturfyrirtæki Brims hf.
Áhugamálin tengjast mest veiðum og
sjómennsku, en í frístundum fer hann á
kajak og stundar fjallahjól.
FJÖLSKYLDA Eiginkona Elvars er
Sigrún Ágústa Erlingsdóttir, f. 1984,
grunnskólakennari. Börn þeirra eru
Aron Vigri, f. 2010, Arnþór Ingi, f. 2013,
Arney Lind, f. 2019, og Aríana Sif, f. 2020.
Foreldrar Elvars eru hjónin Arnþór
Elvar Hermannsson, f. 1964, sjómaður og
útgerðarmaður, og Valdís Erla Eiríksdóttir, f. 1964, húsmóðir. Þau eru búsett
á Árskógssandi.
Nýr borgari
Egilsstaðir Unnsteinn Liljar Guð-
mundsson fæddist 2. maí 2021 kl.
11.16. Hann vó 4.415 g og var 53 cm
langur. Foreldrar hans eru Guðmundur
Birkir Jóhannsson og Björg Eyþórs-
dóttir.
21. mars - 19. apríl A
Hrútur Þú hefur fengið tækifæri til að fá
yfirsýn yfir visst mál og nú er rétti tíminn
til að rannsaka það nánar. Líttu á það sem
gjöf frá alheimsvitundinni.
20. apríl - 20. maí B
Naut Þetta er góður dagur til að kaupa
eitthvað fallegt fyrir heimilið eða fjöl-
skylduna. Gefðu þér tíma til útiveru því
það hressir upp á sálarlífið.
21. maí - 20. júní C
Tvíburar Hættu að reyna að sanna
eitthvað fyrir umhverfinu eða hamra á
viðhorfum þínum. Gefðu, seldu, hentu eða
losaðu þig við það sem þú þarft ekki á að
halda.
21. júní - 22. júlí D
Krabbi Þótt margir eigi sér sama takmark
þá geta leiðirnar að því verið margvíslegar.
Léttu af þér okinu og fáðu aðra til liðs við
þig. Láttu drauminn rætast.
23. júlí - 22. ágúst E
Ljón Láttu ekki áhyggjurnar ná tökum á
þér í dag. Þér hættir til að leyna einhvern
einhverju í dag til þess að fyrirbyggja
vandræði.
23. ágúst - 22. september F
Meyja Þú þarft að koma á jafnvægi milli
starfs þíns og einkalífs því aðeins þannig
geturðu ræktað og notið hvors um sig.
23. september - 22. október G
Vog Þér munu berast fréttir sem koma
þér skemmtilega á óvart. Góðir hlutir
koma upp í hendurnar á þér án nokkurrar
ástæðu.
23. október - 21. nóvember H
Sporðdreki Þú vinnur af þolinmæði að
markmiðum sem munu nást í framtíðinni.
Þér er óhætt að treysta eðlisávísun þinni í
bland við hæfilegan skammt af raunsæi.
22. nóvember - 21. desember I
Bogmaður Vitirðu ekki í hvorn fótinn þú
átt að stíga skaltu fara eftir því sem hjart-
að segir þér, því það skrökvar aldrei. Láttu
það ekki hindra þig í að koma áformum
þínum í verk.
22. desember - 19. janúar J
Steingeit Dagleg rútína verður fyrir trufl-
unum í dag. Það er hætt við að þú lendir í
deilum við einhvern innan fjölskyldunnar.
20. janúar - 18. febrúar K
Vatnsberi Við sérlega freistandi aðstæður
breytirðu rétt og kemur sjálfum þér á
óvart. Smá tafir kunna að ergja þig en
niðurstaðan verður þér hagstæð.
19. febrúar - 20. mars L
Fiskar Þegar taka þarf mikilvægar ákvarð-
anir þarftu að vera ákveðinn og sterkur.
Reyndu samt að halda ró þinni, þótt mikið
gangi á.