Morgunblaðið - 29.11.2022, Page 25

Morgunblaðið - 29.11.2022, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022 DÆGRADVÖL 25 hverfinu í Reykjavík. „Ég kynntist manninum mínum á Tunglinu sem var og hét fyrir 27 árum og erum við búin að vera gift í 22 ár. Eigum saman tvo unglingspilta, þá Elvar og Hauk, sem eru báðir fæddir í Indlandi. Við fórum að sækja þá út árið 2004 og 2009 og eru það minnisstæðustu og dýrmætustu ferðalögin sem við höfum farið í.“ Foreldrar Arnars: Hjónin Steinunn Árnadóttir, f. 29.10. 1945, lífeindafræðingur, búsett í Reykja- vík, og Sigurður Jónas Sigurðsson, f. 5.3. 1939, d. 7.5. 2017, bílstjóri. Börn Margrétar og Arnars eru Elvar Orri Palash Arnarsson, f. 21.6. 2003, tónlistarmaður, og Haukur Máni Somdip Arnarsson, f. 2.10. 2007, grunnskólanemi. Systkini Margrétar eru Kristín Ragna Höskuldsdóttir, f. 5.3. 1970, leikskólakennari, búsett í Reykja- vík, og Ólafur Gunnþór Höskulds- son, f. 15.7. 1976, málarameistari, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Margrétar: Hjónin Höskuldur Ragnarsson, f. 26.4. 1942, d. 15.7. 2021, sjómaður í Reykjavík, og Guðmunda Kristín Guðmundsdóttir, f. 30.10. 1949, sjúkraliði, búsett í Reykjavík. HjóninMargrét og Arnar stödd á Dynjandisheiði síðastliðið sumar. Margrét Sigrún Höskuldsdóttir Guðrún Árnadóttir húsmóðir í Reykjavík Gunnar Ingiberg Ingimundarson verkamaður í Reykjavík Kristín Gunnarsdóttir húsmóðir á Brekku og Þingeyri Guðmundur Sören Karvel Magnússon bóndi á Brekku í Dýrafirði, síðar búsettur á Þingeyri Guðmunda Kristín Guðmundsdóttir fv. sjúkraliði í Reykjavík Valgerður Jónsdóttir vinnukona í Arnarfirði Sveinbjörn Egilsson bóndi á Krosseyri í Arnarfirði Kristín Sveinbjörnsdóttir húsmóðir á Hrafnabjörgum í Arnarfirði Guðbjartur Ragnar Guðmundsson bóndi á Hrafnabjörgum í Arnarfirði Margrét Guðmundsdóttir húsmóðir á Hólum Guðmundur Bjarnason bóndi á Hólum í Dýrafirði Ætt Margrétar Sigrúnar Höskuldsdóttur Höskuldur Ragnarsson útgerðarmaður og sjómaður á Þingeyri og í Reykjavík Magnús Helgi Guðmundsson bóndi á Hrauni í Dýrafirði Guðmunda Kristín Guðmundsdóttir húsmóðir á Hrauni Vísnahorn Ölkaup og snjöll nafnagáta Baldur Hafstað sendi mér góðan póst. Hér birtist fyrri hlutinn en niðurlagið á morgun: „Sigurður Sigmundsson í Ey í Vestur-Landeyjum sendi mér eftirfarandi gátu sem hann lærði ungur austur undir Eyjafjöllum. Þar er í hverri braglínu falið eitt nafn: í fyrstu hendingunni leynist nafn höfundar vísunnar, þeirri næstu nafn föður hans, þá nafn eiginkonunnar og í lokalínunni er fólgið bæjarnafnið þar sem fjölskyldan bjó. Lesið vísuna vandlega og reynið að finna nöfnin! (Þau eru gefin upp hér að neðan.) Unnin þraut og grjótin grá. grimman föður átti sá. Hengiflug fyrir húsfrú á, heimilið yst á fjöllum lá. Svör við gátu: Höfundurinn var Sigurður Vigfússon bóndi á Brúnumundir Vestur-Eyjafjöllum (d. 1936), kennari, framámaður í sveit sinni og vel hagmæltur. – Nú er komið svar við fyrri tveimur atriðunum (Sigurður, Vigfús). Í þriðju braglínunni er síðan fólgið nafn eiginkonu Sigurðar, Bjargar Jónsdóttur, sem bjó yfir skáldgáfu líkt og maður hennar. Og þá er að- eins eftir að ráða lokahendinguna: Bærinn þeirra hét Brúnir. Þess má geta að hjónin Sigurð- ur og Björg voru foreldrar hins nafnkunna Jóns Sigurðssonar (1925–1992) bankamanns sem orti marga af okkar þekktustu dægurlagatextum; hann samdi einnig lög og lék í hljómsveitum. Albróðir Jóns var Vigfús, en eftir hann birtust nýlega í Vísnahorn- inu tvær vísur um séra Sigurð Einarsson í Holti. Seinni maður Bjargar Jóns- dóttur var Sigmundur Þorgilsson kennari, og bjuggu þau í Ásólfs- skála undir Eyjafjöllum. Sonur þeirra er Sigurður Sigmundsson sem sendi mér þessa bráðsnjöllu gátu hér að ofan.“ Friðrik Steingrímsson yrkir á Boðnarmiði: Glórulaus er gæfan,mér gengur fátt í haginn, bjórinn allur búinn er, ég byrja'of snemma'á daginn. Karl Erik Halldórsson svaraði: Ölkaupin svo endist þér, án þess skorti bjóra. Myrkra nú á milli er, mátulegt að þjóra. Kristján H. Theodórsson hélt áfram: Seint þó ég á fætur fari, fæ ég hvergi næði í þjór. En ágætt væri að eiga spari, eina kippu af góðum bjór. „ÞETTA ER EKKI LÆKNING – EN ÞÚ GÆTIR REYNT AÐ VERA GÓÐUR OG SÉÐ HVORT ÞAÐ BÆTI EKKI ÁSTANDIÐ.“ „OG ÞÁ SAGÐI ÉG „BAKAÐU FYRIR MIG KÖKU MEÐ JÁRNSÖG Í“.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að flytja inn saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann DÆS… ÞÚ GLEYMIR ALDREI FYRSTU ÁSTINNI… OG ÞARNA ERTU, GOÐUMLÍKA VERA ÉG ER MJÖG HRIFINN AF ÞESSARI STÚLKU! FARÐU VARLEGA! HAFÐU BÆÐI AUGUN OPIN! ÉG ER ÞAÐ! HÚN BLIKKAÐI MIG! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.