Morgunblaðið - 29.11.2022, Blaðsíða 26
ÍÞRÓTTIR26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022
Valsmenn spila
í Aix í kvöld
Valsmenn leika í kvöld fjórða
leik sinn í Evrópudeild karla í
handbolta þegar þeir sækja heim
franska liðið Aix. Eftir þrjár um-
ferðir er Flensburg efst í riðlinum
með 6 stig og síðan koma Valur
og Aix með 4 stig en bæði lið hafa
tapað fyrir Flensburg með fimm
mörkum. Aix er í 8. sæti frönsku
1. deildarinnar, átta stigum á eftir
toppliðum París SG og Montpelli-
er. Kristján Örn Kristjánsson
leikur með Aix en verður líklega
ekki með í kvöld vegna meiðsla.
Morgunblaðið / Kristinn Magnússon
Evrópa Valsmenn hafa verið á flugi
í Evrópudeildinni í vetur.
Elís kominn
aftur í Árbæinn
Knattspyrnumaðurinn Elís Rafn
Björnsson er genginn til liðs við
Fylkismenn á nýjan leik eftir
fjögurra ára fjarveru. Elís hefur
leikið með Stjörnunni frá árinu
2019, auk þess að vera hluta
tímabilsins 2019 í láni hjá Fjölni.
Fram að því lék hann allan sinn
feril með Fylki. Elís er þrítugur
og hefur ýmist leikið sem miðju-
maður eða varnarmaður. Hann
á að baki 119 leiki í efstu deild, 75
með Fylki og 44 með Stjörnunni,
og hefur skorað í þeim sex mörk.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Fylkir Elís Rafn Björnsson lék með
Stjörnunni í fjögur ár.
HM í Katar
G-RIÐILL:
Kamerún – Serbía ..................................... 3:3
Jean-Charles Castelletto 29., Vincent Abou-
bakar 63., Eric Choupo-Moting 66. – Strahinja
Pavlovic 45., Sergej Milinkovic-Savic 45.,
Aleksandar Mitrovic 53.
Brasilía – Sviss ........................................... 1:0
Casemiro 83.
Staðan:
Brasilía 2 2 0 0 3:0 6
Sviss 2 1 0 1 1:1 3
Kamerún 2 0 1 1 3:4 1
Serbía 2 0 1 1 3:5 1
Í lokaumferðinni leikur Brasilía við Kamer-
ún og Serbía við Sviss.
H-RIÐILL:
Suður-Kórea – Gana ................................. 2:3
Cho Gue-sung 58., 61. – Mohammed Salisu
24., Mohammed Kudus 34., 69.
Portúgal – Úrúgvæ................................... 2:0
Bruno Fernandes 54., 90+3.(v)
Staðan:
Portúgal 2 2 0 0 5:2 6
Gana 2 1 0 1 5:5 3
Suður-Kórea 2 0 1 1 2:3 1
Úrúgvæ 2 0 1 1 0:2 1
Í lokaumferðinni leikur Portúgal við Suð-
ur-Kóreu og Úrúgvæ við Gana.
MARKAHÆSTIR Á HM:
Kylian Mbappé, Frakklandi.......................... 3
Enner Valencia, Ekvador .............................. 3
Bruno Fernandes, Portúgal.......................... 2
Cody Gakpo, Hollandi.................................... 2
Olivier Giroud, Frakklandi ........................... 2
Cho Gue-sung, Suður-Kóreu ........................ 2
Andrej Kramaric, Króatíu............................ 2
Mohammed Kudus, Gana ............................. 2
Lionel Messi, Argentínu................................ 2
Álvaro Morata, Spáni .................................... 2
Richarlison, Brasilíu ...................................... 2
Bukayo Saka, Englandi ................................. 2
Mehdi Taremi, Íran........................................ 2
Ferran Torres, Spáni ..................................... 2
LEIKIR Í DAG:
15.00 A Holland – Katar
15.00 A Ekvador – Senegal
19.00 B Wales – England
19.00 B Íran – Bandaríkin
Ítalía
Parma – Inter Mílanó............................... 2:2
Anna Björk Kristjánsdóttir var ónotaður
varamaður hjá Inter.
Portúgalinn Paulo Bento getur
ekki stýrt liði Suður-Kóreu gegn
löndum sínum í lokaumferð H-riðils
heimsmeistaramótsins í fótbolta.
Bento, sem þjálfaði portúgalska lands-
liðið 2010-2014, fokreiddist í leikslok
og fékk rauða spjaldið eftir ósigurinn
gegn Gana, 2:3, í gær. Hann var ósáttur
við að sínir menn fengju ekki að taka
hornspyrnu sem þeir höfðu áunnið sér
áður en leikurinn var flautaður af.
Dregið var í 3. umferð ensku bikar-
keppninnar í knattspyrnu karla á An-
field í Liverpool í gærkvöldi. Þar munu
nokkrir afar athyglisverðir slagir fara
fram og ber þar hæst að Manchester
City fær Chelsea í heimsókn í risaslag.
Ríkjandi bikarmeistarar Liverpool fá
WolverhamptonWanderers í heimsókn
á Anfield. Manchester United dróst
gegn Everton og munu liðin mætast
í grannaslag á Old Trafford. Fleiri
úrvalsdeildarslagir munu fara fram
þar sem Crystal Palace mætir Sout-
hampton og Brentford færWest Ham
United í heimsókn í Lundúnaslag.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, lands-
liðsmarkvörður í handknattleik, sneri
aftur í mark Ringköbing á sunnudag
og varði 6 skot í 26:24-sigri á Skander-
borg, liði Steinunnar Hansdóttur, í
dönsku úrvalsdeildinni eftir að hafa
verið frá í rúma sjö mánuði vegna
meiðsla. Elín Jóna meiddist á mjöðm
í verkefni með íslenska landsliðinu í
apríl síðastliðnum og þurfti að gang-
ast undir aðgerð vegna þeirra meiðsla.
Þrjú lið örugg áfram
AFP/Nelson Almeida
Tvenna Bruno Fernandes fagnar seinna marki sínu og Portúgals í sigrin-
um á Úrúgvæ, 2:0, en hann skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
AFP/Nelson Almeida
Sigurmarkið Casemiro fagnar ásamt Vinícius Júnior eftir að hafa skorað
seint í leiknum gegn Sviss og tryggt Brasilíu stigin þrjú.
lBruno Fernandes skoraði bæði mörkin í sigri Portúgals á Úrúgvæ sem er enn
án markalBrasilía knúði fram sigur á SvisslGana og Sviss í góðri stöðu
HM Í KATAR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Portúgal og Brasilía tryggðu sér
í gær sæti í sextán liða úrslitum
heimsmeistaramótsins í fótbolta
með sigrum á Úrúgvæ og Sviss í
lykilleikjunum í annarri umferð G-
og H-riðils mótsins.
Þar með eru þrjú lið komin áfram
þegar tveimur umferðum af þremur
er lokið í riðlakeppninni en Frakkar
voru áður komnir áfram.
Bæði Portúgal og Brasilía
eiga um leið alla möguleika á að
gulltryggja sér sigur í sínum riðli í
lokaumferðinni og sleppa þar með
við að mæta hvort öðru í 16-liða úr-
slitum en þar munu eigast við liðin í
efstu tveimur sætum þessara riðla.
Brasilía leikur þá við liðið í öðru
sæti H-riðils og Portúgal við liðið í
öðru sæti G-riðils.
Bruno Fernandes var maðurinn á
bak við sigur Portúgala á Úrúgvæ,
2:0, en hann skoraði bæði mörkin
og var óheppinn að fullkomna ekki
þrennuna í uppbótartíma leiksins
þegar hann átti tvisvar skot í stöng
úrúgvæska marksins.
Úrúgvæjar hafa enn ekki náð
að skora mark á mótinu en voru
óheppnir að jafna ekki seint í
leiknum þegar Maxi Gómez átti
hörkuskot í stöng.
Kudus hetja Ganamanna
Mohammed Kudus, 22 ára gamall
miðjumaður Ajax í Hollandi, var
hetja Ganamanna þegar þeir
lögðu Suður-Kóreu að velli, 3:2, og
komu sér af fullum krafti í slaginn
um sæti í sextán liða úrslitunum.
Kudus, sem kom til Ajax frá Nord-
sjælland í Danmörku fyrir tveimur
árum, skoraði tvö markanna og
sigurmarkið rétt eftir að Cho
Gue-sung virtist ætla að eyðileggja
allt fyrir Afríkubúunum með því
að skora tvö glæsileg skallamörk
á þremur mínútum og jafna metin
í 2:2.
Í lokaumferðinni leikur Gana við
Úrúgvæ og Suður-Kórea mætir
Portúgal. Ganamenn standa best að
vígi og nægir jafntefli við Úrúgvæ,
svo framarlega sem Suður-Kórea
vinnur ekki tveggja marka sigur
gegn Portúgal.
Úrúgvæ fer hins vegar áfram með
sigri, ef Suður-Kórea vinnur ekki
Portúgal.
Þá myndi Gana hirða efsta sætið
af Portúgal með því að vinna Úrúg-
væ ef Suður-Kórea vinnur Portúgal,
ef annar leikurinn endar með meira
en eins marks mun.
Þrumufleygur frá Casemiro
Varnartengiliðurinn Casemiro er
ekki mesti markaskorarinn í röðum
Brasilíumanna, langt í frá. En þegar
sóknarmönnum liðsins tókst ekki
að koma boltanum í netið var það
hann sem skoraði sigurmarkið
gegn Svisslendingum í gær, 1:0,
með þrumufleyg seint í leiknum, og
hann gulltryggði því Brasilíu sæti í
sextán liða úrslitunum.
Sigurinn var mjög sanngjarn en
eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik voru
Brassarnir, án Neymars, sókndjarf-
ir í þeim síðari og uppskáru að
lokum laun erfiðisins. Sjötta markið
sem Casemiro skorar í 67 lands-
leikjum fyrir Brasilíu.
Brasilía hefur nú ekki tapað leik
í riðlakeppni HM í 24 ár, eða frá
árinu 1998, og er komin áfram úr
riðlakeppni á fjórtánda mótinu í
röð.
Kamerún og Serbía eru með sitt
stigið hvor þjóð eftir jafntefli í bráð-
fjörugum og sveiflukenndum leik
í gær, 3:3. Serbar virtust á sigur-
braut eftir að Aleksandar Mitrovic
kom þeim í 3:1 snemma í síðari
hálfleik en varamaðurinn Vincent
Aboubakar minnkaði muninn og
lagði síðan upp jöfnunarmarkið
þremur mínútum síðar fyrir Eric
Choupo-Mouting, sóknarmann
Bayern München.
Sigur í riðlinum blasir við
Brasilíumenn vinna því G-riðilinn,
nema þeir taki upp á því að tapa illa
fyrir Kamerún í lokaumferðinni.
Sviss, Serbía og Kamerún slást
hinsvegar um annað sæti G-riðils-
ins í lokaumferðinni á föstudags-
kvöldið. Sviss mætir Serbíu og þar
nægir Svisslendingum jafntefli, svo
framarlega sem Kamerún vinnur
ekki Brasilíu.
Serbar þurfa að vinna Sviss og
treysta á að Kamerún vinni ekki
en Kamerúnar verða hinsvegar að
vinna Brasilíu og vonast eftir sigri
Serba eða jafntefli í leiknum við
Sviss.
Breyttir leiktímar í dag
Lokaumferð riðlakeppninnar
hefst í dag þar sem leikið verður í
A- og B-riðli. Nú breytast leiktím-
arnir nokkuð því leikið er á sama
tíma innan riðlanna. Klukkan
15 leikur Holland við Katar og
Ekvador við Senegal í A-riðlin-
um, þar sem Holland, Ekvador og
Senegal eru í baráttu um tvö sæti í
16-liða úrslitum. Klukkan 19 leikur
England við Wales og Bandaríkin
við Íran í B-riðlinum þar sem öll
liðin eru í baráttunni en England
stendur langbest að vígi og staða
Wales er erfiðust.
AFP/Kirill Kudryavtsev
Sigurmarkið Varamenn Gana fagna Mohammed Kudus eftir að hann skor-
aði sitt annað mark og tryggði liðinu sigurinn á Suður-Kóreu.