Morgunblaðið - 29.11.2022, Síða 27
NBA-deildin
Brooklyn – Portland............................... 111:97
Minnesota – Golden State .................. 114:137
LA Clippers – Indiana ......................... 114:100
Atlanta – Miami..................................... 98:106
Boston – Washington........................... 130:121
Detroit – Cleveland ............................... 94:102
New York – Memphis........................... 123:127
Orlando – Philadelphia....................... 103:133
Milwaukee – Dallas .............................. 124:115
Olísdeild karla
Haukar – ÍR ............................................. 30:26
FH – Afturelding ..................................... 38:33
Staðan:
Valur 11 10 0 1 377:309 20
FH 11 7 2 2 329:318 16
Afturelding 11 6 2 3 334:313 14
ÍBV 11 6 2 3 368:334 14
Stjarnan 11 5 3 3 327:314 13
Fram 12 5 3 4 357:354 13
Selfoss 11 5 1 5 321:329 11
Haukar 11 4 1 6 320:310 9
Grótta 10 3 2 5 269:269 8
KA 11 3 2 6 313:331 8
ÍR 11 2 1 8 307:372 5
Hörður 11 0 1 10 317:386 1
Danmörk
Ribe-Esbjerg - Kolding........................ 33:38
Elvar Ásgeirsson skoraði 5 mörk fyrir
Ribe-Esbjerg en Arnar Birkir Hálfdánsson
komst ekki á blað. Ágúst Elí Björgvinsson
varði 5 skot í marki liðsins.
Svíþjóð
Helsingborg - Skövde .......................... 30:23
Ásgeir Snær Vignisson skoraði 2 mörk
fyrir Helsingborg.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 5
mörk fyrir Skövde.
Þýskaland
B-deild:
Empor Rostock - Grosswallstadt..... 29:24
Sveinn Andri Sveinsson skoraði 5 mörk
fyrir Empor Rostock og Hafþór Már
Vignisson 3.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022
„Þetta er ótrúleg saga“
AFP/Ina Fassbender
Markið Sóknarmaðurinn Niclas Füllkrug skorar jöfnunarmarkið dýr-
mæta fyrir Þjóðverja gegn Spánverjum í fyrrakvöld.
lNiclas Füllkrug lékmeðRúrik Gíslasyni hjá NürnberglGóður liðsfélagi
HM Í KATAR
Ólafur Pálsson
oap@mbl.is
Hetju Þýskalands í 1:1-jafntefli gegn
Spáni á heimsmeistaramóti karla í
knattspyrnu í Katar kannast líklega
ekki allir íslenskir knattspyrnu-
áhugamenn við. Eftir að Spánverjar
höfðu komist yfir eftir um klukku-
stundar leik setti Hansi Flick, þjálfari
Þýskalands, hinn 29 ára sóknarmann,
Niclas Füllkrug, inn á fyrir sóknar-
manninn kunna ThomasMüller.
Füllkrug þakkaði traustið 13 mínút-
um síðar þegar hann komst inn fyrir
vörn Spánverja og skoraði glæsilega
hjá Unai Simon í marki Spánar og
jafnaði metin fyrir Þýskaland.
Þetta var þriðji landsleikur Füll-
krugs, sem skoraði í frumraun sinni í
vináttulandsleik gegn Óman ummiðj-
an nóvember. Hann hefur alltaf komið
inn af bekknum og samtals leikið
innan við 90 mínútur fyrir A-landslið
Þýskalands.
Einn Íslendingur þekkir Niclas
Füllkrug líklega betur en við hinir.
Á keppnistímabilinu 2015-2016 lék
Rúrik Gíslason með Füllkrug hjá
Nürnberg en Rúrik hafði haft vista-
skipti frá FC Köbenhavn um sumarið.
Füllkrug átti flott tímabil 2015-2016
er hann skoraði 14 mörk og gaf 4
stoðsendingar að auki í þeim 30 leikj-
um sem hans naut við og var keyptur
til Hannover á rúmlega 2 milljónir
evra eftir tímabilið.
Opnar vonandi augu Þjóðverja
„Þetta er ótrúleg saga, sérstaklega
í ljósi þess að Þjóðverjar eru gjarnan
fljótir að afskrifa leikmenn sem ann-
aðhvort hafa verið mikið meiddir eða
blómstra seint á sínum ferli. Hann
var góður hjá Nürnberg og hann er
einn af þessum góðu liðsfélögum sem
ég hef átt,“ sagði Rúrik í samtali við
Morgunblaðið.
Rúrik segir að Füllkrug hafi alltaf
verið kraftmikill og sterkur en að
hann hafi greinilega bætt sig mikið
undanfarið.
„Ég fagna því að þessi saga eigi sér
stað og ég vona að hún opni augu
Þjóðverja fyrir því að gefa mönnum
tækifæri þó þeir hafi verið í vand-
ræðummeð sinn feril á einhverjum
tímapunkti.“
Niclas Füllkrug er uppalinn hjá
Werder Bremen. Hann braust inn í
aðallið félagsins eftir vasklega fram-
göngu með varaliði þess á seinni hluta
ársins 2011. Hann þreytti frumraun
sína með aðalliðinu í lok janúar 2012,
þá rétt tæplega 19 ára gamall. Hann
skoraði fyrsta mark sitt fyrir aðallið
Bremen í sínum fyrsta og eina leik í
byrjunarliðinu það keppnistímabilið
í 1:1-jafntefli gegn Augsburg í mars
sama ár. Mörkin urðu ekki fleiri á
keppnistímabilinu en hann kom við
sögu í 11 leikjum.
Meiðsli sett svip á ferilinn
Füllkrug kom við sögu í 12 leikjum á
sínu öðru tímabili í þýsku 1. deildinni
og skoraði eitt mark en hann var að-
eins einu sinni í byrjunarliðinu. Hann
missti af seinni hluta keppnistímabils-
ins 2012-2013 vegna hnémeiðsla.
Hann fór á lánssamningi til
Greuther Fürth í þýsku B-deildinni
og skoraði sex mörk í 21 leik fyrir liðið
tímabilið 2013-2014. Nürnberg keypti
hann afWerder Bremen sumarið
2014 en hann skoraði þrjú mörk
og var með sjö stoðsendingar í 24
leikjum í þýsku B-deildinni keppn-
istímabilið 2014-2015. Hannmissti af
tæplega þriðjungi þess tímabils vegna
hnémeiðsla.
Eftir tímabilið góða með Nürnberg
tók við enn eitt tímabilið þar sem
Füllkrug var mikið á meiðslalistan-
um, nú hjá Hannover. Hann skoraði
þó fimmmörk og lagði upp þrjú til
viðbótar fyrir liðsfélaga sína í 27
leikjum en hann byrjaði aðeins 13
leiki. Hannover hafnaði í öðru sæti og
komst upp í 1. deild þar sem Füllkrug
lét mikið að sér kveða á tímabilinu
2017-2018, skoraði 14 mörk og lagði
upp þrjú mörk fyrir liðsfélaga sína í
34 leikjum.
Úr leik í níu mánuði
Þrátt fyrir að hafa aðeins skorað tvö
mörk í 14 leikjum á keppnistímabilinu
2018-2019 og þurft að undirgangast
aðgerð vegna hnémeiðsla keypti
uppeldisfélagið, Werder Bremen,
Füllkrug aftur í sínar raðir sumarið
2019. Hann þakkaði traustið og skor-
aði tvö mörk í fyrstu fjórum leikjun-
ummeð félaginu á keppnistímabilinu
2019-2020 áður en hann varð fyrir
enn einum hnémeiðslunum en í þetta
skiptið sleit hann krossband og var
frá keppni í níu mánuði.
Hann kom sterkur til baka og
skoraði í sínum fyrsta leik eftir endur-
komuna en alls skoraði hann fjögur
mörk og lagði upp eitt til viðbótar í
átta leikjum fyrir Werder Bremen
það tímabilið. Meiðsli á bæði kálfa og
ökkla héldu Füllkrug talsvert utan
vallar á keppnistímabilinu 2020-2021
en honum tókst þó að skora sex mörk
í 19 leikjum.Werder Bremen hafnaði
í næstsíðasta sæti 1. deildarinnar og
féll niður í B-deildina.
Mikill sjarmi yfir þessu
Füllkrug var frábær í B-deildinni á
síðasta keppnistímabili en hann skor-
aði 19 mörk og gaf átta stoðsendingar
að auki í 33 leikjum í deildinni. Hann
er meðal markahæstu leikmanna
þýsku 1. deildarinnar á yfirstandandi
keppnistímabili með 10 mörk í 14 leikj-
um og tvær stoðsendingar að auki.
Niclas Füllkrug hefur skorað 38
mörk í 112 leikjum í þýsku 1. deildinni
og 47 mörk í 135 leikjum í B-deildinni.
Þá hefur hann skorað tvö mörk
fyrir A-landslið Þýskalands í þremur
leikjum.
„Eins og langflestir þýskir fót-
boltamenn hefur hann greinilega lagt
mikið á sig. Ég vona bara að hans
frægðarsól muni rísa enn hærra. Það
er mikill sjarmi yfir þessu öllu saman.
Ég óska honum alls hins besta enda
er hann frábær drengur,“ sagði Rúrik
Gíslason um gamla liðsfélagann hjá
Nürnberg.
með fimm. Matas Pranckevicius
varði níu skot í marki Hafnar-
fjarðarliðsins.
Markahæstir hjá ÍR voru Arnar
Freyr Guðmundsson og Dagur
Sverrir Kristjánsson, báðir með sex
mörk, og skammt undan var Viktor
Sigurðsson með fimm. Ólafur Rafn
Gíslason varði þá 11 skot í marki
liðsins. gunnaregill@mbl.is
Með löngu millibili eru
gerðar breytingar á regluverki
fótboltans. Þær hafa oftast
verið farsælar, eins og til dæmis
þegar markverði var bannað að
taka boltann með höndum eftir
sendingu samherja.
Þegar HM hófst í Katar
á dögunum sást afgerandi
breyting hvað varðar uppbótar-
tíma leikjanna. Klassísku þrjár
mínúturnar eru orðnar að
klassískum átta mínútum, eða
svo gott sem.
Þetta var ekki gert að ástæðu-
lausu. Annars vegar var nauðsyn-
legt að bæta meiri tíma við leik-
ina vegna óhóflegrar notkunar á
myndbandadómgæslunni (VAR),
og hins vegar var brýnt að finna
leið til að minnka eins og mögu-
legt væri tafir liða sem reyna að
halda fengnum hlut með því að
drepa leikinn niður.
Nú sjáum við mikilvæg mörk
skoruð á tíundu og elleftu
mínútu uppbótartíma. Leikmenn
sem áhorfendur eru fljótir að
ganga á lagið og eru ósáttir ef
bara fimm eða sex mínútum er
bætt við leiktímann.
Þetta er þó væntanlega bara
áfangi á leiðinni að því sem koma
skal. Leiktíminn verði 30 mínútur
í hvorum hálfleik en klukkan
stöðvuð þegar boltinn er úr leik.
Eins og í körfuboltanum þar sem
leiktíminn er alls 40 mínútur
en samt tekur leikurinn hálfan
annan tíma að jafnaði.
Þegar að því kemur verður
uppbótartíminn óþarfur. Barn
síns tíma. Og þá verður VAR
vonandi í leiðinni farið að snúast
meira um að uppræta ljót brot
en að eyða tímanum í að skoða
hvort olnbogi eða nef séu fyrir
innan rangstöðulínuna.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
stoðsendingar. Skammt undan var
Þorsteinn Leó Gunnarsson með
átta mörk. Jovan Kukobat varði svo
tíu skot í marki Mosfellinga.
Haukar unnu þá mikilvægan
30:26-sigur á nýliðum ÍR í fallbar-
áttuslag á Ásvöllum í gærkvöldi.
Með sigrinum spyrntu Haukar sér
nokkuð frá fallbaráttunni þar sem
liðið er nú í áttunda sæti deildarinn-
ar með 9 stig, fjórum stigum fyrir
ofan ÍR, sem er í 11. og næstneðsta
sæti, fallsæti.
Haukar stýrðu ferðinni stærst-
an hluta leiksins en þó leiddu
heimamenn aðeins með einu marki
í upphafi síðari hálfleiks. Haukar
náðu þó fljótt aftur vopnum sínum,
hleyptu ÍR ekki of nálægt sér það
sem eftir lifði leiks og niðurstaðan
að lokum góður fjögurra marka sig-
ur, sem er annar sigur liðsins undir
stjórn Ásgeirs Arnar Hallgrímsson-
ar í fjórum leikjum.
Guðmundur Bragi Ástþórsson
fór fyrir Haukum er hann skoraði
níu mörk og gaf sex stoðsendingar
að auki. Næstir á eftir honum voru
Andri Már Rúnarsson með sex
mörk og Stefán Rafn Sigurmanns-
son og Heimir Óli Heimisson, báðir
FH skákaðiAftur-
eldingu í toppslag
FH vann öruggan 38:33-sigur á
Aftureldingu þegar liðin áttust
við í toppslag í úrvalsdeild karla
í handknattleik, Olísdeildinni,
í Kaplakrika í gærkvöldi. Með
sigrinum hafði FH sætaskipti við
Aftureldingu og er nú í öðru sæti
deildarinnar, fjórum stigum á eftir
toppliði Vals og tveimur stigum
fyrir ofan Mosfellinga í þriðja sæti.
Eftir mikið jafnræði með
liðunum til að byrja með náði FH
góðri stjórn á leiknum þegar fyrri
hálfleikur var rúmlega hálfnaður.
Leiddu heimamenn með sex mörk-
um, 19:13, í hálfleik. Í síðari hálfleik
hélt FH dampi og hleypti gestun-
um úr Mosfellsbænum ekki nær
sér en fjórum mörkum. Sanngjarn
fimm marka sigur Hafnfirðinga því
staðreynd.
Ásbjörn Friðriksson fór á kostum
í liði FH en hann skoraði 11 mörk
og gaf fjórar stoðsendingar að auki.
Liðsfélagi hans Jóhannes Berg
Andrason átti sömuleiðis stórleik
þar sem hann skoraði tíu mörk. Phil
Döhler varði þá 13 skot í marki FH.
Hjá Aftureldingu átti Blær
Hinriksson einnig stórleik þegar
hann skoraði níu mörk og gaf fimm
Morgunblaðið/Kristinn
Barátta Ásbjörn Friðriksson og Þorsteinn Leó Gunnarsson eigast við í gær.
lHaukar komnir upp í áttunda sætið