Morgunblaðið - 29.11.2022, Síða 28

Morgunblaðið - 29.11.2022, Síða 28
MENNING28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022 Píanóleikarinn Erna Vala Arnar- dóttir lýkur þriggja tónleika ferða- lagi sínu um landið í Norðurljósa- sal Hörpu í kvöld kl. 20 en hinir viðkomustaðirnir voru Akureyri og Egilsstaðir. Á tónleikunum flytur hún verk eftir Ottorino Respig- hi, Claude Debussy og Robert Schumann og eru tónleikarnir tileinkaðir minningum, góðum og slæmum, hlýjum og kærum, að því er fram kemur í tilkynningu frá henni. Þegar blaðamaður ræðir við Ernu Völu í síma er hún stödd á Egilsstöðum og tónleikar framund- an þar um kvöldið. Hún er fyrst spurð að því hvað hafi komið til að hún fór í þessa hringferð um landið. „Mig langaði til að fara hringinn og spila tónleika á stöðum þar sem ég hef ekki spilað áður. Ég hef líka aldrei áður keyrt hringinn ein og það gera það ekki margir sér til gamans en fyrir mér hljómaði það eins og eitthvað sem ég myndi njóta mjög mikið, að eiga þennan tíma með sjálfri mér til að hlusta á tónlist sem var búin að bíða á hlustunarlistanum í langan tíma,“ segir Erna Vala kímin. Atburðarás, kringumstæður eða aðstæður Hún er spurð út í efnisskrána og segir hana tileinkaða minningum, líkt og komið hefur fram. „Öll verk- in eru tengd þannig einhverjum atburðum í mínu lífi og ég get ekki hugsað um þau án þess að hugsa um ákveðna atburðarás, kringum- stæður eða aðstæður. Ég held að það gerist líka hjá mörgum með tónlist, að hún tengist atburðum eða minningum í kringum þann tíma þegar maður kynnist henni,“ segir Erna Vala. Blaðamaður spyr hvort nánar megi fara út í þessar minningar. „Ég ætlaði milli verka á tónleikun- um að tala um þetta og segja frá til að gefa innsýn í hvernig ég upplifi þessa tónlist og hvað ég er að pæla þegar ég spila hana. Ég held að það gefi líka áhorfendum dálitla innsýn í það sem ég er að gera og líka nýjan vinkil á verkin. Það sem ég er að hugsa er ekki endilega það sem tónskáldið var að hugsa,“ svarar Erna Vala. Þegar hún sem píanóleikari kynnist nýju verki og fari að spila það verði það persónu- legt, hún geri það að sínu og það verði vinur hennar. Greindist með berkla Erna Vala segist kynna sér vel þau verk sem hún æfi og flytji, kynni sér oftast ævi tónskáldsins og hvað var að gerast í lífi þess um það leyti sem það samdi verkið. Hún nefnir sem dæmi Schumann og Píanósónötu hans nr. 2 í g-moll, Op. 22, sem hún leikur á tónleik- unum. „Ég tengi mikið við andann í sónötunni út frá því á hvaða stað ég var í lífinu þegar ég kynntist þessari tónlist eftir Schumann. Mér finnst ég tengja líka svo mikið við hugarástand tónskáldsins á þeim tíma sem hann var að semja þessi verk.“ Hún er spurð að því af hverju hún hafi valið verk eftir þessi þrjú tónskáld og segir hún kímin að þetta séu í fyrsta lagi geggj- uð verk. „Verkin koma inn í líf mitt í tímaröð. Respighi-verkinu kynnist ég fyrir mörgum, mörg- um árum á Spáni. Þar kynntist ég mörgum og eignaðist rosalega góða vinkonu sem var að spila einmitt þetta verk,“ segir Erna Vala. Debussy-verkinu kynntist hún svo við allt aðrar aðstæður, tveimur árum seinna, þegar hún var smituð af berklum. „Ég var flutt aftur til Íslands út af því, til að fara í berklameðferð,“ segir Erna Vala en þá var hún við nám í Síbelíusarakademíunni í Helsinki í Finnlandi sem hún lauk vorið 2019. Seinna kom svo verk Schumann við sögu. Eins og flestir vita eru afar litlar líkur á því að smitast af berklum á okkar tímum og Erna Vala segir að einmitt þess vegna hafi það tekið lækna ansi langan tíma að finna út úr því hvað hrjáði hana. „Það dettur engum þetta í hug og það var búið að testa mig fyrir öllu, lík- legast þótti að ég væri með krabba- mein,“ segir hún. Veikindunum hafi fylgt mjög slæm lungnabólga, hún hafi verið með hita í tvo mánuði og léttist mjög mikið. Schumann og Seigla Erna Vala er 27 ára og hefur vakið athygli fyrir hæfileika sína á hljóðfærið. Hún hefur leikið víða, í Evrópu og Bandaríkjunum og unnið til verðlauna fyrir píanóleik sinn og má af þeim nefna heiðurs- orðuna Hvítu rósina frá forseta Finnlands og fyrstu verðlaun í efsta flokki EPTA-píanókeppninn- ar á Íslandi. Hún lauk M.Mus-gráðu frá Síbelíusarakademíunni og hélt þá til Los Angeles í doktorsnám í píanóleik. „Þar var ég í raun bara í eitt ár því Covid kom eftir fyrsta árið sem varð til þess að ég ákvað að fara heim og taka mér hlé frá námi. Ég er búin að vera á Íslandi síðan þá að vinna og spila en ætli ég fari ekki aftur út og klári þenn- an doktor einhvern tímann,“ segir Erna Vala. Hún er líka stofnandi og listrænn stjórnandi tónlistarhá- tíðarinnar Seiglu sem haldin er árlega í byrjun ágúst í Hörpu og stofnaði menningarfélagið Íslenska Schumannfélagið sumarið 2020 og gegnir nú stöðu formanns í því. Tveir ballettar í Tíbrá Erna Vala hefur komið fram sem einleikari með hljómsveitum, þ.á m. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og í haust vakti hún mikla athygli þegar hún kom fram sem einleikari á sjónvarpstónleikum SÍ, Klassík- inni okkar. Hún segir Schumann- félagið standa fyrir hátíðinni Seiglu og vonast til að starfsemi félagsins aukist enn frekar. „Það er stærsta verkefni félagsins en helsta markmið þess fyrir mér er að búa til eitthvað jákvætt fyrir listasam- félagið á Íslandi þannig að vonandi, með tíð og tíma, geta verkefnin orðið fleiri og stærri og stuðlað að frjósemi í menningarsamfélaginu,“ segir Erna Vala. Hún er að lokum spurð að því hvað sé næst á dagskrá. „Ég er næst að spila í Tíbrá í Salnum, dúótónleika með píanóleikaranum Romain Þór Denuit. Við ætlum að spila tvo balletta fyrir tvö píanó í glæsilegum útsetningum. Þetta er geggjað prógramm, Öskubuska eftir Prokofiev og Hnotubrjótur- inn eftir Tsjajkovskíj,“ segir Erna Vala og heyra má að hún er full eftirvæntingar. Erna Vala er með vefsíðuna ernavala.is. l ErnaVala leikur verk eftir Rsepighi, Debussy og Schumann íNorðurljósum í kvöld og lýkur þarmeðhringferð um landiðl Verk sem tengjastminningumpíanóleikarans og atburðum Innsýn í huga píanóleikarans Fyrir norðan Erna Vala hæstánægð að loknum tónleikum í Hofi á Akureyri í síðustu viku. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.