Morgunblaðið - 30.11.2022, Page 2

Morgunblaðið - 30.11.2022, Page 2
FRÉTTIR Innlent2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022 Sími 587 1717 www.sulatravel.is Stangarhyl 1 , 110 Reykjavík MIÐJARÐARHAF 12.-26. maí 2023 ALLT INNIFALIÐ Í ÖLLUM SIGLINGUM EKKI BORGA MEIRA EN ÞÚ ÞARFT Free at Sea YFIR ATLANDSHAF FRÁ NEW YORK 19. apríl til 9. maí 2023 MIÐJARÐARHAFIÐ 17.-29. nóvember 2022 RÓM OG GRÍSKA EYJAHAFIÐ 11.-23. ágúst 2023 JÓLASIGLING Í KARÍBAHAF 14.-26. desember 2023 MIÐJARÐARHAF 14.-26. maí 2023 GRÍSKA EYJAHAFIÐ FRÁ FENEYJUM 1.-14. ágúst 2023 LONDON REYKJAVÍK 3.-15. júní 2023 Gerum tilboð fyrir hópa og einstaklinga Nánar á www.sulatravel.is meðferðarstaði voru ekki tiltækar en Sjúkratryggingar segja að árið 2022 sé nokkuð hefðbundið hvað þá varðar og að ekki hafi orðið miklar breytingar á meðferðarstöðum. Sjúkratryggingar kveðast sjá stöð- ugan vöxt í umsóknum um meðferð erlendis vegna biðtíma eftir að fá slíka meðferð hér á landi. „Umtals- verð aukning hefur orðið á hverju ári og svo er einnig í ár. Þegar biðlistar innanlands lengjast má gera ráð fyrir því að fleiri sæki um meðferð erlend- is. Í áætlunum sínum gera SÍ ráð fyrir áframhaldandi verulegri aukningu í þessum málaflokki, að því gefnu að ekki verði unnið á biðlistum.“ Þá segja Sjúkratryggingar að hafa Sjúkratryggingar Íslands spá því að 328 muni sækja um á þessu ári að leita sér meðferðar erlendis vegna biðtíma eftir aðgerð á Íslandi. Í fyrra bárust 164 slíkar umsóknir. Sjúkra- tryggingar gera ráð fyrir auknum fjölda umsókna í desember og byrjun næsta árs í ýmsum aðgerðarflokkum, vegna lengri biðtíma. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga við fyr- irspurn Morgunblaðsins. Ítarleg sundurliðun fylgdi varðandi þær umsóknir sem afgreiddar hafa verið á þessu ári. Umsóknir vegna efnaskiptaaðgerða eru orðnar 128 og allar vegna ferða til Svíþjóðar. Afgreiddar hafa verið 28 umsóknir vegna liðskipta á hné ýmist í Dan- mörku, Svíþjóð, Noregi, Holllandi, Belgíu eða á Spáni. Afgreiddar umsóknir um liðskipti á mjöðm eru orðnar 30 vegna ferða til Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Þýskalands. Þá hafa verið afgreiddar 29 umsóknir vegna annarra meðferðarflokka og er mest farið vegna þeirra til Norð- urlanda, en líka Þýskalands, Belgíu, Spánar og Hollands. Mikið farið til Norðurlanda Til samanburðar fengust upp- lýsingar um afgreiddar umsóknir vegna aðgerða á árunum 2019-2021, sjá skýringarmynd. Upplýsingar um þurfi í huga að við mat á umsóknum um meðferðir erlendis vegna biðtíma sé horft til þess hvort bið sé læknis- fræðilega óásættanleg. „Stundum get- ur bið verið læknisfræðilega ásættan- leg, jafnvel þó að farið hafi verið yfir 90 daga viðmið embættis landlæknis, og þá virkjast ekki réttur til þess að leita erlendis á grundvelli biðtíma.” Algengast er að leitað sé til Norð- urlandanna í aðgerðir, þó hægt sé að leita til allra landa innan EES. Al- gengasti aðgerðarflokkurinn nú eru efnaskiptaaðgerðir (t.d. magaermi), en liðskipti koma þar á eftir, segir í svari Sjúkratrygginga. Biðtími hefur lengst Tilefni fyrirspurnarinnar var að embætti landlæknis upplýsti 2. nóv- ember að meðalbiðtími eftir algeng- um skurðaðgerðum hefði lengst frá 1. janúar til 1. september á þessu ári. Hlutfallslega fleiri höfðu beðið eftir aðgerð lengur en í 90 daga í ýmsum aðgerðarflokkum í lok þessa tímabils en í byrjun og birti embættið lista sem sýndi hvernig biðtími hafði lengst í aðgerðarflokkum. „Viðmið embættis landlæknis um ásættan- legan biðtíma kveður á um að 80% sjúklinga komist í aðgerð innan 90 daga. Þetta viðmið á ekki við þegar um er að ræða skurðaðgerðir sem metnar eru í brýnum forgangi t.d. vegna lífsógnandi sjúkdóma,“ sagði í frétt landlæknis. lStefnir í tvöfalt fleiri umsóknir í ár en í fyrralAfleiðing af lengri biðtíma eftir aðgerðum hér lEfnaskiptaaðgerðir eru algengastarlFlestir vilja fara til einhvers Norðurlandanna í aðgerð Umsóknum fjölgar umtalsvert Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjöldi umsókna ummeðferð erlendis vegna biðtíma á Íslandi 2019 til 2021 og spá fyrir 2022 Samtals 2019-2021 Heimild: Sjúkratryggingar Íslands 328 185 110 164 2019 2020 2021 2022 2019 2020 2021 2022 Efnaskiptaaðgerðir 111 75 130 Ár sl ok as páLiðskipti á mjöðm 27 16 5 Liðskipti á hné 33 9 8 Bakaðgerðir 3 Annað 14 10 18 Samtals 185 110 164 328 Efnaskiptaaðgerðir 69% Liðskipti á mjöðm 10% Liðskipti á hné 11% Bakaðgerðir 1% Annað 9% Á rs lo ka sp á „Það er ljóst að ef nefndarmenn í þingnefnd fá í hendur trúnaðarupplýsingar, þá eru þeir bundnir trúnaði og mega ekki deila þeim með öðrum,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. „Ef litið væri svo á að nefndarmenn gætu deilt trúnaðarupplýsingum með samflokksmönnum á þingi eða starfsmönnum þingflokka, þá væru ákvæði um trúnað nefndarmanna marklaus.“ Þetta segir forseti Alþingis um skýringar Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem játaði að hafa séð bankasöluskýrslu ríkisendurskoðanda degi fyrir afhendingu, en kvaðst hafa heimild nefnda- sviðs þingsins til að „deila trúnaði,“ líkt og greint var frá í blaðinu í gær. Birgir vill ekki ræða framhaldið, en sagði að málið yrði „ekki látið niður falla“. Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins, vakti máls á þessu í umræðum um störf þingsins í gærdag, sagði viðbárur Björns Levís ekki standast, bað um skýringar og kallaði eftir að botn fengist í málið. Björn Leví tók til máls í sömu umræðu, en svaraði athugasemdum Teits engu. andres@mbl.is Trúnaði í nefndum Alþingis má ekki deila með öðrum Útlit er fyrir að rekstur þjóð- kirkjunnar verði í jafnvægi á næsta ári eftir hallarekstur síðustu ár. Fjárhagsnefnd kirkjuþings skilaði nefndaráliti og þingsályktun á aukakirkju- þingi sem haldið var fyrir síðustu helgi. Fjárhagsnefndin lagði þar fram margvíslegar breytingar- og hagræðingartillögur. Fjárhags- áætlun, sem var lögð fram á októberþingi kirkjuþings, gerði ráð fyrir rekstrarhalla upp á 16.314.130 krónur 2023 en í meðförum fjárhagsnefndarinnar tókst að breyta þeirri stöðu í rekstrarafgang upp á nærri 147 þúsund krónur. „Við erum að ná jafnvægi í fjár- málum þjóðkirkjunnar. Þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem lögð er fram áætlun með því markmiði að hafa ekki halla,“ segir Einar Már Sigurðarson, formaður fjár- hagsnefndarinnar. Hann segir að samanlagður halli síðustu ára sé á annan milljarð króna og stefn- an sé að ná honum niður. Vonandi takist að hafa reksturinn á næsta ári í jafnvægi og að árið 2024 verði rekstrarafgangur. Einar bendir á að ársvelta þjóðkirkjunnar sé um fjórir milljarðar króna og því séu 16 milljónir ekki mjög há upphæð í samanburði við það. En hvernig tókst að ná hallanum niður? „Eigum við ekki bara að segja að það hafi verið tálgað víða. Þetta voru ekki neinar róttækar aðgerðir,“ segir Einar. Í nefndarálitinu kemur m.a. fram að vegna viðkvæmrar fjár- hagsstöðu sé ljóst að á árinu 2023 þurfi að nota hvert tækifæri sem skapast við starfslok til hagræð- ingar. Hvað þýðir það? „Prestsstarfið hefur verið töluvert einmenningsstarf í gegnum söguna. Nú er verið að breyta þessu mikið í teymi, þar sem prestar vinna saman í stærri sameinuðum prestaköllum. Það er eitt af því sem litið er til. Það að einhver hætti, t.d. vegna aldurs, getur skapað möguleika á sameiningu einhvers staðar, þótt það sé ekki hluti af fjárhagsáætl- uninni. Það þarf að stíga ábyrg skref til að skapa afgang,“ segir Einar. Breytingartillaga fjárhags- nefndar um að kirkjuþing 2022-2023 samþykkti að fela forsætisnefnd að kanna með hvaða hætti sóknir geti safnað frjálsum framlögum frá sóknar- börnum til að styðja við rekstur viðkomandi sóknar var sam- þykkt. Einar sagði að gildistaka laga um félög til almannaheilla hefði gert einstaklingum kleift að fá skattaívilnum vegna framlaga til almannaheillafélaga. Hver sókn þjóðkirkjunnar þarf að skrá sig á almannaheillafélagaskrá til að sóknarbörn og aðrir geti nýtt þessa skattaívilnun. gudni@mbl.is lStefnt að hallalausum rekstri 2023 Rekstur kirkjunn- ar að ná jafnvægi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kirkjuþing Mál kirkjunnar rædd. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.