Morgunblaðið - 30.11.2022, Side 4

Morgunblaðið - 30.11.2022, Side 4
FRÉTTIR Innlent4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022 Starfshópur á vegum dómsmála- ráðherra sem falið var að vinna að greiningu á póstkosningum og ör- uggri framkvæmd þeirra kemst að þeirri niðurstöðu að „verulega yrði vikið frá öryggi og kosningaleynd frá því sem áður hefur tíðkast með því að heimila póstkosningu eða atkvæða- greiðslu utan kjörfundar í stafrænni kjördeild þótt í undantekningartilvik- um væri“. Leggur starfshópurinn þó til að landskjörstjórn verði falið að skoða hvort unnt sé að vinna að því að stafræn kjördeild verði tilrauna- verkefni í forsetakosningunum 2024. Dómsmálaráðherra hefur lagt skýrslu hópsins fram áAlþingi en hún var unnin skv. ákvæði í nýju kosn- ingalögunum, þar sem fjallað er um póstkosningar íslenskra ríkisborgara erlendis í almennum kosningum, kosningaleynd og öryggi slíkra kosn- ingameðal þeirra sem hafa ekki tök á að greiða atkvæði utan kjörfundar né á kjördegi. Fram kemur að kjósandi sem greiðir atkvæði í póstkosningu gæti fengið gögnin send í bréfpósti eða sem viðhengi í tölvupósti en þá sé vandkvæðum bundið að tryggja kosningaleynd og telur starfshópur- inn m.a. að „eðlilegt væri að kjósandi undirritaði yfirlýsingu þar að lútandi í fylgibréfi með atkvæðaseðli þar sem hann staðfesti að hann hefði greitt atkvæði án þess að aðrir sæju og án utanaðkomandi áhrifa“. Einnig er bent á að ljóst sé að við framkvæmd póstkosningar sé ekki hægt að tryggja að atkvæði komi raunverulega frá þeim kjósanda sem það er merkt því að annar einstaklingur gæti komist yfir kjörgögn, fyllt þau út og sent. Hópurinn fjallar einnig um kosti og galla þess að fara þá leið að taka upp kosningar í stafrænni kjördeild þar sem kjósandi og kjörstjóri hittast á fjarfundi og kjósandinn nýtur aðstoð- ar við kosninguna. Þessi hugmynd sé byltingarkennd, hún sé tæknilega vel framkvæmanleg en margs sé að að gæta. Leggur hópurinn til að hug- að verði vel að útfærslu á stafrænni kjördeild í undantekningartilvikum en stíga þurfi varlega til jarðar. lÚttekt á öryggi og leynd póstkosninga utan kjörfunda Skoða mætti möguleika á stafrænni kjördeild Fyrsta húsið er tekið að rísa í Gróttubyggð á Seltjarnarnesi Svakaleg- ur áhugi á hverfinu „Ég hef nú oft verið í eftirsótt- um verkefnum en engu eins og þessu. Það er svakalegur áhugi á þessu hverfi. Sem er svo sem ekki skrítið enda er ekki mikið um nýbyggingar á Nesinu og þetta er frábær staður,“ segir Gylfi Gísla- son, framkvæmdastjóri Jáverks, sem byggir nú í Gróttuhverfi vestast á Seltjarnarnesi. Fyrsta húsið er tekið að rísa í þessu nýja hverfi þar sem um 170 íbúðaeiningar munu verða. Jáverk mun byggja tvö fjölbýl- ishús með 24-26 íbúðum og þrjú fjórbýlishús. „Við erum núna að byrja á fyrra fjölbýlinu og það mun taka um það bil tíu mánuði að steypa upp. Fyrstu íbúðirnar fara því í sölu eftir rúmt ár, eða í upphafi árs 2024,“ segir Gylfi. Gróttubyggð er skammt frá hinu vinsæla útivistarsvæði við Gróttu. Þar eru fjölfarnar göngu- og hjólaleiðir og vinsæll útsýnisstaður. Fyrir skemmstu var veitingastaðurinn Ráðagerði opnaður í nágrenninu. hdm@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Fulltrúar Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV), Starfsgreina- sambandsins (SGS), VR og Samtaka atvinnulífsins (SA) sátu á fundi í Karphúsinu hjá ríkissáttasemjara fram á ellefta tímann í gærkvöldi, en fundurinn hófst klukkan tíu í gær- morgun. Ráðgert var að honum lyki klukkan sex síðdegis en svo varð ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að fundi lokn- um að fundað hefði verið stíft áður en hlé var gert á viðræðum í lok dags. Sagði hann þær myndu halda áfram í dag en varðist allra fregna af gangi þeirra. Fara fram á krónutöluhækkun Samninganefnd Eflingar sam- þykkti Í gær að gera SA tilboð um kjarasamning til rúmlega árs. Þar var farið fram á 56.700 króna flata krónutöluhækkun á öll laun og 15.000 króna framfærsluuppbót til viðbótar. Einnig var gerð krafa um það að þess- ar hækkanir kæmu til framkvæmda afturvirkt frá 1. nóvember síðast- liðnum og að samningur gilti til loka janúar 2024. Efling gagnrýndi einnig hin stéttar- félögin og sagði þau hafa gert mistök með því að fallast á aðferðafræði pró- sentuhækkana í viðræðum við SA. Það leiði til þess að laun hátekjuhópa hækki meira en laun láglaunafólks. VR sleit samningaviðræðum sínum við SA á fimmtudaginn, en þau höfðu átt í viðræðum um skammtíma- samning til loka árs 2023. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði ástæðuna fyrir viðræðuslitunum vera stýrivaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra sem sagð- ist styðja ákvörðun Seðlabankans. lFulltrúar LÍV, SGS, VR og SA funduðumeð ríkissáttasemjara fram á ellefta tímann í gærkvöldilÁtti að ljúka klukkan 18lEfling lagði til drög að kjarasamningi þar sem farið er fram á krónutöluhækkanir Þrettán stunda fundur í Karphúsinu Logi Sigurðarson logis@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Kjarasamningar Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar og framkvæmdastjóri SA mættu á fund ríkissáttasemjara klukkan 10 í gærmorgun. Morgunblaðið/Eggert Kaffi Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri SA, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, slógu á létta strengi yfir kaffinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.