Morgunblaðið - 30.11.2022, Page 12

Morgunblaðið - 30.11.2022, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022 12 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Pistill Lífskjörað láni R íkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur mistekist að takast á við eina stærstu áskorunina sem hún stendur frammi fyrir. Vaxtakostnaður ríkissjóðs hefur aukist hratt á síðustu árum, vegna hallareksturs og skulda- söfnunar ríkisstjórnarinnar, og við erum minnt á veruleikann sem fylgir hávaxtaum- hverfinu á Íslandi. Minnt á þann blákalda veruleika að þetta séríslenska hávaxtaum- hverfi gleypir fjármuni sem við hljótum öll að vera sammála um að væri betur fyrir komið annars staðar. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt hér á landi er hlutfall vaxtagjalda af vergri landsfram- leiðslu umtalsvert hærra hér en í nágranna- ríkjunum. Vaxtagjöldin eru þannig fimm til sex sinnum hærri en á hinum Norðurlöndunum. Og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eru vaxta- gjöld okkar líka hærri en vaxtagjöld landa sem eru töluvert skuldsettari en Ísland. Íslensku vaxtagjöldin eru meira að segja hærri en hjá þjóðum sem skulda tvöfalt meira en Ísland. Þessa þungu staðreynd mega þau sérstaklega hafa í huga, sem vilja auka enn frekar á skuldsetningu íslenska ríkisins af því að skulda- hlutfall ríkissjóðs þoli það. Það sem við þolum ekki er langvarandi ástand þar sem vaxtagjöld eru þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs, eins og nú er. Á síðustu 4-5 árum hafa vaxtagjöld ríkissjóðs aukist um u.þ.b. 40-50 milljarða króna. Á næsta ári er gert ráð fyrir að vaxtagjöldin verði 95 milljarðar króna. Ef við setjum þessa 95 milljarða í samhengi við aðra útgjaldaflokka þá er þetta litlu minna en allt framhaldsskóla- og háskólastigið fær í fjárlögum næsta árs og meira en framlög til samgöngumála og heilsugæslu til samans. Það þarf ekki sérstaklega virkt ímyndunarafl til að sjá hvað það skiptir miklu máli að lækka þessa upphæð verulega. Hvað væri ekki hægt að gera fyrir þá fjármuni? Heilbrigðiskerfið okkar myndi alla vega ekki hafna innspýt- ingunni. Langtímavextir á evrusvæðinu eru um helmingur af langtímavöxtum hér á landi. Ef gjaldmiðillinn okkar byði upp á sam- bærilega vexti myndi það spara okkur sömu fjárhæð og nemur aukningu vaxta- gjaldanna síðustu 5 ár, eða um 40-50 milljarða. Sú fjárhæð samsvarar til dæmis framlögum okkar til Sjúkratrygginga Íslands á næsta ári. Fjárhæðin gæti tryggt samninga við sjálfstætt starfandi sálfræðinga og lækna og áfram mætti telja. Ef vaxtagjöld ríkissjóðs væru ekki þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eins og í dag værum við í mun betri færum til að tryggja sjálfbæra velferð samhliða ábyrgri efnahagsstjórn í stað þess að taka lífskjörin að láni og senda komandi kynslóðum reikninginn. HannaKatrín Friðriksson Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. hannakatrin@althingi.is Á faraldsfæti Reykjavíkur- borg sendi ekki færri en 20 starfsmenn sína á innkauparáð- stefnu í Kaup- mannahöfn í liðinni viku. Þetta er vel í lagt, jafnvel þegar tekið er mið af því hver starfsmannafjöldi borgarinn- ar er orðinn, og borgarfulltrú- ar mættu að ósekju velta því fyrir sér hvort ekki sé mögu- legt að spara í mannahaldi og ferðalögum. Ekki er þó við miklum stuðningi að búast frá borg- arstjóra í þeim efnum því að hann hefur verið mikið á flugi að undanförnu og ekki aðeins í þágu loftslagsins. Borgarstjóri brá sér meðal annars til Barcelona og Amsterdam í liðnum mánuði og í þessum mánuði til Kaupmannahafnar og Parísar. Til Kaupmannahafn- ar átti hann brýnt erindi, og ekki einn, á ráðstefnu WHO European Healthy Cities, og til Parísar fór hann í enn brýnni erindagjörðum vegna Champion Mayors Initiative um hagvöxt fyrir alla. Í París átti borgarstjóri fund með kollega sínum og hafa þau getað borið saman bækur sínar um skuldasöfnun og almenna rekstraróreiðu höfuðborga. Borgarstjóri og aðrir borgarstarfsmenn fara víða} Aukin tortryggni K ína mætir vaxandi tortryggni víða um heim og hefur unnið fyrir þeirri tortryggni. Þetta birtist meðal annars í því sem tilkynnt var í gær í Bretlandi, að kínverskt kjarn- orkufyrirtæki fengi ekki að vera þátttakandi í kjarnorku- veri sem ætlunin er að reisa í Suffolk. Bresk stjórnvöld ákváðu að kaupa kínverska fyrirtækið út úr verkefninu og kom tilkynning þar um í fram- haldi af því að Rishi Sunak forsætisráðherra lýsti því yfir að „gullnu tímabili“ í sam- skiptum Kína og Bretlands væri lokið, en stjórn Davids Camerons sagði árið 2015 að slíkt tímabil væri runnið upp. Frá þeim tíma hefur margt gerst og þó að enn sé sami forseti í Kína og þá, Xi Jinping, þá hafa viðhorfin breyst mikið. Og raunar er sú staðreynd að enn er sami forseti þar í landi, þvert á hefðir og fyrri reglur, hluti af þeim áhyggjum sem önnur ríki hafa af þróuninni í Kína. Xi Jinping hefur hert mjög tökin innanlands og virðist nú nánast einráður, auk þess sem tónninn gagnvart öðrum ríkjum hefur einnig harðnað mjög, og er þá ekki aðeins horft til Taívans. En afstaðan til Xi Jinping og stjórnar Kínverska komm- únistaflokksins hefur einnig breyst innanlands í Kína eins og glöggt má sjá á þeim mót- mælum sem þar hafa verið að undanförnu. Kínversk stjórnvöld hindra fjölmiðla sem mest þau mega í umfjöll- un um mótmælin og handtóku til að mynda fréttamann BBC sem reyndi að flytja fréttir af ástandinu. Slíkar hindranir valda erfiðleikum við að meta nákvæmlega umfang mótmælanna. Þó er ljóst að mótmælin eru mikil og víða um landið og hefur helst verið líkt við mótmælin á Torgi hins himneska friðar fyrir rúmum þremur áratug- um, en þau voru barin niður af miklu miskunnarleysi. Mótmælin nú snúast um yfirgengilegar aðgerðir kínverskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar, þar sem útgöngubanni og lokunum er ítrekað beitt með hörmuleg- um afleiðingum, bæði fyrir líf fólks á einstökum svæðum og efnahagslíf í Kína í heild. Þetta síðarnefnda hefur orðið til þess að fleiri finna fyrir aðgerðunum, sem ýtir undir óánægjuna. Mótmælin snúast þó um fleira, sem sést á því að þau beinast að skorti á tjáningar- frelsi, auk þess sem sumir mótmælendur hafa vogað sér að krefjast afsagnar Xi Jinping, sem telst afar langt gengið þar í landi. Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort mótmælin nú geti ógnað stöðu forsetans eða Kommúnista- flokksins. Það er ólíklegt sem stendur, en þau staðfesta hins vegar að almenningur í Kína hefur breyst. Hann er betur upplýstur en áður og ber sig saman við lífskjör erlendis, enda margir Kínverjar orðnir vel eða þokkalega efnum búnir. Mótmælin geta þess vegna, þó að þau hreyfi ekki við stjórnvöldum um sinn, verið vísbending um það sem koma skal. Kínastjórn er síður treyst en áður, inn- anlands sem utan} S tarfshópur um öryggi siglinga telur að ráðast þurfi í mótvægisaðgerðir til að tryggja öryggi siglinga í fjörðum þar sem gert er ráð fyrir sjókvíaeldi og annarri staðbundinni nýtingu á svæðum sem þrengja að siglingaleiðum. Aðgerðirnar lúta meðal annars að betri merkingum og færslu festinga sjókvía. Unnið hefur verið að gerð strand- svæðaskipulags fyrir Vestfirði og Austfirði á undanförnum árum. Þessi svæði voru tekin fyrst fyrir vegna mikil sjóeldis og hugsanlegra árekstra við aðra nýtingu fjarð- anna. Samgöngustofa, Vegagerðin og Landhelgisgæsla Íslands gerðu sérstaklar athugasemdir við afmörkun siglingaleiða. Landhelgis- gæslan taldi að öryggi siglinga væri ekki nægjanlega tryggt með þeim tillögum sem fram kæmu í svæðis- skipulaginu. Samgöngustofa benti á að ásókn í notkun strandsvæða færi vaxandi og umferð stórra skipa til hafna landsins. Óhjákvæmilegt væri að hagsmunir rækjust á, jafnvel svo að siglingaöryggi væri ógnað. Í síðari umsögn Samgöngu- stofu, sem unnin var í samráði við Vegagerðina sem fer með vitamál, er vakin athygli á því að sigling í hvítum ljósgeirum vita eigi að vera hindrunarlaus og örugg. Í tillögum að strandsvæðaskipulagi hafi sum eldissvæðin verið merkt í slíkum ljósgeirum. Önnur hafi verið merkt ofan í hefðbundnar almennar sigl- ingaleiðir. Nefnd eru allmörg dæmi um þetta. Gripið til mótvægisaðgerða Eftir fund sem fulltrúar Sam- göngustofu og Vegagerðarinnar áttu með embættismönnum í innviðaráðuneytinu var ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum stofnananna og Skipulagsstofn- unar til að bregðast við þessum ábendingum. Starfshópurinn hefur nú skilað tillögum. Ábendingar hópsins eru af tvennum toga. Í fyrsta lagi eru lagðar til mótvægisaðgerðir. Á það við um svæði þar sem leyfi fyrir fiskeldi hafa verið veitt eða eru í umsóknarferli. Lúta þær einkum að breyttu fyrirkomulagi merkinga, svo sem breytingum á hvítum ljósgeira og viðbótarlýsingu og merkingum við svæði, ákvæði um lágmarksdýpi festinga og fleira. Einnig eru gerðar tillögur um að skerpa á ákvæðum skipulagstillagn- anna um fyrirkomulag búnaðar vegna fiskeldis til að tryggja sigl- ingaöryggi. Starfshópurinn telur í flestum til- vikum mögulegt að tryggja siglinga- öryggi með breyttum merkingum. Það geti til dæmis þýtt þrengingu hvíts ljósgeira á vissum stöðum, endurnýjun á stefnuvita eða viðbætur á yfirborðsmerkingum til þess að beina sjófarendum um ör- uggan farveg og frá hindrunum, líkt og kvíastæðum. Einnig er komið fram með ábendingar um að auka ljósmagn vita í vissum tilvikum, þar sem kvíar eru í hættugeirum vita en kvíasvæði hafi verið lýst upp í áður afskekktum og ljóslausum fjörðum. Í fiskeldislögum segir að ekki megi sigla nær sjóeldisstöðvum en 50 metrum. Vitnað er til ákvæða alþjóðasamnings um öryggi manns- lífa á hafinu. Starfshópurinn bendir á að fiskeldi skal vera í að minnsta kosti 50 metra fjarlægð frá ljósgeira vita. Botnfestingar eldiskvía skulu vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan hvíts vitageira. Leggur starfshópurinn til að í framtíðinni verði ekki gefin út frek- ari leyfi fyrir eldi í hvítum ljósgeira og öryggi siglinga látið hafa þar forgang. Merkingum við eldis- svæði verði breytt Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Viti Lagt er til að öryggi sjófarenda hafi forgang yfir nýja atvinnustarf- semi við gerð strandsvæðaskipulags fyrir Austfirði og Vestfirði. ATHUGASEMDIR Eldissvæði á siglingaleið Vegagerðin og Samgöngustofa gera ítarlegar athugsemdir við tillögur strandsvæðaskipulags í öllum fjörðum Vestfjarða og Austfjarða. Fjöldi umsókna er um eldissvæði á Ísafjarðar- svæði og eru mörg þeirra í hvítum ljósgeira frá vitum eða á hefðbundnum siglingaleiðum. Umsókn Arnarlax um eldissvæði við Óshlíð er í hvítum ljósgeira frá vitanum á Arnarnesi og þar hefur siglingaleið verið sveigð frá landi, frá viðtekinni leið. Starfshópurinn leggur til að fyrirkomulagi verið breytt. Eldissvæði Háafells og umsókn Arctic Sea Fish eru á hefðbund- inni siglingaleið sem hefur verið skipulögð fjær landi. Lagt er til að svæðinu verði skipt upp til að hleypa hvítum geira í gegn. Starfshópurinn telur hugsan- legt að bæta við merkingum á svæði Háafells og skoða fleiri breytingar. Einnig er talið mögulegt að setja nýjan vita á Kampsnes til að stýra sigling- um meðfram svæðinu. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.