Morgunblaðið - 30.11.2022, Qupperneq 14
14
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022
Vorum að fá nýjar vörur www.rumfot.is
Nýbýlavegur 28 - sími 565 1025 - rumfot@rumfot.is - Opið frá 12-17.30 alla virka daga og 11-15 laugardaga
Landsins mesta úrval af hágæða rúmfötum. Einnig sængur og koddar. 300tc - 600tc - 900tc - 1400tc
Hinn 3. nóvember sl.
hélt Sinfóníuhljómsveit
Íslands frábæra tón-
leika til heiðurs og
minningar um Bohdan
Wodiczko sem var
hljómsveitarstjóri og
aðgerðasinni og var
virkur í íslensku tón-
listarlífi á sjöunda og
áttunda áratugnum.
Þessi fjölhæfi atorku-
maður færði báðum
þjóðum hina gleymdu tónlist 20.
aldar en sú tónlist átti að hans mati
að hafa haft áhrif á hlustendur,
ekki einungis á fagurfræðilegan
hátt heldur einnig siðfræðilegan.
Tilgangur með þeirri tónlist var að
virkja áhorfendur og gera það að
verkum að sífellt fleiri gengju inn í
þann hóp fegurðar og þar með
breyttu sínu lífi. Við skulum rifja
upp nokkrar staðreyndir úr við-
burðaríkri ævi hans.
„Ég tel þörf á að gefa áheyrend-
um tónlist sem kemur nær hug-
arfari nútímamann-
eskju og jafnframt
þörf á að minna
pólska áheyrendur á
afrek tónlistartímabils
okkar,“ sagði lista-
maðurinn.
Bohdan fæddist 5.
júlí 1911 í Varsjá og
lést 12. maí 1985 í
sömu borg. Hann var
af tékkneskum ættum.
Fjölskylda hans var
búsett í litla bænum
Wołomin, rétt hjá
Varsjá, þar sem nú er staðsett lítið
safn Wodiczko-fjölskyldunnar.
Hinn tékkneski þáttur í lista-
persónu Bohdans Wodiczkos kemur
til sögunnar vegna háskólanáms
sem hann stundaði í Tónlistarhá-
skólanum í Prag (1932-1935) en
nánar tiltekið vegna tónsmíða hjá
Jaroslav Kricki, nemanda Nikolajs
Rimskij-Korsakovs, og tónlistar-
stjórnar hjá Metod Doleil. En það
sem hefur mest áhrif á hann er
þátttaka hans í alhliða námskeiði
hjá einum mest framúrskarandi
hljómsveitarstjóra 20. aldar – Vac-
láv Talich. Í Prag – borg með áber-
andi framúrstefnu – kynnist Bohd-
an Wodiczko hinni þýsku tónlistar-
stefnu eftir tíma Wagners ásamt
expressjónisma, hinni frönsku og
þýsku nýklassík og einnig hinni
nýju tékknesku og rússnesku tón-
list (hinni vélrænu tónlist og líf-
hyggju), örtónlist og tónlist sem
innblásin er af djassi og íþróttum.
Hér fæst hann einnig við módern-
íska tónleiklist sem mun síðar
skipta sköpum varðandi hugmynda-
fræði hans fram undan (með því að
fylgjast með starfsemi Otakars
Ostrcils, óperustjóra í Þjóðleikhús-
inu Narodni Divadlo). Á árunum
1936-1939 heldur hann áfram í há-
skólanámi í Þjóðartónlistarháskól-
anum í Varsjá, þ.á m. í hljómsveit-
arstjórn hjá Walerian Bierdiajew
sem nýtur mikillar virðingar og
hefur haft áhrif á þróun allmargra
pólskra framúrskarandi hljómsveit-
arstjóra. Í júní 1939 kemur hann
fram á tónleikum kandídata tónlist-
arháskólans á sviði Pólsku þjóðar-
fílharmóníunnar í Varsjá og stjórn-
ar fyrsta og níunda kafla sinfóníu
eftir Beethoven.
Á árum þýska hernámsins er
Bohdan Wodiczko neyddur til að
leika dægurtónlist (sem fiðlu-,
píanó- og harmónikuleikari) á veit-
inga- og skemmtistaðnum Adria í
Varsjá sem eru heimkynni rjóma
listasamfélagsins í Póllandi, en nú
„nur für Deutsche“ – bara fyrir
Þjóðverja. Jafnframt verndar hann
eiginkonu sína sem er af gyðinga-
ættum. Í september 1944 er hann
handtekinn í skyndiárás í útjaðri
Varsjár, fluttur út í vinnubúðir í
Stutthofie og síðar í Pennemünde
til nauðungarvinnu við framleiðslu
V-2-eldflauga.
Árið 1945 snýr Bohdan aftur til
Póllands og þar nær hann að fóta
sig ásamt fjölskyldu sinni. Þegar
hann er nýkominn aftur tekur hann
við starfi aðalhljómsveitarstjóra ný-
stofnaðrar Eystrasaltsfílharmóníu í
Gdansk, Gdyniu og Sopot. Hér stíg-
ur hann sín fyrstu skref í átt að
umbótum í nútímatónlist en hann
kynnir hlustendum marga tónlistar-
dýrgripi 20. aldar. En mikil tíma-
mót í ævi hans eiga sér stað þegar
hann tekur við starfi forstjóra
Krakárfílharmóníunnar (1951-1955).
Gagnrýnendur skilgreina þetta
tímabil sem „stefnu að hinni nýju
pólsku tónlist“ en umrætt tímabil
nær yfir hið djúpa myrkur Stalíns-
tímans. Fram að dögun myndast
biðraðir eftir aðgangsmiðum á tón-
leika með tónverk eftir Debussy,
Ravel, Scriabin, de Falla, Janacek,
Martinu, Kodaly, Bartók, Honegger
og Messiaën ásamt hinni pólsku nú-
tímatónlist sem er oft og tíðum
bönnuð af hálfu yfirvalda.
Tímabil hljómsveitarstjórans í
Pólsku þjóðarfílharmóníunni í
Varsjá (1955-1958) og jafnframt
hinn frægi ágreiningur við eig-
inlegan stofnanda fílharmóníunnar,
Witold Rowicki, byrjaði á þeirri
kærulausu spurningu „gætir þú
ekki stofnað fílharmóníu í Varsjá?“
sem menningar- og listaráðherra
beindi í símtali til Bohdans Wodicz-
kos. Þjóðarfílharmónían hafði fyrir
liðlega tíu dögum einmitt verið vígð
í sinni nýju veglegu byggingu eftir
tíu ára viðleitni af hálfu Rowickis.
Frammistaða hljómsveitarinnar
sem lék undir í Chopin-keppninni
fyrir unga tónlistarmenn var því
miður ekki ásættanleg og því kvart-
aði Arturo Benedetti-Michelangeli,
sem hafði komið fram í keppninni,
undan henni við ráðherrann. Witold
Rowicki var tafarlaust sagt upp
störfum og í hans stöðu var ráðinn
Wodiczko sem tók strax til hend-
inni. Hann yngdi upp í hljómsveit-
inni og kórnum og lyfti þeim á
hærra plan. Nú á þröskuldi „póli-
tískrar þíðu“ sem Pólverjar höfðu
lengi beðið eftir kaus hann fremur
nútímaverk á efnisskrá (því til
stuðnings var þátttaka hljómsveit-
arstjóra í hátíðlegri athöfn þegar
fyrsta alþjóðakeppni í nútímatónlist
var hafin en sú keppni bar heitið
Varsjárhaustið). Hlustendur í
Varsjá hlýddu á hrífandi flutning
fjölda tónverka í tónlistarstíl 20.
Bohdan Wodiczko –
hljómsveitarstjóri nútímans
Michal Klubinski
Michal Klubinski
» Það sem einkennir
þennan markverða
listamann í pólsku og ís-
lensku tónlistarlífi eru
nútímahugmyndafræði,
trú á ungmennum,
sannfæring um að hin
móderníska tónlist hafi
sérstök áhrif með sið-
ferðilegum hætti á sam-
félagið, virkni aðferða,
ástríða og hugsjón.
Morgunblaðið/Kristján Magnússon
Hljómsveitarstjórinn Bohdan Wodiczko mundar tónsprotann á æfingu
með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói.