Morgunblaðið - 30.11.2022, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 30.11.2022, Qupperneq 15
aldar sem höfðu ekki fengist flutt hingað til en um er að ræða tón- verk eftir Respighi, Enescu, Jana- cek, Stravinsky, Bartók, Kodaly, Berg, Milhaud, Jolivet, Honegger, Roussel, Hindemith, Orff, Blacher, Britten, Barber, Martin, Martinu, Petrassi, Liebermann, Prokofiev, Shostakovich, Khachaturian og Gershwin. Árið 1958 var Bohdan Wodiczko því miður sagt upp störf- um vegna pólitísks ráðabruggs af hálfu andstæðings hans, Witolds Rowickis, ásamt nýjum menning- arráðherra. Árið 1961 þáði hljómsveitarstjór- inn tilboð sem fólst í því að móta stefnu Varsjáróperunnar sem hafði verið í endurmótunarferli síðan 1950. Hér innleiddi hann stefnu módernísks tónleikahúss og bauð upp á frumsýningu á merkum tón- verkum sem pólskir tónlistarmenn léku eftir Stravinsky, Hindemith, Non, Bartók og Dallapiccola. Vegna óhagstæðra pólitískra aðstæðna var hljómsveitarstjórinn neyddur til að segja upp störfum rétt áður en óp- eruhúsið var vígt eftir að það var endurbyggt árið 1965. Hann kvaddi með þessu móti óperuhúsið sem hann hafði lyft sjálfur og komið á hærra plan. Það sem þótti ráð við þessu upp- námi vegna fíaskós sem fólst í því að hugmyndir hans runnu út í sandinn var boð frá Íslandi í tví- gang, fyrst árið 1960 til að stjórna tónleikum í Reykjavík vegna árs Chopins (íslensk yfirvöld höfðu leit- að pólsks hljómsveitarstjóra) og síðan til að taka við stöðu fyrsta hljómsveitarstjóra Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Kalda eyjan varð að þeim stað þar sem Bohdan Wo- diczko gat fylgt sinni jákvæðu út- ópíu, þ.e.a.s. hann gat fylgt öllum sínum hugmyndum í afar hag- stæðum stjórnmála- og félagsað- stæðum. Vegna þess að Wodiczko hélt sig frá stórborgum einkenndist list hans af smábæjarmenningu og þjóðmenningu nátengdri nátt- úrunni. Í þeirri menningu þróaðist „innsti kjarni“ tónlistar hans sem uppfyllti skýrar væntingar þrosk- aðrar borgarastéttar með nútíma- og módernískri tónlist. Hljómsveit- arstjórinn starfaði fyrst hjá Sinfón- íuhljómsveit Reykjavíkur (sem var uppruni Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands) sem listastjóri og aðal- hljómsveitarstjóri en seinna meir starfaði hann einnig hjá Sinfón- íuhljómsveit Ríkisútvarpsins sem hljómsveitarstjóri. Brot úr bréfi hans til vinar síns, Romans Pales- ters, sem var pólskt tónskáld bú- sett erlendis, segir til um sérstakt andrúmsloft í starfi hans á Íslandi: „Fólkið hér er mjög almennilegt og óvenjulega áreiðanlegt. Ég á erfitt með að skilja það en einhverra hluta vegna nær fólkið að byggja upp velferðarsamfélag á Íslandi og jafnvel gerir sitt besta til að lyfta tónlistarmenningu á nýtt stig með mikilli þjóðerniskennd þó að það sé fremur mikið af hljóðfæratónlist hér, en lítið af söngtónlist.“ Á þess- ari „köldu eyju“ kom Bohdan Wo- diczko alhliða þróun af stað á Sin- fóníuhljómsveit Reykjavíkur, kynnti íslenskum hlustendum stór tónverk 20. aldar (Debussy, Ravel, Stravinsky, Martinu, Hindemith, Orff) sem og pólska tónlist 19. og 20. aldar (Chopin, Moniuszko, Karlowicz, Szymanowski, Lutos- lawski) og gerði upptökur af mörg- um tónverkum eftir frumhugmynd tónskálda með það að leiðarljósi að kynna sögu íslenskrar tónlistar á 20. öld. Einnig skipulagði hann tón- leika fyrir börn, POP-sunnudags- tónleika þar sem hann kynnti dæg- urtónlist og aðra tónleika í sumartónleikaferðum sinfón- íuhljómsveitarinnar um allt Ísland. Hann átti frumkvæði og studdi við tónsmíð sem skilaði mörgum frá- bærum íslenskum tónverkum á 20. öld, þ.á m. eftir Þorkel Sigurbjörns- son, Jón Nordal og Atla Heimi Sveinsson. Hann kom á fót bygg- ingu nýs tónleikahúss og skipulagði tónleika með pólskri kammertón- list. Þegar Bohdan Wodiczko starf- aði á Íslandi fékk hann einnig færi á samstarfi við margar hljómsveitir frá öðrum Norðurlandaþjóðum en það skilaði frábæru verkefni sem fólst í að skipuleggja Íslenska tón- listarhátíð (1970-1971). Bohdan Wo- diczko sneri aftur til Reykjavíkur eitt sinn enn árið 1974 þegar hann var beðinn að undirbúa tónlist í Þjóðleikhúsinu fyrir Carmen eftir Bizet undir stjórn Jóns Sigur- björnssonar. Það sem einkennir þennan mark- verða listamann í pólsku og ís- lensku tónlistarlífi eru nútímahug- myndafræði, trú á ungmennum, sannfæring um að hin móderníska tónlist hafi sérstök áhrif með sið- ferðilegum hætti á samfélagið, virkni aðferða, ástríða og hugsjón eins og Prómeþeifs. Höfundur starfar hjá Tónvís- indastofnun Háskóla Varsjár. UMRÆÐAN 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 kynningardagar 30. nóvember - 2. desember VIÐ KYNNUM: Nýja farðann Parure Gold frá Guerlain! Farðinn er mattur, „transfer proof“ og endist í allt að 24 klst. Hann inniheldur „white peony“ og 24k gull sem tryggir að farðinn sé rakagefandi og viðheldur unglegum ljóma. Nýju jólalitina 2022. ABEILLE ROYAL „YOUTH IN BALM“ nýja 24 stunda kremið. 20% kynningarafsláttur Verið velkomin Fallegur kaupauki fylgir með ef verslað eru tvær vörur, þar af eitt krem. STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Jenny Bowden Ph.D CNS segir í bókinni Healthiest Food on Earth (2006) að sannnleikurinn sé raunar sá að ekkert fullkomið mataræði fyrirfinnist fyrir mannskepnuna. Og um matarkúra: „Því meiri jurtafæða, því betra.“ Öll jurtafæða sé stútfull af andox- unarefnum. Oxun orkufæðunnar með súrefni, sem er prótín, glýseríðfita og sykr- ur og meltingarhvatarnir brjóta niður í glúkósa og fitusýrur svo hvatberarnir ráði við að gera orku- miðilinn ATP, sem síðan rekur mestalla líkamsstarfsemina, er ekki hnökralaus. Orkan er bundin í efnatengjunum en hjá lífrænum efnum fæðunnar eru tvær aðalleiðir með skiptingu rafeindanna tveggja sem mynda efnatengið við leysingu þess. Losun eins tengis með tvær rafeindir myndar tvö myndefni sem getur átt sér stað á tvo vegu: Lendi sín rafeindin á hvoru mynd- efninu eru yfirleitt komin óþurft- arefni sem eru óstöðug, gífurlega hvarfgjörn og með örstuttan líf- tíma. Þessi efni koma af stað keðjuhvörfum við að ná til sín aukarafeind og mynda hlutlaus var- anleg efni. Keðjuhvörfin skemma DNA, RNA, lífhvata, frumuhimnur og fleira í frumunum en alvarlegast er þetta fyrir hvatberana, sem eru mismargir í öllum frumum og við- kvæmastir. Séu skemmdir á þeim miklar eyðast þeir. Það sem getur stöðvað þessi keðjuhvörf eru andoxunarefni. Þau bindast þessu hvarfgjarna efni og til verður hlutlaust efni sem þarf að koma í lóg. Þekktir eru elliblett- ir (lipofuscin) sem myndast í öllum líffærum en sjást best í andliti er þeir renna fleiri saman er húð- frumurnar deyja. Hin aðalleysing lífrænnar efnatengingar er sú hefð- bundna meltingarinnar og myndast þá af einu hvarfefni tvö myndefni sem eru hlaðnar jónir; önnur jónin fær báðar rafeindirnar og er því með neikvæða hleðslu en hin verð- ur jákvæð. Flest hvörf líkam- ans eru milli jóna í vatnsfasa. Það sem kemur fyrri óhagstæð- ari leysingu efnateng- isins af stað gæti verið ýmiss konar geislun, mengunarvaldar eins og úr andrúmsloftinu og þá ýmis peroxíð og fleira. Það er því auð- skilið að gróðurinn, sem er mjög ber- skjaldaður, myndi urmul andoxunarefna til að hamla gegn keðjuhvörfunum. Hjá okkur eru aðalandoxunar- efnin úr fæðunni sem draga úr þessari óheillamyndun keðjuhvarfa A-, C- og E-vítamín, hormónið melatónín, glútaþíon, steinefnin Mg og selen auk beta-karótíns sem myndar jurta-A-vítamínið. Vandinn er að hafa nægt magn af þessum andoxunarefnum í kroppnum og er víst varla unnt lengur án hjálpar bætiefna. Öll þessi efni hafa líka aðra margháttaða starfsemi og er C-vítamínið líklega mikilvægast. Nái keðjuhvörfin að tengjast saman í stórar sameindir sem síðan komast ekki út úr frumunni en smáfylla frymið og hefta þannig starfsemi frumunnar veldur það að lokum ýmsum kvillum. Minni sam- eindum myndefna keðjuhvarfanna skolar líkaminn út. Alvarlegastar eru skemmdir á hvatberunum því án þeirra getum við ekki lifað. Allt veldur þetta því að við eldumst mishratt hver og einn eftir eigin líkamsstarfsemi eða matarvenjum og umhverfisáhrifum. Í bók eftir öldrunarsérfræðing- ana Katz og Goldman, Stopping the Clock (1996), segir af rann- sóknum á tíæringjum sem hafi sýnt að þeir hafi borðað lítið prótín en meira jurtafæði. Vitað er að minna er af andoxunarefnum í kjöti en jurtamat svo þetta gæti verið hag- stætt. Auðsætt er, þótt margt sé enn óljóst varðandi áhrif vaxandi mengunar og geislunar á líkamsstarfsemina, að þörfin er vaxandi fyrir andoxunarefni til að hlífa frumunum og svo sjálfum orkustöðvunum, sem eru hvatbera- frumurnar innan frumnanna. Það gæti hamlað ellinni og ýmsum sjúkdómum. Hvatberarnir eru einna flestir í hjartavöðvunum, lifur og heila og uppsafnaðar skemmdir og eyðing hvatberanna hafa sín langtímaáhrif. Um andoxunarefni Pálmi Stefánsson » Lífsspursmál er að koma sem mest í veg fyrir keðjuhvörf sem myndast af efnum sem hafa eina fría rafeind og valda skemmdum í frumum og hvatbera- frumum. Pálmi Stefánsson Höfundur er efnaverkfræðingur. spalmi@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.