Morgunblaðið - 30.11.2022, Page 22

Morgunblaðið - 30.11.2022, Page 22
ÍÞRÓTTIR22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022 Óðinn hetja Kadetten ÓðinnÞórRíkarðsson var hetja svissneska liðsinsKadetten er það lagði Benfica frá Portúgal að velli í A-riðli Evrópudeildar karla í hand- bolta í gærkvöldi, 26:25. Óðinn skor- aði sigurmarkKadetten úr víti, eftir að leiktíminn rann út. Óðinn, sem hefur leikið afar velmeðKadetten eftir að hann jafnaði sig ámeiðslum, skoraði þrjúmörk í leiknum.Aðal- steinnEyjólfsson þjálfarKadetten. Liðið er í þriðja sæti A-riðilsmeð sex stig, tveimur stigumá eftir franska liðinuMontpellier. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hetjan Óðinn Þór Ríkharðsson var hetja Kadetten í sætum sigri í gær. Lausir úr varð- haldi í Íran Tveir fyrrverandi landsliðsmenn Írans í knattspyrnu voru látnir lausir úr varðhaldi í Teheran í gær. Voria Ghafouri, 35 ára leik- maður Esteghlal í Teheran, var handtekinn í síðustu viku, sakað- ur um að skemma ímynd íranska landsliðsins og dreifa áróðri gegn ríkinu. Parviz Boroumand, fyrrverandi landsliðsmarkvörð- ur, var handtekinn fyrir tveimur vikum þegar hann tók þátt í mót- mælagöngu í Teheran. Þeir hafa nú verið látnir lausir. AFP LausVoria Ghafouri er laus úr haldi í Íran eftir handtöku. KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Garðabær: Stjarnan – Ármann ............. 19.15 Stykkishólmur: Snæfell – Tindastóll .... 19.15 Austurberg: Aþena/LU – Breiðablik b. 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Kaplakriki: FH – HKU............................ 19.30 Evrópudeild karla B-RIÐILL: Aix – Valur.............................................. 32:29 Kristján Örn Kristjánsson lék ekki með Aix vegna meiðsla. Ystad IF – Flensburg ........................... 30:26 Teitur Örn Einarsson skoraði ekki fyrir Flensburg. Ferencváros – Benidorm ....................... 32:33 Staðan: Flensburg 6, Aix 6, Valur 4, Ystad IF 4, Ferencváros 2, Benidorm 2. A-RIÐILL: Kadetten – Benfica............................... 26:25 Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 3 mörk fyrir Kadetten. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar liðið. Veszprémi KKFT – Montpellier........... 31:39 Göppingen – Tatran Presov .................. 34:24 Staðan: Montpellier 8, Göppingen 6, Kadetten Schaffhausen 6, Benfica 4, Tatran Presov 0. Veszprémi KKFT 0. C-RIÐILL: Skjern – Granollers.............................. 32:29 Sveinn Jóhannsson skoraði ekki fyrir Skjern. Alpla Hard – Nexe ................................ 24:35 Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard. Sporting Lissabon – Balatonfüredi...... 35:32 Staðan: Nexe 8, Skjern 6, Granollers 6, Sporting Lissabon 4, Balatonfüredi 0, Alpla Hard 0. D-RIÐILL: Motor Zaporozhye – Pelister ............... 30:33 Skanderborg – Bidasoa......................... 38:27 Füchse Berlín – Aguas Santas............. 34:20 Staðan: Füchse Berlín 8, Skanderborg 8, Bidasoa 4, Pelister 4, Motor Zaporozhye 0, Aguas Santas 0. HM í Katar A-RIÐILL: Ekvador – Senegal................................. 1:2 Moisés Caicedo 68. – Ismaila Sarr 44. (v), Kalidou Koulibaly 70. Holland – Katar.................................... 2:0 Cody Gakpo 27., Frenkie de Jong 50. Lokastaðan: Holland 3 2 1 0 5:1 7 Senegal 3 2 0 1 5:4 6 Ekvador 3 1 1 1 4:3 4 Katar 3 0 0 3 1:7 0 Holland og Senegal fara í 16-liða úrslit en Ekvador og Katar eru úr leik. B-RIÐILL: Íran – Bandaríkin.................................. 0:1 Christian Pulisic 38. Wales – England ................................... 0:3 Marcus Rashford 50., 68., Phil Foden 52. Lokastaðan: England 3 2 1 0 9:2 7 Bandaríkin 3 1 2 0 2:1 5 Íran 3 1 0 2 4:7 3 Wales 3 0 1 2 1:6 1 England og Bandaríkin fara í 16-liða úrslit en Íran og Wales eru úr leik. 16-LIÐAÚRSLIT: 3.12. Holland – Bandaríkin 3.12. C1 – D2 4.12. D1 – C2 4.12. England – Senegal 5.12. E1 – F2 5.12. G1 – H2 6.12. F1 – E2 6.12. H1 – G2 MARKAHÆSTIRÁHM: Kylian Mbappé, Frakklandi.......................... 3 Cody Gakpo, Hollandi.................................... 3 Marcus Rashford, Englandi ......................... 3 Enner Valencia, Ekvador .............................. 3 Bruno Fernandes, Portúgal.......................... 2 Olivier Giroud, Frakklandi ........................... 2 Cho Gue-sung, Suður-Kóreu ........................ 2 Andrej Kramaric, Króatíu............................ 2 Mohammed Kudus, Gana ............................. 2 Lionel Messi, Argentínu................................ 2 Álvaro Morata, Spáni .................................... 2 Richarlison, Brasilíu ...................................... 2 Bukayo Saka, Englandi ................................. 2 Mehdi Taremi, Íran........................................ 2 Ferran Torres, Spáni ..................................... 2 LEIKIR Í DAG: 15.00 D Ástralía – Danmörk 15.00 D Túnis – Frakkland 19.00 C Pólland – Argentína 19.00 C Sádi-Arabía – Mexíkó Rashford á skotskónum AFP Ánægðir Gareth Southgate, þjálfari Englendinga, fagnar Marcusi Rash- ford eftir að hann skoraði tvívegis gegnWales. AFP Sigurmarkið Christian Pulisic sendir boltann í mark Írans undir lok fyrri hálfleiks og þetta dugði Bandaríkjamönnum til að komast áfram. lSkoraði tvö þegar England vann Wales 3:0lEngland mætir Senegal í 16-liða úrslitumlBandaríkin unnu Íran í hreinum úrslitaleik og mæta Hollendingum HM Í KATAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Holland mætir Bandaríkjunum og England mætir Senegal í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta í Katar. Þetta er niðurstaða gærdagsins en þá lauk keppni í A- og B-riðli mótsins. Ekvador, Íran og Wales hafa spilað sinn síðasta leik og eru á heimleið eins og gestgjafarnir í Katar sem vissu reyndar þau örlög sín áður en flautað var til leikjanna í gær. Englendingar voru í basli með nágranna sína frá Wales í fyrri hálfleiknum og sköpuðu sér aðeins eitt virkilega gott marktækifæri. En þeir lyftu leik sínum á hærra plan í byrjun síðari hálfleiks og skoruðu þá tvö mörk með mínútu millibili, Marcus Rashford og Phil Foden, sem báðir komu inn í byrjunarliðið fyrir þennan leik, skoruðu mörkin, og rúmu korteri síðar hafði Ras- hford skorað aftur með glæsilegu skoti úr aukaspyrnu, 3:0. Það urðu lokatölurnar og England er þrátt fyrir allt búið að skora níu mörk í mótinu. Rashford er nú einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað þrjú mörk í keppninni til þessa. Gareth Bale fór meiddur af velli í hálfleik og þetta gæti því hafa verið hans síðasti landsleikur fyrir Wales. Pulisic var bjargvætturinn Bandaríkjamenn höfðu betur gegn Íran í hreinum úrslitaleik liðanna, 1:0, með marki frá Christ- ian Pulisic seint í fyrri hálfleik. Þeir stóðust þunga sókn Írana á lokakafla leiksins og leika í sextán liða úrslitum í fjórða sinn frá 1994. Aðeins einu sinni, 2002, hafa þeir komist í átta liða úrslit. Íran hefði nægt jafntefli til að komast áfram en þarf að sætta sig við að sitja eftir á fjórða heimsmeistaramótinu í röð. Í þrjú síðustu skiptin hefur liðið ávallt unnið leik en vantað herslu- mun til að fara lengra. Pulisic meiddist þegar hann skor- aði, lenti í árekstri við markvörð Íran, og það er áhyggjuefni fyrir bandaríska liðið ef meiðsli hans reynast alvarleg. Bandaríkjamenn náðu með sigrin- um fram síðbúnum hefndum en Ír- anir sigruðu þá á HM 1998 og gerðu út um vonir þeirra um að komast í sextán liða úrslit. Öruggt hjá Hollendingum Hollendingar voru alltaf með toppsæti A-riðilsins í höndum sér. Þeim nægði jafntefli gegn Katar og unnu tiltölulega öruggan sigur, 2:0, þar sem hinn ungi Cody Gakpo skoraði í þriðja leiknum í röð og Frenkie de Jong innsiglaði sigurinn. Hollendingar með Davy Klaassen í aðalhlutverki voru líklegri til að bæta við mörkum en þeir hefðu getað fallið úr keppni með ósigri. Sem var aldrei í spilunum. Hollenska liðið er þar með komið áfram án þess að sýna einhver snilldartilþrif í riðlinum. Hvort liðið sé nógu sterkt til að fara lengra en í sextán liða úrslitin er stór spurning. Mannskapurinn er samt til staðar og Holland er eitt þeirra liða sem gætu sprungið út á réttum tíma á svona móti. Slagur Senegals og Ekvadors var hins vegar harður og tvísýnn fram á síðustu sekúndu. Fyrir- liðinn Kalidou Koulibaly skoraði sigurmark Senegala, 2:1, þremur mínútum eftir að Moisés Caicedo, leikmaður Brighton á Englandi, hafði jafnað metin fyrir Ekvador, sem hefði nægt jafntefli. Frábær árangur Cissé Fáir höfðu ríkari ástæðu til að gleðjast en Aliou Cissé, hinn litríki þjálfari Senegala. Hann má vera ánægður, Cissé var fyrirliði þegar Senegal sló í gegn á sínu fyrsta heimsmeistaramóti árið 2002, sigraði ríkjandi heimsmeistara og komst í átta liða úrslit. Nú hefur hann sem þjálfari komið liðinu í 16-liða úrslit, sem þar með er næst- besti árangur liðsins. Gleymum því ekki að aðalstjarna Afríkumeistaranna, Sadio Mané, er fjarri góðu gamni vegna meiðsla en þeir hefðu svo sannarlega þurft á kröftum hans að halda í sextán liða úrslitunum. Leikur Bandaríkjanna og Hollands verður fyrsta viðureign 16- liða úrslitanna á laugardaginn kem- ur, 3. desember, en leikur Englands og Senegals fer hinsvegar fram á sunnudagskvöldið 4. desember. Þrjú lið komast áfram í dag Í dag og í kvöld skýrist hvaða lið fara áfram úr C- og D-riðli keppn- innar. Pólland, Argentína, Sádi-Ar- abía og Mexíkó slást um tvö efstu sæti C-riðilsins en í D-riðlinum eru Frakkar komnir áfram og baráttan er á milli Ástralíu, Danmerkur og Túnis um eitt sæti. Með því að horfa aðeins fram í tímann má nú sjá fyrir sér leik á milli Frakklands og Englands í átta liða úrslitum, komist bæði liðin í gegnum sextán liða úrslitin. Þá sést núna að sigurliðið í leik Hollands og Bandaríkjanna í sextán liða úrslitunum mun mæta sigurliði C-riðils eða liðinu í öðru sæti D-rið- ils í átta liða úrslitum. AFP Mark Fyrirliðinn og miðvörðurinn Kalidou Koulibaly fremstur í fögnuði Senegala eftir að hann skoraði sigurmarkið gegn Ekvador, 2:1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.