Morgunblaðið - 30.11.2022, Side 24
MENNING24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022
STIGA
ST5266 P
40 ár
á Íslandi
Hágæða
snjóblásarar
Fjölbreytt úrval
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
VETRARSÓL er umboðsaðili
Gulltryggð gæði
ERTU AÐ FLYTJA?
LEIGÐU KASSA HJÁ OKKUR
kassaleigan.is
Á morgun er fullveldisdagur okkar
Íslendinga og af því tilefni mun
uppistandshópurinn VHS frumsýna
glænýjan sjónvarpsþátt, Fullveldis-
dagskrá VHS, á RÚV. Hópur þessi
hefur notið mikilla vinsælda á
undanförnum mánuðum eða allt
frá því hann frumsýndi gaman-
sýninguna VHS krefst virðingar
í Tjarnarbíói síðasta vetur. VHS
skipa Vigdís Hafliðadóttir, Vilhelm
Neto, Hákon Örn Helgason og Stef-
án Ingvar Vigfússon.
Fullveldisdagskrá VHS er fyrsti
sjónvarpsþáttur VHS sem fékk
smjörþefinn af gerð gríninnslaga
fyrir sjónvarp þegar hann gerði
nokkur slík fyrir söfnunarþátt
Rauða krossins á RÚV, Verum vinir.
Fullveldisdagskrá er hins vegar lýst
sem „sketsa-, fræðslu-, viðtals- og
töfraveislu sem dragi innblástur
sinn meðal annars frá The Eric
André Show og Stundinni okkar“.
Í lýsingu á þættinum segir að i
honum fjalli hópurinn um fullveldi
Íslands, aðdraganda þess og sjálfs-
mynd þjóðarinnar. „Smá svona eins
og áramótaskaup fyrir árið 1918,“
eins og segir í tölvupósti.
100% fullveldisefni
Vilhelm Neto, kallaður Villi,
segir þáttinn það sem á ensku væri
kallað „special“. „En við vildum
ekki kalla hann „special“ og þá
sérstaklega ekki fullveldisþátt
þannig að við köllum hann dag-
skrá,“ útskýrir Villi. Hann segir
efni þáttarins tengjast fullveldinu
100%. „Við fórum í mikla rannsókn
á fullveldinu, aðdraganda þess og
hvað gerðist eftir það þannig að
margir sketsarnir, viðtöl og senur
og fleira eru í kringum fullveldið,“
segir Villi og að þátturinn hafi verið
mikið ástríðuverkefni hjá VHS.
Villi segir líka rýnt í Ísland í dag,
samband Íslands og Danmerkur og
sýn okkar á heiminn sem fullvalda
þjóð.
„Þegar við vorum með uppistand
í Kaupmannahöfn fannst okkur
tilvalið að taka myndavélina með,“
segir Villi sposkur og fer ekki nánar
út í þá sálma. Hann segir þáttinn
gerðan af mikilli virðingu og um-
hyggjusemi.
Hvað búninga og gervi varðar
segir Villi að farið verði aftur í tím-
ann og til dæmis verði hægt að sjá
þvottakonur í Laugardal í þættin-
um. „Og fjóra af vitrustu, víðsýn-
ustu og fordómalausustu mönnum
Danmerkur,“ bætir hann við.
Af verkefnum fram undan nefnir
Villi að hann sé að gera ferðaþætti
með vinkonu sinni úr VHS, Vigdísi
Hafliðadóttur, sem verði sýndir í
Sjónvarpi Símans.
Áramótaskaup
fyrir árið 1918
Í Danmörku VHS í Kaupmannahöfn við tökur á efni í fullveldisþáttinn.
lFullveldisdagskrá VHS á RÚV 1. des.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Grínarar Vigdís og Villi í stuði með
sveðjur við tökur á sjónvarpsefni.
Kanaríhópurinn, VHS og höfund-
ar Áramótaskaupsins 2022 verða
gestir á sýningu Improv Ísland
spunahópsins í Kjallaranum (sem
áður hét Þjóðleikhúskjallarinn) í
kvöld kl. 20. Það verður því stór
hópur leikara, grínista og spuna-
meistara sem stígur á svið og
kitlar hláturtaugar gesta, þeirra
á meðal Saga Garðarsdóttir, Vil-
helm Neto, Steiney Skúladóttir,
Dóra Jóhannsdóttir og Sigurjón
Kjartansson.
Steiney Skúladóttir er list-
rænn stjórnandi Improv Ísland
og segir hún nær alla sem fram
koma í kvöld með einhvern grunn
í spuna á borð við þann sem
Improv Ísland stundar. „Svo bara
kom þessi hugmynd, við sáum að
það voru margir sem komust og
VHS er líka með fullveldisdag-
skrá daginn eftir (sjá umfjöllun
til hliðar) og það fer að styttast í
skaupið, þau voru að klára tökur.
Við í Kanarí vorum líka að klára
okkar eftirvinnslu þannig að það
kom akkúrat gluggi þar sem við
vorum öll laus,“ segir Steiney
sem er einn grínistanna í Kanarí
sem gert hafa grínþætti og sýnt
á RÚV. „Þetta var ákveðið með
mjög skömmum fyrirvara,“ bætir
Steiney við.
15 mínútur á hóp
Spuninn fer þannig fram að þeir
sem spinna hverju sinni fá orð frá
áhorfendum og þurfa að spinna
út frá því. Úr því havaríi öllu
verður sprenghlægileg skemmt-
un og oftar en ekki súrrealísk.
Vegna fjölda þátttakenda verður
tímanum skipt niður á hópana
og hver þeirra fær 15 mínútur til
að spinna. Steiney segir hópum
einnig verða blandað saman
þannig að tveir úr hverjum hópi
komi fram hverju sinni.
Nú eru allir þátttakendur
þekktir grínistar og Steiney er
spurð hvort ekki megi búast við
mikilli grínkeppni þeirra á milli.
„Hugsunarhátturinn í improv er
þannig að það er svo geggjað ef
einhver annar er fyndinn og mað-
ur reynir að bæta við það þannig
að það verði enn fyndnara,“
svarar hún. Þegar gaman sé í
spunanum séu þátttakendur líka
í hláturskasti á sviðinu yfir uppá-
tækjum hver annars.
Það er hægara sagt en gert
að spinna með þessum hætti og
segir Steiney að Improv Ísland
hafi lært ákveðna spunatækni.
„Það hefur nýst okkur í öllu
gríninu sem við erum að gera, í
mismunandi hópum, hvort sem
það er uppistand eða skaupið eða
sketsar eins og Kanarí er með.
Þetta er aðferð sem við erum að
vinna eftir til að láta senurnar
ganga upp,“ útskýrir hún.
Grínþyrstir Íslendingar
Steiney segir spunakvöld
Improv Íslands hafa gengið
afar vel í vetur og greinilegt að
landann þyrsti í grín. Hópurinn
hafi fengið til sína góða gesti úr
heimi grínsins og Ari Eldjárn
sé næstur. Steiney segir hóp-
inn veita lítt reyndum gestum
stuðning í spunanum og út á það
gangi þjálfunin líka. „Þá erum við
líka á tánum, verðum að bregðast
við og við erum alltaf að bregðast
við,“ segir Steiney. Hún segist að
lokum „ógeðslega spennt“ fyrir
kvöldinu. Miðasala fer fram á
leikhusid.is og tix.is.
lFjöldi grínista kemur fram með Improv Íslandi í kvöld
lKanarí, VHS og höfundar Áramótaskaupsins 2022
Í hláturskasti á sviði
Spaugarar Höfundar Áramótaskaupsins 2022. Frá vinstri Dóra Jóhanns-
dóttir, Friðgeir Einarsson, Sigurjón Kjartansson og fyrir framan hann
Vigdís Hafliðadóttir, Saga Garðarsdóttir og Jóhann Kristófer. Þau koma
fram á spunakvöldi Improv Íslands í kvöld í Kjallaranum.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Spunakona Steiney Skúladóttir, list-
rænn stjórnandi Improv Íslands.