Morgunblaðið - 30.11.2022, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 30.11.2022, Qupperneq 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR ENCANTO KOMIN Í BÍÓ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI RALPH FIENNES NICHOLAS HOULT ANYA TAYLOR-JOY Painstakingly Prepared. Brilliantly Executed. SCREENDAILY IGN VANITYFAIR THEHOLLYWOOD REPORTER 91% USA TODAY ENTERTAINMENT WEEKLY EMPIRETHE PLAYLISTNEW york post 84% N ýlega sendi rithöfundur- inn Berglind Ósk frá sér sitt fyrsta smásagnasafn, Breytt ástand, sem hefur að geyma nítján beinskeyttar sögur úr Reykjavík samtímans. Bókin hef- ur hlotið mikið lof enda þykir hún einstaklega sterkt og kraftmikið byrjandaverk. Áður hefur Berglind Ósk gefið út ljóðabækurnar Berorðað (2016) og Loddaralíðan (2021) auk þess að hafa birt ljóð, sögur og þýð- ingar í ýmsum tímaritum. Breytt ástand er áleitin og eftirtektarverð bók sem á sannarlega skilið það lof sem hún hefur fengið. Hún dregur upp djarfa mynd af íslenskum veruleika en flestar sögurnar segja frá ungu fólki í leit að sjálfu sér og ástinni, tilbreytingu, næsta partíi eða einfaldlega innri friði. „Ég fékk mér í haus til að róa hjartsláttinn. Óskaði einskis heitar en að skriða aftur í blakkátið. Inn í gatið á raunveruleikanum og fela mig. Vildi ekki horfast í augu við lífið. Djammið var á enda. Við vorum helluð. Sjúskuð. Gegnsæ og krumpuð. Tóm hylki. Týnd. Brotin og beygluð.“ Sögupersónurnar eiga það sameiginlegt að vera á skjön við umhverfi sitt á einn eða annan máta, sækjast eftir breyttu ástandi og þrá að brjótast úr sama farinu. Líf þeirra verður „völundarhús af óskiljanlegum ákvörðunum“ eins og segir svo snilldarlega á einum stað í bókinni. Áfengi og aðrir vímugjafar leika stórt hlutverk í flestum sögun- um og fjallað er um neyslu og fíkn á hispurslausan máta sem varpar ljósi á þá kima samfélagsins sem mörgum þykir óþægilegt að horfast í augu við. Leiðin út á jaðar samfélagsins er oft styttri en við gerum okkur grein fyr- ir, líkt og bent er á í káputexta aftan á bókinni og höfundi tekst afar vel að draga þessi málefni fram í dagsljósið. Sögurnar eru nokkuð margar miðað við lengd smásagnasafnsins, nítján talsins, og allar eru þær mjög knappar og hnitmiðaðar. Við fáum þannig snarpar svipmyndir eða leiftur úr lífi sögupersónanna án mikilla málalenginga en höfundi tekst ákaflega vel að skapa hverri sögu einstakt andrúmsloft og soga lesandann samstundis inn í atburðarásina. Líkt og oftast vill verða þegar um smásagnasafn er að ræða þá eru sögurnar misgóðar. Þær sterkustu eru þó afar áhrifa- miklar og sitja lengi eftir í lesand- anum. Hægt er að finna tengingar á milli sumra sagna en margar eru líka áþekkar. Sögupersónurnar eru keimlíkar í gegnum bókina og sama dýnamíkin á milli þeirra er endur- tekin nokkuð oft. Á köflum hjakkar bókin þannig eilítið í sama farinu og getur þetta orðið leiðigjarnt fyrir lesandann. Ef til vill hefði heildin orðið sterkari ef sögunum hefði verið fækkað og þeim gefið meira pláss í bókinni. Það væri þó einnig forvitnilegt að sjá hvað höfundur gæti gert við sama efnivið í lengri sögu eða jafnvel skáldsögu. Það sem er ef til vill hvað áhrifa- mest við bókina eru lýsingar hennar á andlegu ofbeldi og ofbeldissam- böndum. Hér er ekkert dregið und- an og höfundur er einstaklega fær í að bregða upp raunsærri og sann- færandi mynd af samskiptamynstri ofbeldissambanda. Það er mikils- vert að lesa svo sterka og lýsandi umfjöllun um jafn erfitt málefni. Í sögunum er almennt margt óþægilegt að finna og sömuleiðis margt sem kemur á óvart. Sumt kann að skjóta lesandanum skelk í bringu. Frásögnin er því á köflum stuðandi og höfundi tekst yfirleitt vel að halda lesandanum við efnið. Eftir því sem líður á bókina færast sögupersónur síðan í átt að meiri sátt við sjálfar sig og umhverfi sitt og finna jafnvel innri frið. Þær verða sömuleiðis eldri eftir því sem líður á og uppbyggingin líkir þannig eftir línulegum þroska. Í síðustu sögu bókarinnar er sögumaður kominn á efri ár og sjónarhornið því ólíkt fyrri sögum. Hún bregður sömuleiðis út af því mynstri sem flestar aðrar sögurnar finna sig í og höfundur sýnir því fram á marg- hæfni sína sem hefði ef til vill mátt skína betur í í bókinni. Breytt ástand er sterkt og áhrifa- mikið verk, stuðandi á köflum en afar heillandi og skemmtilegt að lesa. Hér er spennandi ný rödd á ferð sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Ljósmynd/Steinar Bragi FærAðmati rýnis er Beglind Ósk einstaklega fær í að bregða upp raun- særri og sannfærandi mynd af samskiptamynstri ofbeldissambanda. BÆKUR SNÆDÍS BJÖRNSDÓTTIR Smásagnasafn Breytt ástand  Eftir Berglindi Ósk. Sögur útgáfa 2022. 160 bls. kilja. Líf sögupersóna völundarhús óskiljanlegra ákvarðana Erik og sendiboðar djassa á Múlanum Jazzklúbburinn Múlinn stendur fyrir tónleikum í kvöld kl. 20 á Björtuloftum í Hörpu. Á þeim kemur fram hljómsveit trommuleik- arans Eriks Qvicks, Jazz- sendiboðarnir, og tekur ofan hattinn fyrir goðsögnum „hard bop“-tímabilsins, skv. tilkynn- ingu. Leikin verða lög eftir Curtis Fuller, Freddie Hubbard, Cedar Walton o.fl. Með Erik koma fram Snorri Sigurðarson á trompet, Ólafur Jónsson á saxófón, Sigrún K. Jónsdóttir á básúnu, Kjartan Valdemarsson á píanó og Þorgrímur Jónsson á bassa. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Jón Múli Árnason Uppsöfnuð og ólg- andi reiði braust út Bandaríski leikarinnWill Smith var gestur í spjallþætti Trevors Noahs í fyrrakvöld og ræddu þeir m.a. löðrunginn á Óskarsverð- laununum fyrr á árinu, þegar Smith gekk upp á svið og sló kynninn Chris Rock fast í andlitið eftir að Rock henti gaman að út- liti eiginkonu Smiths. Smith sagð- ist í viðtalinu hafa verið „farinn“, eins og hann orðaði það, og þarna hefði uppsöfnuð og ólgandi reiði losnað úr læðingi. Sagðist hann ekki geta réttlætt hegðun sína þó svo hann hafi glímt við mikla erfiðleika um þetta leyti. Smith táraðist í þættinum og reyndi Noah að hughreysta hann, að því er fram kemur á vefDeadline. AFP/Robyn Beck Iðrun Smith segist fullur iðrunar yfir því að hafa löðrungað Chris Rock.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.