Morgunblaðið - 30.11.2022, Side 28
Í lausasölu 822 kr.
Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr.
PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr.
Sími 569 1100
Ritstjórn ritstjorn@mbl.is Auglýsingar augl@mbl.is
Áskrift askrift@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 334. DAGUR ÁRSINS 2022
MENNING
Efnisskrá Guðnýjar á Orgelhátíð
innblásin af aðventu og jólum
Guðný Einarsdóttir
organisti heldur
tónleika á Orgelhátíð
í Akureyrarkirkju í
dag, miðvikudaginn
30. nóvember, kl.
20. Á efnisskránni
verða verk eftir J.S.
Bach, Arngerði Maríu
Árnadóttur, Niels W.
Gade, César Franck
og Charles Ives og
er hún innblásin af
aðventu og jólum. Guðný hefur komið fram víða, bæði
hér á landi og erlendis, sem einleikari, meðleikari og
kórstjóri og hefur einnig kennt orgel- og píanóleik. Hún
hefur gefið út tvo geisladiska með orgelverkum, samdi
söguna Lítil saga úr orgelhúsi sem er tónlistarævintýri
fyrir börn um undraheima pípuorgelsins og gegnir nú
stöðu organista við Háteigskirkju og er stjórnandi
Kordíu sem er kór þeirrar kirkju.
ÍÞRÓTTIR
Naumt tap Valsmanna í Frakklandi
Íslands- og bikarmeistarar Vals máttu þola 29:32-tap
gegn franska liðinu Aix í B-riðli Evrópudeildar karla í
handbolta í gærkvöldi. Valsmenn voru yfir stóran hluta
leiks, en franska liðið var sterkara á lokakaflanum.
Valur náði mest fjögurra marka forskoti í seinni
hálfleik, en slæmur kafli í blálokin varð liðinu að falli.
Stiven Tobar Valencia og Arnór Snær Óskarsson skor-
uðu sex mörk hvor fyrir Val og Björgvin Páll Gústavs-
son varði tólf skot í markinu. » 23
RAFRÆNT
ÓSKASKRÍN
BEINT Í
SÍMANN
Það hefur aldrei verið
einfaldara að gleðja
starfsfólkið!
577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is
Óskaskrín í öskju eða Óskaskrín
beint í símann
Rafræn Óskaskrín eru send með tölvupósti til
viðtakanda. Getum sérhannað tölvupóstinn og
rafræna gjafakortið. Bjóðum líka sérmerktar
öskjur fyrir fyrirtækjagjafir með merki, lit og
persónulegri kveðju frá fyrirtækinu.
Ævintýrasagan Jólasveinarnir í
Esjunni er komin út en fræjunum
var sáð fyrir síðustu aldamót. Bíla-
málarinn fyrrverandi, Lárus Hauk-
ur Jónsson, jafnan kallaður Lalli
ljóshraði, átti hugmyndina, Guðjón
Ingi Eiríksson, eigandi Bókaútgáf-
unnar Hóla, skráði þær og bætti inn
í hér og þar en Haraldur Pétursson
myndskreytti verkið.
Fyrir um aldarfjórðungi sagði
Lalli vini sínum Guðjóni Inga frá
hugmynd að sögu, sem hann vildi
koma frá sér, þar sem MS-sjúk-
dómurinn, sem hann greindist með
1978, ágerðist hjá honum og hann
átti æ erfiðara með að skrifa. Ekki
var rætt um útgáfu á þessum tíma,
en sagan blundaði í höfði Guðjóns
Inga og í fyrra ákvað hann að skrifa
hugmyndir Lalla, „mann hinna
mörgu andlita“, niður eftir minni og
fylla í eyðurnar. „Sagan lét mig ekki
í friði,“ segir hann.
„Hún slær í gegn,“ segir Lalli
um bókina. Hann segist hafa verið
í leikfélaginu í Mosfellsbæ, þegar
hann hafi fengið hugmyndina um
ævintýrið á Esjunni og reynt að
koma efninu á svið en það hafi ekki
tekist. „Ég sagði Guðjóni, vini mín-
um, frá efninu og vandræðum mín-
um, og svo 26 árum síðar rauk hann
til og skrifaði söguna. Hún er með
stóru letri og fellur í góðan jarðveg.
Ég get ekki verið ánægðari.“
Öflugur á ýmsum sviðum
Bókin fjallar um fótboltastrákinn
Lalla og kynni hans af jólasveinun-
um í helli í Esjunni. Sjálfur var
Lalli öflugur miðherji í fótboltan-
um á yngri árum, sterk nía eins
og sérfræðingarnir segja, og lék
með þremur liðum í öllum fjórum
deildunum á ferlinum, Aftureldingu
í Mosfellsbæ, Víkingi í Reykjavík og
Haukum í Hafnarfirði. „Ég skoraði
í öllum deildum, meðal annars fyrir
Víking á móti KR á Laugardals-
vellinum,“ rifjar hann upp. „Ég var
lykilmaður í Aftureldingu en lét
plata mig í sterkari lið, þar sem ég
átti ekki fast sæti,“ segir hann um
félagaskiptin, en hann spilaði líka
handbolta með Aftureldingu og
Gróttu.
Lalli byrjaði að láta til sín taka í
leiklistinni fyrir um 40 árum. Hann
segir að sérstaklega hafi verið
gaman að leika í Þið munið hann
Jörund og Deleríum Búbónis. Hann
eigi líka ánægjulegar minningar frá
þátttöku í kvikmyndum. Karlakór-
inn Hekla, Ungfrúin góða og húsið
og Djöflaeyjan komi þar fyrst upp í
hugann. „Svo var ég líka í auglýs-
ingum,“ minnir hann á og segist
hafa borið skarðan hlut frá borði
vegna tiltekinnar sjónvarpsauglýs-
ingar um bandaríska neysluvöru.
Hann hafi fengið tíu þúsund krónur
fyrir sinn hlut en auglýsingin hafi
verið sýnd í nokkur ár án þess að
greiðsla kæmi fyrir. „Hefði þetta
verið í Bandaríkjunum hefði ég
fengið greitt fyrir hverja birtingu og
orðið ríkur.“
Lalli segist ekki hafa haft sjálfan
sig í huga, þegar hann hafi fengið
hugmyndina að bókinni. „Guðjón
setti Lallann inn án þess að ég hefði
hugmynd um það,“ staðhæfir hann.
Bætir við að það komi samt ekki að
sök heldur þvert á móti, því Lalli sé
alltaf bestur, ekki síst í fótboltanum.
„Hérna í Mosfellsbænum segjum
við áfram Afturelding. Það er líka
alltaf gaman þegar vel tekst til
og ég er með nóg af hugmyndum.
Vandamálið er bara að koma þeim
frá mér.“
lHugmyndum jólasveinana í Esjunni kominút í bók
Lalli maður hinna
mörgu andlita
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Stoltur Lárus Haukur Jónsson hefur borið marga hatta og númeð bók.