Skátakveðjan - 01.12.1940, Blaðsíða 3

Skátakveðjan - 01.12.1940, Blaðsíða 3
SKATAKVEÐJAN I. árg., I. tbl. Des. I94Q Útg.: Kvenskátafélag Reykjavíkur og Kvenskátasamband íslands. Ritstjóri: Aðalheiður Sæmundsdóttir. Afgreiðsla og auglýsingar: Ragnh. Eide, Hafnarbúðin, Reykjavík. ÁVARP. Blaðið Skútakveðjan, sem nú liefur göngu sína, er gefið út af Kven- skátafélagi Reykjavíkur og Kvenskátasamhandi Islands. Það er fyrsta málgagn lwenskátahreyfingarinnar hér á landi, sem nú er rúmlega 18 ára, en eins og mörgum mun kunnugt, var Iívenskátafélag Reykjavík- ur stofnað 7. júli 1922. Eg hygg, að óhætt muni að fullyrða, að á þeim árum, sem skáta- félagsskapurinn hefir starfað, hafi hann kynnt sig á þann veg, að flest- ir muni á einu máli um, að liér sé um þarfan og hollan félagsskap að ræða, enda hefir hann aukist og blómgast með ári hverju. Vegna fjárskorts hafa kvenskátafélögin ekki séð sér fært að ráð- ast í útgáfu hlaðs fyr en nú, þótt þörfin hafi verið hrýn. Félagsskapn- um er nauðsynlegt að eiga málgagn, er sé tengiliður milli kvenskáta- félaganna víðsvegar um land, en gefi jafnframt öllum almenningi kost á að kynnast áhugamálum skátanna og hugsjónum. Mér er það vel Ijóst, að nú þegar muni Skátakveðjan ekki geta rækt þetta hlutverk sem skyldi, en það er von min, að með aðstoð góðra manna, megi það takast, er fram líða stundir. Skátakveðjan heitir á alla félaga og aðra unnendur skátahreyf- ingarinnar að hregðast vel og drengilega við og veita henni fulltingí sitt til að ná því takmarki, að verða íslenzkri æsku til ánægju, en skáta- félagsskapnum til sóma. A ð al h e i ð u r S æ m u n d s d ó 11 i r

x

Skátakveðjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátakveðjan
https://timarit.is/publication/1760

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.