Skátakveðjan - 01.12.1940, Blaðsíða 5

Skátakveðjan - 01.12.1940, Blaðsíða 5
SKÁTAKVEÐJAN ;; Jólaboðskapurinn er boðskapur gleðinnar. Gleðiboðskap nefnum vér liann jöfnum höndum. f raun og veru er gleðin hin ósýnilega yfir- skrift yfir öllum jólaræðum í kirkj- unum út um víða veröld. Allir, sem um jólaboðskapinn tala, vilja í raun og veru segja: „Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð.“ — Og g'Ieði vor er fólgin í þessu, að vér vitum, að Jes- ús Kristur er fæddur, til þess að birta oss sannleika, sem er oss dýrmætari, mikilvægari en allt annað í þessum heimi. Koma Krists er oss hið mikla fagnaðarefni. Ekki aðeins hinum þreyttu, þjáðu og ellibeygðu. Hún er einnig fagnaðarefni æskunnar, hinna ungu, sem eru að leggja út í lífið. Því við hans hönd cr öruggt að ganga Hann fór frá okkur með trausti og trú á félagsskap okkar, og von um að hugsjónir skátahreyfingarinnar myndu rætast. — Við rneguín ekki bregðasl þessu trausti. — Minnis- varði okkar yfir hann á að vera: Efl- ing starfsins á þeim grundvelli, sem hann lagði. Á þann hátt getum við bezt sýnt virðingu og þakkir hinum göfuga látna leiðtoga okkar. J. M. framtliðarveg. — Kristur er vinur æskunnar. Enga sögu sagði hann fegurri en af æskumanni, sem fann, þrátt fyrir lirösun sína, leiðina til guðs. Hann vill vera Ieiðtogi hinna ungu. - Hann vissi, að hin mikla spurning mundi vakna í brjósti þeirra, sem ungir eru: „Hvað get ég gjört til þess að eignast eilíft líf?“ Hann vildi beina sjón æskunnar að eilífðartak- marki. Hann vildi leggja æskunni stór og fögur verkefni í hendur, gefa henni hugsjónir að stefna að með öllu sínu lífi. Þessvegna eiga hinir ungu stórt fagnaðarefni á jólunum. Þessvegna eru jólin hátíð æskunnar. Æskan átti að hafa lampa sína log- andi. Vera viðbúin, er hann kæmi. Það geta þeir, sem ungir eru, gert með mörgu móti: Með því að ganga í fylgd Krists — skipa sér undir merki hans. Lifa lífi sínu í anda hans, í fullu trausti til hans sem leið- toga síns og frelsara. — Eitt sinn var ég staddur í erlendri borg, þar sem safnast höfðu þúsund- ir manna í æstum huga. Á þessum mannfundi óttuðust margir, að til óeirða kæmi. Ég tók eftir því, að ótal margar ungar stúlkur, klæddar sérstökum búningi, komu þar að og dreifðu sér inn í mannfjöldann. Þær báru allar rauðan kross á handlegg sér. Krossinn er merki Krists. Þær voru komnar til þess að vinna þar verk hins miskunnsama Samverja, ef á þyrfti að halda. Hugsjón kven-skátans er sprottin af boðskap Jesú Krists. Hann er hinn andlcgi leiðtogi skát- anna um víða veröld. Þessvegna

x

Skátakveðjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátakveðjan
https://timarit.is/publication/1760

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.