Skátakveðjan - 01.12.1940, Blaðsíða 16
14
SKÁTAKVEÐJAN
Smælki.
Skátaforinginn: Hefurðu nú glatt
nokkurn í dag, Óli minn?
ÓIi: Já, foringi, ég heimsótti hana
frænku mína, hún verður alltaf svo
feginn, þegar ég fer.
*
Jón: Mér sýndist þú leiða ókunn-
uga stúlku í gær. Hefirðu fengið þér
nýja kærustu?
Siggi: Nei, þetta var gamla kærast-
an min, en hún var nýmáluð!
*
„Ég held, að þér munið hafa þetta
af“, sagði læknir nokkur við sjúk-
ling sinn, „en þér eruð mjög alvar-
lega veikur.“
„Góði læknir,“ sagði sjúklingur-
inn, „gerið allt, sem þér getið, til að
hjarga lifi mínu. Ef mér batnar, skal
ég gefa 50 þúsund krónur til nýja
spítalans.“
Nokkrum mánuðum síðar rakst
læknirinn á þenna fyrrverandi sjúk-
ling sinn á götunni.
„Hvernig er heilsan?“ sagði hann.
„O, alveg ágæt,“ svaraði maðurinn.
„Ég hefi verið að hugsa um það
að undanförnu,“ sagði læknirinn, „að
ná tali af vður. Það var viðvíkjandi
peningunum, sem þér lofuðuð að
gefa nýja spítalanum.
„Fyrirgefið," sagði maðurinn, „ég
skil ekki, hvað þér eigið við.“
„Þér sögðuð, að ef yður batnaði,
mynduð þér gefa 50 þúsund krónur
til nýja spítalans,“ sagði læknirinn,
Maðurinn setti upp undrunarsvip:
„Sagði ég þetta? Mikið hlýt ég að
liafa verið veikur!“
*
„Ég lejdi mér að biðja uin hönd
dóttur yðar.“
„Hm. Drekkið þér, ungi maður?“
„Þakka yður fyrir. En ættum, við
ekki að útkljá liitt f}'rst?“
¥
Þau börn eru lánsöm, sem eiga
ekki of strangan föður og ekki of
eftirláta móður.
¥
Menntun eru þau áhrif lærdómsins,
er eftir verða i hverjum manni, þeg-
ar liann er búinn að glevma öllu því,
sem hann hefir lært.
¥
Winston Churchill uni skátahrevf-
inguna:
Margar virðulegar, frægar stofnan-
ir og kerfi, sem lengi höfðu notið
virðingar manna, hrundu í hamför-
um heimsstyrjaldarinnar. En skáta-
hreyfingin stóðst ekki einungis
storma hennar, lieldur og alla þá
upplausn og ringulreið, sem sigldi i
kjölfar hennar. Kjörorð skátanna
hefir aldrei haft dýpri þýðingu en
einmitt nú. Það brýnir fyrir hverj-
um manni að gæta skyldu sinnar og
heiðurs: „Vertu viðbúinn“ til að
verja sannleikann og réttlætið, hvað
sem á dynur.
Pélagsprentsmiðjan h.f.