Skátakveðjan - 01.12.1940, Blaðsíða 8

Skátakveðjan - 01.12.1940, Blaðsíða 8
(i SKÁTAKVEÐJAN síðan Drottinn lét líf sitt á krossin- um. Nóttina áður en dómnum skyldi fullnægt, lá Pctur vakandi. Honum var órótt og hann studdi brennheitu enninu að isúlunni, sem hann var hlekkjaður við. Páll liafði sofnað stundarkorn, en var vaknaður og Iiélt nú í liönd vinar síns. Allt í einu stóðu fangaverðirnir Processus og Martinianus fyrir framan þá, leystu þá úr hlekkjum og sögðu við þá: „Flýið! Hliðin standa opin! Á morg- un er það of seint. Okkur og hræðr- unum er li|f jjkkar dýrmætara en svo, að harðstjórinn megi tortíma því. Engill Drottins hefir fyrr leyst ykk- ur úr fjötrum og fangelsum. I nafni Drottins eruð ])ið einnig nú frjálsir ferða ykkar!“ Þegar Pétur heyrði þetta, reis liann á fætur. Flýðu, var hrópað (allt i kring um hann; flýðu! hrópaði á þessari stundu hið titrandi hjarta hans. Óttinn við dauðann hafði myrkvað sál hans —--------og þegar hann kom aftur til sjálfs sín, var haiin staddnr á fáfarinni götu langt í hurtu frá fangelsinu. Skýjaður næt- urhimininn hvelfdist 3Tfir honnm, regnið streymdi niður með snörpum vindhviðum, en raddir stormsins virtust endurtaka eggjunarorðin: Flýðu! „Bróðir Páll!“ kallaði Pétur lágri röddu, en enginn svaraði. Páll var ekki með honum. Var hann kyrr í fangelsinu, hafði hann ekki þegið frelsið, eða hafði hann flúið í aðra átt? Pétur vissi það ekki, og hann gat ekki hugsað frekar um það; höf- uð hans hrann af sótthita og hann liafði ákafan lijartslátt. Pxekinn á- fram af sjálfshjargarviðleitninni og án þess að skeyta um sár þau, er hlekkirnir höfðu núið á fætur hon- um, þaut hann \’fir rómverska torgið og Velia og eftir dalverpinu milli Palatina og Coelhæðarinnar. Fram- undan lá gatan að Capenahliðinu og Appiaveginum. Að nokkrum mínút- um liðnum myndi hann hafa horg- armúrana að baki sér. Stormurinn, slagviðrið og myrkrið léttu undir flóttann. Göturnar voru mannlausar, varðmennirnir virtust hafa látið hin- um reiðu náttúruöflum eftir að sjá um öryggi hinnar sofandi borgar. Þegar Pétur flýtti sér framhjá ísismusterinu, losnaði klæðið, sem hundið var um sárin á fæti Uans. Stormurinn þeytti því á þyrnirunn, og segir sagan, að næsta morgun hafi kristin kona, ein af lærisveinum post- ulanna, fundið það. Enn er þessi staður sýndur. Við hina fáförnu götu Via di Porta San Sebastiano, nálægt rústum gam- als Isismusteris, stendur lítil en fög- ur klirkja og mjög merkileg, þótt hún sé nær gleymd hæði Rómahorg- arbúum og ferðamönnum. Þessi kirkja heitir S. Nereo ed Achilleo, og þar er meðal annars geymdur hiskupsstóll Gregoriusar mikla. Elztu heimildir nefna kirkju þessa Titulus fasciolæ, til minningar um sárabindið (fascia), sem Pétur missti hér. Dýrlingarnir, sem hún er kennd við núna, hvíla í neðanjarðarkapell- unni í Flavia Domitilla, en ekki hér, og var verið að grafa hana upp, þegar

x

Skátakveðjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátakveðjan
https://timarit.is/publication/1760

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.