Skátakveðjan - 01.12.1940, Blaðsíða 11

Skátakveðjan - 01.12.1940, Blaðsíða 11
SKÁTAKVEÐJAN 9 6. gr. Fé sjóðsins skal ávaxta í Lands- banka Islands. 7. gr. Stjórn sjóðsins skal skipuð: 3 skátaforingjum úr Kvenskátafélag- inu í Reykjavík og 2 meðlimum úr K. S. S. í. 8. gr. Leita skal konungsstaðfestingar á skipulagsskrá þessari. * * ★ Húsnæðisvandræði hafa alltaf stað- ið starfsemi Kvenskátafélagsins fyrir þrifum, enda á það hvorki sumar- skála né vistarverur í bænum. Er þess að vænta, að bráðlega muni rakna úr að því er sumarskálann snertir, en það mun verða félaginu til ómetanlegs gagns. Sumarskálinn er ekld aðeins gagnlegur að því leyti, að hann rnyndi gera skátastúlkunum kleift að njóta Iiollrar útivistar eftir langa vetnr, heldur munu þar verða lialdin ýmiskonar námskeið fyrir skátana, svo sem í hjálp í viðlögum, heimahjúkrun og ýmsum skáta- íþróttum. Má því óefað telja, að með þessari gjöf sé lagður grundvöllur að einu belzta framtíðarmáli íslenzkra kvenskáta og færum vér frú Thor- steinsson innilegustu þakkir fyrir. Aðalh. Sæmundsdóttir. Fréttir. Rauða kross námskeið. Um 40 skátastúlkur í Reykjavik bafa tekið þátt í námskeiði í „hjálp í viðlögum“ og heimahjúkrun á vegum Rauða kross íslands. — Af þeim eru 30 fastir sjálfboðaliðar í bjálparsveit Rauða krossins. Nám- skeiðin byrjuðu í okt. 1939 og hafa nú í ár verið endurtekin og fnll- komnuð. Nýi háskólinn befir lánað R.K.Í. ágætt húsnæði fyrir námskeiðin í kjallara hússins; þar eru einnig geymd hin nýju bjúkrunargögn fé- lagsins (rúm, rúmföt o. fl.). Skátastúlkur, sem óska að skrif- ast á við ameríska kvenskáta, snúi sér til Rósu Ingólfsdóttur, pósthólf 85, Reykjavík. Ræjarráð Reykjavíkur hefir sam- þykkt að leigja Bandalagi íslenzkra skáta jörðina Úlfljótsvatn í Grafn- ingi. Verður skátunum veitt þar verkleg leiðsögn í búnaðarháttum. í marzmánuði síðastl. var stofnað kvenskátafélag á Ilúsavík. Foringi er frú Gertrud Friðriksson, en hún var, sem kunnugt er, aðalhvatamaður að stofnun fyrsta kvenskátafélags lands- ins, Kvenskátafélags Reykjavíkur. í félaginu eru nú 18 meðlimir og er áhugi þeirra mjög mikill.

x

Skátakveðjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátakveðjan
https://timarit.is/publication/1760

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.