Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Page 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.10. 2022
Með því að kaupa Omega-3 forte+D&E
styrkir þú Bleiku Slaufuna um 300 kr.
M
ikið álag hefur verið á
bráðamóttöku Land-
spítalans í Fossvogi, að-
allega vegna skorts á hjúkrunar-
fræðingum. Hugsanlega þarf að
grípa til þess að forgangsraða fólki,
sem þangað leitar, og vísa í önnur
úrræði ef við á.
Hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæð-
isins var tekið upp nýtt vaktakerfi
vegna vinnutímastyttingar og þurfti
að bæta við 24 nýliðum við liðið, sem
mögulega mun kosta meira en hin-
um talnaglögga borgarstjóra taldist
til, en ein helsta forsenda styttingar-
innar var að hún yrði ekki til þess að
auka útgjöld borgarinnar.
Mygla fannst í nýbyggingu Voga-
skóla, sem virtist ekki koma neinum
á óvart.
Flensborgarskóli í Hafnarfirði
fagnaði hins vegar 140 ára afmæli,
öldungis laus við myglu.
- - -
Kolmunnastofninn hefur styrkst og
hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið
(ICES) ráðlagt 81% meiri veiði á
honum. Hins vegar er samdráttur í
norsk-íslenskri síld og makríl.
Þingmenn sjö þingflokka lögðu fram
þingsályktunartillögu um að heimila
tilraunir með hugvíkkandi efninu
sílósíbín, sem finna má í fjölda
sveppategunda, en það kann að nýt-
ast við meðhöndlun á geðröskunum.
. . .
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir utanríkisráðherra boðaði
aukinn stuðning Íslands við Úkra-
ínu.
Um fimmtungur embættisskipana
á árunum 2009-2020 varð með
flutningi embættismanna án aug-
lýsinga.
Landsbankinn gekkst fyrir fræðslu-
fundi um netglæpi, en mjög hefur
færst í vöxt að eldra fólk sé féflett
með þeim hætti, jafnvel um tugmillj-
ónir króna. Landsbankinn var sjálf-
ur í fréttum í liðinni viku þegar
bankinn sýndi viðskiptaóvild í garð
aldraðs viðskiptavinar.
Ríkissáttasemjari boðar ný vinnu-
brögð við kjaraviðræður. Ekki er
seinna vænna, því senn verða um
300 kjarasamningar lausir og ekki
mikill samhljómur meðal aðila
vinnumarkaðarins eða stjórnvalda.
Versluninni Brynju við Laugaveg 24
verður lokað einhvern næstu mán-
aða eftir liðlega 103 ára rekstur, en
búðin var boðin til sölu í vor án ár-
angurs. Húsnæðið hefur nú verið
selt og verður afhent í janúar.
Þór, nýtt björgunarskip, kom til
Vestmannaeyja um liðna helgi.
Alexandra Briem, fulltrúi Reykja-
víkurborgar í stjórn Strætó, segir
að umdeild gjaldskrárhækkun hafi
verið óumflýjanleg, ella hefði félagið
getað farið í þrot. Í sáttmála meiri-
hlutans var boðað að grunnskóla-
börn skyldu fá frítt í strætó.
. . .
Karlmaður á fimmtugsaldri var drep-
inn í heimahúsi í Ólafsfirði og voru
þrjú úrskurðuð í gæsluvarðhald, þar
á meðal kona hins látna.
Samtals eru 8.113 íbúðir í byggingu
á landinu öllu, þar af 2.433 í Reykja-
vík. 3.263 íbúðir eru í byggingu ann-
ars staðar á höfuðborgarsvæðinu.
Sprengjusérfræðingar frá 14 aðild-
arríkjum Atlantshafsbandalagsins
(NATO) komu hingað til lands til að
æfa hryðjuverkaviðbrögð.
Alvarleg tjón vegna óveðursins í
september reyndust um 90 talsins,
en þar á meðal var kornuppskera í
Eyjafirði. Tryggingafélög tryggja
ekki gegn áföllum í kornrækt og
finnst bændum því að skattgreið-
endur allir eigi að gera það.
Halla Gunnarsdóttir, fráfarandi
framkvæmdastjóri Alþýðusambands
Íslands (ASÍ) sagði valdabaráttu í
verkalýðshreyfingunni aðeins snú-
ast um persónuleg völd og yfirráð,
ekki málefni.
Metsala er í nýjum rafbílum, en á
fyrstu níu mánuðum ársins seldust
þeir fleiri en allt árið í fyrra.
Erla Þorsteinsdóttir söngkona lést
í Danmörku 89 ára gömul.
. . .
Hafrannsóknarstofnun lagði til að
loðnuafli á næstu vertíð yrði 75%
minni en á hinni síðustu.
Á haustfundi Landsvirkjunar kom
fram að forgangsraða yrði kaup-
endum að nýrri orku hjá fyrir-
tækinu. Þá væri óhjákvæmilegt að
virkja meira ef áform um orkuskipti
ættu að ganga eftir.
Fjöldahjálparmiðstöð var opnuð í
Borgartúni á vegum Rauða krossins
til þess að mæta stórauknum
straumi flóttafólks til landsins. Ekki
er gert ráð fyrir að fólk dveljist þar
lengur en þrjá daga eftir komuna.
Markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöll-
inni hefur lækkað um 260 milljarða
króna síðustu vikur.
Borgarfulltrúi sjálfstæðismanna
sakaði meirihlutann í borginni um að
vilja ekki leysa húsnæðiskreppuna í
borginni. Skýrt hefði komið fram hjá
fulltrúum hans að ekki mætti leysa
vandann á framboðshliðinni of hratt
og tillaga um uppbyggingu á Geld-
inganesi felld.
Eiríkur Bergmann prófessor segir
að öfgar grafi síður um sig á Íslandi
en í öðrum vestrænum ríkjum. Það
megi m.a. rekja til fámennis, en eins
hafi hófstillt þjóðerniskennd sjálf-
stæðisbaráttunnar komið í veg fyrir
að þjóðernisöfgar næðu festu.
Til stendur að strengja tvær sviflín-
ur frá Kömbunum niður í Reykjadal
inn af Hveragerði, en fullhugar
munu geta rennt sér niður þær á allt
að 120 km hraða.
Sameinað sveitarfélag Langanes-
byggðar og Svalbarðshrepps er aft-
ur nafnlaust, þar sem fundur sveitar-
stjórnarinnar, þar sem fjallað var
um nafnið, var ólöglega boðaður.
. . .
Seðlabankinn ákvað að hækka vexti
bankans um 0,25 prósentustig.
Meginvextir bankans á sjö daga
bundnum innlánum, verða því 5,75%.
Dr. Ásgeir Jónsson kvaðst vona að
þetta yrði síðasta vaxtahækkunin í
bili, verðbólga hefði lækkað ögn og
dregið hefði úr húsnæðiskaupum.
Allra leiða er leitað til þess að finna
húsnæði fyrir flóttafólk, en það má
heita uppurið og húsnæðismarkaður
í járnum. M.a. er athugað hvort fá
megi gáma eða breyta atvinnu-
húsnæði í þessu skyni.
Sveitarfélög hafa ekki undirritað
samningsdrög við ríkið um móttöku
flóttamanna og þjónustu við þá,
sem legið hafa fyrir síðan í júní.
Drögin eru víða til skoðunar og bú-
ist við að einhverjar athugasemdir
komi fram.
Landsbankinn hefur auglýst stór-
hýsi sitt við Ráðhústorg á Akureyri
til sölu og hyggst koma sér fyrir í
minna og hentugra húsnæði.
Umhverfisstofnun telur að áhrif
stórfelldra vikurflutninga frá Haf-
ursey á Mýrdalssandi á loftgæði í
byggð á leiðinni verði ekki óveruleg
eins og þýska fyrirtækið EP Power
Minerals hefur haldið fram.
Skólastjórnendur í Menntaskólanum
við Hamrahlíð harma að nemendur
hafi fundið til vanlíðunar vegna kyn-
ferðisbrotamála sem þar hafa komið
upp. Mikil ólga var meðal nemenda
vegna þeirra.
. . .
Dómsmálaráðherra lagði til breyt-
ingar á lögum um alþjóðlega
vernd til samræmis við lagaum-
gjörð annarra Evrópuríkja, einkum
annarra Norðurlanda. Fram kom
að fjöldi umsókna um vernd hér, frá
fólki sem þegar hefur fengið vernd
í öðru Evrópuríki, ætti sér ekki
hliðstæðu.
Tveir karlmenn, sem grunaðir eru um
skipulagningu hryðjuverka, voru úr-
skurðaðir í áframhaldandi gæslu-
varðhald og einangrun í tvær vikur.
Einum var sleppt úr haldi lögreglu
vegna morðsins í Ólafsfirði en karli
og konu haldið áfram föngnum.
Rannsókn málsins stendur enn yfir.
Gamli Herjólfur var ræstur út með-
an sá nýi fór í slipp, en þarf að
leggja að og frá Landeyjahöfn eftir
sjávarföllum, þar sem hann ristir
dýpra.
Umhverfisstofnun og Skotvís greinir
vægast sagt á um dagafjölda í kom-
andi rjúpnatímabili. Jólabörn lands-
ins fylgjast með í ofvæni.
Kristján Þórður Snæbjarnarson,
starfandi forseti ASÍ, hlakkar til
komandi Alþýðusambandsþings
sem hefst á mánudag, en þar verður
kjörin ný forysta. Kristján kvaðst
vonast til að nýrri forystu fylgi sátt í
ASÍ, sem bendir til þess að oss sé
fæddur nýr konungur gríns og gam-
anmála.
Grátt gaman
Mörgum þótti sumarið á Íslandi fremur endasleppt þetta árið, hafi það þá á annað borð komið. Vetur konungur lætur
hins vegar ekki eftir sér bíða, en hinn 6. október snjóaði víða nyrst á landinu, þar á meðal á Siglufirði eins og hér sést.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
1.10.-6.10.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is