Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.10. 2022 STJÓRNMÁL K annski það séu örlög allra ítalskra stjórnmálamanna til hægri við miðju að vera bornir saman við Benito Mussolini, einræðisherra fasista, sem þar komst til valda fyrir nákvæmlega 100 árum. Þegar Matteo Salvini og Bandalagið (Lega, áður nefnt Norðurbandalagið) vann kosninga- sigra sína fyrir 2 og 3 árum stóð a.m.k. ekki á slíkum samanburði, fasistar voru sagðir hafa náð undirtökum á Ítalíu og landið augljóslega á leið í hundana ef ekki verra. Víst er um það, að Ítalíu hefur ekki vegnað betur síðan, en það er tæplega hægt að leggja það að dyrum Salvinis. Og svo er náttúrlega undrið, að þegar fylgið fjaraði undan honum, þá hvarf hann bara í skuggann. Eins og stjórnmálamenn í lýðræðis- þjóðfélagi gera. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fékk sömu trakteringar í nýliðinni kosningabaráttu og var hiklaust sökuð um að vera fasisti, eink- um þó utan Ítalíu og valdhafar í Evrópusam- bandinu og einstökum Evrópuríkjum öðrum höfðu í hótunum við ítalska kjósendur ef þeir kysu ekki rétt. Samt sem áður fékk Meloni meira en fjórðung atkvæða ítalskra kjósenda og hægri blokk hennar og þriggja annara flokka öruggan meirihluta á þingi. Almúgakona til æðstu metorða Meloni er einstæð móðir, frískleg og mælsk, talar hratt með fremur djúpri rödd og sterkum hreim Rómarlýðs, sem ekki þykir mjög fínt, en um það var rætt að kjósendum þætti hún ein- lægrari og meira ekta en aðrir forystumenn stjórnmálaflokka á Ítalíu. „Ég er Giorgia, ég er kona, ég er móðir, ég er kristin,“ eru þau orð, sem hún notar til þess að kynna sig á fundum. Þau fundu víða hljóm- grunn, en hún lagði svo út frá þeim til þess að boða helstu skoðanir og áherslumál. Mörg fremur sjálfsögð, önnur þokukenndari, sum mjög umdeild. En þau dugðu til þess að vekja athygli á Meloni, sem hefur ráð undir rifi hverju við hverjum þeim vanda sem hún teikn- ar upp, og hún hreif marga kjósendur í landi þar sem margir eru við það að gefast upp á stjórnmálastéttinni eða löngu búnir að því. Engum blöðum er um það að fletta að Meloni er pópúlisti af Guðs náð, en með hvaða rétti hún er kölluð fasisti er önnur saga. Af stjórnmálaskoðunum hennar er auðvelt að greina íhaldssemi, jafnvel afturhaldssemi um margt. Það er hins vegar mun auðveldara að skýra og skilja lífsskoðanir hennar út frá því að hún sé rammkaþólsk en að hún sé fasisti í nokkrum skilningi. Hún leggur mikla áherslu trúna, föðurlandsást og fjölskylduna sem horn- stein samfélagsins, sem eru alls ekki óvenjuleg viðhorf á Ítalíu, og gefur til kynna að mjög hafi sigið á ógæfuhlið Ítalíu vegna þess að þau gildi hafi mátt þoka fyrir lausung og lygi af ýmsu tagi. Skuggi Mussolinis Ýmsir hafa þó bent á að Meloni hafi raunar lýst velþóknun á Mussolini hér áður fyrr. Árið 1996, þegar Meloni var 19 ára gömul og ungliði í stjórnmálum, var hún spurð út í Mussolini í viðtali við franska sjónvarpsstöð. „Ég held að Mussolini hafi verið góður stjórnmálamaður, að því leyti að allt sem hann gerði, gerði hann fyrir Ítalíu,“ var svar hennar þá. Reuters spurði hana um þau orð í liðnum mánuði, en hún hafnaði öllum tengslum við fas- ista og sagði að hún væri augljóslega ekki sömu skoðunar nú og þegar hún var 19 ára, án þess að fara nánar út í þá sálma. Hins vegar vísar hún til fjölmargs í nútíman- um, sem henni þykir miður fara. Margt af því vill hún rekja til vinstrimanna, annað til frjáls- lyndis með missannfærandi rökum, en allt er það til þess fallið að skerpa á muninum á sér og hinum, sér í lagi að hún og flokkur hennar sé eina sannfærandi svarið við úr sér gengnum vinstrimönnum, alþjóðasinnum og hinu nýja vökula vinstri. Þar hafa menn sérstaklega staðnæmst við áherslur Meloni í útlendingamálum, athuga- semdir um erindi íslams í vestrænum sam- félögum og einnig hvernig hún hefur látið um málefni kynsegin fólks, sem hún telur að eigi ekki að njóta neinna sérstakra réttinda. Meloni hefur ekki dregið af sér í fordæm- ingu á hinni evrópsku elítu, sem hafi bruggað launráð gegn Ítalíu, misnotað Evrópubankann (ECB) til þess að gera árangursríkt áhlaup á ríkissjóð Ítalíu (í því skyni að koma Silvio Ber- lusconi frá völdum) og haft lýðræðið að leik- soppi með því að skipa eigin forsætisráðherra rétt eins og Ítalía væri skattlenda Evrópusam- bandins (ESB) með ríkisstjóra frá Brussel. Þær ásakanir hafa hlotið hljómgrunn vegna þess að þær eru ekki úr lausu lofti gripnar og eru án efa einn af lyklum velgengni Meloni. Ýfingar Evrópusambandsins Fyrir vikið er fyrirlitning hinna ráðandi afla ESB á Meloni nær takmarkalaus og af skeyta- sendingum þaðan verður ekki annað ráðið en að þar eigi að láta kné fylgja kviði. Þremur dögum fyrir kosningarnar á Ítalíu var Ursula von der Leyen, hinn ókjörni forseti framkvæmdastjórnar ESB, spurð að því hvernig henni litist á yfirvofandi sigur hægri- flokka á Ítalíu. Hún svaraði án minnsta hiks, að ESB hefði ýmis tæki í sínum fórum, sem nota mætti gegn Ítalíu ef Ítalir kysu að halda „í erf- iða átt“. Þetta voru ótrúleg orð, því þarna var von der Leyen beinínis að hóta ítölskum kjósendum því að þeim yrði refsað ef þeir kysu „rangan“ flokk. Sá refsivöndur er mjög sársaukafullur, því Brussel hefur í valdi sínu að tefja eða hætta við greiðslur sem einstökum aðildarríkum ber og reiða sig á. Ítalskir kjósendur létu það þó ekki aftra sér frá því að kjósa Meloni og aðra flokka hægra megin við miðju; kusu „rangt“, svo nú verður fróðlegt að fylgjast með því hvort von der Leyen og félagar í framkvæmdastjórn ESB standa við hótunina. En svo má auðvitað spyrja hvort þessi ógn- vænlegu orð frá Brussel séu ekki öfgafyllri – jafnvel fasískari – en nokkuð það sem Meloni hefur látið sér um munn fara. Þar var von der Leyen beinlínis að hóta kjós- endum eins aðildarríkis ESB að þeir hefðu verra af ef þeir ekki hlýddu því sem meintir þjónar þess í Brussel krefðust. Lýðræðishall- inn í ESB er vel þekktur, en í orðum vom der Leyen fólst bein aðför að hinu frjálslynda og reglubundna vestræna lýðræði, án allra marka eða mótvægis. Bræður Ítalíu Ættartala Bræðra Ítalíu (Fratelli d’Italia) er ekki sérlega geðfelld. Flokkurinn varð til árið 2012 við klofning í Forza Italia, flokks Berlus- conis, en margir helstu lykilmenn höfðu áður verið í Þjóðarbandalaginu (Alleanza Nazio- nale), sem lognaðist út af árið 2008, en hafði verið stofnað 1995 upp úr leifunum af Fé- lagshreyfingunni (Movimento Sociale Italiano), sem aftur var stofnuð 1946 af ýmsum fylgj- endum Mussolinis eftir að Fasistaflokkurinn hafði verið leystur upp og bannaður. En það þýðir ekki að Meloni, sem fæddist 1977, sé vendilega dulbúinn Mussolini í dragt. Meloni hefur margsinnis afneitað þeirri fúlu fortíð og helstu stefnumál flokksins draga ekki dám af fasisma og eru raunar fæst mjög óvenjuleg – svona af pópúlískum flokki að vera. Hún vill lækka tekjuskatt og einfalda skatt- kerfið til muna, auka velferðarútgjöld til barnafólks, stemma stigu við hinu alþjóðlega auðvaldi, hefja rekstur kjarnorkuvera á ný til þess að tryggja orkuöryggi og koma í veg fyrir að Brusselvaldið ráðskist með Ítalíu. Skiptari skoðanir eru á því hvernig hún vill takast á við innflytjendavandann, þó velflestir Ítalir séu á því að það geti ekki beðið lengur og margir Evrópusambandinu gramir fyrir tóm- læti um ástandið. Einna mestar tilfinningar vekja þó sjálfsagt skoðanir Meloni á hinum nýju dilkastjórn- málum, þar sem alls kyns nýjar skilgreiningar eiga að trompa hinar hefðbundari eða þannig kemur það henni fyrir sjónir. Sumt er það sjálfsagt meira í nösunum á henni, þannig hafa samkynhneigðir Ítalir litla trú á að hún muni eða geti undið ofan af þeim réttindum, sem þeir hafa öðlast á umliðnum ár- um. Áherslurnar eru meira um hvernig hún vill treysta rétt kvenna, ekki síst mæðra, renna fleiri stoðum undir fjölskylduna, efla ítalska þjóðarvitund og þar fram eftir götum. Fasismi eða fortíðarþrá Auðvitað er fráleitt að halda því fram að fjórð- ungur ítalskra kjósenda séu fasistar. Ekkert bendir til þess að slík hugmyndafræði höfði til Ítala almennt. Kosningaúrslitin benda hins vegar til þess að stór hluti þeirra líti á Meloni sem hina þolan- legu ef ekki viðfelldnu ásjónu íhaldssamra gilda, þar sem kristnin, fósturjörðin og fjöl- skyldan eru í hávegum höfð. Hinir hefðbundnu kerfisflokkar hafa fátt að bjóða annað en meiri stöðnun og embættis- mannastjórnir á vegum ESB, sem velflestir Ítalir efast um að standi með sér um það sem máli skipti. Um sumt valda sérstakar aðstæður á Ítalíu, en svo verður einnig að skoða það í ljósi uppgangs pópúlista í stjórnmálum vítt og breitt um heiminn. Kjósendur veðja á þá í auknum mæli, einmitt af því að þeir vilja og kjósa raunverulegar breytingar, þó sjaldnast sé vel ljóst til hvers þær muni leiða. Sennilega er það einmitt það sem evró- kratarnir eiga erfiðast með að þola, líta rétti- lega á það sem uppsteyt gegn Evrópuhugsjón ESB, afturhaldssemi, heimóttarskap og plebbalegt lýðskrum, svo vísað sé til fornra, rómverskra hneigða. Auðvitað kýs hin evrópska valdastétt fremur að við stjórnvölinn sé maður að þeirra skapi ef ekki beinlínis handvalinn úr þeirra hópi, líkt og Mario Draghi, fráfarandi forsætisráðherra Ítalíu og fyrrverandi bankastjóri Evrópubank- ans, sem aldrei var kjörinn í embætti, heldur útnefndur af Brussel. Í því samhengi er rétt að minna á að nýliðnar kosningar á Ítalíu eru hin- ar fyrstu frá fjármálakreppunni 2008 þar sem ítalskir kjósendur höfðu eitthvað um það að segja hver myndi leiða ríkisstjórn landsins. Sex síðustu forsætisráðherrar Ítalíu komust allir til valda með slíku baktjaldamakki. Gagnkvæm gremja Það er kannski ekki síst það sem ítölskum kjós- endum mislíkar, en þrátt fyrir að þeir séu al- mennt frekar áfram um Evrópuhugsjónina, þá Lýðræði, lýðskrum og fasismi Giorgia Meloni er næsti leiðtogi Ítalíu, flokkur hennar fékk langflest atkvæði í kosningunum í liðnum mánuði, ríflega fjórðung. Andstæðingar væna hana um fasisma en hún er einfaldlega pópúlisti og ekki líklegri en fyrirrennararnir að ná settu marki. Andrés Magnússon andres@mbl.is Giorgia Meloni, leiðtogi flokksins „Bræðra Ítalíu“, þakkar Ítalíu fyrir sig og atkvæðin öll. Hún dró ekki af sér í yfirlýsingum um hvaðeina, en hvort hún getur staðið við stóru orðin er annað mál. AFP/Andreas Solaro

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.