Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Page 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Page 23
Kollar, kertastjakar og skálar eru til sölu heima hjá Sigmundi. Allt leikur í höndunum á honum. segir hann og segist leika sér við að prófa nýjar og nýjar viðarteg- undir. „Ég geri svo kolla með geita- skinni og jólatré sem hafa alveg slegið í gegn,“ segir Sigmundur og segist smíða allt eftir eigin hönn- un. Einn í ævintýraheimi Sigmundur gerir einnig jólakúlur úr tré og segist eingöngu skreyta eigið jólatré með sínum kúlum. „Toppurinn er líka úr tré en hann er eftirgerð af toppi sem var til heima hjá mér í minni æsku, en löngu brotinn. Ég gerði hann eftir minni og systkini mín segja hann alveg eins,“ segir hann. „Nýjasta nýtt eru lítil skart- gripaskrín úr maðkétnum rekavið en ég steypi í þetta með plastefni. Ég er að gera þetta sérstaklega fyrir stelpurnar, barnabörnin, í fermingargjöf og set í það háls- men sem ég tálga úr hvaltönn. Strákarnir fá þverslaufu.“ Þér fellur ekki verk úr hendi? „Æ, ég á erfitt með að vera kyrr,“ segir Sigmundur og sýnir blaðamanni lítið horn þar sem hann dvelur á kvöldin við hand- verkið. „Vinnuaðstaðan hér er ekki stór, en þarna sit ég og tálga allt- af eina, tvær skeiðar á dag eftir vinnu á meðan ég hlusta á Story- tel. Ég hlusta mest á ævintýrasög- ur eins og Game of Thrones og Harry Potter. Ég fer þá inn í ævintýraheim á meðan ég tálga. Mér leiðist aldrei!“ Sigmundur er þúsundþjala- smiður sem er alltaf að. Hann fær ekki nóg af smíði, því eftir vinnu tálgar hann og rennir. Morgunblaðið/Ásdís Jólatrén hafa slegið í gegn. Jólakúlur úr tré eru málið! Sigmundur býr einnig til kaffibolla úr ýmsum viðartegundum. 9.10. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 FINNA.is Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.