Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.10. 2022 LESBÓK VIRÐING Tvö ár eru síðan Eddie Van Halen féll frá en enn hefur ekki verið hlaðið í formlega minningar- tónleika um gítargoðið. Ólíklegt er að af því verði úr þessu, ef marka má orð sonar hans, Wolfgangs, í tíma- ritinu Classic Rock. Fram kemur í viðtalinu að hann hafi leitað hófanna en eftirlifandi meðlimir Van Halen séu á hinn bóginn svo undarlega innréttaðir að ekki hafi náðst samkomulag. Þess vegna kláraði Wolfgang málið á minningartónleikunum um Taylor Hawkins, trymbil Foo Fighters, austan hafs og vestan í síðasta mánuði. „Ég finn fyrir lúkningu vegna þess að minn hluti í tón- leikunum var virðingarvottur við föður minn,“ segir Wolfgang en með honum léku Dave Grohl á bassa, Josh Freese á trommur og Justin Hawkins sá um sönginn. Engir minningartónleikar Eddie Van Halen í ham. AFP/Kevin Winter SPENNA Myndaflokkar sem Ryan Murphy og lið hans hafa gert fyrir Netflix hafa fengið misjafnar viðtökur, svo sem Ratched, Hollywood og The Politician. Það breytir ekki því að margir bíða spenntir eftir næsta skammti, The Watcher eða Gláparanum, sem kemur inn á streymisveituna á fimmtudaginn. Hann byggist á sönnum atburðum um hjón sem eru ekki fyrr flutt inn í draumahúsið í úthverfi New Jersey en þeim fara að berast óhugnanleg bréf sem „Gláparinn“ ritar undir. Naomi Watts og Bobby Cannavale leika hjónin og Mia Farrow, Jennifer Coolidge og Noma Dumezweni koma einnig við sögu. Naomi Watts er í aðal- hlutverki í Gláparanum. AFP/Hippolyte Petit Chloë Grace Moretz er á jaðrinum. Í Lundúnum framtíðar VÍSK The Peripheral eða Á jaðr- inum nefnast nýir framhaldsþættir úr smiðju Scotts Smiths sem koma inn á efnisveituna Amazon Prime 21. þessa mánaðar. Um er að ræða vísindaskáldskap eða „vísk“ en byggt er á samnefndri bók eftir William Gibson. Sýndarveruleiki eða hvað? Chloë Grace Moretz leik- ur vansæla unga konu í smábæ í Bandaríkjunum sem finnur flótta- leið frá eymd eigin tilveru gegnum höfuðtól sem flytja hana í sviphend- ingu yfir til Lundúna í óskilgreindri framtíð. Jack Reynor, Gary Carr, Charlotte Riley og Eli Goree eru meðal leikara í aukahlutverki. S jónvarp Símans Premium hóf fyrir skemmstu sýningar á bandaríska myndaflokknum American Gigolo. Eins og allar al- mennilegar efnisveitur dustaði það um leið rykið af samnefndri kvik- mynd frá árinu 1980 en á henni bygg- ist einmitt téður flokkur. Með fullri virðingu fyrir hinum nýja þætti höfð- aði myndin meira til mín og ég keyrði hana í gang í vikunni. Ég hef ábyggi- lega verið of ungur til að sjá hana á sínum tíma enda dálítið þarna um ber brjóst og annan óhugnað sem vernda þarf sakleysingja þessa heims fyrir í lengstu lög. Að ekki sé talað um jafn- aldra Richards Geres sem treður þarna upp er á líður; í svona kameó- hlutverki. Það hefur ábyggilega sett hálfa bandarísku þjóðina á hliðina á þeim tíma, alla vega hin syðstu og við- kvæmustu ríki. Nú átt þú, lesandi góður, sennilega eftir að sjá myndina, hvort sem er í fyrsta sinn á ævinni eða í fyrsta skipti í langan tíma, þannig að ég er ekkert að eyða púðri í söguþráðinn hér. Á hinn bóginn langar mig að fjalla svo- lítið um helstu leikarana sem koma við sögu enda ekki verið hugsað til sumra þeirra lengi. Richard Gere er vitaskuld ekki í þeim hópi enda hefur stjarna hans verið hátt á himni allar götur síðan og þið vitið allt um ævi hans og athafnir. Hann er einn af höf- uðspöðunum í Hollywood undanfarna fjóra áratugi eða svo; gott ef gígóló- inn festi hann ekki hreinlega í sessi. Frægari sem fyrirsæta Muniði hver lék aðalkvenhlutverkið á móti Gerinu? Jú, laukrétt. Lauren Hutton. Langt síðan maður hefur séð hana á skjánum. Hutton er líklega frægari sem fyrirsæta en leikkona en hefur eigi að síður leikið í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum enda þótt American Gigolo standi án efa upp úr á þeim ferli. Hutton var á hinn bóginn ein vin- sælasta fyrirsæta heims á áttunda áratugnum og skrifaði árið 1973 und- ir stærsta samning í sögu bransans við snyrtivöruframleiðandann Rev- lon. Engin kona hefur heldur setið oftar fyrir á forsíðu tískutímaritsins fræga Vogue en hún, 26 sinnum í það heila. Hutton verður 79 ára í næsta mán- uði en er fráleitt sest í helgan stein. Á seinasta ári birtist hún á forsíðu tíma- ritsins Harper’s Bazaar og hefur greinilega engu gleymt. Það sem færri vita er að Hutton er Gere sem ég segi, drengur! Gamli góði ameríski gígólóinn er aftur kominn upp á dekk en í Sjónvarpi Símans Premium má bæði finna kvikmyndina frægu með Richard Gere og flunkunýja þætti sem byggjast á henni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Þegar okkur áhorfendur ber að garði í myndaflokknum American Gigolo hefur söguhetjan, Julian Kaye, setið saklaus í fangelsi í hálfan annan áratug. Ný gögn koma fram í máli hans sem verður til þess að hann er látinn laus. Þá þarf gamli gígólóinn að fóta sig í breytt- um heimi. Og hvað gerir hann? Snýr við blaðinu eða fer í sama far- ið? Bandaríski leikarinn Jon Bernthal fær það vandasama verkefni að feta í fótspor Richards Geres en Gabriel LaBelle leikur Julian ungan. Gretchen Mol fer með hlutverk Michelle Stratton sem Lauren Hutton lék í myndinni. Af öðrum leikurum má nefna Lizzie Brocheré og Rosie O’Donnell. Höfundar þáttanna sækjast um margt eftir sömu áferð og í myndinni og leita sem fyrr í smiðju pönkgoðanna í Blondie eftir burð- arlaginu, Call Me. Julian brunar þá fjall- brattur um hraðbrautina á blæjubílnum sínum svo golan gælir við liðaða lokk- ana. Snýr gígólóinn við blaðinu? Jon Bernthal leikur aðal- hlutverkið. Hættu að glápa eins og eldgömul sápa! Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.