Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11.2022 FRÉTTIR VIKUNNAR Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Það styttist í jólin og víða er farið að skreyta og gera fínt. Og ekki vantar – af fréttum að dæma – jólasveinana í þetta land jólasveinsins, hvort heldur er í Karphúsinu, háskólasamfélaginu, Ríkisendurskoðun, Strætó eða fangageymslum. Hnífarnir brýndir fyrir jólin Lögregla gerði ákafa leit að hópi manna sem ruddust inn á skemmtistaðinn Banka- stræti Club á fimmtudagskvöld og veittu þremur karlmönnum þar stungusár. Átta voru handteknir og húsleit gerð á sex stöðum, en a.m.k. 13 annarra leitað. Jólaþorpið í Hafnarfirði var opnað á Thorsplani þegar ljós voru tendruð á Cuxhaven-trénu. Kjaraviðræður gengu að sögn almennt vel á milli Samtaka atvinnulífsins, VR, Starfsgreina- sambandsins og Landssambands verslunarmanna. Þar var helst til ráða að gera skamman samning í ljósi ótryggra efnahagsaðstæðna. Veitur eru farnar að leita að hita á nýjum slóðum, en þar er m.a. horft til lághitasvæða í Reykja- hlíð, á Kjalarnesi og Geldinganesi. Áhyggjur hafa aukist að undanförnu um að hitaveita anni ekki vaxandi eftirspurn. Undirbúin er útgáfa nafnskírteina á stærð við kreditkort, en þau eiga að standast nýjustu öryggiskröfur og vera gild skilríki til ferðalaga innan Schengen-svæðisins. Enn er gefið út lítilræði af gömlu nafnskírteinunum. Vinnuhópur um heilsueflandi vinnu- umhverfi hvetur til þess að boðinn verði stuðningur á vinnustað vegna breytingaskeiðs kvenna. Tólf til viðbótar voru handteknir í tengslum við stunguárás í Banka- stræti Club, svo þá voru alls 20 í haldi lögreglu vegna málsins, sem spratt af deilum tveggja gengja. Í framhaldinu gekk á með hótunum, rúðubrotum á heimilum og jafnvel íkveikjusprengju. Helgi Gunnlaugsson afbrota- fræðiprófessor taldi að best væri að vitundarvakning yrði innan gengj- anna um hættuna af ofbeldi, egg- vopnum og eitraðri karlmennsku, sem hann taldi rót ódæðisins (þó meðal hinna handteknu væru víst þrjár konur). Meðlimir mættu ekki verða viðsklla við stofnanir samfé- lagsins, sagði prófessorinn og átti þar ekki við fangelsi. Ríkisvaldið samdi við borgina um viðtöku 1.500 flóttamanna. Eftir meira en þúsund ára umsátur er síðasta vígið fallið og hagamúsin hefur numið land í Vestmannaeyj- um. Húsamús hefur þar hins vegar verið frá landnámi. Fórnarlamba umferðarslysa var minnst með athöfn við þyrlupall Landspítalans í Fossvogi, þar sem GuðniTh. Jóhannesson, forseti Íslands, ogWillum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fluttu ávörp. Gæsluvarðhaldsfangar hafa aldrei verið fleiri en í vikunni, en þá voru þeir 60 talsins. Yfirleitt eru þeir um 20 talsins. Stærsti hópurinn tengist stunguárásinni í Bankastræti, en eins hafa nokkur stór mál önnur komið upp undanfarnar vikur. Samkvæmt bráðabirgðatölum Gallup horfðu nú fleiri á opnunar- leik heimsmeistaramótsins í fótbolta í Katar en það gerðu fyrir fjórum árum, þegar mótið fór fram í Rússlandi. Hins vegar er kostnað- ur af útsendingum Ríkisútvarpsins minni nú en þá. Mikil hagræðing og aðhald er framundan í Árborg vegna rekstr- arörðugleika, en hallinn það sem af er ári nemur 2,4 milljörðum króna. Fjárhagurinn hefur lengi verið þungur þar, en verðbólgan hefur ekki bætt um betur. Fjölmenn samninganefnd Eflingar kom til fundar með tveimur full- trúum Samtaka atvinnulífisins á skrifstofum ríkissáttasemjara. Eldur kom upp í steinullarverk- smiðju Steinullar hf. á Sauðár- króki, en niðurlögum eldsins var skjótt ráðið og tjón í minna lagi. Í ljós kom að forseti Íslands hefur lítið við innsigli að gera, því hann afhjúpaði sjálfan sig sem taggara þegar 300. rampurinn (flái fyrir hjólastóla) var settur upp í Mjóddinni. Þar dró forsetinn upp úðabrúsa, útmálaði skoðanir sínar og bætti svo við taggi. Tagg forset- ans er broskall. 15 lágu á spítala veikir af kórónu- veirunni, en 30-40 smit koma nú í ljós á hverjum degi. Þriðjungur bænda, sem fengust við blóðmerahald, er hættur því. Óhugnanleg skilaboð gengu manna á milli í netheimum um yfirvofandi hefndarárásir vegna stungu- árásarinnar í Bankastræti. Var þar eindregið varað við því að fara í miðbæ Reykjavíkur og haft fyrir satt að þar yrði almennum borg- urum ekki þyrmt. Lögregla sagði ekki ástæðu til ótta og jók gæslu í miðbænum til muna. Íbúafjöldi Íslands var endurmetinn eftirmanntal, en samkvæmt því búa tíu þúsund færri í landinu en talið var. Það kann að hafa áhrif á áætlanir um húsnæðisþörf. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi vill ekki hleypa neinum í bækurnar hjá embætti sínu og neitaði að gefa upp á hvaða kjörum Jón Þór Sturluson var fenginn til þess að leggja gjörva sérfræðihönd á margfræga skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslands- banka. Maður hlaut 3½ árs fangelsisdóm fyrir tilraun tilmanndráps og stórfelldar líkamsmeiðingar 17. júní sl. Hann réðst á tvo vinnufélaga sína á Seltjarnarnesi. Reynt verður að bæta samgöngur milli Ísafjarðar og Flateyrar á nýju ári, meðal annars með því að taka niðurgreiddan leigubíl þegar ekki er völ á strætisvagni. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 25 punkta í 6%. Aðilar vinnumarkaðarins, sem setið hafa að samningum, brugð- ust ókvæða við og fannst bankinn reyna að spilla fyrir þeim. Vopnaburður fanga hefur stórauk- ist undanfarin ár og hafa fanga- verðir gert alls kyns heimagerð vopn fanga upptæk. Svokallaðir Klapp-skannar Strætó, sem notaðir eru til greiðslu far- gjalds í vögnum fyrirtækisins, eru ónothæfir og stendur til að skipta þeim öllum út. Strætó bs. rambar á barmi gjaldþrots, en það hlýtur að leysast þegar borgarlínan kemur til kasta sömu snillinga í rekstri almenningssamgangna. Jarðeðlisfræðingar segja óvenju- mörg eldfjöll virðast tilbúin í gos, þó menn séu ófúsir að spá um framhaldið. Hekla er fullþanin, Öræfajökull bærir á sér, skjálfta- virkni í grennd við Kötlu, land rís við Öskju og Grímsvötn gætu gosið hvenær sem er. Lífeyrissjóðir hafa látið smíða fyrir sig lögfræðiálit um að ráðagerðir fjármálaráðherra vegna ÍL-sjóðs standist ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Ungt fólk í miðbænum hefur fagnað nýjumyntþvottahúsi á Grettis- götu og hafa foreldrar þeirra um alla borg fagnað því mjög. Svörtudagurinn langi rann upp og náði einkaneyslan nýjum hæð- um, rétt eins og til þess að storka Seðlabankanum og aðilum vinnu- markaðarins. Forsætisráðherra boðaði aðila að kjaraviðræðum á sinn fund í Múrnum og virtist ná að leggja klæði á vopnin um stund. Adam var þó ekki lengi í Para- dís, því Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heyrði á skotspónum að Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra hefði á fundi úti í bæ sagt kröfur verkalýðsforystunnar óraunhæfar. Ragnar er viðkvæmur maður og sleit hann því kjaravið- ræðum við svo búið. Jón Gunnarsson dómsmálaráð- herra gerði ráðstafanir til þess að bæta aðbúnað fangavarða, m.a. vegna aukins vopnaburðar fanga. Gæsluvarðhald yfir tveimur mönn- um, sem sakaðir eru um undirbún- ing hryðjuverka, var framlengt um tvær vikur. Rannsóknin er sögð á lokastigi. Bandaríska sendirráðið varaði bandaríska borgara við því að fara í miðbæinn. Íslenskir borgarar hafa hins vegar ekki verið varaðir við því að fara til nokkurrar borgar vestra. 19.11-25.11 Andrés Magnússon andres@mbl.is Parapró 200 mg/500 mg filmuhúðaðar töfur. Inniheldur íbúprófen og parasetamól.Markaðsleyfishafi:Acare ehf, info@acare.is.Til skammtíma verkjastillingar fyrir svefn, til dæmis verks vegna kvefs og flensu, gigtar- og vöðvaverkja, bakverkjar, tannverkjar, höfuðverkjar og tíðaverkjar sem valda svefnerfiðleikum. Frábendingar: ofnæmi fyrir íbúprófeni, parasetamóli eða einhverju hjálparefna lyfsins, saga um ofnæmisviðbrögð í tengslum við asetýlsalisýlsýru eða önnur bólgueyðandi gigtarlyf, saga um eða sár/rof eða blæðingu í meltingarvegi, storkugalli, alvarleg lifrarbilun, alvarleg nýrnabilun eða alvarleg hjartabilun, samhliða notkun annarra NSAID-lyfja, samhliða notkun annarra lyfja sem innihalda parasetamól, notkun á síðasta þriðjungi meðgöngu. Parapró er ætlað til notkunar hjá fullorðnum,18 ára og eldri. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Parapró Inniheldur bæði parasetamól og íbúprófen Verkjastillandi og bólgu- eyðandi Parapró vinnur gegn mígreni, höfuðverk, bakverk, tíðaverk, tannverk, gigtar- og vöðvaverkjum, verkjum vegna vægrar bólgu í liðum, einkennum kvefs og flensu, særindum í hálsi og hita.Parapró hentar þeim vel sem þurfa meiri verkja- stillingu en parasetamól og íbúprófen veita ein og sér.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.