Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11.2022
VETTVANGUR
Holtagörðum | Sími 568 0708 | www.fako.is
Sófi Chesham
199x90 h:80cm
Verð 369.000kr
Sófaborð Riber
150x60 h:36cm
Verð 120.000 kr.
AFP/UGC
Stúdentar við Azad-háskóla í Teheran sýna rauðmálaða lófa í andófi vegna
dauða Möshu Amini í haldi siðgæðislögreglu. Rauði liturinn táknar blóð.
Landamæralaus mál-
staður mannréttinda
Getum við sem þjóð skipt
okkur af því sem gerist
innan landamæra annarra
ríkja eða teljast slík afskipti íhlutun
í innanríkismál? Hrokafull inngrip
forréttindablindra Vesturlandabúa í
málefni sem þeir hafa engan skilning
á? Eða er til málstaður sem er
hafinn yfir mörk og mæri?
Um þessar grundvallarspurningar
var rætt í mannréttindaráði Sam-
einuðu þjóðanna í vikunni þar sem
þýðingarmikil ályktun Íslands og
Þýskalands um mannréttindamál í
Íran var samþykkt með yfirgnæfandi
stuðningi. Ályktunin kveður á um að
stofnuð verði sjálfstæð og óháð rann-
sóknarnefnd sem safna á upplýs-
ingum og gögnum sem
nýst geta til að draga
þá til ábyrgðar sem
ofsótt hafa friðsama
mótmælendur í Íran
undanfarnar vikur.
Ekki þarf að fara
mörgum orðum um
það hörmungarástand
sem ríkt hefur í Íran
í kjölfar dauða Jina
Mahsa Amini, ungrar
konu af kúrdískum upp-
runa sem lést í haldi siðgæðislög-
reglunnar í haust. Yfirvöld í landinu
hafa tekið á friðsömummótmælend-
um af fádæma hrottaskap. Talið er
að á fjórða hundrað hafi látið lífið
síðan mótmælahrinan hófst, þar af
um fjörutíu börn, og þúsundir sitja í
varðhaldi. Ísland og Þýskaland fóru
því fram á við mannréttindaráðið að
sérstakur aukafundur yrði haldinn
á vettvangi ráðsins. Tilefnið var
sannarlega ærið.
Rafmagnað andrúmsloft
Rafmagnað andrúmsloft var í
sal mannréttindaráðsins þegar
umræðan hófst á fimmtudags-
morguninn. Ég ræddi við fulltrúa
fjölmargra ríkja í aðdragandanum
og varð þess strax áskynja að mikil
samstaða væri innan ráðsins um
að framgöngu klerkastjórnarinnar
væri ekki með nokkru móti hægt
að líða. Þetta kom enn betur í ljós í
sjálfum umræðunum þar sem hvert
ríkið á fætur öðru lýsti því yfir að
standa yrði vörð um rétt fólks til
grundvallarmannréttinda og andæfa
því skefjalausa ofbeldi sem írönsk
yfirvöld hafa gerst sek um.
Þvert á þessi sjónarmið var ræða
sem Khadijeh Karimi flutti fyrir
hönd Írans, en hún er næstráðandi
í því ráðuneyti sem fer með málefni
kvenna og fjölskyldna í írönsku ríkis-
stjórninni. Hún sakaði þau vestrænu
ríki sem fóru fram á umræðuna um
hrokafulla framgöngu og misnotkun
á mannréttindaráðinu. Það væri
hræsnisfull afstaða að benda á
Íran en láta mannréttindabrot víða
annars staðar átölulaus.
Málflutningur íranska fulltrúans
rataði sums staðar í fjölmiðla,
meðal annars hér á landi. Um slíka
orðræðu hef ég þetta að segja:
Málafylgja Íslands og Þýskalands
vegna Írans hefur ekkert með það
gera að Vesturlönd séu að þröngva
sínum gildum upp á írönsku þjóðina.
Hún snýst um að virðing sé borin
fyrir grundvallarmannréttindum
og ríki heims – öll sem eitt – standi
við skuldbindingar
sínar í þeim efnum.
Skylda til að
bregðast við
Mannréttindi eru
einn af hornstein-
um íslenskrar ut-
anríkisstefnu. Það
er í samræmi við
stofnsáttmála Sam-
einuðu þjóðanna
um skuldbindingu
aðildarríkjanna til aðgerða sem
stuðla að og efla viðurkenningu á
mannréttindum og grundvallarfrelsi
án nokkurrar mismununar. Ísland
vinnur að vernd og eflingu mann-
réttinda í heiminum fyrst og fremst
á vettvangi viðkomandi alþjóðastofn-
ana. Kannanir sýna að almenningur
er sammála þessari stefnu. Í könnun
semMaskína gerði fyrir utanríkis-
ráðuneytið í vor sögðu 83 prósent
aðspurðra að það skipti miklu máli
að Ísland talaði máli mannréttinda
á alþjóðavettvangi. Aðeins fimm
prósent telja það litlu máli skipta.
Grundvallarmannréttindi eru
nefnilega hafin yfir landamæri ríkja.
Í því felst að við getum ekki sett
kíkinn yfir blinda augað þegar brotið
er svo gróflega á fólki. Okkur ber
þvert á móti skylda til að bregðast
við með afgerandi hætti. Ekki aðeins
með yfirlýsingum heldur raunveru-
legum aðgerðum. Það hefur mann-
réttindaráð Sameinuðu þjóðanna nú
gert með því mikilvæga skrefi sem
aðildarríkin hafa samþykkt að stíga.
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@althingi.is
Málafylgja Ís-
lands og Þýska-
lands vegna Írans
hefur ekkert með
það gera aðVestur-
lönd séu að þröngva
sínum gildum upp á
írönsku þjóðina.