Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Page 19
1927.11.2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR
MOSSLEY
Ekta „street food“
Dagmar Rós Svövudóttir segir
blaðamanni frá staðnum Mossley
sem sérhæfir sig í taco, vængjum og
trufflufrönskum, en annan og stærri
stað má finna í Kópavogi.
„Þetta er ekta „street food“-
matur og er taco-ið vinsælast,“ segir
Dagmar, en hægt er að fá taco með
kjúklingi, grís, tempura-blómkáli og
önd.
„Það eru margir í taco en vængirnir
eru líka vinsælir,“ segir Dagmar og
segir fólk afar ánægt með matinn.
„Um síðustu helgi var hér mikið af
Íslendingum að kíkja á nýju mathöllina.
Við erum á góðum stað hér niðri í bæ.“
DRYKK
Háklassakokteilar
Hann kann á drykkina hann Heimir
Morthens, eigandi staðarins Drykks.
„Hér er boðið upp á allt sem fólk
drekkur.VIð erum með flotta kaffivél
og keyrum á kaffi og te á daginn.Við
færum okkur svo yfir í bjór og vín
þegar líður á daginn og erum líka
með hrikalega flottan kokteilseðil.Við
leggjum áherslu á háklassakokteila,“
segir Heimir og segir mikla vinnu fara
í undirbúning kokteilanna, enda allt
unnið frá grunni.
Heimir segir staðinn fara vel af stað.
„Þetta er hrikalega gaman,“ segir
Heimir sem er menntaður frá Sviss í
hótel- og veitingarekstri.
„Ég er mjög bjartsýnn. Ekki er ég
svartsýnn!“ segir hann og hlær.
ENOTECA
Allir elska ítalskt!
„Þetta er ítalskur vín- og matarbar,“
segir meistarakokkurinn Siggi Hall
sem kokkar ofan í gesti og gangandi á
Enoteca.
„Hér er sérlagað pasta frá Ítalíu,
sérvaldar áleggsskinkur frá Ítalíu og
Spáni og svo er hér mjög mikið úrval
af ítölsku víni. Hér myndast skemmti-
leg vínstemning á kvöldin og fólk fær
sér vín og platta með alls kyns ostum,
hráskinku og pylsum. Svo erum við
með pastarétti sem eru mjög vinsælir,
sérstaklega er ravíólí með sveppum
búið að slá í gegn. Það eru nokkrir
búnir að koma daglega og panta þann
rétt,“ segir Siggi.
„Það eru allir hrifnir af ítalskri
matargerð!“
Guðmundur fær góða hjálp
frá ítölunum Mimo og Enrico.
PIZZA POPOLARE
Pítsur eins og í Napólí
Guðmundur Pétursson ræður
ríkjum á pítsustaðnum nýja, Pizza
Popolare. Þar eru pítsurnar bakað-
ar í sérstökum ofni sem er sá eini
sinni tegundar á landinu. Pítsurnar
bakast á einni og hálfri mínútu og
færist botn ofnsins upp og niður
til að ná jöfnum bakstri. Guð-
mundur segir að þeir noti sérstakt
deig og er undirbúningurinn langur.
„Við erum þeir einu á landinu
sem notum bica-deig en það er
látið gerjast í 72 tíma, en pítsurnar
eru eins og þær í Napólí.Allt hrá-
efnið er sérinnflutt frá Ítalíu, hveiti,
skinkur og ostar.Við ætlum svo
síðar að bjóða upp á pítsur með
ostum frá Erpsstöðum líka,“ segir
Guðmundur og segir pítsurnar
hafa rokið út í fyrstu vikunni. Hann
segist bjartsýnn á að vel gangi.
„Við erum í flottasta húsi í
bænum sem er fullkomið fyrir
mathöll.“
DJÚSÍ SUSHI
Fæ ekki leið
á sushi
Lúðvík Þór Leósson er einn af eigendum
og yfirkokkur á Djúsí Sushi.
„Hér er boðið upp á sushi, smárétti og
poke-skálar. Maturinn hér er undir áhrif-
um frá Japan en einnig Suður-Ameríku.
Þetta er samspil milli þessara kúltúra,“
segir Lúðvík og segir gesti staðarins
sérstaklega sólgna í djúpsteikta rétti.
„Poke-skálarnar eru líka vinsælar, og
mjög hollar og eins fersku rúllurnar
okkar,“ segir Lúðvík, en hann hefur verið
sushi-kokkur í yfir áratug og kann sitt
fag.
„Ég hef haft brennandi áhuga á þessu
og er því enn að. Ég hef ekki enn fengið
leið á sushi,“ segir hann og brosir.
Lúðvík segir staðinn hafa fengið góðar
viðtökur frá því mathöllin opnaði.
„Húsið fyllist hér öll kvöld og hér er
frábær stemning.“
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdótir