Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Qupperneq 24
24
TÍMAVÉLIN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11.2022
LÁTTU FAGFÓLK SELJA ÞÍNA EIGN
FAGLEG RÁÐGJÖF VIÐ KAUPOG SÖLU
HLÍÐASMÁRA 4 KÓPAVOGI - AUSTURVEGI 6 SELFOSSI & ESJUBRAUT 49 AKRANESI - SÍMI 527 1717 - WWW.DOMUSNOVA.IS
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Sigríður Geirsdóttir
bjó um tíma og starf-
aði í Hollywood.
Viðstödd slagsmál í Hollywood
Seint í nóvember 1962 voru
fréttir af því í heimspressunni
að komið hefði til slagsmála
milli tveggja málsmetandi kvik-
myndaframleiðenda, Sidney Lufts
og Charles Strauss, á veitingahúsi
einu í Hollywood. Svo harkalega
flugust þeir víst á að kvenfólk flúði
salinn, hafði Morgunblaðið eftir
breska blaðinu Daily Express. Hafi
þetta ekki verið nóg til að vekja
áhuga landans þá kom einnig fram
í heimsfréttunum að íslenska
kvikmyndaleikkonan og fyrirsæt-
an Sigríður Geirsdóttir, eða Sirrý
Geirs, hefði verið við borð Lufts
þegar skarst í odda. Blaðið bjó svo
vel að hafa símanúmer hennar í
Hollywood og var ekki lengi að slá
á þráðinn.
Lét móðgandi orð falla
„Þetta var þannig að ég var
búin að þekkja Strauss í meira en
ár. Þegar hann vissi að ég þekkti
Luft, þá hringdi hann hingað seint
um kvöld,“ sagði Sigríður um
aðdraganda áfloganna. Hún var
hins vegar ekki heima og Anna
Geirsdóttir, systir hennar, sem
einnig var fyrirsæta, kom í símann.
Lét Strauss þá falla mjög móðg-
andi orð um Luft. „Önnu féll þetta
illa og þegar ég kom heim hálf-
tíma seinna úr kvöldverðarboði
með Luft vildi hún tala við mig
einslega. Hún sagðist ekki geta
sagt mér hvað það væri svo Luft
heyrði til. Ég sagði henni þá að ef
ég gæti heyrt það gæti Luft það
líka. Þá sagði hún að Strauss hefði
hringt og sagt ýmislegt um Luft,
– sem var eintómur þvættingur
auðvitað.“
– Hvað sagði hann? spurði blaða-
maður.
„Það veit enginn, það hefur ekki
verið birt.“
Að sögn Sigríðar reyndi Luft að
hringja til Strauss næsta dag til
þess að krefja hann um afsökun, en
þá skellti Strauss á hann og vildi
ekki tala við hann. „Nú er það af til-
viljun að sama kvöld og hann hafði
reynt að hringja, að við sitjum við
nærliggjandi borð í veitingahúsinu
Slate-Brother’s Night Spot, við Luft
á öðru borðinu en Strauss við hitt.
Luft fór þá yfir að borði Strauss
og krafðist þess að hann bæði sig
afsökunar. Vildi hann að þeir færu
út og töluðu saman, en það vildi
Strauss ekki. Og svo vissi maður
ekki fyrri til en borðin fóru um koll,
og ég sá að þeir voru í slagsmálum.
Svo var þetta stöðvað og lögreglan
kom ekki.“
Í máli Sigríðar kom fram að Luft
hefði daginn eftir farið til Noregs í
viðskiptaerindum, en það var víst
ákveðið löngu áður og tengdist því
ekki hanaatinu í Hollywood.
Luft var á þessum tíma giftur
leikkonunni Judy Garland en
einhver uppstytta var víst komin í
samband þeirra. Samkvæmt heim-
ildum skildu þau þó ekki að borði
og sæng fyrr en 1963. Garland mun
af því tilefni hafa sakað hann um
drykkjuskap og ofbeldi. Þeim varð
tveggja barna auðið, annað þeirra
er leikkonan Lorna Luft. Áður var
Luft kvæntur leikkonunni Lynn
Bari, sem sérhæfði sig í að leika
morðkvendi á hvíta tjaldinu. Sidney
Luft lést árið 2005.
Strauss var meðal annars fram-
leiðandi og annar handritshöfunda
kvikmyndarinnar Hitler, sem Sig-
ríður hafði skömmu áður leikið í, að
því er fram kom í Morgunblaðinu.
„Já, við erum góðir vinir, en ég er
nú alveg hætt að sjá hann,“ upplýsti
hún í samtalinu.
Með svarta hárkollu
Þegar þetta hitamál var frá notaði
blaðamaður að vonum tækifærið til
að spyrja frétta af þeim systrum.
„Ég er um þessar mundir að leika
í nýjum framhaldssjónvarpsþætti
hjá CBS, Beverly Hillbillies. Þetta
fjallar um sveitafjölskyldu, sem flyzt
til Hollywood, eftir að olía finnst í
landi hennar. Ég leik franska þjón-
ustustúlku hjá fjölskyldunni, og er
með svarta hárkollu.“
Þið veitið því athygli hve orðið
flyzt lítur miklu betur út á prenti en
orðið flyst.
– Er þetta góður samningur?
„Já, ágætur. Myndatökur fara
fram þrjá daga í viku og fyrir þær
fæ ég rúma 400 dollara á viku.“
Morgunblaðið spurði einnig frétta
af Önnu.
„Hún er að fara til Las Vegas til
þess að syngja og dansa í South
Pacific, sem þar á að setja upp,“
svaraði Sigríður. „Hún fer þangað 3.
desember og hefur þannig samning
að hún getur hætt hvenær sem er.
Þetta er vel borgað, hún hefur 250
dollara á viku,“ sagði Sigríður að
lokum.
Kaup manna greinilega ekkert
feimnismál á þessum árum.
Ferðaðist víða
Sigríður var valin fegurðardrottn-
ing Íslands 1959. Ári síðar tók
hún þátt í fegurðarsamkeppninni
Miss International, sem þá var
haldin í fyrsta skipti og fór fram á
Langasandi í Kaliforníu. Hún varð í
þriðja sæti og vann titilinn Ungfrú
fótógen. Í kjölfar sigursins ferðaðist
hún víða og hóf kvikmyndaleik og
kom fram í nokkrum kvikmynd-
um og sjónvarpsþáttum vestra
undir nafninu Sirry Steffen. Hún
er líklega þekktust fyrir leik sinn
í Beverly Hillbillies en af öðrum
hlutverkum má nefna sænskan
skiptinema í hrollvekjunni The
Crawling Hand árið árið 1963
og „partístúlku“ í kvikmyndinni
Bedtime Story með goðsögnunum
Marlon Brando og David Niven árið
1964.
Eftir nokkur ár í Hollywood
fluttist hún aftur heim til Íslands
árið 1970. Hún kom fram sem
söngkona með dægurlagahljóm-
sveitum, t.d. með KK sextett og
hljómsveit Ragnars Bjarnasonar.
Hún lék einnig í kvikmynd Hrafns
Gunnlaugssonar, Okkar á milli, árið
1982. Árið 1981 lauk hún BA-prófi
í ensku frá Háskóla Íslands og ári
síðar einnig námi í kennsluréttind-
um. Hún kenndi ensku um árabil
við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og
Menntaskólann á Laugarvatni. Sig-
ríður lést árið 2020, 81 árs að aldri.
Anna systir hennar féll frá fyrr á
þessu ári, 79 ára að aldri.
Sigríður Geirsdóttir, fyrirsæta og leikkona, átti
ásamt fleirum fótum sínum fjör að launa þegar
kvikmyndaframleiðendurnir Sidney Luft, sem
þá var eiginmaður Judyjar Garland, og Charles
Strauss tóku hvor annan miðaldatökum á
veitingahúsi í Hollywood árið 1962.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Wikimedia
Sydney Luft
stóð í stór-
ræðum.