Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11.2022
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Casablanca.AFP. | Ferðamenn
hópast um þessar mundir á bar
í Marokkó í leit að andanum á
næturklúbbi Humphreys Bogarts
eins og hann kemur fyrir í klassísku
myndinni Casablanca, sem gerist
á stríðsárunum og fyrst var sýnd á
hvíta tjaldinu fyrir 80 árum.
Hafnarborgin Casablanca öðlaðist
sess í menningarvitund Banda-
ríkjamanna á örlagastundu í síðari
heimsstyrjöld vegna ástarmyndar-
innar þar sem Ingrid Bergman lék
Ilsu Lund og Bogart var í hlutverki
Ricks Blaines.
Aðeins nokkrir dagar liðu frá
því hún var fyrst sýnd 26. nóvem-
ber 1942 þar til bandaríski herinn
hrifsaði Casablanca úr höndum
Vichy-stjórnarinnar í Frakklandi.
Það gerðist í aðgerð, sem nefndist
kyndill og fólst í því að bandamenn
réðust á land á nokkrum stöðum í
Norður-Afríku. Varð það til þess að
breyta gangi stríðsins.
Marokkó var hins vegar enn undir
stjórn Vichy þegar verið var að gera
myndina þannig að Michael Curtiz
leikstjóri tók meistaraverkið eins
og það lagði sig í kvikmyndaveri
Warner Brothers í Kaliforníu.
Mörgum áratugum síðar opnaði
Kathy Kriger, sem hafði verið í
bandarísku utanríkisþjónustunni,
stað með nafninu Rick’s Cafe í
Casablanca. Fyrirmyndin er sam-
nefndur bar Blaines í myndinni og
píanóið var ekki látið vanta. Staður-
inn sló þegar í gegn hjá ferðamönn-
um þegar hann var opnaður 2004.
„Ég varð að koma hingað þó að ég
vissi að myndin hefði ekki verið tek-
in hérna,“ sagði Wendy, ferðamaður
frá Vancouver í Kanada. „Staðurinn
er einstakur, rómantískur og vekur
fortíðarþrá. Maður verður að koma
hingað alla vega einu sinni á ævinni.“
Með henni var Alexandra frá
Spáni, sem sagðist ekki hafa séð
myndina en væri heilluð af staðn-
um. „Í mínum huga tengist borgin
Casablanca staðnum Rick's Cafe.“
Það er eins og að fara aftur í tíma
að stíga inn í barinn, sem er við
gamla bæinn í Casablanca. Lagt er á
borð á tveimur hæðum innan um um
súlur í marokkóskum stíl.
„Þetta er ekki nákvæm eftirlíking
af kaffihúsinu í myndinni,“ sagði
Issam Chabaa, framkvæmdastjóri
veitingastaðarins og píanóleikari.
„Það eina sem náðist að endurskapa
fullkomlega var andinn.“
Margt minnir á staðinn í myndinni
og þar eru plaköt og leikinn blús
og djass frá þeim tíma sem myndin
var gerð. Píanóið er svipað því sem
Dooley Wilson lék á í hlutverki Sams
lagið As Time Goes By, sem var
einkennissöngur ástarsambands
Ricks og Ilsu.
„Það eina sem vantar er rúllettan
og reykfyllt, dramatískt andrúmsloft
þessara tíma,“ sagði Tony frá Ír-
landi. Hann og félagar hans sögðust
ekki vera forfallnir kvikmynda-
áhugamenn, en gátu þó vitnað í
myndina.
„Við munum alltaf hafa París,“
sagði einn og vísaði í ástarævintýri
Blaines og Lund rétt áður en þýskir
nasistar réðust inn í Frakkland
1940. Setninguna segir Blaine við
Lund þegar hann sannfærir hana
um að leiðir þeirra eigi að skiljast og
fórnar sambandi þeirra til að hjálpa
manni hennar, sem er í tékknesku
andspyrnuhreyfingunni, að komast
undan nasistum.
Casablanca veitti bandamönnum
vind í seglin þegar þeir voru að ná
fótfestu í Norður-Afríku, sem varð
síðan stökkpallurinn þegar Vest-
ur-Evrópa var frelsuð.
Myndin fór í sýningar í Banda-
ríkjunum í janúar 1943 þegar
Franklin Roosevelt forseti sat
Casablanca-ráðstefnuna til að undir-
búa þá sókn.
Meredith Hindley sagnfræðing-
ur, sem skrifað hefur bók um
Casablanca í stríðinu, sagði að
myndin væri orðin hluti af reynslu-
heimi Bandaríkjamanna úr stríðinu
með hætti sem aldrei hefði verið
ætlunin.
Casablanca er enn ein af ástælu-
stu myndum Hollywood. Bandaríski
trommuleikarinn Najib Salim, sem
hefur komið fram í Rick’s Cafe í 15
ár, sagði að myndin væri „tímalaus“
og hefði öðlast nánast þjóðsagna-
kenndan sess.
Gestir streyma
enn í Rick’s Cafe
AFP/Fadel Senna
Maður gengur inn í Rick’s Cafe í
Casablanca. Staðurinn er í anda bars
Humphreys Bogarts í einni frægustu
mynd kvikmyndasögunnar, Casablanca.
80ÁR FRÁ GERÐ CASABLANCA
RÚV Stöð 2
Hringbraut
Omega
N4
Sjónvarp Símans
Rás 1 92,4 • 93,5
9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Góð
tónlist og létt spjall.
13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring
hækkar í gleðinni og fylgir hlustendum K100 síðustu
metrana í fríi helgarinnar eftir hádegi á sunnudögum.
16 til 18 Tónlistinn Topp 40 Ásgeir Páll Ásgeirsson
fer yfir 40 vinsælustu lög landsins á eina opinbera
vinsældalista Íslands sem er unninn í samstarfi við
félag hljómplötuframleiðenda.
Danskir bræður í
heimsmetabókina
Tveir bræður hafa
nú komist í Heims-
metabók Guinness
vegna fjölda Poké-
mon-spjalda sem
þeir hafa safnað
en saman eiga þeir
32.809 spjöld.
Bræðurnir, sem
heita Jens Ishoy
Prehm og Per Ishoy
Nielsen, segjast, í
samtali við Heimsmetabók Guinness, hafa eytt fúlgu
fjár í Pokémon-spjöldin en verðmætasta spilið í safninu
er tæplega þriggja milljóna króna virði.
Þeir segjast einnig vera með góða tilfinningu fyrir
því hvort Pokémon-spjald sé ekta eða ekki en þeir
eru handvissir um að aðeins ekta spjöld sé að finna í
safninu.
Nánar á K100.is.
07.50 Úmísúmí
08.13 Rán og Sævar
08.24 Stuðboltarnir
08.35 HæSámur
08.42 Eðlukrúttin
08.53 Sjóræningjarnir í
næsta húsi
09.04 Hvolpasveitin
09.26 Strumparnir
09.37 Bréfabær
09.48 Millý spyr
09.55 Rán - Rún
10.00 Stórfljót heimsins -
Níl
10.50 Landakort
11.00 Silfrið
12.10 Menningarvikan
12.30 HM stofan
12.50 Belgía - Marokkó
14.50 HM stofan
15.15 Leiðin á HM - liðin
15.30 HM stofan
15.50 Króatía - Kanada
17.50 HM stofan
18.10 Sögur frá Listahátíð
18.15 KrakkaRÚV
18.16 Stundin okkar
18.43 Hrúturinn Hreinn
18.50 Jólalag dagsins
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.45 Landinn
20.15 Grund
21.05 Carmenrúllur
22.00 Evrópskir kvikmynda-
dagar: Stúlka
23.45 HMkvöld
11.20 Dr. Phil
12.00 Dr. Phil
12.40 Bachelor in Paradise
14.00 Bachelor in Paradise
15.20 Top Chef
16.00 The Block
17.10 90210
17.55 Amazing Hotels: Life
Beyond the Lobby
18.55 Kenan
19.25 Heima
19.50 Jólastjarnan 2022
20.25 Venjulegt fólk
21.00 Law andOrder:
Organized Crime
21.50 Yellowstone
22.40 The Handmaid's Tale
23.40 From
00.40 Law andOrder: Speci-
al Victims Unit
01.25 ChicagoMed
02.10 The Rookie
15.30 Charles Stanley
16.00Trúarlíf
17.00Times Square Church
18.00Tónlist
18.30 Ísrael í dag
18.30 Mannamál (e)
19.00 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta (e)
19.30 Útkall (e)
20.00 Matur og heimili (e)
Endurt. allan sólarhr.
08.15 Danspartýmeð
Skoppu og Skrítlu
08.35 Elli og Lóa
08.50 Gus, riddarinn pínu-
pons
09.00 Monsurnar
09.10 Mæja býfluga
09.20 Tappimús
09.30 Angry BirdsToons
09.35 Lína langsokkur
09.55 Angelo ræður
10.05 Mia og ég
10.30 Denver síðasta risa-
eðlan
10.40 Hér er Foli
11.00 K3
11.15 Soggi
11.40 Náttúruöfl
11.50 BPositive
12.10 Nágrannar
14.00 Jamie's Easy
Christmas Count-
down
14.45 Home Economics
15.20 The Good Doctor
16.00 Um land allt
16.20 60Minutes
16.40 Kviss
18.20 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.40 Sportpakkinn
19.00 Leitin að upprunanum
19.40 LegoMasters USA
20.25 MagpieMurders
21.10 Gasmamman
21.55 Blinded
22.40 The Drowning
23.30 Afbrigði
23.55 Karen Pirie
20.00Að sunnan (e) - 13. þ.
20.30Að vestan (e) - 9. þ.
21.00Að austan (e) - 13. þ.
21.30 Frá landsbyggðunum
(e) - 4. Þáttur
Endurt. allan sólarhr.
06.55 Bæn og orð dagsins
07.00 Fréttir
07.03 Hringsól
08.00 Morgunfréttir
08.05 Á tónsviðinu
09.00 Fréttir
09.03 Upp á nýtt
10.00 Fréttir og veðurfregnir
10.15 Orð umbækur
11.00 Guðsþjónusta í Hall-
grímskirkju
12.00 Hádegisútvarp
12.10 Síðasta lag fyrir fréttir
12.20 Hádegisfréttir
13.00 Sögur af landi
14.00 Víðsjá
15.00 Lestin
16.00 Síðdegisfréttir
16.05 Úr tónlistarlífinu:
Bryndís Halla og Jane
Ade í Kammermúsík-
klúbbnum
17.25 Orð af orði
18.00 Kvöldfréttir
18.10 Húsmæður Íslands
18.50 Veðurfregnir
19.00 Óskastundin
19.40 Dagar í Búkarest
20.50 Fólk og fræði
21.20 Í sjónhending
21.30 Man ég það sem
löngu leið
22.00 Fréttir
22.05 Veðurfregnir
22.10 Árekimeð KK
23.10 Frjálsar hendur