Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2022 Nýtt merki Gianni Chiarini Vandaðar leðurtöskur Ítölsk hönnun og ítölsk framleiðsla Hafnartorg Gallery | Kringlan | Glerártorg | casa.is ÞRÍFARARVIKUNNAR Gerald Depardieu leikari Benedikt Jóhannesson tryggingarstærðfræðingur Jay Leno spjallþáttakóngur GAMLA FRÉTTIN Til óhróðurs í eftirtíðinni „Aðvörun“ var yfirskrift bréfs sem Jón Þorkelsson þjóð- skjalavörður sendi Morgun- blaðinu fyrir réttum hundrað árum, í lok nóvember 1922. Þar kom fram að stöku menn hefðu afhent til geymslu í Þjóð- skjalasafninu innsiglaða böggla, „er ekki mætti opna fyrri en eftir langan tíma, stundum ekki fyrri en eftir allra þeirra dag, sem nú eru lífs“. Jón tók fram að alla jafna væru það heiðvirðir menn sem bæðu fyrir slíka böggla en eigi að síður gæti þetta verið varasamt. „Þeir menn kunna að vera til, sem svo eru gerðir, að þeir noti slíka geymslu af ásetningi, ef hún er eftirlits- laus, til óhróðurs og mann- skemda í eftirtíðinni einhverj- um samtíðarmönnum sínum, sem þeim er illa við, og þar með stilt svo til, að láta mann- orðsdrepið þá fyrst gjósa upp, – líkt og drepsóttirnar gömlu, – þegar raktir eru sundur strangarnir, og allir þeir eru dauðir, er fyrir mannskemdun- um verða, svo og allir aðrir, er til gátu munað og vitað rjett sannindi, og til nokkurra varna máttu vera.“ Til að fyrirbyggja þetta setti Jón sem skilyrði að safninu yrði gerð grein fyrir innihaldi böggl- anna gegn þagnarskyldu. Morgunblaðið/Ómar Menn urðu að gera góða grein fyrir skjölum sínum fyrir hundrað árum. Tók síðbúna markasótt Slær Olivier Giroud markametið í franska landsliðinu gegn Dönum á HM? Hefði einhver sagt við franska knattspyrnumanninn Olivier Giroud þegar hann fagnaði 25 ára afmæli sínu árið 2011 að hann ætti eftir að verða markahæsti leikmaðurinn í sögu landsliðs þjóðar sinnar hefði hann ábyggilega brosað kurteislega og ráðlagt viðkomandi að hafa skoðanir á einhverju allt öðru en knattspynu. Giroud hafði á þeim tíma ekki leikið einn einasta landsleik, hvorki með aðalliðinu né á yngri stigum. Skömmu síðar kom kallið og fyrsta markið datt inn ári síðar. Síðan hafa þau komið jafnt og þétt og í vikunni jafnaði Giroud markamet goðsagnarinnar Thierrys Henrys, 51 mark, í öruggum sigri á Áströlum á HM í Katar. Orðinn 36 ára gamall. Í dag, laugardag, gefst honum síðan tækifæri til að bæta metið, þegar Frakkar mæta Dönum. Sem frægt er þá tókst Giroud ekki að skora á HM fyrir fjórum árum, þegar Frakkar urðu heimsmeistarar, en lagði þó sitt tvímælalaust af mörkum. Eina mark hans á lokamóti HM þangað til í vikunni kom gegn Sviss í Brasilíu 2014. AFP/Jewel Samad Olivier Giroud fagnar öðru marka sinna gegn Ástralíu. Reuters/Oleg Popov Thierry Henry deilir markametinu með Giroud. Hann er í þjálfarateymi Belga á HM í Katar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.