Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.12.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.12.2022, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.12.2022 Í FÓKUS SPURNING DAGSINS Hvað verður í jólamatinn? Guðmundur Ólafur Birgisson Lambahryggur fylltur með góðgæti. Telma Rut Frímannsdóttir Kalkúnn, það er alltaf á aðfangadag. Guðjón Jónsson Hamborgarhryggur og svo hangi- kjöt á jóladag. Soffía Garðarsdóttir ogValdís Hamborgarhryggur, það er bara klassíkin! Eruð þið jólasveinarnir eitthvað að linast með árunum? Já það má nú segja. Það má ekkert lengur! Grýla má ekki lengur borða börn og við viljum ekki lenda í fangelsi fyrir einelti eða strákapör. Við höfum nú alltaf látið kvenfólk í friði þannig það hefur ekkert breyst. Mamma leyfir okkur ekki að deita. En ég get sagt þér leyndarmál. Stekkjastaur laumaðist á Tinder í fyrra, en enginn vildi hann. Enda mættum við kannski alveg fara að baða okkur og snyrta en við nennum því bara alls ekki. Það tekur því ekki úr þessu. Hvað eru þið eiginlega gamlir? Alla vega tvö hundruð ára eða jafnvel þúsund ára. Ég man bara tvö hundruð ár aftur í tímann. Æskan er öll í móðu. Hvað gerir þú svo á jóladag? Ég er yfirleitt svo þreyttur eftir ferðalagið úr fjöllunum og vinnuna við að setja í alla þessa skó að ég sef bara allan guðslifandi daginn. Færðu jólagjöf frá Grýlu? Biddu fyrir þér, nei. Mamma á ekkert fyrir þrettán jólagjöfum; hún á ekki bót fyrir boruna á sér. Hvar gistir þú þegar þú ert í bænum? Það er hernaðarleyndarmál en ég get hvíslað því að þér að það fer vel um okkur hér á lúxushótelinu við höfnina. Eitthvað sem þú vilt segja að lokum? Já, nennið þið að skilja eftir smákökur og mjólk fyrir mig! Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Sími 569 1100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Prentun Landsprent hf. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is LASERLYFTING (Ábending: kauptu4meðferðir í einu) √ Þéttir og styrkir slappa húð Laserlyfting er kollagenörvandi húðmeðferð semþéttir og lyftir slappri húð og grynnkar hrukkur. GELÍSPRAUTUN √ Fylling í hrukkur og línur Gelísprautun er náttúruleg húðmeðferð sem fyllir upp í hrukkur og línur,mótar varir og andlitsdrætti. 30% desember tilboð fyrir þig Síðasti séns! Kertasníkir er síðasti jólasveinninn sem kemur til byggða en alls ekki sá sísti. Finnst þér ekkert leiðinlegt að vera síð- asti jólasveinninn sem kemur til byggða? Nei, alls ekki! Ég er aðal því ég kem á aðfangadags- morgun og krakkarnir eru mest spenntir að fá í skóinn frá mér. Svo fæ ég líka að fara síðastur. Ertu hættur að stela kertum og borða? Ég stel alveg enn þá kertum en þau eru algjörlega óæt þessa dagana, fussumsvei! Eintóm ilmkerti sem eru nú í tísku. Ég beit einu sinni í eitt slíkt og ældi lungum og lifur. Ég prófa það ekki aftur! Morgunblaðið/Hari Ilmkerti eru óæt! ERTASN KI SITUR FYRIR SVÖRUM Jólin eru gengin í garð og því var ekki úr vegi að jólaandinn svifi yfir blaði helgarinnar. Sunnudags- blaðið fór á stúfana og fékk nokkra þekkta einstak- linga til að rifja upp jólasögur en í aðalhlutverki er hin 99 ára gamla Helena Sigtryggsdóttir sem stiklar á stóru þegar hún segir frá lífi sínu í gamla daga og jólahaldi hér fyrr á árum. Ekkert var til í búðum af matvöru né nokkru öðru og engar voru gjafirnar. Enginn jólasveinn gaf í skóinn held- ur. En jólamatur var á borðum og kveikt á kertum á heimasmíðuðu jólatré og farið var í messu. Og börnin fengu rauð epli og dönsuðu í kringum jólatré. Þegar undirrit- uð tók til við að skrifa viðtalið var ekki laust við að minningar bernsk- unnar streymdu fram. Fyrstu jólin sem ég man eftir voru líklega 1973, þá sex ára gömul, en fjölskyldan bjó þá í Bandaríkjunum. Afi sendi hangikjöt, en því fylgdi vottorð frá dýralækn- inum í Reykjavík, og mamma steikti laufabrauð sem búið var til frá grunni. Foreldrarnir voru víst frekar blankir en ekki tók maður eftir því. Gjafir voru undir fallega skreyttu trénu og jólasveinninn gaf í skóinn á hverju kvöldi því hann sinnti öllum íslenskum börnum; líka þeim sem bjuggu erlendis. Og hann kom jafnvel þótt maður vissi leyndarmálið og vekti fram eftir öllu til að kíkja í skóinn áður en maður lagðist til svefns. Spennan hélt svo sannarlega fyrir manni vöku. Eftirminnilegustu jólagjafir æskunnar eru dúkkur og dúkkurúm, Barbie og forláta rauður Barbie-sportbíll, Barbie-hús með rólu og auðvitað fylgdi Ken með. Eftir heimkomuna var ellefu ára stúlka himinlifandi að fá skíði í jólagjöf og síðar á unglingsárunum voru föt í uppáhaldi; eitthvað smart úr Karnabæ eða útlöndum sló í gegn. Hljómplötur voru líka kærkomnar gjafir; Human League, Bowie, Queen, Bob Marley og Dire Straits leyndust örugglega undir trénu. En jól æskunnar eru ekki bara eftirminnileg vegna gjafanna því best var þegar fjölskyldan kom saman og skar út laufabrauð eða bakaði hálfmána með kveikt á kertum og jólalögum. Mamma bakaði, og gerir enn, alltaf sveskjutertu sem við köllum svo (sem aðrir kalla ljósa randalínu), en engin eru jólin án hennar. Svo voru það jólaboðin þar sem dansað var í kringum tréð og sungið hástöfum „Gekk ég yfir sjó og land“. Nú er yngsta barnið í fjölskyldunni átján ára og við nýhætt að nenna að dansa. Ég bíð bara eftir barnabörnunum til að endurvekja þann sið! Ár eftir ár höldum við í hefðirnar hvað varðar sam- verustundir sem virðast öllum dýrmætar. Það sýndi sig um daginn þegar unglingarnir mínir sögðu jólagjafir ekki lengur skipta mestu máli, heldur samverustund- irnar með fjölskyldunni. Þeir flýttu sér þó að bæta við: „Við höfum samt ekkert á móti gjöfum!“ Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Jólin þá og nú Og hann kom jafn- vel þótt maður vissi leyndarmálið og vekti fram eftir öllu til að kíkja í skóinn áður en maður lagðist til svefns.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.