Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.12.2022, Blaðsíða 22
22
MINNING
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.12.2022
Fæst í öllum apótekum
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
AFP/Andrew Cowie
Terry Hall á tónleikum
The Specials í Hyde Park í
Lundúnum fyrir tíu árum.
Fangaði kjarnann í lífinu sjálfu
Það er með mikilli sorg og
trega sem við tilkynnum
andlát Terrys, okkar fallega
vinar, bróður og eins besta söngv-
ara, laga- og textahöfundar sem
þessi þjóð hefur átt, eftir skamm-
vinn veikindi. Terry var dásamlegur
eiginmaður og faðir og ein ljúfasta
og fyndnasta sál sem við höfum
kynnst og alla tíð hreinn og beinn.
Tónlist hans og framkoma fönguðu
kjarnann í lífinu sjálfu … gleðina,
þjáninguna, húmorinn og baráttuna
fyrir réttlæti en þó einkum og sér í
lagi ástina.“
Hún var hástemmd kveðjan
sem eftirlifandi meðlimir bresku
skahljómsveitarinnar The Specials
sendu forsöngvara sínum, Terry
Hall, að leiðarlokum en hann féll
frá í vikunni, 63 ára að aldri, eftir
snarpa glímu við briskrabbamein.
The Specials var stofnuð árið
1977 í Coventry og varð partur af
hljóðrásinni undir
efnahagskreppunni
og þjóðfélagsvær-
ingunum í Bretlandi
á árunum í kringum
1980. Tónlistin var
eins konar blanda af
ska og nýbylgju, stefnum sem réðu
ríkjum á þessum tíma eftir að pönk-
ið og diskóið höfðu þakkað fyrir sig.
Stefnur gengu sér hratt til húðar
í þá daga. Meðal laga sveitarinnar
má nefna AMessage To You, Rudy,
Rat Race og Ghost Town, sem tyllti
sér á topp breska vinsældalistans.
Meitlaður texti Halls þótti vera með
puttann á pólitíska púlsinum. Sjálf-
ur sagðist hann þó ekki sannfærður
um að tónlist fengi nokkru breytt
en mikilvægt væri eigi að síður að
halda sínum sjónarmiðum á loft.
The Specials leystist þó snemma
upp, árið 1981, og Hall stofnaði
Fun Boy Three ásamt félögum
sínum Lynval Golding og Neville
Staple. Leiðin að eyrum og hjörtum
hlustenda var áfram greið og Fun
Boy Three kom fjórum lögum á
topp 10 í Bretlandi, þar á meðal
hinu eitursvala The Lunatics (Have
Taken Over the Asylum). Ekki hafði
Hall þó eirð í sér til að staldra lengi
við á því balli, því hann hætti 1983
og setti á laggirnar The Colourfield
ásamt Toby Lyons og Karl Shale úr
Swinging Cats.
Samdi smell The Go Go's
Þess má geta að Hall er
einnig meðhöfundur stórsmells
stúlknasveitarinnar
The Go Go's frá 1981,
Our Lips are Sealed. Á
þeim tíma var hann
að slá sér upp með
Jane Weadlin úr The
Go Go's en hún samdi
lagið með honum.
Síðar vann Hall að ýmsum sóló-
verkefnum en The Specials komu
að endingu saman aftur árið 2008,
eins og gömul bönd gera. Árið eftir
hituðu þeir meðal annars upp fyrir
The Rolling Stones í Ricoh Arena í
Coventry. Fyrir þremur árum sendi
The Specials síðan frá sér nýja
breiðskífu, Encore. Þá fyrstu í 37 ár
með nýju efni.
Sem fyrr var boðskapurinn
pólitískur og Hall lét eftirfarandi
orð falla í viðtali við tímaritið The
Big Issue: „Glundroðinn vex mér
í augum þegar ég hlusta á degi
hverjum á stjórnmálamenn lýsa
afstöðu sinni og ég hugsa með
mér: satt best að segja þá treysti
ég ekki neinum ykkar. Það er
sorglegt vegna þess að lengi vel
var ég dyggur stuðningsmaður
Verkamannaflokksins. Þangað til
Tony Blair gerði Noel Gallagher að
forsætisráðherra, þá vissi ég upp á
hár hvar ég stóð.“
Hall fæddist í Coventry árið 1959
og ólst þar upp. Hann rifjaði æsku
sína einu sinni upp í miðlinum The
Guide: „Ég óx úr grasi í umhverfi,
þar sem maður hafði í raun ekki
hugmynd um hvaðan maður var að
koma. Innflytjendur voru á hverju
strái í Coventry vegna þess að það
var iðnaðarborg á höttunum eftir
ódýru vinnuafli. Ég held að það sé
engin tilviljun að band eins og The
Specials hafi sprottið upp úr því.“
Æska Halls var enginn dans
á rósum en hringur barnaníð-
inga rændi honum á ferðalagi til
Frakklands þegar hann var 12 ára
og misnotaði hann. Hann þjáðist í
framhaldinu af þunglyndi og hætti
námi áður en hann varð 15 ára.
Hall starfaði um tíma sem múrari
og lærði hárgreiðslu en fann sig að
lokum í tónlistinni.
Þunglyndið fylgdi Hall alla tíð og
eftir að hann reyndi að svipta sig lífi
árið 2004 var hann greindur með
geðhvörf. Hall eignaðist tvo syni
með fyrri eiginkonu sinni Jeanette
Hall og einn með þeirri seinni,
Lindy Heymann.
Fullkomið hljóðfæri
Fjölmargir hafa minnst Halls
í vikunni. Þeirra á meðal Elvis
Costello sem lagði megináherslu
á gæði söngraddar hans. „Rödd
Terrys var fullkomið hljóðfæri
fyrir hin sönnu og þörfu lög The
Specials. Einlægnin skín út úr
svo mörgum laga hans, í gleði og
sorg.“
Matt Goss úr áttubandinu Bros
mærði líka sönghæfileika Halls.
„Ég er miður mín yfir því að einn
af mínum uppáhaldssöngvurum,
Terry Hall, sé allur. The Specials
fanga allt sem æska mín hverfðist
um, þeir voru BANDIÐ sem dró
okkur út af heimilunum og inn á
skólaböllin og klúbbana.“
Boy George var einnig brugðið.
„Hræðilegt að heyra þetta með
Terry Hall. Ég dýrkaði hann sem
listamann. Sorgardagur!“
Terry Hall, söngvari The Specials og Fun Boy
Three, sem gerðu garðinn frægan fyrir um fjór-
um áratugum, lést í vikunni, 63 ára. Hans er
minnst með mikilli hlýju sem einstaks hæfileika-
manns og skeleggs samfélagsrýnis.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Einlægnin
skín út úr svo
mörgum laga hans,
í gleði og sorg.