Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.12.2022, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.12.2022, Blaðsíða 29
2925.12.2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR Slayerliði með hugljúft jólalag AFP/Yamil Lage Dave Lombardo er í jólaskapi í ár. JÓL Þrasskóngarnir í Slayer voru frægir fyrir allt annað en ástarljóð og ballöður meðan þeir voru og hétu. En mennmeyrna með aldrinum og í vikunni sendi Dave Lombardo, upprunalegur trymbill Slayer, frá sér jólalag, The Gift, ásamt eiginkonu sinni, Paulu. „Þetta er rómantískt ást- arlag fyrir hátíðirnar eftir mig og konuna mína,“ sagði Lombardo á youtube-rás sinni. Öðruvísi mér áður brá, segja ugglaust margir. BÓKSALA 12.-18. DESEMBER Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Reykjavík – glæpasaga Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 2 Kyrrþey Arnaldur Indriðason 3 Játning Ólafur Jóhann Ólafsson 4 Gættu þinna handa Yrsa Sigurðardóttir 5 Hungur Stefán Máni 6 Eden Auður Ava Ólafsdóttir 7 Hamingja þessa heims – riddarasaga Sigríður Hagalín Björnsdóttir 8 Strákar sem meiða Eva Björg Ægisdóttir 9 Guli kafbáturinn Jón Kalman Stefánsson 10 Tól Kristín Eiríksdóttir 11 Saknaðarilmur Elísabet Jökulsdóttir 12 Drepsvart hraun Lilja Sigurðardóttir 13 Útsýni Guðrún Eva Mínervudóttir 14 Tugthúsið Haukur Már Helgason 15 Fjällbacka-serían – gauksunginn Camilla Läckberg 16 Tættir þættir Þórarinn Eldjárn 17 Jól í Litlu bókabúðinni Jenny Colgan 18 Gratíana Benný Sif Ísleifsdóttir 19 Opið haf Einar Kárason 20 Veðurteppt um jólin Sarah Morgan Allar bækur Ég hef alltaf haft gaman af góðum sögum og þá skiptir ekki öllu máli um hvað sagan er ef hún hreyfir við tilfinningum og opnar víddir í nýja heima. Bækur og sögur Haruki Murakami eru þess eðlis. Ég hef lesið allt sem ég hef náð í eftir hann en í sérstöku uppáhaldi er þríleikurinn 1Q84 sem gerist á öðru tilverustigi en við eigum að venjast. Þar stýra tungl hugsunum og hið óútskýr- anlega ræður ríkjum en gengur upp á einhvern undarlegan og skemmtilegan hátt. Ljóðabókin Leðurjakkaveður eftir Fríðu Ísberg hreyfir einnig við mér. Einlæg ljóðin segja sögur sem fá nýja merkingu og aukna dýpt þeim mun oftar sem þau eru lesin. Sögur Nóbelsverðlaunahafans Kazuo Ishiguro hitta líka í mark hjá mér en ég lauk nýlega við bókina Klara and the Sun eftir hann sem er í grunninn afar sorgleg en hlý þar sem mennska og „vélmennska“ takast á í veröld breytinga og lyfta siðferðilegum álitamálum í hæstu hæðir. Nýlega las ég einstaklega góðan og nýstárlegan þríleik eftir Karin Smirnoff um systkin sem takast á við lífið eftir erfið æskuár í Norður-Svíþjóð. Það eru bækurnar Jag for ner till bror,Vi for upp med mor og Sen for jag hem. KjellWestö lýsir lífi og sam- skiptum fólks í finnsku samfélagi og hefur einstak- lega gott vald á persónusköpun og lýsir vel glímu fólks við sig sjálft og aðra. Bók hans Den svavelgula himlen sem ég var að klára gerist í Helsinki og er saga af einkalífi, vináttu, ástum, leyndarmálum og átökum vinahóps yfir áratuga tímabil. Bókin sem ég er að lesa núna er eftir JohnAjvide Lindquist og heitirVänlighet- en.Hún fjallar um samfélags- breytingar með yfirnáttúrlegum undirtóni og glímir við átök vinsemdar og hryllings.Ajvide skrifaði líka Gräns og Låt den rätta komma in. Ég hef lesið mikið eftir Karl Ove Knausgaard,meðal annars öll sex bindin af Min kamp! Næsta bók á leslistanum mínum er bókin Morgenstjernen eftir hann. Auk hennar á listanum eru að sjálfsögðu líka nýjar íslenskar jóla- bækur sem gera jólin að jólum. Gleðileg lestrarjól. BIRNA MARÍA ERAÐ LESA Alltaf haft gaman af góðum sögum Birna María B. Svanbjörnsdótt- ir er dósent við Háskólann á Akureyri. cbdrvk.is * Sími 766 6000 * cbdrvk@cbdrvk.is cbdrvk.is Sendum frítt á Dropp afhendingastaðiFæst í betri heilsubúðum og apótekum Finndu okkur á Gleðilega hátíð AFP/Terje Bendiksby Litli galdrakarlinn Ronnie James Dio á tónleikum árið 2009.Ári síðar var hann allur. sínum úr sveit sem bar nafn hans, Jimmy Bain og Vivian Campbell, og hlaut hópurinn nafnið Hear ‘N Aid. Þetta var áður en nokkur maður hafði heyrt um Guns N’ Roses enda var það band rétt stofnað. Fagurkerar og aðrir á rófinu veita því ugglaust athygli að úrfellingar- komman er ekki á sama stað í nöfnum þessara tveggja sveita. Ef þið haldið að ég sé núna að fara að upplýsa ykkur um hverju það sætir þá er það misskilningur. Ég hef ekki grænan grun um það. Stars er óður til hungraðs heims og hefst á strengjaglamri Camp- bells og Bains og angurværum orð- um úr munni Ronnies James Dios sjálfs: Who cries for the children? I do … Síðan taka við söngnum kappar á borð við Dave Meniketti úr Y&T, Eric Bloom úr Blue Öyster Cult, Don Dokken úr Dokken, Kevin DuBrow úr Quiet Riot, Rob Halford úr Judas Priest, Paul Shortino úr Rough Cut og Geoff Tate úr Queensrÿche. Allt voru þetta vinsæl bönd á þessum tíma en flestum gleymd í dag, nema auðvitað Judas Priest og kannski Queensrÿche hjá þeim allra hörðustu. Seinna í laginu má heyra línur á borð við þessar: We can be strong, we are fire and stone And we all want to touch a rainbow But singers and songs will never change it alone We are calling you, calling you Dio hlóð, sem kunnugt er, sjaldan í sönglagatexta án þess að blessað- ur regnboginn kæmi við sögu. Í bakröddum mátti meðal annars finna skáldaðar persónur, Derek Smalls og David St. Hubbins úr hinu ódauðlega en marglogna bandi Spinal Tap. Samfélagsrýnirinn umdeildi Ted Nugent raulaði einnig með. Donald fóstri hans Trump átti ekki heimangengt. Málmlag án sólós á þessum tíma var eins og hangiket án uppstúfs og fingragaldrar voru framdir af mönnum á borð við Craig Goldie (Giuffria), Eddie Ojeda (Twister Sister), Neal Schon (Journey), Yngwie Malmsteen, Carlos Cavazo (Quiet Riot) og svo auðvitað Vivian Campbell. Á ryþmagítarnum voru fóstbræðurnir úr Iron Maiden, Dave Murray og Adrian Smith. Hvar voru málmynjurnar? Stars var ruddalega karllægt lag. Sir Bob Geldof og Midge Ure höfðu alla vega rænu á að bjalla í Banana- rama og stilla þeim stöllum upp fremst í myndbandinu við Do They Know It's Christmas en þeir málm- bræður voru með öllu kvenmanns- lausir í kulda og trekki. Samt voru alveg til málsmetandi málmynjur á þessum tíma, svo sem Lita Ford og Doro Pesch. Var virkilega enginn með númerið hjá þeim? Alveg hefði mátt mynstra rokkstelpur á borð við Joan Jett og Pat Benatar í þetta líka. Mikið var í verkefnið lagt. Heil plata gerð til að styðja við Stars með böndum á borð við Kiss, Rush, Motörhead og Scorpions. The Jimi Hendrix Experience reis meira að segja upp frá dauðum. Þá var tekið upp myndband, þar sem saga verkefnisins var rakin. Þegar allur pakkinn var klár gengu Dio og félagar aftur á móti á vegg. Útgáfu- fyrirtæki sumra listamannanna voru með múður og jafnvel dólg. Eftir japl, jaml og fuður fengust öll leyfi loksins heilu ári síðar og Stars kom út 26. maí 1986. Þá var mesti vindurinn úr verk- efninu og ekki eins auðvelt að sigla á öldunni sem Band Aid og USA for Africa höfðu búið til. Stars komst hæst í 26. sæti breska vinsældalist- ans og MTV sýndi myndbandinu lítinn áhuga. Eins stórkostlegt og það nú er og innilega barn síns tíma. Hafið þið ekki séð það hvet ég ykkur til að kasta öllu frá ykkur nú þegar! Meira að segja Sunnudags- blaðinu. Einn af mörgum hápunkt- um er þegar menn leggja lófann yfir stu-ið í Studio á vegg í húsinu og fá í staðinn dio. Hlírabolurinn hans Robs Halfords er líka fyrir lengra komna. Ef til vill geigaði skotið 1986 en í seinni tíð hefur Stars fest sig ræki- lega í sessi í málmsögunni. Þannig hafði sjónvarpsstöðin VH1 Hear 'N Aid á toppnum þegar það valdi 100 bestu málmstundir sögunnar árið 2004. Ég veit ekki alveg með það.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.