Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.12.2022, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.12.2022
FRÉTTIR VIKUNNAR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þrátt fyrir að mikil vandræði hlytust af fannfergi í Reykjavík, þar sem tiltæk voru jafnmörg snjóðruðningstæki og í
langtum fámennari nágrannasveitarfélögum, var gatnamoksturinn við heimili borgarstjóra til háborinnar fyrirmyndar.
Snjókoma
á Íslandi!
Liðin vika bar vitaskuld mikið
mark af jólaundirbúningi,
en það dró ekki úr jólastemn-
ingunni þegar Vetur konungur gekk
í garð með látum og snjó kyngdi
niður eftir annars tíðindalítið og
milt haust og vetrarbyrjun.
Þrátt fyrir viðvaranir Veðurstofu
virtist fannfergið koma bæði
borgarstjórn Reykjavíkur og
Vegagerðinni í opna skjöldu. Allt sat
pikkfast í Reykjavík og Reykjanes-
braut var lokað með þeirri afleið-
ingu að fjöldi ferðamanna kúldr-
aðist í Leifsstöð við illan kost.
Einar Þorsteinsson, staðgengill
borgarstjóra (Dagur B. Eggerts-
son var að sóla sig í Suður-Afríku),
sagði það óásættanlegt að Reykja-
víkurborg hefði einungis náð að
koma níu snjómoksturstækjum á
götur borgarinnar um síðustu helgi.
Stalla hans, Alexandra Briem,
borgarfulltrúa Pírata og formaður
umhverfis- og skipulagsráðs, sagði
hins vegar að snjómoksturinn hefði
gengið vel, enda væri stýrihópur
að endurskoða þjónustuhandbók
vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar.
Svissnesk orkufyrirtæki vilja
reisa metangasverksmiðju við
Reykjanesvirkjun, þar sem fyrst
yrði rafgreint vetni og það síðan
notað ásamt koltvíoxíði frá jarð-
varmavirkjun HS orku til að búa
til metangas, sem svo yrði flutt til
Sviss.
Birgir Þórarinsson alþingismaður
fór á vegum Evrópuráðsins og hitti
flóttamannaráðherra talíbana í
Afganistan þar sem hann ræddi
flóttamannavandann, stöðu kvenna
í landinu og fleira.
Frumvarp um breytta háttu
leigubílaaksturs var samþykkt frá
Alþingi. Þau taka gildi 1. apríl.
Alþingi afgreiddi fjárlög með
útgjöld á 1.400. milljarð króna. Við
svo búið héldu þingmenn í jólafrí.
Héraðsdómur hafnaði endurtekinni
kröfu um gæsluvarðhald tveggja
manna í hryðjuverkamálinu
svonefnda.
Áfram var illfært og Reykjanes-
braut lokuð, svo aflýsa þurfti
millilandaflugi og mörgum flug-
ferðum seinkað. 300 ferðamenn
voru strandaglópar í Bláa lóninu og
fjöldahjálparmiðstöðvar opnaðar á
Suðurlandi og Suðurnesjum.
3,8 stiga skjálfti varð í Kötlu, sem
verið hefur óróleg að undanförnu.
Leigubílstjórar voru margir óhress-
ir með ný lög um leigubílaakstur
og efndu til mótmælaverkfalls.
Þátttakan var hins vegar misjöfn og
fór það út um þúfur.
Ríkisstjórn og Samtök íslenskra
sveitarfélaga undirrituðu samning
um breytta fjármögnun þjónustu
við fatlað fólk.
Reykjavíkurborg hækkaði leik-
skólagjöld í annað sinn á aðeins
þremur mánuðum. Hækkunin nú
nam 4,9% en var 4,5% í september.
Ljósleiðarinn, dótturfyrirtæki
Orkuveitu Reykjavíkur (OR), lét
undan Sýn og keypti grunnnetið af
henni fyrir 3 milljarða króna, frekar
en að eiga á hættu að missa stærsta
viðskiptavininn annað.
Hvorki Ljósleiðarinn né OR vildu
nokkuð láta uppi um samninginn
og borgarstjórnarmeirihlutinn
bannaði að um hann yrði rætt í
borgarstjórn. Þarf Ljósleiðarinn
þó að slá 4-5 milljarða lán á hæstu
vöxtum.
Brynhildur Davíðsdóttir stjórn-
arformaður OR hyggst láta af
störfum, þó hún segði að þessi
leyndarhyggja og pukur væru
fullkomlega eðlileg og að viðskiptin
kæmu eigendunum ekkert við.
Starfsgreinasambandið (SGS)
samþykkti kjarasamning við
Samtök atvinnulífsins (SA) með
afgerandi hætti í öllum aðildarfé-
lögum. Ekki þó Eflingar sem reynir
að semja upp á eigin spýtur. Nú eða
að fá fram verkfall, sem virðist alls
ekki vera forystu Eflingar á móti
skapi.
Ýmis opinber gjöld eiga að hækka
um áramótin, þar á meðal á áfengi,
eldsneyti og sorphirðugjald.
63% landsmanna sáu úrslitaleik í
heimsmeistaramótinu í fótbolta
þar sem Argentínumenn báru sig-
urorð af Frökkum. 37% landsmanna
virtust hins vegar halda fast við að
sniðganga Katara.
Reykjanesbraut var loks opnuð aft-
ur á þriðjudag, en flugfélögin höfðu
gripið til þess ráðs að fljúga milli
Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar
með strandaglópa, vistir og áhafnir.
Ekkert var að veðri eða færð, svo
millilandaflugvöllurinn hefði vel
getað verið opinn ef Reykjanes-
braut hefði ekki verið lokuð.
Erlendum ríkisborgurum hefur
fjölgað mikið í landinu og eru þeir
nú um 17,7% íbúa landsins. Lang-
flestir eða um 36% eru frá Póllandi,
en næst koma Litháen, Rúmenía,
Lettland og Úkraína. Fjölgun Úkra-
ínumanna á árinu nemur 862%.
Mikil breyting verður á afgreiðslu
olíufélaganna í borginni á næstu
árum, en þau fengu þar byggingar-
rétt fyrir a.m.k. 700-800 íbúðir og
um 8 milljarða króna á silfurfati frá
fjárvana borg.
Nær fjögur þúsund manns mót-
mæltu þeim fyrirætlunum Reykja-
víkurborgar að loka Vin, dagsetri
fyrir fólk með geðraskanir, aðeins
ári eftir að borgin tók við rekstrin-
um.
Vetrarveðrin höfðu mikil áhrif á þá
sem bágast eiga í landinu, einkum
þá í Reykjavík. Það átti ekki síst við
heimilislaust fólk, en ásókn í kaffi-
stofu Samhjálpar er mjög mikil.
Um 500 manns koma í mat hjá góð-
gerðarsamtökum á borð við hana og
Hjálpræðisherinn dag hvern.
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
(ÁTVR) hefur samið við Hríseyj-
arbúðina um afhendingu á áfengi,
sem keypt er í vefverslun ÁTVR.
Ríkið hefur gengið frá kaupum á
nýjum hlutum í Betri samgöngum
með því að afhenda mikið land við
Keldur og Keldnaholt undir sér-
sniðið hverfi fyrir Borgarlínuna.
Reykjavíkurborg telur óraunhæft
að flýta gerð Sundabrautar.
Meirihlutinn neitar því að hann
leitist við að tefja málið.
Icelandair segir að lokun Reykja-
nesbrautar hafi raskað ferðum
um 24 þúsunda manna á vegum
félagsins. Beint tjón fyrir flugfélög
sé mikið og óbeint kunni orðspor
íslenskrar ferðaþjónustu að hafa
beðið hnekki.
Þrátt fyrir alla verðbólgu hefur
matvöruverð hækkað minna hér
en í löndum Evrópusambandsins
(ESB). Hér á landi er það aðeins
ket, sem hefur hækkað meira en
ytra.
Hagstofan kynnti mannfjöldaspá
og telur íbúa landsins verða 400
þúsund árið 2027 samkvæmt mið-
spá. Er Hagstofan þó alræmd fyrir
íhaldssamar spár um mannfjölda.
Fjölgunin undanfarin ár hefur verið
í samræmi við háspá hennar.
Samkvæmt stofnmælingum Hag-
stofu eru fiskistofnar við landið að
styrkjast.
Löggilding 16 iðngreina var felld
niður eða þær sameinaðar öðrum,
skyldum greinum. Þar á meðal er
feldskurður, glerslípun, hattasaum-
ur, leturgröftur og fleira.
Félagsmenn VR, Landssamband
verslunarmanna og samflots iðn- og
tæknifólks, samþykkti með afger-
andi hætti samninga við SA. Það
er nokkurt áfall fyrir Ragnar Þór
Ingólfsson formann VR, sem ekki
mælti með samþykktinni.
Samtök atvimnnulífsins (SA) höfn-
uðu kjaratilboði Eflingar, sem var
mjög á aðra lund en aðrir samn-
ingar. Þar var gert ráð fyrir tvöfalt
meiru en samið var um við SGS.
Efling vildi 57.500 kr. lágmarks-
hækkun upp í 66 þúsund.
Snjómokstur í Reykjavík, eða
öllu heldur skortur á honum, var
áfram í fréttum, en á daginn kom að
borgin lætur vera að ryðja götur við
einkalóðir.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra samdi við Erlu Bolladóttur
um að hún fengi 32 milljónir króna í
miskabætur vegna gæsluvarðhalds
hennar í Geirfinnsmálinu.
17.12-23.12.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Holtagörðum | Sími 568 0708 | www.fako.is
Kampavínsskál
úr aluminium
Ø39cm h:29cm
10 lítra
Verð 31.995 kr