Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.12.2022, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.12.2022, Side 15
1525.12.2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR Hér er fjölskyldan saman komin um jólin 1956. Frá vinstri eru Alda, Jóhann, Ingibjörg og Helga standa fyrir aftan, þá Kristján sem var lítill drengur og loks Helena og Jóna. Kristján og Alma eru hér prúðbúin á jólum 1966, en Alma, í dag landlæknir, var langyngst. eftir prinsessunni systur hennar“, segir Alda og þær segjast alltaf hafa fengið lambahrygg á aðfangadag og hangikjöt á jóladag. Helena segir það hafa verið gott að búa á Siglufirði, þótt samgöngurnar hafi verið afar erfiðar á þessum tíma. „Það var oft snjóþungt og óveður,“ segir hún og dæturnar segjast vel muna eftir snjó upp fyrir miðja glugga. Að kaupa síðustu flíkina Börnin fluttu suður í nám eitt af öðru og nokkrum árum eftir að Jóhann lést flutti Helena í Kópavoginn og keypti neðri hæðina í húsi Kristjáns sonar síns og Oddnýjar konu hans. „Ég flutti hingað með öldinni, árið 2000,“ segir Helena og segist alltaf hafa verið heilsu- hraust. „Ég hef aldrei þurft að fara á spítala, nema í hnjáliðaskipti,“ segir hún. „Ég man allt vel en ég segi það stundum að ég er góð í hausnum en skrokkurinn er aðeins farinn að gefa sig. Áður fyrr var ég í leikfimi og sundi en fékk svo samfall í bakið og hef ekki náð mér vel eftir það,“ segir Helena, en hún fer tvisvar í viku í dagdvöl þar sem hún hittir annað eldra fólk, heklar og spjallar, og svo fer hún einu sinni í viku til hennar Hörpu í Sjúkraþjálfun Kópavogs. „Mamma er elst í dagdvölinni en ég mundi segja að hún væri með þeim allra sprækustu,“ segir Alda. „Ég er alls staðar elst,“ segir Helena og brosir. Helena hefur ætíð verið mikil handavinnu- kona og hefur heklað mörg listaverkin sem hún gefur börnum og barnabörnum í jólagjafir. „Hún hefur gert alls konar diska- og glasa- mottur, jóladúka og jólasokka og allt ótrúlega fallegt,“ segir Alda og sýnir blaðamanni mynd- ir af listaverkum Helenu sem nú sóma sér vel á jólaborðum barna og barnabarna. „Mamma bæði prjónaði og saumaði allt á okkur alla tíð, meira að segja þegar ég var í menntaskóla,“ segir Jóna og segir móður sína oft í akkorðsvinnu við heklið. „Eins og hún sé komin aftur í síldina,“ segir Jóna og brosir. Ég frétti frá einu barnabarninu að þú værir mikið fyrir falleg föt. Er það satt? Systurnar skella upp úr. „Mamma er pjöttuð,“ segir Jóna. „Í fleiri ár hef ég alltaf haldið að ég væri að fá eða kaupa síðustu flíkina og stundum fæ ég mér nýjan kjól fyrir jólin,“ segir Helena og gjarnan er haft á orði í fjölskyldunni að þá segist hún nú þurfa að lifa tíu ár í viðbót til að slíta henni. Skilað vel ævistarfinu Um þessi jól ætlar Helena að borða hjá fjöl- skyldu Kristjáns á aðfangadag og það hefur hún langoftast gert en tvisvar hefur hún verið í Svíþjóð um jól. Í fyrra skiptið var hún hjá Ölmu í Lundi og sótti þar messu í dómkirkj- unni. Í seinna skiptið var hún í Åkarp hjá nöfnu sinni og dótturdóttur, Helenu Sveins- dóttur skurðlækni. Það er farið að líða að hádegi og blaðamanni er boðið til sætis í eldhúsinu þar sem okkar bíður ilmandi kaffi og fínasta meðlæti. Við ræðum allt fólkið hennar Helenu, en barna- börnin urðu fjórtán og barnabarnabörnin eru nú orðin tuttugu og fjögur. „Það var nú lán að sleðinn hennar Helenu endaði ekki út í tjörn!“ verður blaðamanni að orði yfir kaffinu. „Ég hefði getað drukknað þar,“ segir Helena og er afar þakklát fyrir góða afkomendur. „Það er gaman að fylgjast með öllu þessu fólki og vera ættmóðirin. Þetta er allt saman reglufólk sem hefur klárað nám. Ég vona að ég hafi skilað vel mínu æviverki. Mamma sagði einu sinni við mig: „Skaparinn hefur trúað þér fyrir þessum börnum Lena mín.“ Ég vona að hún hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum.“ Nú ertu að fara að lifa hundruðustu jólin þín. Finnst þér það ekki skrítið? „Jú, mjög skrítið. Mér datt aldrei nokkurn tímann í hug að ég yrði svona gömul.“ Morgunblaðið/Ásdís Helena saltaði tíuþúsundustu tunnunni sem söltuð var á Söltunarstöðinni Nöf sumarið 1961, en hún fór aðeins þrisvar í síld þetta sumarið, nýbúin að eignast Ölmu, sjötta barnið sitt. Alma Jóhanna ogVigdís Salka Jónasdætur una sér vel í fanginu á langömmu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.