Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.12.2022, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.12.2022, Page 18
18 JÓL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.12.2022 Byggðu á gæðum KLETTAGÖRÐUM 8–10 – 104 REYKJAVÍK – 590 5100 – KLETTUR.IS Jól víðsvegar um ból Jólin, jólin alls staðar, kvað skáldið. Kannski ekki alveg rétt en býsna víða eru þau samt haldin hátíðleg á byggðu bóli. Þá gleðjast háir sem lágir og gera sér glaðan dag og daga. Skrýtnir, skeggjaðir karlar koma til byggða, skammdegið er lýst upp og allir fá víst eitthvað fallegt. AFP/Valery Hache Af mörgu mikilvægu fyrir jólin skiptir ekkert eins miklu máli og blessað jólabaðið. Það vita þessir eldhressu strandfar- endur í Nice í Frakklandi manna best. Löng hefð er fyrir gjörningnum og því fleiri sem mæta þeim mun betra. AFP/Vano Shlamov Georgíumenn eru ljósaglaðir í ár ef marka má þessa mynd sem tekin var í miðbæ höfuðborgarinnar Tbilisi í vikunni. Bílarnir létu ekki truflast. AFP/Sujit Jaiswal Jólastjarnan var komin á sinn stað á toppi trésins í Mumbai þegar heima- menn flykktust á jólahátíð og húllumhæ í indversku borginni fyrr í vikunni. AFP/Joseph Prezioso Þau stóðu stóreyg hjá og störðu jólaljósin á þessi börn í bænum Canton í Massachusetts í Bandaríkjunum. AFP/ Orlando Estrada Ekki má gleyma blessuðum málleysingjunum og jólaveinn kom færandi hendi í dýragarðinn í Gvatemalaborg.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.