Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.12.2022, Qupperneq 24
24
TÍMAVÉLIN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.12.2022
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Morgunblaðið/Árni Johnsen
Helga Möller syngur
og leikur á gítar á Jóla-
gleði gagnfræðaskóla
Laugalækjar 1972.
Ég sá mömmu berja jólasvein!
Við hefjum ferðalag okkar
fyrir heilum hundrað árum
í Bolungarvík. Nema hvar?
Þar sat Karl nokkur í koti sínu og
ritaði Morgunblaðinu bréf sem birt
var á aðfangadag. „Það er óneitan-
lega um margt rætt og ritað nú á
tímum, sem not er að og nauðsyn-
legt,“ byrjaði hann. „En þó er það
ennþá margt, sem þjóð vorri væri
meiri þörf á að þekkja og þekkja
betur heldur en sumt af því, sem
þar er sagt.“
Að sögn Karls hafði það alltaf ver-
ið svo, „og vonandi að verði, að guð
hefir gefið hverju landi þá menn,
sem útbúnir hafa verið mannviti,
mannkærleika og margvíslegum
hæfileikum fram yfir aðra, sem
þjóðin hefir sótt til þrótt og þrek, og
þar af leiðandi margt gott og gagn-
legt. En það þarf ekki að leita svona
langt að slíkum mönnum, sem sótt
hafa og sækja fram fyrir fjöldann í
svo feikna mörgu, sem almenningi
er bæði gagn og gæfa að; því að
slíkir menn eru alstaðar til, bæði
í borgum og sveitum hvers lands.
En sem oft og einatt er lítið minst
nema þá lítilsháttar í líkræðum.“
Á þetta líka við, nú 100 árum
síðar? Erum við ennþá mest að tala
um ranga menn okkar á milli og þá
væntanlega í fjölmiðlum? Svari nú
hver fyrir sig.
Næst berum við niður á að-
fangadag 1947, eða fyrir 75 árum.
Vel lá þá á Bretum sem færðu
Þjóðverjum góðar gjafir í tilefni
jólanna. Tvö ár voru frá lokum
heimsstyrjaldarinnar síðari og
ófriðardeilum þjóðanna tveggja
í millum lokið. „Þjóðverjar hafa í
dag fengið jólaskamtinn á bresku
svæðunum og var það í fyrsta sinni
að Þjóðverjar höfðu fengið ekta
kaffi síðan hernámið byrjaði,“ stóð
í forsíðufrétt Morgunblaðsins.
„Þar að auki var þeim skamtað
tvær teskeiðar af sultutaui, fimm
sykurmolar og fimm súkkulaði-
molar. Var þetta í sjerstökum
jóladósum og þótti Þjóðverj-
um mikið um. Karlmenn undir
fimmtugsaldri fengu auk þessara
jóladósa eina flösku af þýskum
snaps, en þeir sem yfir fimmtugt
voru komnir fengu auk dósarinnar
flösku af ljettu víni. Konur og börn
fengu tvær jóladósir en ekkert
áfengi.“
Skál fyrir því, karlar yfir fimm-
tugt! Fallegt af Bretum að bera ekki
áfengi í blessuð börnin. Það hefði
getað endað með ósköpum.
Friður var leiðarahöfundi
Morgunblaðsins einnig efst í huga
í þessu sama tölublaði: „Upp úr
skammdegi hins norræna vetrar rís
jólahátíðin björt og fögur. Nær tvö
þúsund ára gamall atburður verður
nýr og lifandi í huga kristinna
manna. Stríð og barátta allra alda
hefur ekki megnað að deyfa liti og
línur myndarinnar, sem helgisögnin
frá Betlehem dró upp fyrir sjónum
mannkynsins. Svo rík er þrá
mannssálarinnar eftir friði og kær-
leika, þrátt fyrir hina óróagjörnu
hvöt til átaka og baráttu.“
Jól án sprenginga
Eins og hendi sé veifað erum við
komin fram til ársins 1972. Hugsið
ykkur! Enn og aftur er aðfanga-
dagur og enn og aftur eru menn
byrjaðir að berjast; að þessu sinni
á Norður-Írlandi. „Kaþólikkar
og mótmælendur á Norður-Ír-
landi vonast til þess, að þeir geti
haldið jólin hátíðleg, án þess að
sprengingar og ofbeldisaðgerðir
verði til þess að spilla jóláhátíð-
inni,“ stóð í frétt Morgunblaðsins.
Ekki voru allir svo lánsamir að
geta haldið jólin í faðmi fjöl-
skyldunnar. „Nær allir togararnir,
flest skip Eimskips, helmingur
varðskipanna og þrjú Sambands-
skip verða úti um jólin, og áhafn-
irnar munu því halda jólagleðina
á hafi úti,“ kom fram í Morgun-
blaðinu.
Leiðarahöfundur var til þess að
gera stóískur en boðskapur hans til
lesenda var á þessa leið: „Auðvitað
á þjóðin nú við erfiðleika að etja,
sem erfiðir eru úrlausnar. Það er
um leið hart deilt um orsakir og
leiðir til úrbóta. Við deilum líka
um skipulag þjóðfélagskerfisins.
Engu að síður erum við ein af fáum
þjóðum, sem búa í sátt og samlyndi
og hafa borið gæfu til þess að leysa
úr ágreiningsefnum eftir lýðræðis-
legum leiðum.“
Eitthvað var tæknin að stríða
blaðinu þessi jólin en á bls. 2 var
þennan skell að finna: „Af tækni-
legum ástæðum verður Jólalesbók
Morgunblaðsins, sem að þessu sinni
er 64 síður, ekki dreift fyrr en eftir
jól.“
Aðfangadagsblað Morgunblaðsins
1997 byrjaði strax með látum en
á forsíðu var að finna frétt undir
fyrirsögninni: Mamma sló jólasvein-
inn. Og þá liggur leið okkar alla leið
til New York. Ekki er upp á þessa
Tímavél logið! Með þessum orðum
hófst fréttin: „Jólasveinn í New
York lenti í miklum vanda við vinnu
sína í verslunarmiðstöð þegar sonur
hans bar kennsl á hann og fyrrver-
andi eiginkona hans krafði hann um
barnsmeðlag og réðst að því búnu á
hann með barsmíðum.“
Heldur var tíðin hagstæðari en
nú og á blaðsíðu tvö mátti sjá mynd
af bræðrunum Hannesi og Júlíusi
Ingibergssonum að spila golf á
Þorláksmessu. Þeir brugðu víst
ekki út af vananum þegar þeir léku
níu holur á golfvellinum á Korpúlfs-
stöðum.
Kaupmenn voru kátir fyrir jólin
1997 en jólaverslunin í Reykjavík
hafði aukist töluvert á milli ára
og töldu kaupmenn að fólk hefði
almennt haft meira fé á milli
handanna en árið á undan. „Virðist
veltuaukningin víða vera á bilinu
15-30% og telja margir að verslun-
in hafi aldrei verið meiri,“ stóð í
Morgunblaðinu.
Hamrahlíðarkórnum var hins
vegar ekki skemmt og söng ekki
Heims um ból í lok friðargöngu nið-
ur Laugaveg á Þorláksmessu, sem
friðarhreyfingar stóðu fyrir. Það
var stjórnandi kórsins, Þorgerður
Ingólfsdóttir, sem tók ákvörðun
þar um, þar sem hún taldi það ekki
við hæfi eftir ræðu sem flutt var
á Ingólfstorgi þar sem göngunni
lauk. Þorgerður sagði í samtali
við Morgunblaðið að fulltrúi frá
friðarhreyfingunum hefði haldið því
fram í ræðunni að sagan um Krist
væri skröksaga og annað í þeim dúr.
Hún hefði tekið ákvörðun um þetta
sjálf, en kórfélagar fylgt henni eftir í
þessari ákvörðun.
Hvenær er betra að stíga um borð í blessaða
Tímavélina en á hátíð ljóss og friðar? Búið ykkur
nú vel og komið með í ferðalag til jólanna 1922,
1947, 1972 og 1997, þar sem á vegi okkar verða
rangir menn, þýskur snaps og Helga Möller.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Morgunblaðið/Ólavía Sigmarsdóttir
BræðurnirÆvar Þorgeir og Mart-
einn Óli Aðalsteinssynir í Klaust-
urseli á Jökuldal gefa hreindýrun-
um fjallagrös fyrir jólin 1997.