Fréttablaðið - 11.01.2023, Síða 6

Fréttablaðið - 11.01.2023, Síða 6
Andstæðingur vindmyllu­ garða telur niðurstöðu könn­ unar gefa ástæðu til að fræða samfélagið. Framkvæmda­ stjóri Samorku er á sama máli. kristinnhaukur@frettabladid.is orkumál Bæði andstæðingar og stuðningsfólk vindorkuvera eru sammála um að umræða og fræðsla þurfi að fara fram um uppbyggingu vindmyllugarða. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu um þetta. Í könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið kemur fram að tæp­ lega helmingur styður uppbygg­ ingu vindorkuvera á Íslandi. Um fjórðungur er á móti og fjórðungur hefur ekki skoðun á málefninu. „Fólk á eftir að kynna sér það miklu betur hvað liggur að baki uppsetningu vindorkuvera og iðn­ aði tengdum vindorku,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, íbúi í Skorradal, sem hefur verið áberandi í umræð­ unni gegn vindorkuverum. „Sem samfélag þurfum við að ákveða hvort við viljum stefna í þessa átt. Það verður að dýpka umræðuna og skilgreina í hvað á að nota orkuna,“ segir hún. Hulda telur að umræða um orku­ skort í landinu, vegna áætlana um orkuskipti árið 2040, hafi áhrif á viðhorf fólks. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu og kynna það fyrir landsmönnum hvað það þýðir að byggja upp vindmyllugarða. „Því er haldið fram að hér sé orku­ skortur en þetta er í raun spurning um forgangsröðun orkunnar eins og orkumálastjóri hefur bent á,“ segir Hulda. Hún segir vindtúrb­ ín urnar vera gríðarleg mannvirki, ekki sé einfalt að koma þeim upp, vegagerð og efnistaka sé gríðarlegt mál og afhendingaröryggi sé ekki nema 30 til 40 prósent. „Ég efast um að bygging þeirra sé afturkræf. Hver ætlar að borga fyrir niðurrif og hreinsun?“ Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku, segir að það liggi fyrir að sækja þurfi mikla orku á komandi áratugum. Könnunin sýni að verk sé að vinna við að kynna þetta betur fyrir fólki. „Við finnum bæði fyrir stuðningi og áhuga fólks á því að kynna sér vindorkuna,“ segir Finnur. „Hún er ný og eðlilegt að fólk hafi margar spurningar. Hún á sér langa og far­ sæla reynslu í nágrannalöndum okkar.“ Stjórnvöld hafi óskað eftir því að fyrirtæki sendu inn upplýsingar um vindorkukosti til að fjalla um í rammaáætlun, en það þýðir ekki að þeir verði allir að veruleika. Koma þurfi á kerfi sem skili okkur áfram og starfshópar umhverfisráðu­ neytisins séu að verki. Fjölbreyttur hópur vilji reisa vindorkuver, bæði Íslendingar og útlendingar. „Það eru ýmsir aðilar sem tala hátt gegn vindorkunni og setja fram dökka mynd. Það er okkar að kynna hana og kosti hennar betur,“ segir Finnur. „Vindorkan er mjög mikil­ væg orkuöf lunarleið og sjálfsögð viðbót við þessa flóru orkuvinnslu sem við erum með hérna á Íslandi. Hún verður í einhverju formi hluti af orkuvinnslu landsins.“ Eðlilegt sé að samtalið sé virkt og fólk geti viðrað hugmyndir sínar í því nærumhverfi þar sem vindorku­ ver eru áætluð. Þau verkefni munu fara í gegnum ítarlega samráðsferla og umhverfismat. n Við lítum á það þannig að þetta sé ekki bara verkefni borgarinnar. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksforingi í Hjálpræðishern- um í Reykjavik Það verður að dýpka umræðuna og skil- greina í hvað á að nota orkuna. Hulda Guð- mundsdóttir, andstæðingur vindorkuvera Þörf sé á stefnumörkun og umræðu um vindorku lovisa@frettabladid.is reykjavík Sorphirða á pappír og plasti hjá Reykjavíkurborg er um einni og hálfri viku á eftir áætlun. Tæming grenndargáma á höfuðborgarsvæðinu er sömuleiðis nokkrum dögum á eftir áætlun. Færð, veður og mikið magn rusls um hátíðarnar spilar þar stórt hlutverk. Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva Sorpu, segir að hann eigi von á því að tæming grenndargáma á höfuð­ borgarsvæðinu verði komin í lag fyrir helgi en tveir bílar Terra, sem sjá um tæmingu, biluðu en verða báðir komnir í lag á morgun. Sorphirða er mikið rædd í hverfa­ grúppum borgarinnar á Facebook og má þar sjá myndir af sorpi sem hlaðið hefur verið ofan á tunnur sem eru fullar. Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykja­ víkurborgar, segir vandmeðfarið að tæma við þessar aðstæður. „Það er sorphirðusamþykkt þar sem segir skýrt að við tæmum ílát­ in og að aðgengi að þeim þurfi að vera í lagi og það er á ábyrgð íbúa að tryggja það,“ segir Valur. Hann segir aðstæðurnar sem sköpuðust í desember hafa verið erfiðar. Bæði hafi snjóað mikið og svo sé rusl mikið í kringum hátíð­ arnar. „Það gekk allt á hraða snigilsins. Við lögðum þá áherslu á að hirða almenna ruslið því það er verra þegar það safnast saman. Það verð­ ur lykt og það sækja rottur og flugur í það. Okkur hefur tekist að halda því á áætlun með því að vinna auka­ lega,“ segir Valur en sorphirðufólk vann á bæði aðfangadag og gamlárs­ dag sem voru báðir laugardagar. „Við unnum líka síðasta laugar­ dag og vinnum þann næsta, auk þess sem við erum búin að bæta klukkustund við vaktina á virkum dögum. Við erum að keyra eins mikið á starfsfólk og hægt er. Það er ekki hægt að keyra endalaust á mannskapinn,“ segir Valur. n Sorphirðufólk vinnur á kvöldin og um helgar til að tæma allt Ruslið hefur safnast saman hér. FRÉTTABLAÐIÐ/sIgTRygguR ARI Tæplega helm- ingur styður uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi sam- kvæmt nýrri könnun. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI helgisteinar@frettabladid.is CovID-19 Kínversk yfirvöld hafa til­ kynnt að þau muni hætta að gefa út skammtíma vegabréfsáritanir til ferðalanga frá Suður­Kóreu og Japan í hefndarskyni fyrir tak­ markanir þjóðanna á kínverskum farþegum. Í síðustu viku hætti ríkisstjórn Suður­Kóreu að veita skammtíma vegabréfsáritanir fyrir ferðamenn sem koma frá Kína og eins þurfa kínverskir ferðalangar að framvísa neikvæðu Covid­prófi við komuna til Japans. Utanríkisráðuneyti Suður­Kóreu sagði í samtali við fréttastofuna BBC að ákvörðunin væri byggð á hlutlausum og vísindalegum stað­ reyndum en talsmenn kínverska utanríkisráðuneytisins hafa sagt ákvörðunina óviðunandi. Samkvæmt Sóttvarnastofnun Suður­Kóreu hefur þriðjungur allra farþega frá Kína greinst smitaður af Covid­19 við komuna til landsins. Kim Woo Joo, prófessor í smit­ fræðum við Kóreuháskóla, segir að vandamálið liggi í skorti á gegnsæi frá Kína og að nýtt af brigði gæti komið þaðan án þess að önnur yfir­ völd viti af því. „Það væri líka hörmulegt fyrir suður­kóreska heilbrigðiskerfið. Við erum nú þegar að glíma við dauðsföll og mikið álag á sjúkra­ húsum okkar. Þar að auki á enn eftir að bólusetja mikið af eldri borgurum í landinu,“ segir Kim. n Hefna sín á Suður-Kóreu og Japan Þjóðir víða um heim hafa gripið til sérstakra ráðstafana varðandi ferðamenn sem koma frá Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA benediktboas@frettabladid.is Samfélag „Við erum að vinna saman, Rauði krossinn og Samhjálp og við, um að standsetja og setja á fót dagsetur. Við erum með allar klær úti og viljum gera þetta hratt og örugglega. Við viljum gera þetta saman, sveitarfélög og ríki því það er styrkur að geta unnið saman og þetta bréf er hluti af því,“ segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksforingi í Hjálpræðishernum í Reykjavík, en herinn sendi Garðabæ bréf varð­ andi aðstoð með rekstur dagseturs fyrir heimilislausa. Almar Guðmundsson bæjar­ stjóri og Svanhildur Þengilsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, gerðu í bæjarráði grein fyrir vinnu á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuð­ borgarsvæðinu varðandi greiningu á stöðu heimilislausra utan Reykja­ víkur. Gert er ráð fyrir að niður­ stöður liggi fyrir í lok febrúar. „Við lítum á það þannig að þetta sé ekki bara verkefni borgarinnar heldur sveitarfélaganna í kring og ríkisins líka,“ segir Ingvi sem hefur sent f leiri sveitarfélögum bréf um stofnun dagseturs sem herinn rak hér áður fyrr. „Þetta er hættulegur tími fyrir fólk sem býr á götunni. Úti er kalt og mikið frost og mjög erfiður tími. Borgin hefur staðið sig vel en það er ekki boðlegt að fólkið á götunni þurfi að vera í gistiskýli allan sólarhringinn. Að brjóta upp daginn og hafa stað sem er öruggur fyrir það yfir daginn. Fá sér kaffi og eiga öruggt skjól sem það er velkomið í. Og við þurfum að gera það saman,“ segir Ingvi. n Hættulegur tími til að búa á götunni 6 Fréttir 11. janúar 2023 MIÐVIKUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.