Fréttablaðið - 11.01.2023, Qupperneq 9
Ábendingar hafa borist
Neytendasamtökunum um
að fólk sé að skila vörum sem
keyptar voru á fullu verði
fyrir jól í skiptum fyrir inn
eignarnótu fyrir sömu vöru á
tilboðsverði. Engin lög eru til
á Íslandi um skilarétt á ógall
aðri vöru. Neytendastofa
bendir einnig fólki á skilarétt
þess við fjarsölu.
helgisteinar@frettabladid.is
Eftir jól og nýár er algengt að fólk
skili jólagjöfum án þess að gera sér
fulla grein fyrir því hver skilaréttur
þess er. Mismunandi skilaréttur er
við lýði eftir því hvort varan var
keypt á sölustað eða á netinu.
Breki Karlsson, formaður Neyt
endasamtakanna, segir að sér hafi
borist ábendingar um að fólk sé
að skila vörum sem keyptar voru
á fullu verði fyrir jól en fái síðan
inneignarnótu fyrir sömu vöru á
tilboðsverði.
Hann segir að ekki séu til nein
lög um skilarétt á ógallaðri vöru en
telur að hafi vara verið keypt á fullu
verði þá eigi fólk að fá fullt verð í
inneignarnótu. Að sama skapi ætti
verslun að geta óskað eftir því að
nótan gildi ekki fyrr en eftir að
útsölunni lýkur.
Neytendasamtökin hafa gefið
það út að fólk eigi að fá skilafrest til
15. janúar. Skilafresturinn í versl
unum gildir oftast fram yfir fyrstu
daga í janúar en Breki bendir á að
margar útsölur byrji jafnvel fyrir
það.
Að mati samtakanna ætti fólk
að geta ráðið hvort það fær vöru
á útsöluverði eða bíði fram yfir
útsölu og fái nótuna með fullu
verði. Breki bætir við að engar
reglur séu heldur til staðar þegar
kemur að gjafabréfum eða inn
eignarnótum.
„Við sjáum þetta sérstaklega í
þjónustugeiranum þar sem gjafa
bréf eru mikið notuð. Gjafabréf á
hótel hafa til dæmis alls konar tak
markanir sem fólk gerir sér ekki
grein fyrir. Ef það eru einhverjar
takmarkanir þá verða þær að koma
fram á bréfinu sjálfu,“ segir Breki.
Matthildur Sveinsdóttir, lög
fræðingur hjá Neytendastofu,
tekur í sama streng og segir að allar
takmarkanir verða að koma skýrt
fram á vörum sem keyptar eru.
„Það geta talist villandi við
skiptahættir að veita neytendum
ekki upplýsingar um eitthvað sem
er líklegt til að hafa áhrif á ákvörð
un þeirra um að eiga viðskipti,“
segir Matthildur.
Hún bætir við að þó svo að
enginn lögbundinn skilaréttur sé
til staðar á sölustað þá hafi neyt
andi, sem kaupir vöru í fjarsölu og
hefur hvorki séð vöruna né kynnst
eiginleikum hennar, alltaf rétt
til að hætta við kaupin án nokk
urra skýringa innan 14 daga frá
því hann fær vöruna af henta. Í
þessum tilvikum á neytandi rétt á
að fá endurgreiðslu og ber honum
að skila vörunni eigi síðar en 14
dögum eftir að tilkynningin hefur
verið send út.
Hér er mjög mikilvægt fyrir selj
endur að standa við skyldur sínar
því ef þessar upplýsingar eru ekki
veittar til viðskiptavina fram
lengist fresturinn úr 14 dögum í 12
mánuði. n
Í kjölfar heimsfarald-
ursins byrjaði stór
hluti starfsmanna
Disney að sinna störf-
um sínum bæði heima
fyrir og á vinnustað.
Við eru kannski bara
að upplifa eftirköst af
seinustu þremur árum.
Ísleifur
Þórhallsson,
framkvæmda-
stjóri Senu Live
Gjafabréf á hótel hafa
til dæmis alls konar
takmarkanir sem fólk
gerir sér ekki grein
fyrir.
Breki Karls-
son, formaður
Neytendasam-
takanna
Viðskiptavinir hafa meiri
rétt gagnvart netverslun
Neytandi sem kaupir vöru á netinu hefur alltaf fjórtán daga skilafrest eftir að hafa fengið vöruna afhenta.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
helgisteinar@frettabladid.is
Bob Iger, for stjóri Dis n ey, hefur
sagt að starfs fólk fyrir tækisins sem
vinnur nú að heiman muni þurfa að
mæta til vinnu fjóra daga vikunnar
frá og með byrjun mars.
Í kjöl far heims far aldursins byrj
aði stór hluti starfs manna Dis n ey
að sinna störfum sínum bæði heima
fyrir og á vinnu stað. Iger segir hins
vegar að lykillinn fyrir skapandi
fyrir tæki eins og Dis n ey sé að eiga
sam skipti við við skipta vini í eigin
per sónu.
Til k ynningin kemur að eins
tveimur mánuðum eftir að Bob Iger
tók aftur við sem for stjóri Dis n ey af
Bob Chapek.
„Það kemur ekkert í staðinn fyrir
þá reynslu sem við öðlumst með
því að tengjast, fylgjast með og
skapa upp lifun í gegnum nær veru
við við skipta vini okkar. Það gefur
okkur einnig tæki færi til að vaxa og
læra af leið togum og leið bein endum
fyrir tækisins,“ skrifaði Iger í minnis
blaði til starfs manna sinna.
Dis n ey er þar með eitt af mörgum
fyrir tækjum sem snúið hafa við
þeirri stefnu sinni að leyfa starfs
fólki að vinna að heiman.
Fyrir tæki á borð við Twitter,
Snap, Tesla og Uber hafa einnig gert
svipaðar breytingar á sínum skrif
stofum. Tækni risinn App le hefur
þar að auki sagt sínu starfs fólki að
það muni þurfa að mæta til vinnu
að minnsta kosti þrjá daga vikunn
ar. n
Starfsmönnum Disney gert að mæta aftur á vinnustað
Bob Iger tók skyndilega aftur við sem forstjóri Disney á síðasta ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
helgisteinar@frettabladid.is
Yfir völd í Hong Kong hafa til kynnt
að þau muni af létta banni á inn
flutningi hamstra í lok mánaðarins.
Bannið á innflutning hamstra var
sett á í fyrra í kjöl far Co vidsmita í
gælu dýra búð og neyddust stjórn völd
til að svæfa rúm lega 2.000 nag dýr.
Land búnaðar, sjávar út vegs og
náttúru verndar deild Hong Kong
sagði í sam tali við frétta stofuna
BBC að þrátt fyrir af léttingu á bann
inu yrðu hamstrarnir engu að síður
skimaðir fyrir veirunni. Tals maður
deildarinnar sagði að einungis
þau dýr sem reynast nei kvæð fyrir
Covid19 verði seld í gælu dýra
búðum borgarinnar.
Stjórn völd í Hong Kong bönnuðu
allan inn flutning á hömstrum á síð
asta ári eftir að starfs maður í Litt le
Bossgælu dýra búðinni greindist
með Deltaaf brigðið. Í ljós kom að
ellefu hamstrar sem höfðu verið
f luttir inn frá Hollandi reyndust
smitaðir af Co vid19.
Vanessa Barrs, prófessor í dýra
heil brigði við borgar há skólann í
Hong Kong, sagði að á kvörðunin um
að svæfa hamstrana hefði verið mjög
sorg leg á sínum tíma, en búið var að
stað festa smit tengsl milli hamstra og
manna. n
Innflutningur hamstra leyfður á ný
Stjórn völd í Hong Kong bönnuðu allan inn flutning á hömstrum á síðasta ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
helgisteinar@frettabladid.is
Ísleifur Þórhallsson, framkvæmda
stjóri Senu Live, segist finna fyrir
því að erfiðara sé að halda viðburði
en áður fyrr. Hann segir markaðinn
fyrir sýningarhald hafa breyst og að
viðburðahaldarar þurfi einfaldlega
að aðlaga sig breyttum aðstæðum.
„Það er eins og það þurfi eitthvað
meira til að fá fólk til að kaupa miða.
Fólk virðist vera að kaupa miðana
sína seinna og er þar að auki orðið
viðkvæmara fyrir miðaverðinu.“
Hann segir að þegar Covid byrj
aði hafi verið mikil óvissa um allan
heim um það hvernig framtíð við
burða myndi vera og þá sérstaklega
hvort viðskiptavinir myndu skila
miðum sínum eða ekki.
„Meirihluti hélt miðunum sínum
og fór bara á seinni sýningar, sem
var mjög jákvætt. Það gaf öllum von
um að við myndum koma sterk til
baka eftir Covid,“ segir Ísleifur og
bætir við að fyrri helming seinasta
árs hafa komið sprengja í viðburða
haldi sem mun líklega ekki sjást
aftur.
„Þá voru allir tónleikar, allar uppi
standssýningar, öll afmæli, allar árs
hátíðir og það gæti líka vel verið að
fólk sé að jafna sig eftir þá sprengju.
Við erum kannski bara að upplifa
eftirköst af seinustu þremur árum
og eigum enn eftir að sjá jafnvægi,“
segir Ísleifur. n
Fólk er viðkvæmara fyrir miðaverði
MarkaðurinnFréttablaðiðMiðVikuDaGur 11. janúar 2023